Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 3
V1 SIR . Miðvikudagur 7. október 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Alger upplausn í Bólivíu i Torrez hershöfðingi safnar liði gegn stjórn hægri sinna — bændur fara vopnaðir til höfuðborgarinnar 6 Ástandið í Bólivíu var mjög tvísýnt í morg- un. Hægri sinnar í hernum höfðu tekið völdin og velt Ovando forseta úr sessi. Vinstri sinnar létu hins vegar á sér kræla víða um land og reynir Torrez hers- höfðingi að steypa núver- andi stjórn hægri sinna. Ofurvaldi tízku- kónga mótmœlt Ungar stúlkur í pfnupilsum mótmæltu um helgina því, sem þær kalla ofurvald tízkukónga, sem nú fyrirskipa „midi“ og „maxi“ í stað „mini“. Stúlkan á myndinni ber spjald, sem á stendur eitt- hvað á þessa leið: „Kaupum ekki „midi“ eða „maxi“. Kiofningur varö f stjóm herfor- ingja fyrir hádegi í dag, og einn ráðherra sagði af sér. Það var Satt- ori hershöfðingi, sem baöst iausnar minna en sólarhring eftir vaida- töku þriggja æöstu manna hersins. Stjóm hægri sinna sagði í morgun, að hún mundi aðeins hafa völdin, unz nýr forseti hefði verið kjörinn. Alisherjarverkfail er hafið, en ekki vitað enn, hversu víðtækt það er. Útgöngubann var í sex klukku- stundir í nótt í höfuðborginni La Paz. Vopnaðir bólivískir bændur héldu í nótt til höfuðborgarinnar Las Paz til að steypa stjórn hægri sinna, sem í gær tóku völdin. Þrír hæg- fara hershöfðingjar tóku við stjórn- inni, eftir að Alfredo Ovando Can- dia forseti haföi beðizt lausnar. Hægri sinnar höfðu knúið Ovando til afsagnar. Þaö var Rogelio Miranda hers- höfðingi, er stjómaði baráttunni gegn Ovando forseta, en Miranda neyddist sjálfur tii að láta af emb- ætti, eftir að Ovando sagði af sér. Ovando forseti leitaði hælis í sendi- ráði Argen'ínu í La Paz og beidd- ist þar vemdar fyrir uppreisnar- mönnum. Þótt hægri sinnar hafi völdin i La Paz, er herinn ekki einhuga í stuðningi við stjórn þeirra. Vitað er, að nokrar deildir flughersins styðja vinstri sinnann Torrez. Þrjár Mustang-ormstuflugvélar, sem eru frá seinni heimsstvrjöldinni flugu lágt yfir forsétahöllina seint í gær- kvöldi, en ekki er vitað til þess, að þær hafi skotið af byssum. Hail- arverðimir skutu hins vegar á flug- vélarnar. Stjóm herforingja fullyrðir, að hún hafi stuðning allra greina hers- in-s. Hefur hún tilnefnt fjórtán ráð- herra í stjóm. Staða hennar virðist þó ekki trygg, einkum vegna frétta um 1500 vopnaða bændur, sem nálg ist höfuðborgina f 40 vömbifreið- um í morgun. Þá er sagt, að Torrez njóti stuðn- ings voldugra aðila í landinu. Meðal annarra verkalýðssamtaka, félaga stúdenta og bændasamtaka. Torrez sagði i gærkvöldi, að hann sé „an- vígur blóðbaði án tilgangs“. Kann krefst þess, að mynduð verði stjóm hershöfðingja, borgaralegra stjóm- Frestur mannræningjanna útrunninn um hádegið Frestur sá, er mannræn- ingjamir í Kanada gáfu stjórnvöldum til að greiða 32 milljónir króna í gulli og láta lausa fanga, rennur út upp úr hádegi í dag. Rkisstjóm Kanada hvggst ekki gera neina samninga við öfgamenn, sem rændu brezka verzlunarfull- trúanum James Cross, sagði utan- rfkisráðherrann Sharp í gærkvöldi. Sharp sagði, að stjómin yrði að vega annars vegar tillitið til örygg- is verzlunarfulltrúans og hins veg- ar nauðsyn þess að fólk héldi virð- ingu fyrir lögum. Rfkisstiómin vonast til að mála- miðlun náist, svo aö mannræningj- arnir skili Cross heilum á húfi. Talið er, að ræningjarnir fjórir tilheyri flokki öfgamanna sem vilja slíta hina frönskumælandi Quebec málamanna, háskólakennara og verkamanna. Hann kvaðst mundu berjast fvrir þjóðfrelsi og réttind- um fólksins. Háskólakennarar fóru mótmæla- göngu gegn hinni nýju stjórn her- foringja í gær. Mótmælin voru á háskólasvæöinu, og kom ekki til átaka. Verkalýðssambandið boöaði í dag til allsherjarverkfalls. AHir ráðherrar f ríkisstjórn eru yfirmenn í hernum. Æðstu stjóm skipa yfirmaður flughersins Fem- ando Sattori, yfirmaður landhers Guachalla og yfirmaöur sjóhersins Alberto Barracin. Stuðningsmenn Torrez telja hann njóta stuðnings fyrrum forseta Bólivíu Siles Suazo og fyrrum vara forseta Juan Lechin. Lechin hefur haft forystu fyrir vinstri sinnuöum byltingarsamtöikum þjóðernissinna og formaður í samtökum tinnámu- verkamanna. Hersveitir, er styðja núverandi ríkisstjórn vom í bækistöðvum sín- um í gærkvöldi, að því er virtist til að komast hjá, að í odda skær- ist við fólk. Lögreglan hafði það verkefni aö bæla niður upphlaup. Umsjón: Haukur Helgason. Frjáls- lyndi flokkur- inn klofnar Stjórn Brandts / hættu? ® Hópu óánægöra flokksmanna i flokki frjálsra demókrata í Vest ur-Þýzkalandi ætlar að stofna nýjan flokk. Frjálsir demókratar eða „frjálslyndi flokkurinn“ eru í ríkisstjóm með jafnaöarmönn- um. Klofningur i flokknum gæti skapað mikla hættu fyrir ríkis- stjórn Willy Brandts. • Ekki er ljóst enn, hversu við- tækur klofningurinn er með frjálslyndum og þess vegna ekki séð um framtíð stjórnarinnar. ® Foringjar klofningsmanna segja að flokkur þeirra hafi gjör- breytzt frá því, er áöur var. Hann spáði því, að þriðjungur flokksmanna mundi styðja hinn nýja flokk. Skrifstofustarf Flugfélag íslands hf. óskar að ráða mann eða konu nú þegar til starfa hjá bókhaldsdeild félagsins í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöð, sem fást á skrifstofum félagsins sé skilað til starfsmannahalds fyrir 15. október nk. wff/ehff A/œfídsu fí.F /cíxaiVí;a)« úr tengslum við kanadíska ríkiö. Ræningjamir krefjast um 32 mil'lj- óna króna í lausnargjald og það í gulli. Auk þess verði fjölmargir fangar, sem þeir kalla „pólitíska fanga“. látnir lausir. Gullið og fang amir skuli sendir með leiguflugvél til Kúbu eöa Alsír. Gáfu þeir stjórnvöldum frest í tvo sólarhringa til að ganga aö kröf um þessum, og sá frestur rennur út úm hádegið í dag. Fyrirtæki til sölu Af sérstökum ástæðum er góð verzlun í mið- borginni með innflutningssambönd í þekkt- um raftækjum til sölu að hluta eða öllu leyti. Leigusamningur um húsnæði fylgir. Mikil út- borgun ekki nauðsynleg ef lagðar eru fram viðunandi tryggingar. — Tilboð sendist augld. blaðsins merkt „Góð viðskipti 9700“ fyrir 12. þessa mánaðar. Sendisveinn óskast strax, hálfan eða allan daginn. Hvort tveggja kemur til greina. — Uppl. á Hall- veigarstíg 10. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.