Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 6
VlSIR . Mánudagur 5. október 1970. Nær kviknað í stúkunni ■ Það vakti aS vonum athygli stúkugesta í gærdag, þegar Fram og Keflavík léku, aS rjúka fór úr stúkunni um miðian síðari hálfleik. Stúkan er þannig úr garði gerð, að begar áhorfendur kasta frá sér vindlingum, detta beir á milli gólf fjalanna niður á jörðina undir stúk- unni. Um aðra leið er vart að ræða. Bréfadrasl virðist hafa safnazt undir stúkuna og í gær trekkti vel undir allt saman, þannig að neisti frá sígarettu eða vindli hefur kveikt í bréfadótinu. Ekki var nein hætta af þessu að bví er virtist, starfsmaður kom labbandi með lítið slökkvitæki og dældi á ósómann. Gaman höfðu áhorfendur af öllu saman. töldu að einhverjum áhorf endum hefði orðið svona heitt I hamsi Hins vegar virðist þama nokkur hætta geta stafað af, og nauðsyn ber til að hreinsað sé til undir stúkunni til að fyrirbyggja að eldur komi upp í henni. Geir og félagar settir út afsakramentinu am helgina Landsliðsnefnd hafnaði þeim eftir oð jbe/V mættu ekki á æfingu hennar ^ Fullt hús áhorfenda horfði í gærkvöldi á það, hvernig landsliðið okkar leikur, þegar í það vantar toppstjömu liðs- ins, Geir Hallsteinsson, ásamt þrem öðrum FH- mönnum, sem valdir höfðu verið til að leika með lands15ðinu gegn Drott. Eflaust hefur margur orðið argur vegna þessa, en engin skýring var gefin á fjar- veru FH-félaganna. Jón Erlendsson f landsliðs- nefnd HSÍ sagði að þar eð þessir liðsmemn FH hefðu ekki mætt til boðaðrar æfingar í síðustu viku hjá landsiliðinu, væri ekki þörf fyrir þá í þessum lei'k. Gera yröi þá kröfu til leikmanna að þeir mættu til æfinga eða gæfu Minægjandi sikýringar á fjar- veru sinni. Þannig mun eikki hafa verið með þá félaga að dómi landsliðsnefndar. Var þvi áfcveðið að vera án þeirra í leikn um. Væntanlega verður sama harka á þessum sviöum í vet- ur. Er það vel, því liöið verður að samanstanda af mönnum, sem vilja og geta æft með lið- inu. Leikurinn í bær var jafn og skemmtilegur. Landsliðið hafði frumfcvæðið f sínum hönd- um. en Sviarnir fyligdu vel eftir og f hálíleik var staðan 9:8 fyr- ir Iandsiliðið. Byrjun siðari hálfleiks var mjög góð fyrir íslenzka Iiöið, — frumkvæðið hélzt og liðiö komst í 11:9, en Svíamir skora 11:10. Þá fcoma 3 fslenzk mörk í röð. Fyrst skorar Sigurbergur 12:10, Óliafur síðan við mikil mótmæli Svíanna og loks Ingólfur með góðu skoti 14:10. Þessi fjögur mörk voru gott veganesti fyrir síðustu 20 mínútumar. Að vísu mjófckaði aðeins á munum á tímabili, en íslenzka liöinu tókst að halda 4 marfca muninum, og sigraði með 19:15. íslenzfca liðið virtist failla vel saman sem heild og aifihygli vakti hinn ungi Páll Björgvins- son með óvænt þrumusfcot, sem sænski marfcvörðurinn virtist ekki átta sig á. Agúst Svav- arsson ætti Líka að geta orðið að miklu gagni ef hann er rétt not aður. Hann er orðinn liðugri og jafnframt styrkari en áður og hæð hans er a.m.k. ekki minni en áður, sem sagt maður, sem erfiður er hvaða vöm sem er. Þá varði Þorsteinn Bjömsson á- gætlega í þessum leik og Ing- ölifur stjómaði vel sam fyrr. Lfklega er von um betri árangur landsliðsins í vetur. Það er ástæöa ti'l að hvetja landsliðsnefnd til að sýna sömu hörfcu varðandi aMan aga liðs- ins. Hins vegar var það óneitan lega súrt í broti fyrir áhonftend ur að borga sig inn og sjá svo ekki margar stórstjömur, sem nefndin hafði hafnað. —jbp Gunnlaugur sendur utan til PARISAR — kannar har getu mótherja Fram i Evrópubikarnum ■ Gunnlaugur Hjálmarsson, þjálf ari Framaranna I handknattleik stýrði liði sínu ekki ti'l sigurs á lauigardaginn var, þegar liðið lék skfnandi leik og gjörsigraði sænsku meistarana Drott. Ástæðan er sú, að Gunnlaugur fór daginn áður utan til Frakklands, og mun hann haifa horft á tilvonandi beppinauta Fram f Evrópubikarkeppninni f handknattleik, IVRY. Framarar ætla sér sem sé ekki að láta staðar numið við fyrstu urnferð keppninnar. Eins og gefuir að skil ja er þátttaka f keppni þess ari ýmsum vandfcvæðum bundin fyr ir okkar lið vegna ferðakostnaðar, og eins vegna þess að leikmenn Kennsla hefst n.k. fimmtudag Uppl. daglega í síma 1-53-92 frá kl. 2—4. allettskólí Katrínar Guöjónsdóttur LINDARBÆ eiga erfitt með að flá frí frá störf- um eins mikið og Iþróttimar þurfa. Engu að slður virðist þannig unn ið að málunum hjá Fram, að ein umferð verði ekfci nóg að þessu sinni, en venjulega hefur þátttaka okkar liða endað í 1. umferðinni, — og félögin verið dauðfegin að þvf er virðist svo óeðlilegt sem það nú annars er. Gunnlaugur kemur heim f kvöld eða á morgun, og hefur þá einhver tíðindi að feera fé'lögum sínum um styrfc þessara mófiherja. Eyjamenn fögnuðu tveim ís- landsmeistaraliðum i gær — og eiga oð auki 2. flokk i úrslifum 9 Það var sannköl'luð sigurhá- tíð í Eyjum um helgina, — á flug vellinum i Eyjum var fagnað 2 Islandsmeistaraliðum f gærdag, er þau komu með sigurlaunin heim frá Reykjavfk. f 3. flokfci vann knattspymuliö Eyjamanna Völsunga með 4:0, en í 4. flokki unnu þeir Akurnesinga með 6:1. Enn eiga Eyjamenn von um þriðja bikartem, þeir em í úr- slitum í 2. flokfci. Þá eiga Vest- mannaeyingar von í bikarkeppnum bæði aðalkeppninni og eins bikar- keppni 1. flokfcs, en í báðum unnu Vestmannaeyingar sigra um helg- inga, unnu Akureyringa í aðal- keppninni og í 1. floikfci unnu þeir KR í Eyjum með 5:2 f gær. West tflant vann sinn fyrstn sigur í hnust d Inugardng — og Burnley er nú eina liðiö i I. deild, sem ekki hefur unnið leik — sjá ibróttir á morgun Fram gjörsigraíi Drott — Sviarnir eins og leikföng i höndum íslendinganna DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS • Sænska liðiö DROTT mætti til! leiks gegn íslandsmeisturum Fram af talsverðum þrótti. Þeir storm-: uðu inn á leikvanginn með auglýs-! ingu frá baðstofu-firma í Sviþjóð á bakinu, köstuðu plastpokum full- um af litlum veifum frá liðinu, upp til áhorfendanna, og fóm síðan að mdirbúa stóran sigur yfir Fram. En Fram reyndist mun betri að- ilinn í þessum leik. Svo mikið betri, aö furðu vakti, og jafnframt vonir um að Framarar verði sterkir í Evrópubikarkeppninni í vetur. Það er ekki hvað sízt jöfnu og góðu liði að þakka að Fram gekk svo vel sem raun vrarð á. Og þá einnig framúrskarandi leik hins unga markvarðar Guðjóns Erlends- sonar, sem kom inn í stað Þor- steins snemma í leiknum meðan Svíar höfðu enn yfir 3 mörk, 6:3. Þó verður ekki frambjá þeirri stað- rejmd gengið !að Fram hafði sína „stjörnu“ í pokahorninú. Það var Axel Axelsson, sem sneri dæminu úr 5:7 í 9:7 fyrir Fram með 4 góðum mörkum í röö. I hálfleik var staðan 10:8 fyrir Fram. I seinni hálfleik byrjuöu Fram- arar mjög vel, og héldu áfram að breikka bilið. Um miðjan hálfleik var stlaðan orðin 17:11 og glæsileg- ur leikur Framara veitti þeim enn meira forskot og unnu með 8 marka mun 24:16. Styrkur Fram lá ef til vill mest í sterkri vörn og markvörzlu, en allir geta sóknarmennimir skotið, og línuspiiið var líka ágætt. Axel skoraði 9 mörk, Björgvin 4, Gylfi 4, Sigurður Einarsson og Ingðlfur 2 hvor, og Amar 3 möik í þessum 100. leik sínum fyrir meistaraflokk Fram, sem hann lék reyndar frá- bærlega vel. Ingólfur Óskarsson er líka sannur fyrirliði, hvetur lið sitt vel og missir ekki sjónar á tak- markinu í leiknum. Guöjón Erlends son er fágætt efni í markinu. Ekki ónýtt fyrir Fram að eiga tvo stór- kostlegla markverði. Axel Axelsson hlýtur að vera undir smásjánni hjá landsliðinu, allt annað er óeðlilegt. Sviamir fengu lítil tækifæri i þessum leik. Þetta var leikur Fram, ekki þeirra. Jafnvel landsliösmenn Svía hlutu að fallfa í skuggann. Leitt hversu fáir áhorfendur höfðu tíma til að íta við í Laugardals- höll til að sjá hve góður íslenzkur handknattleikur getur verið. -jbp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.