Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 8
VlSIR . Fimmtudagur 8. október 1970. Otgefnndi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastion Sveinn R Eyjölfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 U660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178 Sfmi 11660 C5 línurl Askrift.argjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I tausasölu kr 10.00 eintakiC Prentsmiðja Visis — Edda ht ■ IIIII— III l'IIIIM imillllllll'MHHMMWMiFMWIiWiH——i«— Aukin endurhæfing Á Reykjalundi, heilsuhæli Sambands íslenzkra berklasjúklinga, eru aðeins um tíu berklasjúklingar af um 140—145 sjúklingum alls. Þetta lága hlutfall sýnir betur en nokkuð annað, hve mikill árangur hef- ur náðst í að kveða niður berkla á íslandi. Ekki er langt síðan berklar voru útbreiddur og ógnvekjandi sjúkdómur. Markvisst átak áhugamanna og heil- brigðisyfirvalda hefur á tiltölulega skömmum tíma rutt þessum sjúkdómi að mestu úr vegi. En aðstandendur Reykjalundar hafa ekki lagt hend- ur í skaut að fengnum þessum árangri. Þeir hafa víkkað starfssvið hælisins og gert það að almennu endurhæfingarhæli öryrkja. Fjórir af hverjum tíu sjúklingum eru bæklaðir eða gigtveikir, og aðrir fjór- ir af hverjum tíu veikir á taugum eða geði. Á hælinu er reynt að koma þessu fólki til sem beztrar heilsu og síðan er það aðstoðað við að komast aftur í at- vinnu og þá við sitt hæfi. Það er reynt að gera það aftur að virkum og fullgildum borgurum. Reisulegt er að sjá heim til Reykjalundar. Þar er risið stórt og myndarlegt hverfi, snyrtilega frágeng- ið og öllum til sóma, er að því hafa staðið. Myndar- skapurinn er svipaður og á framkvæmdunum við heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, sem tekur svipaðan fjölda sjúklinga. Bæði þessi hæli eru langt frá því að anna eftirspum, en eru hins veg- ar orðin svo stór, að ekki er talið ráðlegt að stækka þau öllu meira. Enn er ekki gert nóg til að bæta aðstöðu öryrkja og hjálpa þeim til sjálfshjálpar, þótt drjúgt hafi mið- að í rétta átt undanfarin ár. Nú er þörf á nýjum átök- um á þessu sviði. Áimengun verður að hindra J£unnur vísindamaður hefur komizt að þeirri niður- stöðu við athuganir á gróðri í nágrenni álversins í Straumsvík, að gróðurinn hafi spillzt af völdum flú- orlofts frá verksmiðjunni. Niðurstaðna athugana Rannsóknastofnunar iðnaðarins á sama efni er að vænta eftir nokkrar vikur. Verði sú niðurstaða svipuð, er einsýnt, að setja þarf hið bráðasta upp lofthreinsitæki í álverinu. Verði niðurstaðan hins vegar önnur, þarf skjótt að fela þriðja aðila að skera úr um, hvaða niðurstaða sé rétt. Og komi í Ijós, að þessi mengun sé afar lítil, þarf samt að setja upp hreinsitæki til þess að hindra, að mengunin magnist smám saman. Hætt er við, að draumar íslendinga um stóriðju súmi, ef fyrsta skrefið á þeirri braut leiðir til meng- unar umhverfisins. Ef velja þarf milli stóriðju og ómengaðs umhverfis, munu flestir íslendingar taka síðari kostinn. Þess vegna er ánægjulegt, og eftir- brevtnivert í síðari stóriðjusamningum, að í álsamn- ingnum er tryggilega gert ráð fyrir hreinsitækjum, ef mengunarhætta sannast, og að yfirmenn versins hafa lýst sig reiðubúna til að setja þau upp. SKJÓTARI HJÁLP Þaö tekur hjartasveit ^ „ -í ina í Sal- ford nokkr- ar minútur að komast til flestra hjartasjúkl inganna. Myndin sýnir inn í sjúkrabif- reiö sveitar innar, og er þar verið að veita hjartasjúkl ingi aðstoð fyrir utan l|| heimili hans. „Hjartasveitirnar" bjarga mörgum mannslífum" EITT dauðsfall af hverj- um fimm í Bretlandi or- sakast af heilablóðfalli eða „slagi“. Sex af hverj um tíu látast,. áður en þeir komast í sjúkrahús. Til að spyrna gegn þessu hafa mörg brezk sjúkra- hús stofnsett sérstakar hjálparsveitir, sem kalla mætti „hjartasveitir“. — Sérþjálfað lið lækna og hjúkrunarkvenna starf- ar dag og nótt að því að stytta þann tíma, sem líður, frá því að maður- inn fær áfallið og þar til hann fær læknishjálp. Þetta hefur verið reynt í öðrum löndum, og af- leiðingin er alls staðar sú, að dauðsföllunum fækkar. Ef John Smith, 38 ára, hefði ekki búið í bænum Salford í Lancashire, væri hann líklega ekki lifandi. Herra Smith fékk fyrir nokkrum vikum sjö „hjartaáföW“ hvert af öðru á sjö klukkustundum. Þetta gerði nærri út af við hann, og hann þarfnaðist skjótrar hjálpar. Herra Smith var svo heppinn, að í bænum hans var starfandi hjartasveit, og nú er hann aft- ur farinn að vinna. Fækkun úr tíu í einn Hjartasveitin kemst til sjúkl- ingsins , á tuttugu mtnutum. Starfsmennirnir hafa fengið sér- staka þjáifun f meöferð sjúkling anma og hafa með sér fulkom- inn tækjabúnað. Um leið og sjúklingurinn er kominn í sjúkrabifreiðina er honum veitt sama aðstoð og hann fengi i sjúkrahúsinu sjálfu. Sveitin reynir heidur ekki að flytja sjúklinginn, fyrr en ástand hans leyfir slíka ferð. Áður létust 10 af hverjum 100 þessara sjúkl- inga á leiö til sjúkrahúss, en í Sal'ford hefur þetta hlutfall lækkað í einn af hverjum hundr- að sjúklingum. í hjartasveitinni er sérmenntaður læknir í með- ferð hjartasjúklinga og ein til tvær sérmenntaöar hjúkrunar- konur. Kostaði átta milljónir Það kostaði um átta miiljónir íslenzkra króna að stofnsetja llllllllllll m ■■■■■■■■■■■^ Umsjón: • Haukur Helgason. þessa sveit með þeim tækjabún- aöi, er hún hefur. Miki'M hluti kostnaðar var greiddur af sam- skotafé. Nú er gert ráð fyrir, að sveitin kosti um fimm milljónir á ári og aðstoði að minnsta kosti 600 sjúklinga í neyðartii- vikum á ári. Frumkvöðull málsins, dr. Frank Rifkin segir, að þeir hafi lækkaö hiutfall dauðsfalla niður í níu af hverjum 100. Víðast deyja 60% áður en þeir fá með- ferð á sjúkrahúsi. Umdeild fjárfesting Þessar sveitir eru þó umdeildar. Mörgum læknum finnst þaö vera misnotkun fjármuna að búa þessar deildir svo velL Fjár- mununum væri betur varið á annan hátt. Þótt þeir viður- kenni tölur dr. Rifkins, segja þeir, að erfitt sé að gera sér grein fyrir, hversu mörgum mannslífum þessar sveitir bjargi í reyndinni. TM aö meta það sé um of lítið úrtak að ræöa. Hins vegar sé enginn efi á, að bæði sjúklingum og fjölskyldum þeirra líði betur, þegar hjálpar- sveitin kemur á vettvang. Mikl- um áhvggjum sé af fólki létt. Þessir andmælendur telja hins vegar, að réttara væri aö verja þessum fjármunum til aimenn- ari baráttu til þess að koma í veg fyrir heilablóðfall eða full- gera aörar aðferðir til að bæta mein manna strax eftir áfallið. Fjölskyldan dregur að sækja hjálp Þá segja aðrir, að venjulega líði fjórar klukkustundir, þar til sjúklingur fær aöstoð af því að fjölskyldan dregur að sækja hjálp. Aðeins ein klukkustund sparist við hjálparsveitimar. Þá þurfa þessar sveitir sér- fróða menn. Tvær sveitir þurfa jafnan að vera viöbúnar, svo að önnur geti hlaupið í skarðið. ef hin er úti. Skortur er á sér- þjálfuðum læknum og hjúkrun- arkonum, og með þessu eru tveir læknar og fjórar hjúkmn- arkonur sífelit starfandi við hjartasveitimar, auk tveggja bíl stjóra sjúkrabifreiða. Sveitunum fjölgar Margir telja þó, að kostimir séu miklu meiii en ókostimir. Hjartasveitunum fjölgar óðum víða um heim. í Bretlandi eru nú starfandi níu siíkar (þar af þrjár í Norður-írlandi). Deilumar eru fyrst og fremst um það. hvaða verkefni skuh taka fyrir í baráttunni vro sjúkdómana. Hið sama gildir á öðrum sviöum, í heilbrigðismál- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.