Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 6
VISIR . Fimmtudagur ». október 1970. GLUGGATJALDABRAUTIR úrval viðarlita. Gardínustengur og allt tilheyrandi. Fornverzlun og gardínubrautir Laugavegi 133 — Sími 20745. Skrifstofustarf Flugfélag íslands hf. óskar að ráða mann eða konu nú þegar til starfa hjá bókhaldsdeild félagsins í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum félagsins sé skilað til starfsmannahalds fyrir 15. október nk. Js/œads/r.x __MCELAA/DJUR. Þýzkukennsla fyrir börn hefst laugardaginn 10. október 1970 í Hlíða- skólanum (inngangur frá Hamrahlíð). Kennsla verður sem hér segir: fyrir 6— 9 ára börn kl. 14.30—16.00 fyrir 10—14 ára börn kl. 16.00—18.00 Innritað verður laugardaginn 10. október á ofangreindum tímum. Innritunargjald er kr. 200.—. Þýzka bókasafnið, Félagið Germanía. ÞJÓNUSTA SMURSTÖDIN ER OPIN ALLA DAGA KL. 8—18 Laugardaga kl 8—12 f.h. HEKLA HF. Laugavegi 172 - Simi 21240 COOKY GRENNIR OSVlVi.il ■' i-V. iroí rii. iVf, COOKV v hvert eldhús. Hreínnl eldhús. Auðveldar uppþvott. — COOKY tyrir þá, sem forðast fitu. 1968 Ford Cortina 1600 S 1967 Skoda 1000 MB 1967 Skoda 1202 1966 Skoda 1000 MB 1966 Skoda Combi 1965 Chevy II Nova 1965 Skoda 1000 MB 1965 Skoda Combí 1965 Skoda Octavia 1965 Skoda 1202 1963 Skoda Octavia Simca Ariane árg. ’63 SKODA Auðbrekku 44—46, Kópavogi Sími 42600 . i§ & >^0* - fff | fo Ol I 1 tn HCISÍ JÖN LOFTSSON H/f hringbraut /2i,sími moo 5 □ Hvers vegna er smjörið gult? Dæmalaust líkar mér vel, aö þið skuliö nenna að leita svara hjá réttum aöilum við spurning um og kvörtunum lesenda. Þaö er eina réttla foitnið á svona nöldurdálkum. Þá og þvi aö- eins þjóna þeir sínum tilgangi. Og fyrst ég er komin í gang, þá sakar ekki að spyrja: Af hverju er smjörið stundum heiðgult og venjulega þaöan af ágætt, en stundum hvítt eða næstum hvítt og jhfnlíkt smjörlíki á bragðið og í útliti? Allt heitir þetta nú gæðasmjör og veröiö eftir því. En — nei, það er ljótt að bölva. Smjöræta. Þessi spuming, hvers vegna smjörið sé stundum gult og stundum hvítt, hefur oft skotið upp kollinum, og margir hafa velt henni fyrir sér — og stund um gizkaö á hin furðulegustu svör við henni. Ein skýringin, sem menn geta sér oftast til um, er sú, „að mjólkurfræð- ingarnir blandi einhverju lita sulli saman við smjörið!" Sævar Magnússon, mjólkur- tæknifræðingur hjá Osta- og smjörsölunni, fræddi okkur á því, að einföld skýring væri á þessum mismunandi litblæ á smjörmu. Á sumrin úða kýmar í sig grænu grasi enétaáöðrum árstíma þurrt hey og fóður- blöndu. Sumarfóðrið er rikara af litarefnum (sem em reyndar vítamínefni). Þvi er smjör, gert úr rjóma, sem skilinn er úr mjólk úr kúm á sumarfóðri, með gulum Ut. I reglugerð, sem -landbúnað- arráðuneytið hefur gefið út um gæðamat á smjöri og osti, er kveðið svo á „að í smiörið megi engu bæta nema hreinu matar- salti. Þó sé heimilt að nota litarefni, sem viðurkennt sé af heilbrigðismálaráðuneytinu, — ef þess sé getið á umbúðunum.“ í framkvæmd útilokar þetta nánast notkun aukalitarefna, þvf að það er óhagkvæmt fyrir mjólkursamlögin. Sumum þykir hvítt smjör betra á bragðið og öðrum þykir gult smjör betra, en sérfræðing ar, sem hafa lagt sig alla fram til þess að finna bragðmuninn (til þess að unnt væri að leggja áherzlu á framleiðslu þess, sem betur bragðaðist) hafa aldrei getað fundið greinilegan mun á bragði hvíts smjörs og guls. En það er ýmislegt annað, sem getur orkað á bragðið á smjör inu, sem „Smjöræta“ hefur borðaö, t-d. hvort það hefur verið geymt lengi í verzlun- inni, hvemig geymt og í hvers konar geymslu o.s.frv. □ Of gott sjónvarp! „Vonandi verður sjónviarpið ekki oft svo áhugavert (nb! 01- afur ykkar Jónsson má vel við una að vera búinn að koma þessu orði svo rækilega í tízku) sem þriðjudagskvöldið 6. okt., þvi að þá er hætt við, að minna veröi úr öllu því, sem ég tíafði ætiað mér að koma í verk á komandi vetrarkvöldum í trausti þess, að sjónvarpið yrði áfram jafnhundlélegt og að undanfömu. Ég get ekki stillt mig um að lofa sérsfaklega djassþáttlnn, þeir eru alltaf jafnágætir þessir kallar, þegar þeir birtast á skerminum. Vel gæti ég hugsað mér að hlusta á þá lengur í einu, en ég heid þó, að sem flestir ættu að taka þá til fyrir myndar um lengd þátta. Hljóm list, hvaða flokki sem hún til- heyrir, ætti aldrei að taka meira rúm f dagskrá sjónvarps en 10—20 mínútur. Það er 6- sköp lítið spenn'andi að horfa á uppstrokið sjóbissnissfólk við hljóöfærin sín og hljóðnema í hálftíma samfleytt, að ekki sé nú minnzt á guttana, sem virð- ast helzt vilja Iíkjast sóðaieg- um stelputrippum. Sök sér, meðan sjónvarpsmenn enn höfðu hugmyndaflug til að gerb smámyndir með lögunum, sem flutt voru." Djassunnandi. Það verður vandrataður með alvegurinn hjá sjónvarpsmönn- um, ef þeir — auk þess að var ast það, að hafa dagskrána Ié- lega — verða nú að gæta sin á því að hafa hana ekki of oft góða og skemmtilega! — En margir munu taka undir það með bréfritara, að hljómlistar- þættir í sjónvarpi verða leiðin legir, ef þeir dragast á langinn. □ Eru háþekjuflugvél- ar ekki til flugs yfir úthöfum? Flugfarþegi hringdi og spurði: „Hver veitir leyfi til þess að Fokker Friendship-flugvélar séu notað'ar til farþegaflugs yfir út- höfum? Margir velta þessu fyrir sér, vegna þess að mönnum er kunn ugt um það, að erlendis eru há- þekjuvélar, eins og Fokker, ekki notaöar yfir höfum. Neyö- ist háþekjuvél til að nauðlenda á sjónum sekkur skrokkur henn ar það langt niður, að farþegar lenda undir yfirborði og út- göngudyr aliar eru það neð- arlega á skrokknum, að fáum verður útkomu auðið.“ Allar flugvélar islenzikar eru undir eftirliti Flugmálastjómar innar, sem sjálf er sá aðilinn, er mundi neita að gefa út loft ferðaskírteini til handa ein- hverri flugvél, sem ekki þeetti örugg. En þetta höfum við aldrei heyrt fyrr um Fokker Friend- ship-flugvélamar, sem eru með vinsælustu skrúfuþotum, og enn smíðaðar í stórum stfl. — Þær fyrstu voru smíðaöar 1955 og vom fyrst teknar í notkun um 1958 af irska flugfélaginu Air Lingus, sem notaði þær til flugs milli írlands og Bretlands — (yfir haf). 1 júní I sumar höfðu Fokkerverksmiðjumar selt alls 543 slikar flugvélar til 122 viðskiptaVina i 46 löndum, og margar þessara flugvéla eru i flugi yfir KyrrahafL Þessar flugvélar þykja af flestum traustar og sérlega sterkbyggð ar. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.