Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 1
Nýr bílmótor fyrirmynd íslenzkra gufuaflstöðva? Ný hugmynd, er valda kann byltingu / framleiðslu tafmagns með jarðhífá Nýja fasteignamatið lagt fram 22. október: Tölvan mat íbúðir Reykvík inga á 49 klukkustunaum — hefði ella verið 15 ára starf fyrir einn mann ? Nýja fasteignamatið verður lagt fram 22. október. — Liggur það frammi í einn mánuð. Kærufrestur til fast- eignamatsnefndar verð- ur fimm vikur frá fram- lagningardegi talið. ^íí^WM Með nýja fasteignamatinu stórfaækkbr fasteignamat, sem mun e. t. v. hafa áhrif á fast- eignaskatta auk þess sem búast má við ýmsum lagabreytingum í sambandi við nýja matiö, en þaö eru 62—63 lög, sem grípa inn í fasteignamatið nú. Gamla fasteignamatið er frá árinu 1942 og má. því búast við allstór- tækum breytingum á fyrrnefnd- um atriðum. Blaöið hafði i morgun tal bf Pétri Stefánssyni, verkfræðingi, sem er starfsmaður Reykjavík- urnefndar Fasteignamatsins. I morgun fór fram síðasta matið á nokkrum húsum i Reykj'avik í Reiknistofnun Háskólans — en þar var unnið að smáleið- réttingum á mati þessara húsa. Fasteignamatið er unnið meö tölyum að hluta, og gat Pétur þess til gamans, að það hefði tekið 49 klukkustundir að meta &11 ibúöarhús í Reykjavík með tölvuvinnu, sem hefði verið 15 ára starf fyrir einn mann. — Pétur sagði, aö rafreiknirinn væri látinn reikna út endurstofn verð á húsunum, síöan færu all- ar niðurstöður í Skýrsluvélar Reykjavíkurborgar, þar sem öll gögn séu geymd á seguldiskum. Varðandi hækkunina á fast- eignamatinu sagði Pétur eftirfar andi: „Þaö er ekkert leyndar- mál, að matið verður hækkað. Samkvæmt lögum var okkur uppálagt aö meta fasteignir til sanngjarns söluverðs, og þaö ei búiö aö gera þaö." Þá sagði Pétur, að þ!að hefði tekiö mörg ár að vinna nýja fasteignamatið. Lögin um nýja fasteignamatið hefðu verið sett áriö 1963 og fljótlega upp úr því hefði fyrsti undirbúningur byrjkð. Fyrsta upplýsingasöfn- un fyrir fasteignamatið hefði byrjaö fyrir fimm árum, en úr- vinnsla úr henni hafi farið fram síöustu 2 — 3 árin. Margar mats- aðferðir hefðu veriö í gangi eöa þrjár. Með riákvæmustu mtós- aðferðinni hefði húsum, þar á meðal fbúöarhúsum, verið skipt niður i 21 hverfi. Til hagræöing ar hefðu verið sett upp prógröm og unnið úr upplýsingum með tölvum. — SB M Forráðamenn orkumála hér á landi hafa nú fengið nýja byltingarkennda hugmynd að glíma við á sviöi raforkumála. Allt bendir til þess, að ný teg- und af bifreiðamótor, sem nú er verið að reyna í Bandaríkjunum og í Japan, gæti orðið fyrir- myndin að gufuaflstöðvum hér á landi, þar sem jarohitinn nýttist margfalt betur, en við aðferðir, sem nú eru þckktar og raforkuframleiðslan gæti orðið hagkvæmari þannig en við hagkvæmustu vatnsaflsvirkjan- ir. Bandaríkjamáðiur, Nelson að nafni var staddur hér í byrjun víkunnar tíl að kynna fyrir for ráðamönnum raforfeu- og rann- sökarmála nýja hugmynd yið fraimJeiðslu rafortou úr jarðhita sem fyrirtæki has, Kinetios Incorporated hefur þróað. — Aö því er Sfeingrítnut Her- mannsson, frarnikvæmdastjóri Rannsáknaráös rlkisins sagöi í viðtali við Vísi í morgun er þessi huigmynd til komin i sam- bandi viö nýja tegund af bif- reiðavél, sem nú er verið að reyna í Bandaríkjunum og Jap- an. Þetta er tiúrbínuvé'l, sem er drifin á þann hátt, að freon, sem er frystivökvi er hitaður upp, en við það þenst hann geysi- mikið út. Freon hefur mjög lágt suöumarte, eða um 40 °C og er því hægt að notast við lægra hitastig en í öðrum yélum. Mjög hagkvæimt væri að riota jarðhita til upphitunar frysti- vök\- >.ns, en með notfcun hans má nýta' jarðhitann mun betar en við aðrar þekktar aðferðir, þar sem nýiting er aðeins 2-3%' M->- Ms. 10. Pétur Stefánsson „keyrði" síðustu íbúðarhúsin í Reykjavík í rafreikninum £ morgun, fyrir fasteignamatið nýja. Floii, sem erfitt er oð ná saman á eina Ijósmynd „Það gæti verið gaman að eiga Hann rétt hafði það aif að mynd af öllum bílaflota slö'kkvi smeilia af. áður en sjútorabiillinn liðsins", datt einum silökfeviliðs var farinn úr hlaði. manni í hug, og hvað er þá auð- veldara en stilla 8 slOkkviJiðs- bilum, 4 sjúkrabílum, 1 hjáilpar tækjabíl og 2 fól'ksfoílum upp fyrir framan. slökkvistöðina og smella af. Þar skjátlaðist mönnum þó. Slíkt er nefnilega 'hægara sagt en gert. Og auðveldara væri ljósmyndaranum að taka hóp- mynd af 50 sex ára börnum, því að billarnir tolla aldrei kyrrir. Það var ekki fyrr búið að raða þeim kyrfilega upp í röð, en neyðarkaH barst, áður en ljós-. myndarinn náði að munda vél- ina. „Lítil hætta d, oð oðr/V rdð/ sig á skipirí' — segja farmenn á kaupskipatlotanum, sem hætta störfum um helgina —GP Flest bendir til þess, að fyrstu kaupskipin muni stöðvast á miðnætti aðfararnætur næsta sunnud. og öll önnur kaupskip fslendinga svo á löngum tíma, ef ekki næst samkomulag við alla' yfirmenn kaupskipaflotans nema skipstjóra í bráð. Yfir- mennirnir allir, nema skipstjór- arar hafa sagt upp störfum sínum í mótmælaskyni við úr- skurð gerðardóms í kaupdeilu þeirra við útgerðarfyrirtækin, en eins og kunnugt er var verk- fall þeirra í sumar leyst með bráðabirgðalögum. Mikill meirihluti yfirmanna hef- ur sagt starfi sínu lausu miðað við 10. október og munu aðrir menn varla fást í þeirra stað. Félög yfir- manna báðu í auglýsingu í útvarp- inu í gærkvöldi þá félagsmehn, sem hafa í huga að ráða sig á kaupskipin að hafa sfemband viö félögin. „Viö hefðum ánægju af því, að ræða við þessa menn, ef einhverjir væru, sagöi Ólafur V. Sigurösson, formaöur Stýrimanna- félags ísíands í viðtali viö Vísi í morgun, þegar hann var spuröur um ástæöuna fyrir auglýsingunni. „I viðtölum við þá, viljum við visa til félagshyggju manna, þó að við teljum litla hættu á, að nýir menn ráði sig á skipin." Að því er fulltrúar yfirmíanna og útgerðarfyrirtækjanna sögðu Vísi í morgun ber mikið á milli aðila og hefur ekkert þokazt í samkomulagsátt á þeim 9 fundum, sem haldnir hafa verið undanfarn- ar þrjár vikur. — VJ ^^££^» Rússneski rithöfundur- inn Alexander Solzhen- itsyn fékk um hádegið bókmenntaverðlaun Nóbels.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.