Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 7
v' í SIR . Föstudagur 9. október 1970. cyVlenningarmál Það er gamalt blóð okkar Stefán Höröur Grimsson: Svartálfadans Önnur útgáfa, endurskoöuö Helgafel'l, Reykjavík 1970. 47 bls. Tpyrr á þessu ári kom út ný Ijóöabök eftir Stefán Hörð Grímsson, Hliðin á sléttunni, hin fyrsta í tuttugu ár. Trúfega er það í f ramhaldi af þeirri bók og hinum góðu viðtökum sem hún fékk að Stefán Hörður hef- ur nú gefið út Svartálfadans, bók sína frá 1951, í endurskoð aðri útgáfu. En það er lika Mfc- legt að hin nýja útgáfa verði mörgum lesanda keerkomin. Svartálfadans kom út í miðri ,,formbyltingu“ Ijóðagerðarinn- ar gefin út á kostnað höfundar, sjál'fsagt í mjög litlu upplagi, eins og mörg önnur verk sem við þá sögu komu. Ég hygg að hún hafi verið öldungis ófáanleg á markaöi um margra ára skeið. En bókin hefur reynzt endast völ: nokkur beztu Ijóðin í Svartáffadansi er líklegt að veröi með varanlegustu verkum formbyitingarskeiðsins. Og lík- legt er að bókin hafi varð að ýms yngri skáld miklu, þó hér verði engin dæmi til færð, orðið eitt af þeim verkum sem rnótuöu framvindu ijóðagerðar á ísfenzku á undanfömum árum og áratugum. Allra hiuta vegna er kærkomið að fá bókina í ,,endanlegri“ mynd, eins og höf undur vill að hún varðveitist. Endurnýjuð kynni af henni þykja mér raunar þessleg, að hún hafi varðveitt furðu mikið af ferskleika sínum fram á þenn an dag, geti orðið ungum og nýjum lesendum viðlíka hug- tæk og áminnileg og hún varð mér og mínum lífeum. Svo mikið er víst að engir nýir og af- drifaríkir atburðir hafa orKÖ i módemisma Ijóðageröar eftir kyns'lóð atöms'káldanna, esnn sem komið er að minnsta kosti, sem geri stt'l og stefrrn þeirra úr elt: þeir vísa enn í dag veginn. TTndurskoöun Svartálfadans virðist mjög svo vægilega af hendi leyst, einkum fólgin í einföldun og útstrikunum, höf- undur einfaldar myndir, afnem- ur óþörf litarorð, fe'llir niður tómlegt málskrúö á stöku stað. Yfirleitt eru þessar lagfæringar til augljósra bóta, skýra kvæöin án þess að breyta þeim hót, og þær minna á hversu rómantískt orðafar og hugmyndaforðd hef- ur verið nærtækt hinum rót- tæku atómskáldum á sinni tiö. Þetta á einkum við hin lengri og iburðarmeiri kvæði i Svartálfa- dansi, en eitt kvæði af þvi tagi Áð í morgunljósi, fellir Stefán Hörður alveg niður úr bók sinni erfatrst es nStt tá&xk skulum við reika um kjarr- lundinn Á fölum vanga þínum les ég spurula undrun það er eins og beisk eifur samiagist blóði mínu. í venjubundnum ljöörænum og rómantískum kvæðaefnum af þessu tagi, sem Stefán Hörður fer miklu betur með í öðrum kvæöum sem eftir standa i Svartálfadansi, hygg ég að gleggst birtist tengsl hans og atómskáldanna við eldri skáld og skáldamál. Svartáifadans ber einnig merki annarra og nánari kennifeðra, Steins Steinars, Jóns úr Vör, kvæði eins og t.a.m. Óttan felldi sín blátár. Steinninn. Svartálfadans var á ýmsan hátt óráðin bók, fól í sér leit og tilraunir, og sá svipur verður bara gleggri við það að hismi er strokið af stökum kvæðum. En meira tvímælis orka óneitaniega breytingar á OLAFUR JÓNSSON SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Hradir helgum morgunroðan- nm kvasðum sem sérstakari vrrtust frá öndverðu. Þannig skil ég ekki hvers vegna „út að sjó“ veröur „út að sjá/út og sjá“ í hinu skemmtilega þorpskvæði Stefáns Haröar, Útsýni í rökkr inu sem alveg er óháð Jóni úr Vör. Og tómur tepruskapur sýn ist það að gera „drottin al- máttugan" í hinum kostulega Dansi á sandi að „drottni máttugum" í endur- skoðuðu gerðinni, brevta „guð hræddum rnanni" í „drottin- hollan" i niðurlagi kvæðisins. Er nú allt í einu orðið athuga vert að „guðiasta"? Ctetfán Hörður Grímsson á- rétti með eftirminnilegu móti stöðu sína í ljóðagerð sam tíðarinnar með Hliðinni á slétt unni í vetur leið. f kjölfar þess sigurs sem hann þá vann kemur þessi upprifjun á Svartálfadansi sem mætavel leiðir í ljós þau bímamót í skáldskap sem urðu á áratugnum eftir styrjaldarlok- in. Það sér tí'i margra átta í þess um ljóðum, aftur og fram, eng- um leiðum lokað. Á grundvelli þeirra mætti vissulega ihuga hvað áunnizt hafi og hvert mið að síðan, hvar verið staðnæmzt þó ekki skuli út í þá sálma far- ið að sinni. Hvað líður „bók- menntasögulegri" stööu bókar- innar og höfundarins er óneitan- lega mest um þau góðu kvæði vert sem í bókinni eru. Þó talað sé um kunnugleg efni, áhrif ann arra skálda í þessum ljóðum er engan veginn þar með sagt að Stefán Hörður hafi verið ósjáífci stæöúr höfundur: nær væri að hafá háhti til marlS um“ hvemig frjóvænleg efni og áhrif geta ávaxtazt í skáldskap. Meö þess ari bók gerðist Stefán Hörður Grímsson skáld: hann kom sér r.takur og persónulegur fyrir sjónir í beztu ljóðum bókarinn ar, með þvi nýja og nýskapandi tungutaki sem bókin lýsti í heilu iagi. Þar vegast á viö fljóttega yfirsýn ',,rómantísk“ og „raun sæisleg" auðkenni fer mikið fyr ir „ljóðrænni" náttúru og til- finningalýsing sem jafnan hefur mikið gætt í íslenzkri nútima- ljóðlist. Ef til viill er róman- tískt óþol, draumsýn um feg- urð, kjarni og líftaug bókairinn ar. Það fer þá jafnframt ískyggi Iegri vitund um það hve tor- velt geti orðið að 'íáita sffifean draum rætast. ..Það glamrar í sál heimsins: mábnur“, segir hér á einum stað. Tímarnir eru að sönmi nýir. Em: Við sem erum hiingað komin , til að laugast fosstlða vdð erum ekld hrein það er gamalt blóð ofekar þau eru skuiggar ofekar þau eru skuggar ofefear. í þessu kvæöi, Bifreiðinni sem hemlar hjá rjöðrinu, og öörum jafngildum í þessari bók lýsir Stefán Hörður alveg persónu- legu orðfæri stöðu sinnar kyn- slóðar, þeim mótum tíma og heima sem mótuðu skáldskap hennar. Jf I þeim fjölda kúlupenna, sern eru á markaðtnum, er einn sérstakur >— BALLOGRAF, sem sker sig úr vegna þess, hversu þœgilegur hann er i hendi. Htð sígilda ferm -’*• pennans gerir skriftina auðveWari, svo að skrifþreyta gerir ekki vart vtð sig. • BALLOGRAF- EPOCA blekhylki endasttH að skrifa 10.000 metra (sem jafngildir eins árs eðiiiegri notkun). Skriftin er ætíð hrein og mjúk, vegna þess að blekoddurinn er úr ryðfriu stáli, sem ekki slitnar. Þessir pennar era seldir um aHan hetm I miifjóna taii. Atis staðar njóta þerr mtkHIa viasaslda. epoca V HiNN HEittSFRAEGi SÆNSK1 KÚtUPEMNl »A(fGfflégh»ik ' fc jgti með giemugum im wmwr » -- ... aa cu.1 1ACCA ® Austarstræti 20. Sfm) 14566. ROCKWOOL (STEMULL) Þykktir 50, 75, 09 IOOnui. Stærð 60x90 cn. Gód 09 ódýr eimmsim Hanoes Þorsteinsstui, heödverahm. — HlaBveigaistis M. — SSmi 244S5 ■— MMBO.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.