Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 16
Norskur stúdent lang efstur í prófkjöri Verðundi Norskur læknanemi viö Háskóla íslands varö Iangefstur í prófkjöri stúlentafélagsins Veröandi og mun hann skipa 1. sæti á lista fé- lags viö stjórnarkjör Stúdenta- félags Háskólans nú. Norðmaður- inn Viðar Toreid fékk 380 atkvæði í prófkjörinu. 2. varð Gísli Pálsson þjóðfélagsfræöinemi með 171 at- kvæði. — Röð manna á framboös- listanum verður í samræmi við úr- slit prófkjörsins. I 3. sæti verður því Skúli Thor- oddsen laganemi, sem fékk 164 atkvæði í prófkjöri, 4. Bergljót Kristjánsdóttir BA-nemi, 153 at- kvæði, 5. Gestur Jónsson, laganemi 144 atkvæöi. — HH Kviknuði í munnluusum bíl Eldur kom upp í sendiferðabif- reið, sam stóð mannlaus á móts við nr 18 í Holtagerði í Kópavogi f gærkvöldi. Lögreglumenn, sem fvrstir kornu á vettvang, gerðu til raunir til þess að slökkva eldinn með hands'lökkvitækjum, en þær dugðu ekki til og tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins, fyrr en slökkviliðið kom á staðinn með stærri slökkvitæki. Miklar skemmd ir urðu á bílnum en öupplýst er, hvernig kviknaö hefur í honum. Tjón eigandans er að vonum mik- ið. — GP Hljóp á bílinn „VILDUM GJARNAN FINNA LlF Á ÖÐRUM PLÁNETUM1 — svöruðu geimfararnir einni spurningunni utan úr sal Háskólabiós á fundi Blaða- mannafélagsins 0 „í hvert sinn sem ég horfi á tunglið, verð- ur mér hugsað til ykk- ar,“ sagði konan, sem bað geimfarana um eig- inhandarsýnishorn við Háskólabíó á laugardag. Áhugi fólks var mikill á þremenningunum frá Apollo 13, og var þeim vel fagnað. Blaðamannafélag íslands hélt fund með geimförunum, þegar Stúdentafélag Háskólans hætti við að halda fundinn. Geimfar- arnir sýndu kvikmynd frá ferð Apollo 13 og skýrðu hana. Valdi mar Jóhannesson, Vísi, kynnti geimfarana og stjómaði fund- inum. Blaðamenn frá Vísi, Morg unblaðinu og Alþýðublaðinu lögðu spurningar fyrir geimfar ana ásamt vísindamönnunum Páli Theodórssyni og Sigurði Steinþórssyni. Áheyrendur voru um 700 og tveir þeirra beindu spurningum til geimfaranna. Þeir Lovel'l, Haise og Swigert voru sem fyrr viö ölilu búnir og svöruðu skýrt og greiðlega hvers kyns spurn- ingum. Fundurinn var hinn fjör legasti og skemmtu menn sér við hnyttileg svör geimfaranna og einnig þegar kom í ljós, að þeir þekktu ekki hina frægu Dísu geimfarans í sjónvarpinu. „Þú hlýtur að þekkja eitthvað, sem ég þekki ekki,“ sagði Swi- gert, piparsveinninn í hópnum, en spurningunni um Dísu var beint til hans. „Við leitum að lífi úti f geimn um frekar en ltflausu efni“, sögðu geimfaramir við spum- ingu eins áheyranda á fjörleg- um fundinum. Fred Haise geim- fari ítrekaði þá skoðun sína að „hann væri ekki svo hrokafullur að ímynda sér, að maðurinn hlyti aö vera æðsta vitsmuna- vera heimsins.“ Ekki komu fram inni í saln- um nein mótmæli við komu geimfaranna, þö flugritum væri dreift utanhúss. Var greinilegt, að flestum þóttu þeir hinir mestu auðfúsugestir. Þeir þremenningamir héldu í gærmorgun til næsta viðkomu staðar, Sviss. —HH Frá fundinum í Háskólabíói. Frá vinstri: Fred Haise, James Lovell, John Swigert, stjórnandi fundarins, Valdimar Jóhannes- son, Vísi, Óli Tynes, Morgunbl., Helgi Helgason, Alþýðubl., Sigiuður SteinÞórsson, Páll Theódórsson, Haukur Helgason, Vísi, og Ingvi Hrafn Jónsson, Mbl. Ellefu ára drengur hlaut höfuð- högg og snert af heilahristingi þeg ar hann varð fyrir bíl í Holtagerði i Kópavogi á laugardagskvöld. Hon um vildi til happs þó, að ökumað ur bilsins hafði veitt honum eftir- tekt, bar sem hann var að leik við götuna og ók því á hægri ferö. Að Öðrum kosti hefði hugsanléga orðið þarna alvarlegra slys, þegar drengurinn hljóp skyndilega út á •rötuna og rakst á bflinn. Hljóp hann á hlið bílsins að framanverðu og kastaöist upp á vélarhlífina. Að frátöldu höfuðhögginu slapp hann með minniháttar skrámur f and- liti. —GP KENNARASKORTUR VIÐ GAGNFRÆÐASTIGIÐ Enginn háskólamenntaður kenn- ari með kennsluréttindi sótti um lausa stöðu við gagnfræðastigið í Reykjavík. Stjóm Félags háskólamenntaðra kennara hefur sent frá sér athuga- Verðir réttlætisins líkja geimförunum við gladiatora ✓/ Einhver ónafngreind samtök vinstri sinnaðs ungs fólks eða stiórnleysingja útdeildu eftir- tekrarverðu plaggi á fundi, sem Blaðamannafélag Islands hélt með geimförunum f Háskólabíói •5 laueardag. Þar er geimförun um líkt við skylmingaþræla Rómarrfkis og taldir af sama toga spunnir. — Ekki kom til neinna óeirða við fundinn eins og vinstri sinnaðir stúdentar höfðu hótað. ef Stúdentafélag Háskóla fslands héldi fundinn, en stúdentar hættu við fundinn, eins og áður hetfur verið skýrt frá Plaggið ber yfirskriftina „Brauð og leikir". Þar segir m.a.: „Meðan rómverska heims- veldið þandi út klær sínar um Evrópu, Afríku og Asíu, óx fjöldi landleysingja og öreigla- lýðs í Róm. Þessum múg var haldið í skefjum með gjafa- komi og viMimannlegum leik- sýningum manndrápa og dýra fórna.“ — „I nafni síns heims fræga kærleika útdeilir banda- rísfca auðvaldið einnig brauði og leikjum tíl múgsins.“ — „Og nú eru komnir til landsins sérleg ir sendimenn Nixons, heimsfræg ir skylmingaþrælar í gervi geim fara Brauð og leikir — sagan endurtekur sig. — En mikils- vert er fvrir bandaríska heims- veldið að beina athygli heimsins frá ódæðisverkum sfnum í Víet nam, til þess eru sérlegir sendi- menn Nixons komnir hingað." - VJ semd um þetta mál og segir, að lausar stöður við gagnfræðastigið hafi verið um það bil 30. Minnir stjórnin á að samkvæmt yfirliti Fræðslumálaskrifstofu ríkisins um setta og skipaða skólastjóra og kennara við gagnfræðastigið hafi háskólamenntuðum bóknámskenn- urum með kennsluréttindi fækkað úr 25% árið 1962 i 16,5% áriö 1969. Segir stjórn F.H.K. að þörf sé skjótra umbóta ef ætlunin sé að reka gagnfræðaskólana með kennslukröftum sem hlotið hafa nægan undirbúning. Og úr þörfinni verður bætt meö einu ráði, að áliti F.H.K.: Launin þarf að hækka, þar eð kennaralaun- in eru lægri en flestra annarra starfsmanna rfkisins með sambæri- lega menntun. „Launað er eftir skólastigum en ekki menntun", segir í athugasemd F.H.K. og bendir stjórn félagsins á að kennari með cand. mag.-próf og próf í uppeldisfræðum sé í 19. launaflokki, kenni hann við gagn- fræðastigið, en kennari með B.A.- próf án uppeldis- og kennslufræði sé skipað í 21. launaflokk, kenni hann við menntaskólastigið. „Hinn fvrmefndi hefur að baki 7 ár í háskóla, hinn síðarnefndi 3. Mennta skólakennarar eru þó ekki ofsælir af sínum lágu launum, sem eru lragri en flestra annarra starfs- manna með sambærilega menntun", Þá segir stjórn F.H.K., að sam- kvæmt drögum II, að starfsmats- kerfi sé enn „æt.Iunin að auka rang- lætið og vitleysuna með því að meta þætti og ábyrgö og sjálf- stæði“, sem sé erfiðara að meta en menntunarþáttinn. Segir stjórn F.H.K. að eina ráðið gegn kennaraskortinum á gagn- fræðastiginu sé að launa eftir menntun og réttindum frekar en nú er gert og greina milli skóla- stiga fyrst og fremst með mismun- andi kennsluskyldu. — GG Væn uppskera Nú miunu flestir vena búnir að taka upp kartöflurnar sfnar. — Um helgina var verið að taka upp í Skeljanesi 4 í Skerjafirði. Þar fengust þessar vænu kar- töflur, sem myndin sýnir. — Þyngsta kartaflan var 325 gr. og margar voru mjög vænar. Fólk reynir ýmis ráð til að gera uppskeruna sem allra bezta og tekst með þvi að drýgja tekj urnar, — og einnig tryggir það sér og fjölskyldunni góðar mat- arkartöflur, a.m.k. fram á næsta sumar, e.t.v. lengur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.