Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 6
ÓÐINSTORG H.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 - S/M/ 14275 ELDAVÉLAR - ELDHÚSVIFTUR ELDHÚSBBRÐ -J~ELDHÚSSTÓLAR ELDHÚSKOLLAR - ELDHÚSBEKKIR \ Yið bjóðum ennfremur Athugið okkur hugstæðu verð og skilmúlu Skatthol Símaborð Sófaborð Raðstóla Raðsófa Ruggustóla Pullur og margt fleira OÐINSTORG H.F. ELDHÚSINNRÉTTINGAR vísir □ Mikil samúð með Þingeyingum. H.E. hringdi og sagði: „Ég las bréf Þingeyings í einu blaðanna á dögunum, en hann bar sig undan samúðarskorti hjá okkur Reykvikingum meö að- gerðum þeirra gegn Laxárvirkj- un. Það er mesti misskilningur hjá blessuðum manninum, að viö höfum enga samúð með þeim. Þvert á móti tei ég að meirihluti Reykvíkinga sé með þeim gegn yfirgangi virkjunar- aöila. Þótt „Þrándur í Götu” og aðrir slfkir skrifi greinar í blööin, sem allar eru á bandi þeirra, er spiMa jörðum bænda án þess að bæta það noickru, þá túlka sl'fk skrif ekki viöhorf meirihlutans. □ SVR í Breiðholti Breiðholtsbúi skrifar: „Okkur héma í Breiöholti þykir ekki hafa vænkazt okkar hagur viö þessa nýju breytingu SVR. Á meðan fbúum hérna í Breiðholti fjölgar stöðugt (ca. 2 fjölskyldur á díag), þá fækkar SVR ferðum hingað upp f Breið holtið. Nú höfum við þrjár ferðir á hverri klukkustund á tímabil- imi frá kl. 07 á morgnana til kl. 19 á kvöldin og svo aöeins tvær ferðir á hverri klukku- stund eftir kl. 19. Er það ætlunin aö halda fast við þessa stefnu? Á næstunni verða 180 fbúðir teknar til notk unar til viðbótar hinum, sem nú er búið í. Það er engin blo'kk hér í smíðum, sem telur færri en 52 fbúðir. Menn sjá þá, hvaða fjölgun er hér á næsta leiti. En verður þá fækkað ferð- um í samræmi við það? Og hvenær fáum viö beinar hraðferðir hingað upp í Breið holtið? Þurfum við, sem búum héma uppfrá endilega að þvæl ast um Smáíbúðahverfið og Fossvoginn þveran og endil'ang an, áður en við komust hingaö upp eftir? Af hverju alla þessa snúninga og krókaleiðir? Hvers vegna ekki bara annan vagn fyr ir þau hverfi? Mér er kunnugt um tvo menn, sem komnir em yfir sex tugt, að þeir hafa gefizt upp viö að stunda vinnu sína niðri í bæ — vegna þessarar „leiða“-flækju og allra handa óhagræöis af svona skipulagningu.“ □ Aðlifaaf kr. 5000 á mánuði „1 allt haust hef ég aldrei keypt mér mjólk með mat, né heldur hef ég getað veitt mér að bragða nýja kjötið. Fimm þúsund krónur á mánuði eru mínar einu tekjur og þær leyfa engan slíkan munað. Sá. sem er 100% öryrki á Þriðjudagur 6. október 1970. íslandi í dag, verður að draga fram lífið á kr. 5000 á hánuði. Það er örorkuliifeyririnn, sem þjóðfélagið ætlar honum til þess að lifa af. Menn halda kannski, að hann geti drýgt tekjur sínar með einhverri vinnu. 100% ör- yrki? — Nei, þótt hann gæti það, þá fær hann hvergi vinnu. Treystb lesendur Vísis sér til þess að Iifa af kr. 5000 á mán- uöi? — Ef ekki, hvað finnst þeim vanta mikið upp á? Bless aðir, látið þá rétta aðila vita um þann mismun!" 100% öryrki. □ SVR — takið rútur á leigu! Einn sem beið eftir vagninum sinum í gær, símaði: „Við vorum aö ræð*a um það rétt áðan niðri á Torgi, hvort strætisvagnarnir gætu ekki bjargað sínum vandræðamálum með því að taka á leigu ein- hverjar af rútunum, sem nú hafa lftið sem ekkert að gera eftir ferðamannatímann. Þetta er nauösynjamál og samgöngur innan borgarinnar eru algjört stórmál. Eins og nú háttar, bíðh farþegar helkaldir á biðstöðv- um, meðan vagnamir halda fram hjá þeim yfirfull- ir. Heilsa fólks er beinlínis í veði, þegar svona er unnið. Ég skora því á SVR að tteka á leigu rútur, meðan vagnakosturinn er eins og hann er. Einnig mættu þeir ágætu menn fara að huga að skýlisbyggingunni á Lækjbr- torgi.“ □ Innfæddir Lesandi símaði fyrir helgina: „Mér lfkaði ekki allskostar orðalag f grein um Færeyinga, frændur vora. Þeir voru kallaðir „innfæddir“. Ég tel að þetta orðalag sé nú orðið notað f fremur niðrandi merkingu. Ég sé á greininni, að höfundur er Færeyingum og Færeyjum vel- viliaður, en undrast þetita klaufalega orðalag í þessu eina tilfelili. ísilendingar voru eitt sinn kallaðir „de indlfödte" f dönsku blaði, og mig minnir að það hafi komið heldur betur við kaunin á ýmsum hér á landi. Færeying- ar standa okkur ekki að baki að öðru leyti en því að þeir eru fólksfærri, kalliö þá endilega ekki innfædda“. í von um, að ekki leiði af því langar ritdeilur um notkun okk- ar móðurmáls, vill sá, sem þetta skrifar, hreyfa andmælum við bréfi lesandans. INNFÆDDUR er góð og gild íslenzka, sem ekki verður með neinum rökum stutt, að tákni neitt niðrandi. Það kann að vera, að menn hafi svo oft séð orðið notað í þeim miklu skrifum, sem undanfarin ár hafa sézt í blöðunum um vanþróaðar þjóðir, að þeir ósjálf- rátt hafi fært merkingu orðsins yfir á það, sem þeir oftast hafa séð það í tengslum við — nefni- lega innfæddan í vanþróuðu ríki. Er það ekki í alvöru talað full langsótt? — GG HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 AííGMég hvili með gleraugumím Austurstræti 20. Simi 14566.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.