Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 07.10.1970, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 7. október 1970, VISIR Otgefanli Reykjaprent öf. Framkvæmdastiðri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjðri- Jðnas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétiursson Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar ÍS610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjórn • Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vtsis — Edda hf. Dæmið getur gengið upp Jjað er rangt, að vísitölubinding launa tryggi verð- gildi þeirra. Hún gerir að vísu að verkum, að laun hækka í takt við verðbólguna. En víxlhækkanimar, sem fylgja vísitölubindingunni, hafa í för með sér síaukinn hraða verðbólgunnar. Það leiðir fyrr eða síðar til gengislækkunar, er tekur aftur það, sem unnizt hafði. Hið eina, sem vísitölubindingin tryggir er vöxtur og viðgangur verðbólgunnar. Dæmi um þetta höfum við séð í sumar og haust. Allir vissu, að launahækkanimar í vor urðu hærri en svo, að atvinnufyrirtæki og þjónustustofnanir gætu staðið undir þeim án þess að hækka verð vöm og þjónustu sinnar. Þessar verðlagshækkanir knýja síðan vísitöluna upp og leiða til enn hærri launa í formi vísitöluuppbóta. Þannig heldur vítahringurinn áfram, eins og við höfum svo oft séð á undanförn- um áratugum. Atvinnuvegirnir voru nokkuð vel settir fyrir samn- ingana í vor. Þessi velgengni lýsti sér í hagstæðum viðskiptum þjóðarbúsins við útlönd á öllum sviðum, stórauknum útflutningi og vaxandi gjaldeyrisforða. Við samningana hækkaði launakostnaðurinn vem- lega og síðan einnig annar kostnaður, eftir því sem opinber þjónusta og vörur annarra fyrirtækja hækk- uðu. Þannig neyðast smám saman öll fyrirtæki til að hækka verðlagið til að lenda ekki í fjárhagsleg- um ógöngum. Þetta geta útflutningsatvinnuvegirnir ekki gert, því að þeir em háðir verðlagi á erlendum markaði. Hag- ur þeirra þrengist því, án þess að þeir geti gert nein- ar gagnráðstafanir, nema að auka framleiðnina, en slíkt gerist aðeins mjög hægt. Á endanum verður aðstaða þeirra óbærileg, svo að gengislækkun verð- ur óumflýjanleg. Við erum ekki enn komnir svo langt á þeim hring verðbólgunnar, sem nú stendur yfir, að slík hætta sé yfirvofandi. En við megum gæta okkar, ef núverandi verðbólguþróun heldur áfram á næsta ári. Meðan slagsmálastefnan ríkir í viðhorfum deilu- aðila vinnumarkaðsins verður ekki ráðið við verð- bólguna og væri okkur þá nær að læra að lifa við hana. Vilji menn hins vegar losna við verðbóiguna eða draga verulega úr henni, verða viðhorfin í samn- ingum vinnumarkaðsins að breytast. Þá stefnu þarf að hefja tii vegs, að í samningum sé miðað að kjara- bótum í því formi, að þær geti verið varanlegar. Verðbólguþróunin hefur verið tekin til meðferðar á fundum ríkisstjórnarinnar með fulltrúum launþega og vinnuveitenda. Þar hefur verið lýst ýmsum hugs- amegum ieiðum til úrbóta og rakið, hvaða þróun hver leið mundi líklega hafa í för með sér. Þessar viðræður eru gagnlegar, því að fulltrúar aðila vinnu- jnarkaðsins fá þama tækifæri til að kynnast hinum ýmsu möguleikum og lýsa áliti sínu á þeim. Vonandi leiða viðræðumar til þess, að hægt verði að fram- fylgja stefnu, er haldi verðbólgunni niðri. Sadat vann með Þjóð- verjum í stríðinu Nasser þurfti oft að hafa hemil á hinum ákafa vini sinum Sadat var sá, er samdi úrslitakostina til Farúks heitins kon- ungs I byltingunni 1952. — Myndin sýnir Farúk ásamt einni vinkonu sinni í útlegðinni í Evrópu. Anwar Sadat er vænt- anlegur forseti Egypta- lands eftir samþykkt miðstjórn Sósíalista- flokksins í fyrradag. — Þetta er mikilvæg staða í heimsmálum, og menn spyrja: Hver er Sadat? Anwar Sadat er 51 árs og byrjaði feril sinn í hernum á sama tíma og Nasser, sem var einu ári eldri. Þeir urðu félag- ar í samtökum ungra, þjóðemissinnaðra liðs- foringja í hernum. Báðir gagnrýndu hart stjórn Breta á Egyptalandi, og Sadat var enn harðvít- ugri og byltingarsinn- aðri en Nasser. Sadat vann gegn Bretum í annairi heimsstyrjöldinni Hann átti meðal annars hlut að til- raun til að lauma yfirmanni her- foringjaráðs Egyptalands, Aziz E1 Masri hershöfðingja úr fendi. Aziz E1 Masri vildi hefja sam- vinnu við Þjóðverja f stríðinu til að spilila fvrir Bretum. Sadat hefur til þessa dags varðveitt þá afstöðu sina að lita á vest- ræn riki sem af hinu illa. Hann kalíaöi Bandarfkin nýlega „mesta ðvin Egypta“. Fangelsi fyrir samvinnu við njósnara Nasser stofnaði um þessar mundir félagsskap liðsforihgja, sem ekki játuðust neinum vald höfum. Sadat var svo byltingar sinnaður og ákafur, að Nasser varð oft að hafa hemil á hon- um. Til dæmis ætlaði Sadat að sprengja i loft upp bækistöðvar Breta í Kairó í lok striösins, en Nasser hindraði það. Sadat var einkar hatursfullur í það sinn, af þvi að hann hafði verið dæmd ur f eins árs fangelsi fyrir sam llllllllllll Umsjön: Haukur Helgason. Sadat — hjartveikur ákafa- maður. vinnu viö þýzka njósnara í Egyptalandi. Nasser og Sadat héldu þó á- fram samvinnu sinni. Aðalmark mið þeirra var að binda enda á brezk áhrif í Egyptalandi og kon imgdæmi hins spillta Farúks — Þegar Nasser og Naguib stýrðu byltingunni árið 1952, fékk Sad- at það mikilvæga verkefni að hindra samgöngur milli her- deilda. Nasser óttaðist, að and stæðingar sínir innan hersins mundu reyna gagnbyltingiu. Samdi úrslitakostina Þó fór svo, að á degi bylting arinnar bárust Sadat aldrei skipanir frá Nasser. Sadat uggði þvf ekki að sér og fór f kvik- myndahús með böm sín. Þar sat hann, þegar merkið var gef ið um að hefjast handa. Hann komst þó af stað og fram hjá hindrunum konungssinna. Sadat var sá, sem samdi úrslitakost- ina, sem gerðir voru konungi, að hann segði af sér þegar í stað. Farúk konungur hrökklaðist til Evrópu, sem kunnugt er og lifði þar f svadli til dauðadags. Naguib varð æðstur manna um hitfð, en Nasser var hinn sterki og ýtti Naguib tiil bhðar, tveim ur árum sehma. Hafði ekki mikil völd Sadat hefúr stfðusto 18 árin sýnt frábæra hæfileika til að standa af sér valdastreituna meðal stjórnmálamanna f Kaíró. Hann höfur gegnt ýmsum mikH vægum embættum í stjömartíð vinar síns Nassers, en talið er, að raunverulega hafi Sadat ekki haft mikil vödd í landinu. Það var einnig dregið f efa, eftir lát Nassers, að þessi varafor- seti hans mundi erfa forseta- embætti. Sacfet var aðalritstjóri stjómarblaðsins „Lýðveldið'1 og forseti þingsins frá 1946 til 1968. Undanlátslaus afstaða gegn ísrael Nasser útnefndi þennan vin sinn varaforseta Egyptalands í des. í fyrra, en það embætti hafði Nasser áður afnumið. Ekk- ert liggur fyrir um það, að Nass er hafi með því ætlað að gera Sadat krónprins sinn, enda var Nasser ungur að árum af stjóm málam. að vera.Sadathefursem varhforseti farið vítt um landið og flutt margar ræður. Hvar- vetna hvatti hann til undanláts lausrar afstööu gegn fsraels- mönnum „og þeim heimsvalda- sinnum, er styðja þá.“ Hjartveikur Væntanlegur forseti Egypta- lands hefur þjáðst af hjartveiki um langan aldur. Hann fékk „slag“ fyrr á þessu ári, og við jaröarför Nassers hné hann nið ur. Blöð í Kaíró segja, að hann hafi þá enn fengið hjartaslag ásamt öðrum vaildamikhiro Egypta, Sabry. Þetta mun þó ekki hafa verið alvarlegs eðlis, segja blööin, og hann á að hafa jafnað sig eftir áfallið, Sadat hitti strax fyrir helgi aö máli erlenda gesti við útför Nassers, meðal þeirra Kosygin forsætisráðherra Sovétrikjanna. Virtist hann þá ekki kenna sér neins meins, segja fréttamenn. Er þvtf lýst yfir, að hann hafi fengið taugaáfall eftir fráfail Nassers.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.