Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 09.10.1970, Blaðsíða 16
jFriðrik efsturl I með 5/4 af : j 6 mögu- j j legum j • Bftir sex umiferðir í afmæ'lis- • • mófi Taflfélags Reykjavíkur er J jFriörik Ólafsson efstur með 5^/2 • •vinning, og naestur honum eru • iBragi Kristjánsson og Magnús * jGunnarsson, i'afnir að stigum.J • með 4vinning. • • Næstir eru Bjöm Sigurjóns- • Json og Guömundur ÁgústssonJ • með 4 vinninga og eiga þeir eft • Jir að tefla biðskák sín á milli, • •sn Bragi Biörnsson hefur einn-J • ig 4 vinninga. • J Gunnari Gunnarssyni sem kom J • inn var í forystu eftjr fyrstuj Jumferðimar, hefur vegnað illa* •í tveim síðu’stu umferðunum. IJ • 5. umferð tapaði hann fyrir* jBimi Sigurjónssyni og í 6. um-J • ferð tapaði hann fyrir Magnúsi* • "unnarssyni. • • Friðrik hefur unnið allar siínar • • skákir nema eina, sem hann« Jfefldi við Braga Kristjánsson íj • 5. umferð (á þriðjudagskvöld). J c -,ú skák varð jafntefli. —GP« • • ••«•••■••••■•••••••••••• Nú þurfa jarðýtur ekki að slífa rofstrengi Slit á jarðstrengjum og ýmsum iögnum og linum neðanjarðar hafa oft borið á góma að undanförnu, en hér er nú staddur sænskur for- j stjóri H.C. Reinert að nafni, sem j gær kynnti ýmsum verktökum notkun hjálpartækis, til þess að finna leiðslur neðanjarðar. Umboðs- og heildverzlun Johans 1 Rönnings hefur tekið að sér um- • boðssölu fyrir Norbritco hf., sem framleiðir FLS 10/50, eins og tæk ið heitir. Með aðstoð rafsegul- bylgja getur tækið ekki aðeins haft upp á Ieiðslum og pípum neðanjarðar, heldur einnig jafnvel fundið, hvar leki er á vatnsleiðsl- um, þótt þær séu 2 metrum undir vfirborði jarðar. —GP Reinert forstjóri sýnir verktökum notkun; tækis til leitar að neðan- jarðarlögnum. • , Lœknar fengu /5% kauphœkkun Fá i föst mánaðarlaun 38-64 þúsund krónur fyrir 36-47 stunda vinnuviku 0 Samningar hafa ný- lega tekizt fyrir milli- göngu sáttasemjara rík- isins milli Læknafélags Reykjavíkur annars veg ar og Reykjavíkurborg ar og stjórnarnefndar rík isspítalanna hins vegar. Höfuðaifcriði samninganna er, að sjúkrahúslækriar fá nú 15% kauphækkun og eru samkvæmt því með 38--64 þús. krónur í föst mánaðarlaun. Innifalið í þessum launum eru Kfeyris- sjóðsgreiðslur, sem læknarnir inna sjálfir af hendi, veikinda- frf umfram 2 vikur á ári og bílastyrkur Vinnuskylda lækn- anna eru 36 stundir á viku, en þó er þeim skylt að skila 42 stundum (yfirlæknar), 45 stund um (aðstoðarlæknar) og 47 stundum (kandidatar), ef þann- ig stendur á. Áður urðu þeir að skila allt að 50 stundum á viku án yfirvinnuikaups. Aðrar breytingar á launakjör- um lækna eru þær helztar, að sjúkrahúslæknar mega nú stunda almennar Iækningar ut- an sjúkrahússins 6 stundir á viku í stað 3 stunda áður. Þá hafa verið samræmdir samning arnir fyrir læikna á vegum borg ar og rfkis og eru nú al'lir sjúkra húslæknar lausráðnir með 2ja mánaða uppsagnarfresti. Lækn- ar teljast því ekki í launakerfi opinberra starfsmanna. Samkvæmt þessum samning- um getur læknir, sem skilar mjög mi'killi vinnu reiknað með þvi, aö hafa um 80 þús. krónur að meðaltali á mánuði og jafn vel ailt að 100 þús. kr. en slíkt verður þó að teljast algjört und antekning'artilfelli. Samningur- inn gildir ti'l 1. janúar 1972. -VJ Isf irðingar eru tilbúnir að spenna á sig skíðin Alhvitt þar niður i byggð i morgun „Við erum tilbúnir að spenna á okkur skiðin hérna,“ sagði einn starfsmaður Flugfélagsins á ísa- flrði, er blaðið hringdi þangað í morgun. Á tsafirði er alhvítt niður f byggð og hið versta veð- ur. í morgun kom þangað inn togari til að Ieita vars. Jónas Jakobsson veðurfræð- ingur sagði í morgun, að norðan átt væri komin um allt !and, skollið á annað norðanillviönð f þessum mánuði Stórhríð væri á Norðurlandi vestan Skaga- fjarðar og á Vestfjörðum og hætt við að fjalivegir teppist á 'þessu svæði i dag. Annars stað- ar á landinu væri hvasst aö norðan og mikil rigning á Norð- austurlandi. Gert sé ráð fyrir að fari að snjóa austan til á Norðurlandi, þegar líði á dag- inn. Á ísafirði fékk blaðiö enn- fremur þær upplýsingar, að BreiðíKfalsljeiði væri kolófær og mjög hált á Gemlufallsheiði, en hún væri ennþá fær stórum bíl- um. f morgun var einnig komin slydduhríð og vonzkuveður á Sauðárkróki og Ölafsfirði. Kaldast á landinu i morgun var á Hveraviillinn er^ þar var 1 stigs frost og snjókoma. Á Grímsstöðum var hitinn við frostmark. Norðanlands var hit- inn yfirleitt 1—3 stig. Búizt er við að noröanáttin haidist í dag, en fari lygnandi í nótt og verði veður orðið all- gott á morgun. — SB Gantall maður slasasf í árekstri Áttræður maður varð fyrir bif- reið á Snorrabraut i gærdag um kl 15.30. Slysið vildi til skammt norð an við Hverfisgötu-gatnamótin en maðurinn var á leið yfir Snorra- brautina, þegar aö bar bifreið á leiö norður og kom ökumaðurinn ekki auga á manninn fyrr en um seinan. Við áreksturinn kastaðist gamli maðurinn nokkra metra og skall í götuna og var óttazt, að hann hefði slasazt alvarlega. Um líðan h'ans í morgun var ekki vitað, en hann var lagður inn á Borgar- spítalann. —GP •••••••••••••••••••••••• Síðasta | sólarmyndin : Þetta verður að öllum líkind ■ um síðasta sumarmyndin, sem J verður til að gleðja auga les- • enda þetta árið, því senn geng- • ur vetur í garð og kemur í veg • fyrir „sólskinsmyndatökur" • ljósmyndaranna okkar. J Stúlkan. á myndinni heifctr • Lilja Hal'ldórdóttir og er að J þreifa fyrir sér með módelstörf. J Hún er lærður meinatæknir og • starfar við það, hvað sem verða J kann í framtíðinni. Helzt langar • hana nefnilega til að gerast afc- • vinnuljósmyndafyrinsæta. -ÞJM J ••••••<•••••■••••••••••« Síldin veiðist enn v/ð Surtsey — en veður hamlar veiðum Veðurútlit, eins og er, mun ekki gott á síldarmiðum. Bátar hafa nú siglt í var eftir aflasælan dag í gær. Síldina er enn sem fyrr helzt að fá við Surtsey, en stærstu köstin sem náðust í gær fengu bátar þó aðeins austar en verið hefur í haust. Fjöldi báta landaði i gær í Þor lákshöfn og í morgun landaði þar einn bátur tonnum. Til Þorlákshafnar komu f gær um 250 tonn af sild. Aflahæstir voru Héðinn og Eldborg, báðir með rúm flutt til Reykjavíkur, Kópa- láks'hafnar berst er mestan part fl'Utt suður til Reykjavíkur, Kópa- vogs og Hafnarfjarðar og söltuð þar og fryst, en eitthvert lítilræði er þó saltað í Þorlákshöfn. Til Vestmann'aeyja komu um 300 tonn. Þar lönduðu 8 bátar í gær. Síld var annars landað á flestum verstöðvum á Suður- og Vestur- landi en mest magn kom á land í Keflavík, Grindavík og Vestmanna eyjum. Sildin er vel feit, en nokkuð misjöfn. Hávaðarok er nú á mið- unum, sjólag versnar stöðugt núna, þannig að ekki þarf að búast við veiði i dag. —GG r. ií'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.