Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 8
1 VISIR . Föstudagur 9. október 1970. Útgetandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjón: Sveinn R EyjóKsson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Stmi 11660 Ritstjórv Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 i itiánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vtsis — Edda hf. Kosnmgojb/ng oð hefjast §ambúð stjórnmálaflokkanna hefur verið tiltölulega friðsamleg að undanförnu. Deilumál milli flokka hafa verið fá og vakið litla athygli almennings. Prófkjör og skoðanakannanir innan flokka hafa einkennt stjórnmálalífið í haust. Annað einkenni stjórnmál- anna eru viðræðurnar um verðbólguna, en þar er um að ræða beinar viðræður ríkisstjórnarinnar við samtök launþega og vinnuveitenda, sem flokkarnir hafa ekki tekið þátt í. En nú hefst slagur flokkanna að nýju eftir langt hlé. Alþingi verður sett á morgun og er það síðasta þing fyrir næstu kosningar. Undir slíkum kringum- stæðum má búast við hvassari deilum en endranær. Það er liður í kosningaundirbúningnum, að þingmenn leiði saman hesta sína á Alþingi, og verður þá marg- ur snarpur og skemmtilegur bardaginn. Reiknað er með, að hinn nýi forsætisráðherra gefi í upphafi þings eins konar yfirlýsingu um stjórnar- samstarfið í vetur. Það hefur oft verið gert í upphafi þings á undanförnum árum. Og enn frekari ástæða er til þess núna, er nýtt ráðuneyti hefur verið mynd- að. í yfirlýsingunni verður væntanlega fjallað um, hvaða mál ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar muni leggja mesta áherzlu á í vetur. Ljóst er, að meðal þingmála ríkisstjórnarinnar verða mörg, sem munu hafa mikil áhrif í þjóðlífinu. Nefna má væntanleg lagafrumvörp um nýjar stór- virkjanir, endurbætur á tryggingakerfinu og skóla- kerfinu, skattakerfinu og verðlagskerfinu, auk margs annars. En fyrsta stóra mál þingsins verður fjárlaga- frumvarp ríldsstjórnarinnar eins og venjulega. Það er flókið mál og yfirgripsmikið, sem felur í sér áætl- anir um allar fjárreiður ríkisins og stofnana þess á næsta ári. Umræður um hina ótalmörgu þætti fjár- lagafrnmvarpsins munu setja svip á þingstörfin fram að jólahiéi. Þar sem þctU. cr kosningaþing, má búast við, að hart verði deilt um fjárlögin. Sumir þingmenn, sem vilja slá sig til riddara í augum almennings, munu koma fram með tillögur um stórauknar fjárveitingar ríkisins til ýmissa þarfra mála, en að sjálfsögðu án þess að gera ráð fyrir fjáröflun á móti til að greiða hinn aukna kostnað. Það ber alltaf dálítið á slíku ábyrgðarleysi á Alþingi. Og freistingin er auðvitað mest á kosningaþingum. Með þessu er ekki verið að segja, að þingmenn þjóðarinnar séu upp til hópa ábyrgðarlitlir. Flestir þe'- ra munu standast þá freistingu að hlaupa upp til handa og fóta með sýndartillögur. Þeir skilja vel, að Alþingi verður að gæta virðingar sinnar og að það setur ekki ausið fé á báðar hendur, eins og böm ausa sandi í sandkassa. Það er lítil ástæða til að óttast, að petta þing hafi, kosninganna vegna, slæm áhrif á fjárhag hins sameiginlega sjóðs borgaranna. ( « i // Bragðarefurinn Cvona ætlar relurinn Kntnarö- ^ ur Nixon aö hafa það. Nú er hægt fýrir hann að koma fram eins og einhver friöarengill og bjóða sættir og rébtlæti í Víetnam, eftir að hann er bú- inn að láita bandaríska herinn berja svo á kommúnistunum, að þeir eru sviptir allri von um að geta sigrað í borgarastyrjöld inni. Ef hann hefði gert þetta fyrir einu og hálfu ári, þegar hann tók við völdum, þá hefði verið eitbhvað varið í friðarboð hans. Þá er vísast að kommamir hefðu enn getaö haft bolmagn til að ryðjast inn f landiö frá bækistöðvum sínum í Kambód- íu og ieggja Saigon undir sig í einni leiftursókn. Nú er ástandið allt annað. Nú er búið með Kambodju-að- gerðunum í sumar aö hrek'a kommúnistana út úr bæium sin um og styrj aldaraðgeröir í Viet nam hafa þegar að mestu lagzt niður. Það er ekki aðeins vegna æsingsins og sprengjuiátanna og flugvélaránanna í Aröbum, sem hemaðaraögerða ; Víetnam heyr ist sjaldan getið, heldur fyrst og fremst vegna þess, að það er sama og ekkert að gerast þar. Þeir kumpánamir Thieu og Ky halda áfram að efla heimaher sinn og hinar ólíku héraðsstjórn ir hafa nú í fyrsta skipti fengið frið tíi að koma á öflugri yfir- stjóm og skipulagsstjórn til að kijást við vandamáiin. Og hrís- grjónaplöntumar halda áfram að vaxa og þrútna í monsún- rigningunum, allar jámbrautir og þjóðvegir eru nú opin og menn að mestu hættir að ótt- ast ræningjaárásir. Ailt er að færast í horf friðar og fram- fara og nú koma sér vel þeir miiljarðar dollara sem Banda- rfkin hafa pumpað og halda enn áfram að pumpa í smumings- kerfi efnahagsvélarinnar. Gegn um blóð og tár rís upp ger- breytt þjóðféilag. í stað hins sof andi bændaþjóðfélags sem not- aðist nær eingöngu við afl ux- anna hvín nú al'lt í bensinaf'l- vélum, jeppum og dráttarvéium og rafstöövarvélum. Alls staöar dynur í tækninni með nýjum og fulikomnum flutningatækjum, þjóðvegum sem nú teygja sig in í hvern afkima, flugvöll- um og risavöxnum hafnarmann virkjum. Og höfuðborgin Saigon sem áöur var soíandi hitabeiltis letidýr hefur nú bólgnað upp af straumi flóttamanna en ekki síður straumi fólks, sem hef- ur fengið áhuga á að ta'ka þátt í peningaleiknum, græða og okra á kapitalíska vísu, reisa verksmiðjur, notfæra sér brota járn frá stríðinu, allt eitt ið- andi haf af athafnasemi. T^að er lí-till vandi fyrir Nix- on, aö bjóða frið og brott- flutning herliðs. þegar svona er komið. Það má nú sjá, að nú vita kommúnistarnir varla, hvað þeir eiga að gera á móti þessu lævísa tilboði skálfcsins. Rétt- ast væri fyrir þá að neita þvf öllu og hamra á því að haida styrjöldinni miskunnarlaust á- fram. Aldrei láta linna, senda meiri og meiri liðsafla frá Norður Víetnam inn f Laos, Kambodju, Suður Víetnam og jafnvel inn í Thailand og Burma. Láta aldrei linna striði, brenn- um, morðum fyrr en öi Suð- awstur Asía hefði verið frelsuð. En hvað á að gera, hann er svo kænn helvízkur bragðaref- urinn hann Nixon. Nú býðst hann bara til að flytja allt banda rískt herlið burt frá Vfetnam. En þurfum við nokkuð að vera að taka þessu tilboði frá hon- um þrjótnum? Getum við ekki bara sent nýjan milljónaher suð ur yfir landamærin og rekið bandarís'ku heimsvaldasinnana og glæpamennina í sjóinn. Við þurfum ekkert friðartilboð, við þurfum ekkert tilboð um brott- flutning bandarísks herliðs, við viljum mildu heldur vinna það á hinn háttinn að refca þá út, þó svo að það kosti nokkra blóðdropa. jþað versta er bara, aö okkur grunar, að kannski standi Rússar með Nixon í þessu tillboði þaö er þetta samsæri Kremlar og Wall Street. Þesisi stórveldi ímynda sér að þau geti bara meðhöndlað smáþjóðimar eins og þeim sýnist. Það er nú ljóta ástandið, ef stórveldin vilja aMs ekki lofa smáríkjunum að berj- ast áfram. Sjáiö hvað gerðist nýlega f Botnalöndunum fyrir Miðjarðarhafi. Utanríkisráð- herra Bandarfkjanna bar fram friðartiHögu, sem engum, bvorki ísraelsmönnum né Aröbum hefði nokkum tíma komið til hugar að ganga að, en hvað gerist. Nasser sálugi var þá staddur í Rússlandi og það er bökstaflaga sagt, að Bresnév hafi þröngvað honum ti'l að falil- ast á friðarskilmálana. Eftir þaö var enginn vandi fyrir Banda- rfkin aö þröngva hinum júðsku leppum sínum í Ísraelsríki til að samþykkja vopnahlé. Er það ekki í rauninni alveg óþolandi þegar stórveldin grípa svona í taumana og banna smáþjóðun- um að berjast? Er þetta ekki skerðing á sjálfsákvö.rðunar- rétti smáþjóða, að mega ekki berjast. Við heimtum frelsi til að mega drepa, það er ekkert sem stórveldin og heimsvalda- sinnamir hafa einkarétt á. Það læðist i'llur grunur að mönnum, að hið sama sé að gerast í Víetnam. Hvað skyldu Rússar gera, ef Hanoi-stjómin neitar að semja um þetta sví- virðilega friðartilboð Nixons for seta, um þetta ógeðslega til- boð hans að kveðja aHt banda- rískt heriið frá Víetnam? Það verður Ijóta ásíandið, því að Rússar hafa öll ráð Hanoi-stjóm arinnar f hendi sér. Þeir geta kreist hana og neytt hana til að ganga að friðartiiboði Nix- ons, því að Norður Víetnam lif- ir nú eins og sveitarómagi á bónbjörgum frá Rússum. At- vinnulíf landsins er í kalda koli, skortur og skömmtun á öllum sviðum. Það læðir jafhivel grun Síðasta kænskubragö Nixons Bandaríkjaforseta er að bjöð- ast til að koma á friði í Víetnam og flytja allt bandaríska her- liðið burt frá landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.