Vísir - 03.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 03.10.1970, Blaðsíða 2
Listahátíð í Hannover ‘ _ -i* * „ *. V | , EINS OG EFTIRLIK- ING AF YUL BRYNNER 1. verðlaun Politiken í Danmörku efndi til samkeppni í fatateiknun (hönn- un). Þátttakendur voru fjölmargir og margar hugvitssamlegar teikn ingar komu fram. 1. verðlaun hlaut þessi stúlka á myndinni hér fyrir ofan. Sú heitir Mette Agerbæk og er nem andi við Listiðnaðarskólann i Kaupmannahöfn, eins og reyndar allir þátttakendumir i keppninni ... og Mette er auðvitað klædd verölaunafötunum sínum. □□□□□□ Þessi plastsandkassi var sett ur upp á listahátíð sem í sumar var haldin í Hannover, V-Þýzka- landi. „Fólkið í Hannover er svo lokað og virðist ka'lt á yfirborð- inu. Þess vegna verður að gleðja auga þess með góðri list“, á ein hver listamaðurinn sem á sýn- ingunni sýndi, að hafa sagt. — Þessi sandkassi er eins og sjá má, ekki neitt listaverk sem fólk á aðeins ■ að horfa á. Fyrst og fremst hefur hann hagnýtt gildi fyrir bömin — og ef fullorðna fólkið getur notið þess að horfa á bömin sin kútveltast í og utan á plastbelgnum — þá er komið listaverk. Þannig er „kassinn" hugsaður bæði fyrir börn og full orðna. Roc Brynner hagnast óneitan lega á einu atriði: Hann er son ur manns sem heitir Yul. En hann segist vissulega vita, að ef hann á einhvern tíma eftir að standa fyrir sínu, þá er ekki nóg að vera Brynner. Og varla var Roc kominn úr skóla er hann á- kvað aö fara á leiklistarskóla og verða leikari eins fljótt og auöið væri. Og það virðist ganga vel. Hann hefur fengiö aðaihlutverkið í leik ritinu „Opium“. Aðalhlutverk- ið, vegna þess aö þaö er aöeins eitt hlutverk I leiknum. Og þaö sem meira er, Roc skrifaði leik- ritið sjálfur. Reyndar er það pínu litið stolin hugmynd. Hann þýddi það nefnilega og stílfærði upp úr stílabók sem Jean Cocteau skrif aði um skeið í athuganir sínar ýmsar. Cocteau þessi er fransk ur rithöfundur, málari og ljóð- skáld og var vinur Yuls Brynner og guöfaðir Rocs. 23 ára „En ég þekki Cocteau fremur af verkum hans en fyrir að vera guðfaðir minn“, segir Roc. Roc er langur, grannur, listrænn. 23 ára eftirlíking af föður sínum — bara með heilmikið hár á höfðinu. Forsýningar á „Opium“ byrj- uðu á fimmtudaginn var (1. okt.) en frumsýnt verður á mánudag- inn kemur. Roc heldur því fram að leikritið sitt sé ekki annað en hugmynd fengin aö láni hjá Cöcteau og það sé ekki leikrit sem eins sé hægt að lesa, og að horfa á leikið — „þetta er heldur ekki eins-manns-sýning.“ „Þetta er leikrit með söguþræði og persónu sem ég skapaði sjálf ur úr stílabókinni", segir hann með sinni djúpu rödd og sínu snyrtilega málfari", og persónan berst harðri, erfiðri baráttu gegn demóninum sem sækir á hann.“ Á biðilsbuxum Roc sýndi „Opium“ fyrst í Ir- landi. Það var £ október 1 fyrra. Síöan fór hann með leikinn til London og sýndi þar í janúar. Þetta var hans fyrsta hlutverk, því hann hafði þá aldrei áður komið á leiksvið, en var í há- skóla. Roc segist ekki raunveru lega heita Roc, það sé aðeins gælunafn, ,,ég heiti nefnilega Yul Brynner yngri. Og veiztu hvað? Ég ætla bráöum að kvænast Marlene Branca sem á 2ja ára son og stendur nú í skiinaði við mann sinn. Roc gekk í bama- og gagnfræðaskóla í Sviss. Var svo ár við Yale-háskólann, flutti sig síðan til Irlands og gekk á Trinity College i Dublin í 4 ár Útskrifaðist 1968 og fór til París ar að skrifa. „Ég byrjaði nefni- lega að skrifa þegar ég var 12 ára. Þá prentuðu þeir smásögu eftir mig í skólablaðið.“ Roc Brynner. Leikari og leik- skáld. Dýrlingurinn Roger Moore, dýrlingurinn er þarna að sóla sig með sinni fögm frú, þeirri ítölsku Lúísu og syni þeirra þriggja ára gömlum honum Jeffry. Roger og fjölskylda segjast hvílast vel á suðrænum bað ströndum, og ólíklegt er enda annað en að frúin kunni vel við sig. Baðströndin sem þau eru á á þessari mynd er einmitt ítölsk. Arabella Churchill að halda ræðu til framdrátt- ar málstað holds- veikra. Sonardóttir Churchills berst iyrir holdsveika I eyrum margra Breta hljómar nafnið Churchill ævinlega sem orustukvaðning. Og vissulega er baráttuhljómur £ nafninu. Ara- bella heitir stúlka ein sem ber ættarnafnið Churchill. Sú er dótt ir Randolphs heitins sonar Churchills þess frægasta. Hún virðist sanna það að þeir Churchillar séu baráttumenn. Er hún kom út úr skóla og fór að leita sér að vinnu, hafði hún mest an áhuga á aö fá starf á ein- hverju dagblaðanna. Það gekk ekki, og er henni bauðst loks starf sem blaðafulltrúi Sambands brezkra holdsveikisjúklinga, þáði hún það þegar í stað. Og eftir 6 mánaöa starf sendu þeir hana til Afríku að skoða holdsveikra- spítala. Og nú berst Arabella fyrir ba:ttum aðbúnaði holdsveikra eins og hjálpræöishermaöur fyr- iir guð sinn. — — „Ég verð að helga líf mitt þessari baráttu“, segir hún, „annars er ekkert gagn að henni.“ Og Arabella hefur náð miklum árangri sem blaðafulltrúi. Henni hefur tekizt að ná til eyma flestra helztu blaða um veröld víða, og það nægir að öllu jöfnu til að vekja áhuga manna á mál ’efninu. Nú hefur hún snúið sér af krafti að því að safna fé fyrir holdsveika sem dvelja á hinum svokölluðu holdsveikramiðstöðv- um í Afríku. „Ég vildi að ég yrði sjálf holds veik. Þá vissi ég hvemig Mðan þeirra er og það væri allt £ lagi, þvl ég veit að ég yrði læknuð“, sagði Arabella um daginn við fréttamann einn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.