Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 6
 6 VÍSIR . Miðvikudagur 14. október 1970. Laus staða Staða tryggingayfirlæknis er laus til um- sóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsækj- anda sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 172, Reykjavík, fyr- ir 15. nóvember n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 13. október 1970. Laghentir menn helzt vanir suðu óskast strax. Hf. Ofnasmiðjan, Einholti 10, sími 21220. Óskum eftir að ráða nokkra lagtæka menn nú þegar. Sími 42370. Til sölu húseignirnar Glerárgata 28 og 28A, Akur- eyri ásamt vélum til húsgagnaframleiðslu. Nánari uppl. veitir Þór Guðmundsson, at- vinnujöfnunarsjóði, Laugavegi 77, sími 21300 Tijboðum óskast skilað fyrir 25. október. Auglýsing um endurgreiðslu hluta leyfisgjalds af bifreiðum. Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að endur- greiða bifreiðaeigendum hluta leyfisgjalds (gjalds af fob-verði bifreiða), sem innheimt var af innfluttum bifreiðum á tímabilinu 12. nóv. 1968 til 12. des. 1969, ef eftirfarandi skil- yrðum er fullnægt: 1. Viðkomandi bifreið hafi verið tollafgreidd á verði, sem svarar til þeirrar gengisskrán- ingar, er tók gildi 12. nóv. 1968. 2. Bifreið sú, sem beiðst er endurgreiðslu af hafi verið skráð í eigu upphaflegs kaup- anda eða innflytjanda hinn 12. des. 1969. Hafi bifreið verið seld fyrir þann tíma verður því ekki um endurgreiðslu að ræða. Umsóknir um endurgreiðslu skulu bomar fram í tvíriti á sérstökum eyðublöðum, sem ráðuneytið hefur látið gera og fást hjá toll- stjóranum í Reykjavík, bifreiðainnflytjend- um og Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda. Umsóknir skulu sendar Fjármálaráðuneytinu, Arnarhvoli og verða að hafa borizt fyrir 1. des. 1970 ella verða þær ekki teknar til greina. Að þeim tíma liðnum verður unnið úr fullgild um umsóknum og endurgreiðslur sendar hlutaðeigandi aðilum, enda uppfylli þeir þau skilyrði, sem að framan greinir. Fjármálaráðuneytið, 12. október 1970. COOKY GRENNIR COOKY r hvert eldhús. Hreinní eldhús. AuSveldar uppþvott. — COOKY fyrir þá, sem forSast fitu. ÞJÓNUSTA SMURSTÖÐIN ER OPIN ALLA DAGA KL. 8—18 Laugardaga kl 8—12 f.h. HEKLA HF. Laugavegi 172 • Simi 21240 SÍMI NOTAÐIR BÍLARi i * >1 1968 Ford Cortina 1600 S 1967 Skoda 1000 MB 1967 Skoda 1202 1966 Skoda 1000 MB 1966 Skoda Combi 1965 Chevy II Nova 1965 Skoda 1000 MB 1965 Skoda Combi 1965 Skoda Octavia e 1965 Skoda 1202 f: 1963 Skoda Octavia á Simca Ariane árg. ’63 □ Óánægja með Hafnarfjarðarstrætó „Það er kominn tími til aö viö Hafnfirðingar fáum einhverj ar úrbætur í samgöngumálum. Ég hef oft furðað mig á hversu íbúhr þessa bæjarfélags láta stjóm þessa einokunarfyrirtæk- is, Landleiða, haldast uppi slóða lega og lélega þjónustu. Sjálfur flutti ég f Fjörðinn fyrir um hálfu ári, og hef því miður orð- . ið að nota strætisvagna. Fer á milli Hafnarfjarðar og Reykja- vikur tvisvar á dag, og get þvi af nokkurri reynslu talað. Fargjöld em óhóflega dýr. Það kostfar mann 40 kr. daglega að fara á milli (mig raunar aldrei minna en 160 kr„ þvi kona mín og dóttir sem er i skóla í Reykjavík fara einnig á milli) og er sá kostnaður raun- ar talsvert miklu meiri en kost ar aö aka á eigin bíl á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur a. m. k. þrisvar á d’ag. Leiðakerfi strætisvagnanna er haft eins lítilfjörlegt sem fram- ast eru tök á. Annars em eknar tvær leiðir um bæinn og liggja þær raunar næsta nálægt hvor annarri. Auk þess sem manni finnst það vera viðburður að sjá vagninn fara um bæinn, þvi ferðir em svo strjálar. Hvemig stendur á því að við Hafnfirðingar erum látnir þjóna algjörlega undir eitthvert eigin- hagsmunafyrirtæki? Er ekki lágmarkskrafa að bæjarfélagið sjálft taki þessa sjálfsögðu þjón usitu í sínar hendur?“ Gaflari. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagöi okkur, að s.l. 2 ár hefði ekki veriö til umræöu í bæjarstjóm, aö bærinn sjáífur tæki þetta i sínar hendur. Hann sagöi að sérleyfi Landleiða væri veitt af póst og símamálastjóra til nokk urra ára í senn, og gæti bærinn auðveldlega tekið þjónustuna i sínar hendur er leyfið rynni út, ef það þætti æskilegL Um far- gjöldin sagði hann að það væri verðlagsstjóri sem þau yrði að samþykkja, en sérleyfishafinn sækir um leyfi til hans varðandi upphæð þeirra, eða þegar hann vill hækka gjaldið. □ Strætó í halarófu. „Tveim kvörtunum langar mig að koma á framfæri við SVR þótt mér Lfki prýðilega við nýja leiðakerfið og finnist það vera til mikilla bóta, mitíað viö gamla kerfið. Sú fyrri snertir það, að mér virðist erfitt að hitta á strætis- vagnana á réttijm tíma á biö- stöðvum. Ég hef oft misst af þeim fyrir þær shkir, að vagn- arnir eru oft á undan áætlun. Einkanlega bregður þessu við á öörum tímum, en „annatímun- um“ svonefndu. Það kann ef til vill að stafa af þvi, að klukk an mín. sem ég stilli eftir út- vhrpinu, kemur ekki heim við klukkumar í strætó og skeikar oft einni eða tveimur mínútum, en þó hef ég brennt mig á því að missa af strætó, þegar ég hef breytt til og stillt klukkuna mína eftir klukkunum í strætó. Hin kvörtunin snýst um Daö, að vagnar, sem ak*a niður Lauga veg til miðbæjarins, og svo aft- ur vagnamir, sem aka inn Hverfisgötu, eiga leið um þessar götur samtímis. Þeir akfe. hver á eftir öðrum í halarófu þrír saman. Missi maður af einum, þá missir maður af öllum um leið, og þarf að bíða 10 mín. eftir þeim næsta. Er ekki mögulegt laö koma ferðunum þannig fyrir, að þær séu ekki svona samtímis á þessum bið- stöövum, sem „leiðimar” eiga sameiginlegar. Er ekki hægt að dreifa viðkomu þeirra á leiö- um, eins og Laugaveginum og Hverfisgötunni?“ Farþegi. □ Afgreiðsla bankastjóra. „Ég stend þessa dagana í ströngu við íað koma mér upp eigin húsi að búa í. Þó hús- bygging sé í sjálfu sér ákaflega einfalt mál og ætti að ganga auðveldlega fyrir sig, þá er það einhvem veginn þannig í þessu landi, að þ!að má teljast ein- hver sú erfiðasta raun sem á lífsleiöinni er lögð á herðar hverjum venjulegum Islendingi. ísjendingar eru enda famir að trúa á hús. Ég telst áreiðanlega ekki vera nemh slakur meöalskussi hvaö tekjur snertir. Er þrítugur og keyri minn Skóda meö ele- gans og ætla aö kaupa raðhús. Þess vegna þarf ég að haíþ talsverð skipti við bankastjóra. Víxlar — skiljið þið. Og kem- ur þá að kjama málsins: Hvem ig stendur á því að í hvert sinn sem maður kemur inn til banka stjóra og biður um lán, þá fara þeir allir undan í flæmingi og fara nokkrum orðum um hve lítiö sé til af peningum og að það sé næsta hæpið að hr. Ég fái grænan túskilding? Er fcfanka stjórinn hefur rausað um stund um eigin blankheit, eða stofn- unarinnar, þá endar þetta alltaf með því að ég ota !að honum út- fýlltam vMi. Genig siðan út og kem aftur eftir nokkra daga og hirði lánið mitt. Það sem ég á við er þetta: Er það nauðsynlegt fyrir banka- stjór!a að setja sig á háan hest frammi fyrir viðskiptambnnum sínum og telja öll vandkvseði á peningaskiptam við hann? Ég fæ mér oftast fri frá vinnu og hangi tímunum saman á bið- stofu bankastjóra, og þá vil ég fá fljóta afgreiðslu og skýr svör við umleitan minni! Ef engir peningar eru til í bankanum og ekki hægt að fá lán, þá geta þeir bara auglýst það í blöðun- um eða fest miða á hurðina hjá sér: ENGIR PENINGAR TIL. LOKAÐ í DAG. Þá þarf maður ekki aö hanga og bíða í marga tíma. Vfxlari. Það hefur veriö efni i marghr gamansögur, hvemig afgreiðslu menn fá, þegar þeir leita á fund bankastjóra, og það er reynsla, sem engum gleymist, hvernig þeir margir tak!a á móti þessum viöskiptavinum bankanna. HRINGID í SlMA 1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.