Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 5
VÍ'SIR . Miðvikudagur 7. október 197«. 5 £82 kíló, blá augu, — og geðsleg framkoma Þessar borgaralegu upp- lýsingar er að finna um hol- ' lenzka málarann Piet Holstein i myndaskrá Gallerí SÚM, sem borizt hefur blaðinu. Holstein sýnir grafík í SÚM-salnum og eru myndirnar til sölu. Holstein er búsettur í Amsterdam og Fisterwolde og er 182 sentímetr ar á hæð, segja SÚM-menn. Er maðurinn með blá augu og vfir- vararskegg, og geðslega fram- komu aö sögn. Fæddur er hann 1934 og hefur haldið sýningar Ívíða um heim. Meðal nafna á mymdura hans eru t.d. alkunn nöfn úr íslenzkum stjórnmálum, „Nei og já, það sem aMt byggist á“, og „Markmiðið þekkir leið- irnar“. fyrir íþróttaáhugamenn eru myndirnar, „Það góða við iþróttimar“ og „Handstaða" og fyrir matmennina er myndin „Kjúklingur". £ 10 nemendur — 8 kennarar við leiklistarskólann Leiklistarskóli Þjóðleikhúss- ins var settur þann 1. október. Tíu nemendur eru nú í skólan- um á öðru námsári, en nú er skólinn þriggja ára skóli. Kenn arfer við skólann eru átta. Dr. Þorvarður Helgasom kennir nú í fyrsta skipti við skólann. — Þorv'arðu’- hefur í mörg ár stund að nám í leikhúsfræðum í Vín arborg og hlaut fvrir skömmu doktorsgráðu í fræðigrein sinni. Skólastióri skólans er Guðlaug- ur Rósinkranz, þjóðleikhússtj. Leiklistarskólinn er til húsa í Lindarbæ og er þar mjög góð aðstaða fyrir fámennan skóla. Saumakonur Saumakonur óskast á saumastofu í miðbænum. — Uppl. í síma 1-13-13 miðvikudag og fimmtudag. £ Vilja menn læra rúss- nesku og finnsku? Ekki er öllum aimenningi ljóst, að Háskóli íslands sér ekki einungis um uppfræðslu stúdenta. Almenningi gefst þar kostur á að iæra mál eims og t.d. rússnesku og finnsku í vet- ur. Sendikennarinn frú Alevtina Zharova hefur námskeið í rússnesku í vetur. Væntanlegir nemendur eru beðnir að koma á fimmtudaginn kemur kl. 20.15 í stofu 6 á 2. hæð Háskólans. Þeir sem vrlja læra finnsku hjá sendikenmaranum Pekka Kaik- um komi í Norræna húsið á miðvikudaginn kl. 20.15. Veitingahúsin Talsveröar breytingar verða venjulega á starfsemi veitinga- húsanna, þegar líður að vetri. Húsin bjóða meiri fjölbreytni og hafa þau æ meir hallazt að innlendum skemmtikröftum, t.d. hefur Saga sína eigin skemmti- krafta, sem flytja kabarett- skemmtun um helgar. Þá er Hótel Borg byrjuð með sams konar starfsemi og er mynd- in af þrem ungum stúlkum, sem sýna dansatriðj á skemmtunum Borgarinnar. Það nýjasta í fréttum af skemmtanalífinu er svo það að Sigmar í Sigtúni er senn á.för- um úr húsi sínu við Austurvöll, — æfilar hann sér að halda til Kaupmannahafnar og taka að sér rekstur á veitingahúsj þar í borg. £ Dansinn dunar Dansskólar borgarinnar hafa þegar byrjað vetrarstarfsemi sína, sem verður með venjulegu sniði. Á myndinni er Hermann Ragnar Stefánsson með barna- skemmtun í danssalnum sínum við Háaleitisbraut. — Þarna var glatt á hjalla eins og sjá má, — þetta var eins konar forskot á sæluna. nemendur siðan í fyrra komu þarna saman til fagnaðar til að rifja upp gömul kynni. Fró barnaskólum Reykjavíkur Skólahald fyrir sex ára börn (T. 1964) hefst í barnaskólum borgarinnar í byrjun október- mánaðar. Næstu daga munu skólarnir boða til sín (sím- leiðis eða bréflega) þau börn, sem innrituð hafa verið. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Bótagreiðslur almarwatrygginganna i Reykjavik Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni fimmtudaginn 8. október. Tryggingastofnun ríkisins. TILBOÐ óskast i nokkrar fólks- og sendiferðabifreiðir er verða til sýnis föstudaginn 9. okt. 1970, kl. 1—4 e.h. í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7. Einnig óskast tilboð í Diamond T dráttarbif- reið, árg. 1942, hjá Vegagerð ríkisins, Borg- arnesi, og eftirtaldar vinnuvélar hjá Flug- málastjórninni á Reykjavíkurflugvelli: Gray dráttarvagna, Case krana og Miller steypu- hrærivélar. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5, að við- stöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.