Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 14.10.1970, Blaðsíða 16
-íŒasíssss Miðvikudagur 14, október 1970. Jarðbor ffyrir 10 milljónir Orkustofnun kaupir nýjan bor Orkustofnun ríkisins er að kaupa til landsins nýjan jarðbor og er kaupverð hans um 10 milljónir. — Jakob Gíslason orkumálastjóri sagði Vísi í morgun að þessi nýi bor væri væntanlegur hingað til landsins um áramót, en hann er keyptur frá Bandaríkjunum. Verð- ur hann helzt notaður á hinum svo- kölluðu háhitasvæðum, t. d. Krýsu- vfk. Þessi bor er ekki tiltakanlega stór. Orkustofnun hefur t. d. 2 Bora í sinni umsjá sem stærri eru. Eru það Norðuriandsborinn svokallaði og gufuborinn. Alls eru 15 borar í notkun hjá Orkustofnun, en sumir þeirra eru mjög litlir og nokkrir komnir til ára sinna og verður að líkindum hætt að notast við þá fyrir eiii sakir innan tíðar. Allir þessir borar stofnunarinnar voru í notkun í sumar, en búast má við að dragi úr framkvæmdum víða um land er vetur gengur í garð, þvi veðrátta hefur mikiö að segja við boranir. Ríkið leggur fram 7l/i milljón kr. af kaupverði bors- ins en dánsfé verður siðan greitt af leigugjöldum. — GG Skipstjórinn skildi þjófinn og 3 aðra efffir og strandaði skipinu Fjórir skipverjar af þýzka togar- anum Ludwíg Schweisfurth frá Bremerhaven uröu eftir í landi á ísafirði, þegar togarinn lét úr höfn f fyrradag án hafnsögu- manns og strandaði á Sundinu. Þrír skipverjanna voru í fanga- geymslum lögreglunnar vegna ölv- unar á almannafæri, en einn hafði verið staðinn að innbroti í Esso- nesti um nóttina. Essonesti stendur skammt frá sjúkrahúsinu og heyrði næturvaktin þar umgang í sjopp- unni og geröi lögreglu og forstjóra viðvart. Kom forstjórinn að tveim Þjóðverjum i sjoppunni, og gerði annar þeirra sig líklegan til þess að ráðast á hann, en hætti við, þegar hann sá fleiri drífa að. Þjófamir flúðu, en annar þeirra fannst í nágrenninu eftir nokkra leit. Togarinn losnáði á flóði í fyrrad. og flutti lóðsbáturinn skipverjana um borð, en skipið hélt á haf út. Hunza fjárm Sildarútvegsnefnd og Sildarverksmiðjur rikisins neita enn eins og undanfarin ár að gera fjárlagatillögur 0 Síldarverksmiðjur rík isins og Síldarútvegs- nefnd hafa í mörg ár neitað að skila fjárlaga- tillögum til fjárlaga- og hagsýslustofnunar fjár- málaráðuneytisins fyrir undirbúning fjárlaga- frumvarps. í frumvarpi ti'l fjárlaga fyrir næsta ár kemu í ljós, að þessi tvö rfkisfyirtæki neita enn að skila tillögum og er eftirfarandi athugasemd gerðvið báðar stofn animar: „Þrábt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt að fá fjáriagatiilögur frá þessu fyrir- tæki.“ — Þetta er f fjóröa skipt ið, sem ofangreind setning stend ur við bæði þessi fyrirtæki eða alveg síðan núverandi form á fjáriagafrumvarpinu var tekið upp. Við höfum margítrekaö við j>essi fyrirtæki, að þau skiluðu fjóriagatillögum, en án árang- urs, sagði Gísli Blöndal, hag- sýsluistjóri f viðtaii við Vísi í gær. Einnig höfum við farið þess á leit við sjávarútvegsráðuneyt- ið, að það gengist í það, aö láta þessi fyrirtæki skila tillögunum. Af einhverjum ástæðum hafa þau komizt upp með það að neita, þó að það sé ekkert spurs mál, aö þau eigi að skiia tillög- um eins og önnur ríkisfyrirtæki, stafnanir og sjóöir ríkisins, sagði Gfsli. Þessi fyrirtæki bera það fyrir sig, að þeir sé grfitt að gera á- ætilanir, en það geta margar aðr ar stofnanir og fyrirtæki sagt. Þá ber Sfldarútvegsnefnd það fyrir sig að hún sé ekki ríkis- fyrirtæki, sem er a'lveg fráleitt, segir Gísli, a'lþingi skipar að hiluta til stjórn Sfldarútvegs- nefndar, en að því er Sildarverk smiðjur ríkisins áhrærir ber nafn fyrirtæikisins það hrein- legia með sér að það sé ríkisfyrir tæki. Þess má til gamans geta, að Birgir Finnstson a-lþingismaður, er formaður Sildarútvegsnefnd- ar, tilnefndur af alþingi. Hann er einnig forseti sameinaðs al- þingis og situr í fjárveitinga- nefnd. Aörir alþingismenn f stjóminni eru Jón Skaftason og Hannibal Valdimarsson, en þeir samþykktu á sínum tíma lögin um ríkisibókhaidið, sem þeir virð ast nú vera að brjóta. Síldarútvegsnefnd fær fjár- magn til rekstursins með skatti á sfldarútflutningi, en Sfldar- verirsmiðjur fkisins hafa að nokkm leyti eigin tekjur, en ríkissjóður verður þó að láta af hendi við þær töluverðar fjár- upphæðir m.a. vegna ríkis- ábyrgða á Iánum, sem verksmiðj umar hafa tekið, en ekki getað staðið f skilum með. Formaður Sfl'darverksmiðja ríkisins er Sveinn Beneditotsson. —VJ Lögfræðingar ræða endurskoðun stjórnarskrórinnar 1 kvöld efnir Lögfræöinglafélag ísiands til fundar, og er þar ætl- unin að ræða mál, sem lengi hef ur verið ofarlega á baugi, en það er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eins og mönnum er kunngt, er stjómarskráin að stofni til frá 1874. Mikilvægar breytingfer hafa verið gerðar á ýmsum þáttum henn ar, en margt ákvæðanna hefur ver- ið óbreytt eða óbreytt að kalla frá upphafi. Allt frá stofnun lýðveldis hefur verið töluvert rætt um endurskoðun stjómarskrárinnar og ýmsar skoð- bis. io. Varð undir jórn- hlassi og beið bana Sextugur bflstjóri, Sigurður Gunn ar Jóhannsson, til heimilis að Há- tröð 6, beið bana, þeglar 1,5 tonn af steypustyrktarjámi féll ofan á hann við Húsasmiðjuna og Súðar- vogi 3 rétt fvrir hádegi f gær. Unniö var að .hleðslu vörubíls og var notaður vörulyftíari til þess að hlaða járninu á vörubílinn. — Langar járnstengur voru hengdar neðan í 7 metra langan jámbita, sem vörulyftari síðlan lyfti upp. Sigurður stóð uppi á vörubíls pallinum til þess að taka á móti járninu, þegar járnbitinn, sem hélt uppi hlassinu, rann fram af gaffli lyftarans og varð Sigurður undir. hfassinu. Hann lézt samstundis. — GP Listamenn, kennarar og fulltrúar fræðsluyfirvalda sátu ráðstefnuna, sem haldin var um endur- skoðun á myndlistarmennt í skólum landsins. „Yið erum verr á vegi staddir en aðrar þjóðir44 - segir H'órður Agústsson um myndlistarkennslu i skólum Myridin sýnir verksummerki á slysstað í gær. Myndlistarkennsla f skólum var ■ aðalviðfangsefni tveggja daga ráðstefnu, sem lauk í gærkvöldi. Til ráðstefnunnar var boðað af hálfu menntamálaráðuneytisins og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ráðstefnuna sátu um 60 manns, listamenn, skóiamenn, fulltrúar fræðsluyfirvalda o. fl. „Þetta var frumkvæði okkar, sem höfum áhuga á því að hefja mynd- listarmennt til meiri vegs í þjóð- félagimu með hjá'lp menntamála- ráðuneytisins," sagði Hörður Ág- ústsson, skólastjóri Myndlistar- og handíðaskólans, í viðtali við blað- ið í morgun. „Kjaillað var um endurskoðun á teiknikennsliu, myndíðakennslu og listfræðslu, nanðsyn herinar aih frá þvf að böm hefja skolagongu se.\ ára að aldri og alveg upp i há- skólw. Umræður voru fjörugar á ráð- stefnunni og mikið rætt um nauð- syn myndlistarkennslu. Islendingar eru langt á eftir í þessum efnum, verr á vegi staddir en aðrar þjóðir. Þá var iðnhönnun tekin tii umræðu og nauösyn hennar. Staða mótunar- menntar i skólakerfinu — hver hún sé, var þannig rædd.“ Þá sagði Hörður, að skipað hefði verið í samstarfsnefndir til að fjalla nánar um ýmis atriði í þessum mál- um og munu þær skila á'liti sínu síðar. — SB „Mánuður breytileikans" „Þetta er mánuður breytileik- ans, fyrst og fremst, og má bú- ast við öllu af honum,“ sagöi Adda Bára Sigfúsdóttir veður- fræðingur um hlýindin, sem nú eru á landinu. Adda Bára sagði ennfremur, að það liði varla sá október, að hit- inn kæmist ekki upp f 11—13 stig i Reykjavík, einhvern títna mánað- arins. 1 gærmorgun var 12 stiga hiti í Reykjavík klukkan 9 og víðar sunn anlarids, en 13 stiga hiti á Hellu og Loftsöluin. Jónas Jakobsson veðurfræðingur sagði, að hvergi hefði verið frost á landinu í nótt. Á Hveravöllum komst hitinn lægst í 5 stig. Sagði Jónas, að ekki væri annað að sjá en svipað veður- lag yrði næstu dægur, en búast má við að rigning fylgi hlýindunum á Suðurlandi. Þoka var í morgun víða á landinu, þó aðallega fyrir norðan. Það er suðrænt bafloft, sem leik ur um landið. — Kemur það langt sunnan af hafi, Var það fyrir sunn an Azoreyjar fyrir þrem dögum, hefur síðan borizt norður með vest urströnd Evrópu og farið yfir ír- land í gær. — SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.