Vísir - 10.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 10.10.1970, Blaðsíða 2
GEGNUM GAT A JÁRNTJALDINU Nú, þegar Maurice Girodias hefur svo aö segja sigrað algjör lega í baráttu sinni viö banda- ríska ritskoðun, en Girodias gef- ur út klámbækur, hefur hann lýst yfir að hann hyggist færa út kvíarnar og fara aö selja kiám til Sovétríkjanna. Girodias sagöi í Frankfurt um cfaginn, aö New York fyrirtæki sitt, Olympia Press, mundi fljótlega reyna að smygla nokkrum eintökum af „Nóttum Moskvu“ gegnum járn- tjaldið. Sú bók veröur á rússn- esku og segir Girodias, aö „hand an vi'ö tjaldiö sé gífurlegur mark aöur fyrir klám“. „Nætur Moskvu“ er eftir Rússa er kallar sig á saurblaöi bókarinnar, Vlas Tenin. Bókina skrifaöi hann í Sovétríkjunum, en síðan var henni smyglað úr l'andi, „og þess vegna er mjög auövelt aö smygla bókinni inn í landið aftur,“ seg- ir Girodias. Annars segir hinn hugumdjarfi bókaútgefandi, aö hann muni/ beit'a sömu aöferö- um og hann gerði fyrir 15 ár- utn, er hann var aö vinna sér markað i Bandaríkjunum. Þá var allt klám tfannað þar, og hann laumaöi bókum sínum til banda- rískra sjómanna í frönskum höfn- um, „og síðan sá náttúran um afganginn." Gegn Sovétmönnum beitir Girodias sömu aðferð, „ég læt rússnesk'a sjómenn fá „Næt- ur Moskvu" í Heisinki — þeir verða þá hér eftir þekktir sem hinir náttúrumiklu sjómenn." „Nætur Moskvu“ er bók,“ seg- is Girodias, „sem að bókmennta- legu gildi er einhvers staðar mitt á milii „Candy“ eftir Terry Saut- hem og „Dauöar sálir“ eftir Gog- ol. Janis Joplin: eiturlyfjaneyt- andi og áfengis- ur — hún lézt skömmu eftir oð hún haföi sett legstein á gröf Bessie Smith Sem skýrt hefur verið frá hér á síðunni, lézt Janis Joplin ný- lega í Hollywood. Janis var að- eins 27 ára að aldri, en samt áiitin ein fremsta blús-söngkona okkar tíma. Hugsanlegt er að Jan is hafi iátizt af því að hafa tek- ið inn of stóran eiturlyfjaskammt en úr því hefur enn ekki verið skorið. Aðeins hefur veriö frá því skýrt, að nýlegar nálstungur hafi verið á handieggjum líksins, er að var komið. Janis Joplin liföi alla tiö æsi- legu llfi og lét hverjum -degi nægj'a sína þjáningu. Hún fór aldrei í felur með, aö hún drakk mikið alla tíö, einkum var þaö viskí sem hún setti í sig, að sögn, en á síðustu árum gerðist hún vinstrisinnaöri og tók að drekka vodka. Janis var einklar óhefluð stúlka, til dæmis er til þess tekið,-. hversu mjög hún hafi notað blóts yrði alla tíö. Foreldrar hennar búa 1 Texas, og herma sögur, aö fjölskyldu- læknir þeirrh hafi eitt sinn sagt, að ef Janis ekki tæki sig saman í andlitinu og bætti um hegðan sína, þá myndi hún án efa enda hérvistardaga sína á geðveikra hæli — og yrði þhð áður en hún næði 21 árs aldri. Janis strauk að heiman er hún var 15 ára og tók upp lifnaðar- hætti hippa, löngu áður en hippa- líf varð svo algengt sem það er nú. Hún hóf síöhn að syngja meö hljómsveit er heitir Big Brother & the Holding Company og á sönghátíð i Montreal árið 1967 var ungfrúin „uppgötvuð". Plata hennar og hljómsveitarinnar, „Cheap Thrills“ seldist í meira en þrem milljónum eintaka. Nokkru síðar hætti hún aö syngjh með hljómsveitinni og hélt áfram upp á eigin spýtur. Hún sagðist hafa yfirgefiö hljóm- sveitina vegna þess að félagamir í hljómsveitinni hafi „í tvö ár borðað, drukkið, æft sig, leikið saman og elskazt“. Ætti hún feð ná lengra sem söngkona, yrði hún að hætta þvi lífi. Átrúnaðargoð Joplin var sú fræga blús-söngkona, Bessie Smith. „Fyrstu 10 árin stældi ég Bessie nákvæmlega. Eitt sinn er ég heyrði að ekki væri neinn legsteinn á gröf hennhr, keypti ég með vinkonu minni legstein og setti á gröfina. Á steininum stendur: „Mesti blús-söngvari veraldar mun aldrei hætta að syngja — Bessie Smith 1895— 1937“.“ Janis Joplin er 3. heimsþekkti pop-tónlistarmaðurinn sem deyr síðan í septemberbyrjun s.l. 3. sept fannst bandhríski gítaristinn Alan Wilson látinn fyrir utan hús eitt i Kaliforníu. Álitið er að hann hafi tekið inn of stóran skammt svefnlyfja. Það sama gerðist einnig með Jimi Hendrix. Hann fannst meðvitundarlaus á hóteii 18. sept. og dó skömmu slðar á spítala. Janis Joplin — strauk að heiman 15 ára Hraðamet Fertugur vélvirki frá Epsom Downs í Surrey, Englandi setti á laugardaginn var nýtt hraðamet I akstri á þurru landi. Hann ók með 207,6 mílna ht*aða á klukku- stund á sérstakri braut við Elving ton, nálægt New York. Snarfari þessi heitir Tony Densham og ók hann sérstaklega gerðum bíl. Fyrra met var orðið 43 ára gamalt. Þhð setti sá frægi ökulþór Sir Malcolm Campbell árið 1927. Campbell ók með 173,88 mílna hraða á klukku- stund. HLUTAVELTA Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík verður á morgun sunnudaginn 11. október í Iðnskólanum. Opnað kl. 2 e. h. — Gengið inn frá Vitastíg. Glæsilegir vinningar. — Fjölmennið. N e.f n d i n Unnið er að því að fullgera kjallara Norræna Húss- ins fyrir sýningarsali, og til þess neyðumst viö til að bora í gegnum einn af þykkustu veggjum í Reykjavík. Vegna yfirgnæfandi, heyrnarskerðandi hávaða verð- ur Húsið lokað almenningi á tímabilinu 12.—16. október. Okkur þykir þetta mjög leitt, en húsið stækkar við þessa aðgerð! Beztu kveöjur NORRÆNA HÚSIÐ Ivar Eskeland NORRÆNA HÚSIÐ JON LOFTSSON h/f hr/ngðraut /2/, símí 10600 i RITARI Starf ritara á skrifstofu landlæknis er laust frá 1. nóvember n.k. eða síðar eftir samkomu- lagi. Vélritunarkunnátta áskilin. Laun sam- kvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar á skrifstofu landlæknis. Landlæknir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.