Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 9
9 Algeng sjón í umhverfi nýbygginga — naglaspýtur á víð og dreif, sem illt er að varast, VISIR • Þriðjudagur 6. október 1970. ví miður virðist eins og viö geftim okkar eigin öryggi og okkar barna lítinn gaum, fyrr en við höfum rekið okk- ur á, og einhverjir hörmu- iegir atburðir gerzt — eins og í síðustu vifeu, þegar tvö 8 ára gömui börn drukknuðu í óvar- inni gryfju í Breiðholti. En þá vakna líka alilir upp við vondan draum til umhugsunar veitusfeurði, meðan verfeamenn- imir brugðu sér frá í hádegis- verðarhléinu. Daginn eftir hrundi moldarbarö yfir tvo litla drengi á sömu slóðum, og fórst annar þeirra en hinn stórslas- aðist. 1960 vafeti mikið umtal grein, sem shrifuð var í Vísi og fjallaði um öryggi við mann- virkjagerðir, en þar komu fram ásakanir á hendur verkstjóm- um hvort nægilegs öryggis hafi verið gætt, hvort þama sé víti tii varnaðar, hver sé ábyrgur fyrir slfku o.s.frv. Svo sorglegt slys vekur slffet umtal, að um annað hefur varla verið talað yfir helgina. Augu manna opnast fyrir hættunum í umhverfi þeirra, og mörgurn virðast nú hvarvetna blasa við hættur, sem draga mætti úr. Bent er á brunna, sem eru óbyrgðir bent er á skurði, sem em opnir, ómerktir og ó- varöir, bent er á grafir, sem standa opnar, eins og gildrur, bent er á nýbyggingar með vinnupöl'lum þar sem bömum er greiöur aðgangur að og freist- ar þeitra til hættulegra leikja. Og alls staðar spyrja menn, hvort þama og þarna sé ekki trassað að byrgja brunninn? Slíkt umtal hefur áður orðið af svipuðum tilfellum. Mönnum eru enn ekki úr minni liðið, þeg- ar ungur piltur hrapaði fram af hömrunum hjá Sjómannaskólan- um hér á árunum, en það varð til þess að sett var upp girðing með fram hamrabrúninni. Þar vakti líka mikið umtal og varð tilefni margra fundarsamþyfefcta og ályktanagerða, þegar tvö svipleg slys urðu í nóverober 1964 rétt við gatnamót Grensás- vegar og Miklubrautar. Fjögurra ára drengur drukknaði í hita- endum um sinnuleysi i því efni. Það er því ekki í fyrsta skipti, að sú spuming vaknar, hvort við gætum nægilegs öryggis viö okkar mannvirkjagerðir. En það er líka spurt að því, hvort allt þetta umtal á liðnum árum hafi ekki leitt til neinna breytinga i okkar öryggismáltun, eða hvort menn hafi aðeins látið sitja*við-- orðin ein án þess að aöhafast nokkuð. „Það er við því aö búast, að mönnum hætti til að halda að ekkert hafi gerzt, og öryggis- málin sitji enn við það sama og þegar þau komu fyrst til umræðu,“ sagði Siguröur Ágústs son, fyrrverandi lögregluvarð- stjóri og núverandi framkv.stj. Varúðar á vegum, þegar viö færðum þetta i tal við hann, en hann er öílum Reykvíkingum fyrir löngu kunnur af áhuga sínum á öryggismálum. Þeg- ar Siguröur starfaði í lögregl- unni gat hann sér orð fyrir ötula framigöngu gegn trassaskap í öryggisvörzlu við ýmsar fram- kvæmdir, en þá kom fyrir að beita þurfti verkstjórnendur hörðu tiíl þess að fá þá tM að sinna öryggisumbúnaði. „En víst hefur orðið töluverö breyting til batnaðar," sagði Sigurður. „Sem betur fer eru viðhorf manna til öryggismála öðruvfsi núna en þegar þeir hlógu að öllum varúðarráðstöf- unum, sem bandaríski herinn viðhafði i verkum sinum hérna á stríðsárunum — eins og marg- ar kímnisögur eru til um. — Það er vissulega oröin regla við framkvæmdir hér innan bæjar, að upp eru settargirðingar, jÆð- vörunarmerki og ýrrtts. öryégis-a " b únaður( > ».Lögreglumenn sþgja^ mér að mun auðveldara sé að fá verkstjóra við slikar fram- kvæmdir til þess að verða viö tilmælum til úrbóta og aðfinnsl- um. heldur en hér áður var, þegar þurfti að margitreka við slíka aðila kröfur um úrbætur, og jafinvel hóta verkstöðvun. En í mínum augum erum við hvergi nærri því sem teljast mætti viðunandi." „Að vísu bregðast menn enn- þá misjafnlega við aðfinnslum okkar, en flestir verða fljótt við tilmælum um að gera viðeigandi varúðarráðstafanir,“ sagði Sverr ir Guðmundsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, en það er til kasta umferðarlögreglumanna sem , oftast kemur í þessum tilvifeum, vegna eftirlits þeirra með um- ferðarbraútum. „Það eru hreinar undantekn- ingar, að menn fylgi ekki þeirri reglu að girða í kringum hættu- lega skurði eða grafir, eða setji upp Ijós til viðvörunar í myrkri ef menn eru á gangí þarna hjá í myrkrL og annað slífet,“ sagði Sverrir. „En þá getur borgarverkfræð- ingur látið gera viðeigandi ráð- stafanir á kostnað þeirra, sem ábyrgö bera á þeirri vanrækslu. — Oft o,g tíðum er illt að koma við fullkomnum öryggisráðstöf- unpm, ef eit|hvað. er til, sem * heitið geútr þvíi ’náfni.. Dærni ið allt að 2ja metra háar girð- ingar utan um hættulega pytti, en böm hafi samt klifrað yfir þær. Það er óhægt um vik fyrir húsbyggjenduir að girða um- hverfis þröng atihaifnasvæði sin, þar sem þeir þurfa að koma við gröfum, jarðýtum og stórvirk- um vinnuvélum. Það er ekki framkvæmanlegt. Og það verö- ur ekki hjá því komizt að gera húsgrunna eða skurði, svo að hættuna er aldrei hægt að snið- ganga alveg.“ Augljóslega verður aldrei hjá því komizt, að hættan verði ein- hvers staðar fyrir hendi. Né heldur er varia hæigt að gera kröfiur til þess, að hver einasta sprunga eða gjóta á óbyggðum svæðum verði snuðruð uppi og byrgð eða afgirt. En meðalvegur blýtur að 'vera á milli öfganna. „Við eigum langt i land ennþá, áður en við getum sagt, að við sinnum öryggi okkar viðunandi vel,“ sagði Sigurður Ágústsson. „Til þess blaisa of mörg dæmi um hið gagnstæða við okkur, hvar sem við leggjum leið okk- ar. — Nú á dögunum sá ég skurð þvert yfir gangstíg vestur við Mýrargötu, en þar þurftu vegfarendur að krækja fyrir moldarbinginn og ganga út á götuna, beint í flasið á bflunum, sem komu á móti. Þar voru eng- in ljós til viðvörunar í myrkri. Nú mér koma lálka í hug við- vörunarskilti sem sett voru á umferðarbrautina í Elliðaár- brekkunni vegna framkvæmd- anna við nýja veginn, og það var auðvitað varúðarráðstöfun, en hins vegar hirti enginn um að halda þeim hreinum. Þau voru orðin svo skítug, að enginn gat lengur lesið viðvörunina á þeim, og ekki nóg með það, heldur var orðin nokfcur hætta á því, að ökumenn kæmu efcki auga á þau og rækjust bara á þau! — Svona eru til mýmörg dæmi um, að eitthvaö hefiur verið gert til aukins öryggis, en siíöan hefiur verið látið við svo búið standa. Enginn heldur þvl við. — I annan stað sér maður á Hring- brautinni á móts við Kennara- skólann gaml®, að strætisvagn hefur biðstöð,,4óð gangbraut, þrátt fyrir að öMum mönnum er augljóst, að með því er stefnt í voða vegfaranda sem ætlar eftir gangbrautinni yfir götuna og sést ekki af ökumanni næsta bíls fyrr en hann kemur fram- undan strætó. Augljósilega er hættuminna að hafa biðstöðina hinumegin gangbrautarinnar, en það er samt ekki gert. Svona er auðvitað hægt að telja upp fjölda dæma um að það skortir mikið á, að við gæt- um fulls öryggis. Það skortir t. d. eftiriit meö því, að hættu- merkjum, sem komið heftir ver- ið fyrir á vegum við brýr o. fl., sé haldið hreinum, svo að þau gegni hlutverki sínu. Engir eftir- litsmenn fylgjast með því. Eitt af þvtí brýnasta, sem gera þarf f sambandi við öryggisum- búnað við ýmsair framfcvæmdir, er að setja sikýlauisa reglugerð, sem kveður á um minnsta kosti algenigustu varúðarráðstafanir, en eina ákvæðið, sem um þetta fjallar, svo að mér sé kunnugt um, er 20. gr. lögregilusamjþykkt- arinnar. Og í orðalagi hennar er aðeins tekið tíl gangstfga, gatna og torga, nefnilega rneist með tilliti til umferðar. Allt það, sem fyrir utan það stendur verða einstakir eftiriitsmenn að vega og meta og síðan að reyna með rökum að sannfæra viðkomandi verkstjóra um réttmæti að- finnslunnar og nauðsyn ráðstaf- ana þeirra, sem þeir krefjast. En meöan viðhorfið til varúð- arráðstafana er þannig.að menn setja ekki upp öryggisumbúnað, nema þeir séu beðnir um það, eða knúnir til þess, og svíkjast um það, ef ekki er litið ePtir þeim, þá verður ailltaf einhvers staðar pottur brotinn. Það verð- ur að snúa hugum manna til þesis að gera þessa sjálfsögðu Muti óumbeðið“. — GP Hitaveituskurður, tunnum hefur verið raðað umhverfis og snúra strengd á milli þeirra — en enginn reisir við tunnurnar, sem dottið hafa, né strengir snúruna, þar sem hún liggur slök. Enn einu sinni hafa orðið atvik, sem ýta óþyrmilega við samvizku okkar allra og vekja upp þá spurningu: „Erum við íslendingar trassar í öryggis- málum?“ Hví vilja menn ekki byrgja brunninn — nema tilnevddir? J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.