Vísir - 07.10.1970, Síða 1

Vísir - 07.10.1970, Síða 1
Húsnæðisskort- ur á Akureyri J — fólksfjölgun mikil þar og fjör að færast byggingarframkvæmdir „Aðstreymi fólks til Akureyrar ;r mikið þó ekki sé hér um neina verulega stórfenglega hluti að ræða sem stendur“, sagði Bjami Einarsson bæjarstjóri Akureyr- ar Vísi í morgun. „Fólki hefur fjölgað mikið hér s.l. 4 ár — og hefði eflaust fjölgað meira hefði ekki verið skortur á húsnæði hér“. Sagði Bjami að „mikil og yfir- þyrmandi nauðsyn væri á að gera nýtt aðalskipulag fyrir bæinn og stórauka íbúðabyggingar. Ætli okk- ur vanti eibki 80 tii 100 fbúðir hér núna“. Sagði Bjami, að allar byggingar- framkvæmdir hefðu dottið mikið niður á Akureyri í kreppunni síð- ustu, en í ár hefði svo verið byrjað á miklu fleiri fbúðum en árin á undan. „Við reynum að gera okkar bezta til að koma lagi á íbúðamál- in, því eftirspum eftir húsnæði — leiguhúsnæði — er mikil. Ástandið vægast sagt mjög alvarlegt", sagði Bjarni. Sagði hann að bæjaryfir- völd reyndu að halda vel á spöðun- um varðandi lóðaúthlutanir, en miklar vonir væm og bundnar við nýja aðalskipulagið, því það gamla er löngu orðið úrelt, var gert árið 1927. Ætluðu uð stelu súkkuluði, en eyðilögðu fyrir 200 þús. kr. — og stálu svo umbúðapappirnum Þjófar, sem brutust inn i sælgætisgerðina Mónu í Stakka- hrauni í Hafnarfirði fyrir nokkru, spilltu þar 600 lítrum af súkkulaðivökva, sem nemur að verðmæti um kr. 200 þúsund. Þegar þeir brutu rúðu f hús- inu, hrukku glerbrotin niður f súkkulaðipottinn, og varð síðar að fleygja öllum súkkulaðileg- inum. Lögreglan í H'afnarfirði hefur haft hendur í hári þjófanna, sem reyndust vera tveir ungir piltar, 17 og 19 ára gamlir. Hafði þá langað i súkkulaði, og þvi brotizt þarna inn i sælgætis gerðinh. Þeir höföu á brott með sér nokkra pakka af súkkulaði, sem reyndist svo ekki vera súkkulaði, þegar þeir gáðu bet- ur að í dagsbirtunni. Heldur að- eins nokkrir pakkar af umbúðh- pappfr., - GP Gestur Ólafsson skipulagsfræð- ingur hefur verið ráðinn til að vinna að nýju aðalskipulagi Akur- eyrar og er áætlað að hann verði f 2 ár að vinna nýtt skipulag fyrir bæinn. — GG • Islendingar hafa ferðazt mikið til útlanda i sumar, en senn er ferðamannatímabilið á enda, þó að sólin í Suðurlöndum haldi sínu striki næstu vikurnar. Þessi mynd var tekin á Arenal- strönd á Mallorka í gær, ferðalangamir voru að fylgjast með háttalagi marglyttu, sem lónaði við land. 1 september komu 4650 tslendingar til Iandsins, að sögn útlendingaeftirlitsins. A tvinnuhorfur betrí en uné■ anfarín 3 ár — er samdóma álit launþegafélaganna • Atvinnuhorfur á vetri komanda virðast nú vera afar góðar, en það er sam- dóma álit allra þeirra aðila, sem Vísir leitaði til í morgun, að horfur séu nú betri en þær hafa verið a. m. k. þrjú imd- anfarin ár. Núna og í sumar hefur verið meiri eftirspurn en framboð eftir vinnuafli í flestum ef ekki öllum grein- um. Allir þeir, sem Vísir leit- aði til þorðu að fullyrða, að næg vinna yrði a. m. k. fram yfir hátíðir, en menn spáðu varlegar fyrir tímann þar á eftir. Atvinnuhorfumar núna eru betri, en þær hafa verið a.m.k. þrjú undanfarin ár, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, vara fbrmaður Dagsbrúnar í viðtali við Vísi. Núna er mikil eftir- sprnm eiftir vinnuafli sérstaklega f byggingariðnaðirmm, en yfir- leitt er mikið að gera f október mánuði í byggingariðnaðinum, sagði Guðmundur. Október er alla jafna nasst mesiti steypu- mánuðurinn, en þá em margir að keppast við að gera foikihelt fyrir veturinn. Það eykur á þensluna á vinnumarkaðnum f þessum mánuði, að háitt i þrjú þúsund skölanemendur eru nú famir af vinnumarkaðnum. Guðmundur sagðist hafa trú á því, að töluiverð vinna yrði við stórar byggingar opinberra og einkaaðila a.m.k. fraiman af vetri, en einnig virtist vera mik il gróska hjá hinum ýmsu verk stæðum. Þá sagðist hann hafa trú á því, að vinnsla t.d. hörpu disks mundi bæta atvinnuá- stand töiluvert í vetur. Mikil gróska virðist abnennt vera í iðnaðinum, Runólfur Pét ursson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, sagði að marg ir frasnleiðendur hefðu efcki und an og væri fyrinsijáanlegt að mikil vinna yröi a.mJk. eitthvað fram yfir áramót. Runólfur sagði að fjöldi félaga í Iðju hefði aldrei verið jafn mJki'H. Nú eru 2300 skráðir í Iðju, en voru á sl. ári um 1700. Og árið er ekki liðið enn. Töluverð fjölgun virð ÍKt vera framundan, en mörg stór og traust iðnfyrirtæki eru að auglýsh eftir fólki. Runólfur kvað mjög áberandi grósku vera í fataframleiðslunni og hafa margir fataframleiðendur ekki undan við að afgreiða pantanir sem bárust á fatakaupstefnunni í haust og effír hana. Astandið er nú alilt annað en það hefur verið undanfarin þrjú ár, sagði Jón Snorri Þorleifsson formaður Trésmiðafél. Reykja- vfikur. Eftir verkfall ogj alveg fram á þennan dag hefur verið meiri eftirspum en framboð á trésmiðum. Hann taldi vfst, að nóg yrði að gera fram að há- tíðum, en sagöist óttast ein- hvern samdráitt eftir áramótin einn og al'la jalfna verður, þó að útivinna að vetri hafi aukizt noktouð hin seinni ár. Innivinna við trésmíðar í byggingarvinnu hefst svo eklki fyrr en seinni hluta vetrar, þannig að nokk- ur lægð gæti komið í vinnu hjá trésmiðum um miðjan vetur. H'á múrarum og pípulagning armJnnum er að m’estu leyti sömu söguna að segja og hjá trésmiðum. Töluvert hefur vant að á að þessinr aöilar hafi getað annað eftirspurn í sumar og haust. Guðbrandur Guðjónsson, starfsmaður hjá Múrarafélagi Reykjavíkur taldi næga vinnu verða hjá múrurum a.m.k. fram yfir áramót og sarma taldi Grím ur Bjömsson, formaður Meist- arafélags pípuilagningarmanna. Þó má búast við, að síður ’komi lægð í vinnu h'já þesisum síðast töldu aðilum, þar sem þfeir geta haldið áfram vinnu, þegar og húsin eru orðin fokheld,, en tölu vert margar stórar bygigimgar, sem kröfjast mikils vinnuafls verða fokheldar í haust og fyrir áramót. —VJ Míkil sala á heimilistœkjum — frystikisturnar renna út i sláturtiðinni — kaup- geta almennings virðist vera meiri — afgreiddi 300 b^ottavélar á nokkrum dögum # Sala á heimilistækjum hefur verið mikil undanfarna daga. Þar er um árlega hausthrotu að ræða f sumum tilvikum — en sala á frystikistum er allajafna góð i sláturtiðinni. Einnig virðist kaup- geta fólks vera með meira móti. Blaðið hafði tal af nokkram fyr- irtækjum, sem verzla með heimilis- tæki og spurðist fyrir um söluna. „Það ber mest á frystikistusöl- unni, en hún hefur verið góð þessa dagana og eiginlega furðulega mik- il," sagði verzlunarstjóri Föinix. „Sláturtíðin bindur söluna þessa dagana, en einnig er fól'ki að verða ljós nytsemi frystikistnanna." Verzlunarstjóri Dráttarvéla h.f. sagði, að salan hefði verið með á- gætum nú undanfarið. „Þennan tíma er salan yfirgnæfandi mest á frystikistum og frystiskápum. Salan hefur vfirleitt verið ágæt i haust, en þó sérstaklega núna. Und anfarin ár hefur al'ltaf komið sölu- skorpá á heimilistækjum á haustin. Þar er fyrst og fremst um að ræða sölu á frystikistum vegna sfáturtíð- arinnar, en einnig getur það haft áhrif, að bústaðaskipti eru meiri og það, að fólk kemur úr sumar- vinnu, sem það hefur haft gott upp úr.“ „Fólk á svo mikið af peningum nú orðið,“ sagði verzlunarstjóri Heimilistækja sf„ „salan hefur ver ið mjög góð, sérstaklega á þvotta- vélum, en einnig dálítið mikil á frystikistum. Margir hafa fengið svo góðar kauphækkanir að undan- fönnu og fólki er gjarnit á að eyöa þeim strax f stað þess að geyma peningana svolítið." Verzlunarstjóri Pfaff haföi þá sögu að segja, að yfir 300 þvotta- vélar hafi farið frá verzluninni á nokkrum dögum. Ástæðuna fyrir því kvað hann vera sumpart vegna þess, að þvottavélar, sem hefðu verið pantaðar, hefðu komið seint og engar þvottavélar hafi verið til sölu í ágústmánuði og hafi hundr- að pantanir legið fyrir. Einnig hafi þvottavélamar verið afgreiddar til umboðanna úti á landi, en eftir- spurnin virðist vera mikil þar. — „Þetta hefur verið ofsaleg hrota þess vegna. En það virðist vera þó nokkuð mikið af peningum í veltu núna og það er mikið um það, að fólk borei alveg út í hönd, þó það geti fengi heimilistækin með af- borgunum. Sala á frystikistum er einnig mikil núna í sláturtíðinni.“ — SB Farþegar á flugileiðum í Evr- ópu hafa að undanfömu orðið fyrir miklu ónæði við skoðun vegna sprengjuhættunnar. Ha'fa 'nargir íslendingar orðið þessia varir á ferðum sinum og tafir af þessum völdum orðið töluverðar í mörgum tilfellum. Á bls. 2 segir frá slfkum erfiðlei'kum. SJÁ SUNNUDAGS’MORGUN 1 FRANKFURT.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.