Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 5
V í S IR . Miðvikudagur 14. október 1970. Biðraðirnar við slátursölurnar □ Biðraðirnar við slátursölurnar hafa verið óvenju langar undanfarna daga. Þær minna jafnvel á biðraðirnar á þeim árum eftir stríð, þegar vöru- skortur var sem mestur. Fólk mætir eldsnemma morguns, hálf sjö eða jafnvel fyrr, og bíður langt fram eftir degi. Stundum kemur það fyrir, að það verður að hverfa tómhent heim aftur. Jþefcta ásfcand skapast af þvi. að fflinna framboð og aukin ðftinspurn haldast í hendur. Það kemur greinilega fram í viðtölum þeim, sem blaðiö átti við sláturhússtjórann í Borgar nesi og forstöðumenn slátursal anna í Reykgavik, sem eru fjór- ar. Minni slátrun Grétar Ingimundarson hjá sláturhúsinu í Borgarnesi segir, að það sé verutegur samdráttur í stáltrun núna. I fyrra hafi 80 þúsund fjár verið slátrað en verði 65 þúsund nú. Ástæðuna fyrir því segir hann vera þá að bændur setji nú meira á en í fyrra. í fyrra hafi óvenjumiklu af fiullorðnu fé verið slátrað, vegna heyleysis. Ot'koman á lambahöldum í vor hafi verið slæm og fáar ær tvílembdar, og hafi verið svo víða á Suðurlandi. Hins vegar virðist vænteiki fjár ins vera meiri en sl. ár. Neýzluvenja hjá ungu fólki „Þetta ér aMt samverkandi“, segir Grétar, „slátursala er einn ig sívaxandi. Hún hefur verið að aukast mjög sl. þrjú ár. — Slátur er ódýrasti matur, sem völ er á, og fólk hefur kunnað að nota sér það. Kaupgetan hef ur verið svo lítil si. þrjú ár, að fólk hef-ur meira fariö að taka slátur, og nú er komin neyzlu- venja á þetta 'hjá unga fólkinu." Annað atfiði virðist s'kapa þrýsting á slátursölu nú. Það er, að fólk hefur verið óvenju seint á ferðinni með að ná í slátur. Fyrstu viku sláturtíðarinnar var lítil hreyfing á siátursölu bæði í Borgarnesi og eins hjá slátur sölum í Reykjavík. Guðjón Guðjónsson hjá Af- urðasölu SlS sagði, að slátur- sala hefði hafizt 29. september og ljúki i ic„' þessarar viku. Siátrið er fengið frá Borgar- nesi og Dölurn — ailt, sem hægt er að fá þaðan. „Siátursalan var róleg fyrstu vikuna, en hefur komizt upp í tvö þúsund slátur á dag undan farið, en venjuiega er salan 1200 —1500 slátur á dag. .Þgtta er öruggle-ga 40% sö-iuaukning mið að við söluna í fyrra. Við fáum meira slátur en nokkru sinni áður, en eftirspurn in virðist alltaf vera að auik- ast.“ Frystikisturnar hafa áhrif Arnþór Einarsson hjá kjötverzl uninni Búrfelli segir, að slátur sala hafi staðið yfir í tæpar 2 vikur, en sé nú lokið. „Fólk virðist taka slátur í stærri skömmtum en vant er. Ég býst við, að það sé vegna þess, aö fólk hefur tök á þvi að geyma meira vegna frysti- kistnanna.“ Búrfell fékk slátur frá slátur húsinu að Minni-Borg í Gríms nesi „Það var mun minni slátr un hjá okkur nú, en í fyrra“, segir Arnþór, „mér er sagt, að þetta stafi af því, að bændur hafi sett minna á í fyrra en venjulega vegna heyleysis. — Einnig sé minna tvílembt í ár vegna lélegs fóðurs, og bænd ur setji meira á núna til að fylla upp í skarðið.“ Salan róleg fyrstu vikuna Slátursala höfst hjá Reykhús inu hf. hinn 23. september og verður einhver fram í þessa viku. (Finnur Eyjólfsson segir, að siátrið sé fengið frá Vik í Mýrdal. „Það er áreiðanlega minna framboð á siátri nú ep í fyrra. Við fengum þá frá þeim milli 8 og 9 þúsund slátur, en ég geri ekki ráð fyrir að við fáum núna meira en 5—6 þús- und. Eftirspurnin er jafnvel meiri en verið hefur áóur, Hún sækir alltaf á, þegar fer að liða að lokum slátursölunnar. Hins vegar er alltaf rólegt fyrstiu vik una og seldist ekki upp það, sem við fengum þá, og urðum við jafnvel að frysta sláfcur, en núna vantar altlaf stórlega upp á, að viö höfum nóg. Við seljum það, sem við fáum á rúmum klukku- tíma þefcta 250—350 slátur á dag.“ Það verður einhver sem ekki nær í státur „Þaö er anzi mikil eftirspurn eftir slátri núna og heldur erf- itt að fullnægja henni, þar sem Starfsfólk slátursalanna hefur þurft að hafa hröð handtök undanfarið. Múgur og margmenni innandyra og óþreyjufullir sláturkaupendur í löngum biðröóum fyrir utan. slátrun er að minnka. Það er alltaf mest eftirspum, þegar slátursölunni er stð Ijúka. Fól:k dregur það heldur lengi að ná i slátrið. Fyrstu vikuna var sárahtið að gera í þessu og þá var afgangsslátur fryst í stór- um pakkningum, sem erfitt er að selja“. segir Vigfús Tómas son hjá Sláturfélagi Suður- Iands. Slátursa'lan hjá SS hófst hinn 25. september, og koma slátrin frá Selfossi. Laugarási í Bisk- upstungum, Hellu og Reykjavik. „Þaö fæst töluivert mikið minna af slátri af félagssvæöi S'láturfélagsins núna en í fyrra. Það er áætlað að 30 þúsund færra verði slátrað í ár. Bændur slátruðu þá óvenju miklu vegna lélegs heyskapar. Nú setja menn meira á — eru betur heyjaðir. Einnig er mikilu færra ‘áf tví- lembum nú vegna lélegra heyja í fy-rra. Eftirspurnin viröist vera meiri núna eftir silátri en áður, þótt hún sé það ekki tölulega séð. Eftirspurnin pressast á styfct-ri tíma. Hefðum við sam-a magn til sölu n-ú og í fyrra hefðum við haft slátursöluna hálfri annarri viku iengur. Við höfum opið þessa viku. Þó kan-n að verða lít ið um slátur á föstudag og laug ardag. Það má búast við því að það veröi einih-ver, sem ekki nái í s-látur núna. Okkur hérna í Reykjavík munar geysi-lega mi-kið um þaö að fá þess-um 30 þúsundu-m sílátrum minn-a.“ —SB ■ JON LOFTSSON h/f hringbraut 121, sími 10600 FilAGSMF FRAMARAR — knattspyrnud. Æfingatafla veturinn ’70—71 í Álftamýrarskóla. 2. fl. miövikud. kl. 18.50-19.40. 3. fl. sunnud. kl. 14.40—i5.30. 4. fl. laugard. kl. 15.10—16. 5. fl. A og B miðvikud. kl. 18— 18.50. 5. fl. C og D sunnud. kl. 9.30— 10.20. Old boys á laugard. kl. 4 e.h. Fjölmennió og mætíö stundvis- lega. — Stjórnin. Hampplötur Hörplötur HAGSTÆTT VERÐ Hannes Þorsteinsson, heildverzlun Hallveigarstíg 10. — Sími 24455 — 24459 Shráietr vb'rumerki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.