Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 2
Verður bifreiðin banamein okkar Þessar myndir þarfnast varla skýringa. Flak ið á myndinni lengst til vinstri var eitt sinn F ord Anglia bíll Hann kom akandi réttu megin á fáfarinni götu. Kom þá Austin Mini bíll úr gagnstæðri átt, rann til á hálku og þannig fór ... .Þessi Austin bíll lenti framan á öðrum Austin bíl sem ekið var á röngum vegarkanti ... .Ökumaður Porsche, sportbifreiðar þurfti að flýta sér. Ók fram úr þremur flutningabíl- um í einu rétt áður en kom á hæð. Er hann var rétt kominn fram fyrir fremsta vörubílinn skall hann á þessari Cortina bifreið. Alveg eins og Taylor Maður einn, hvers eiginkona er sérlega lík Elizabeth Taylor, horfði eigi alls fyrir löngu á film stjömuna og sálfræðing hennhr, Dr. Rex Kennamer, aka 1 bíl um Beverley Hills í Kalifomíu. Maðurinn hélt þegar í staö að þarna sæi hann konu sína hð halda fram hjá sér með einhverj- um báuðum kóna. Hann stökk þegar ínn í bíl sinn og elti þau. Eiginmaðurinn bráði náði brátt sálfræðingnum og leikkonunni. Ók sínum bíl upp að hlið þeirrb og reyndi að hrekja þau út í vegarkantinn. Elizabeth hélt aö þarna væri kominn ræningi sem vildi ná i eitthvaö af henn'ar heimsþekktu skartgripum og demöntum og varö auðvitað viti sínu fjær af hræðslu. Dr. Kennamer reyndi að herða á bíl sínum, og komst reyndar svolítið fram fyrir þann skap- heith, en sá náði honum strax aftur og reyndi að þvinga hann út fyrir veginn. Þá sá doktor- inn sér færi á a9*aka með leik- konuna að næstu lögreglustöð. Þar gáfu þau Taylor og Kenn- amer lögreglunni lýsingu á þeim sem h'afði svo mjög angrað þau og hrætt og lögreglan hafði fljót- lega uppi á kauða. „Leikkonan virtist aö þvi kom- in að fá ekta taugaáfalj þegar hún kom þ'angað“, sagöi lögreglu maður einn, „en þegar hún heyrði, að maðurinn hefði tek- iö hana fyrir eiginkonu sina, fékk hún samúð meö honum og neit- aði að leggja fram kæru á hend- ur honum. Og þ'ar sem engin var kæran, var ekki hægt annað en að sleppa manninum". Atburður þessi gerðist þann 25. júlí s.I. þegar Taylor var i vina- í’jefmsókn í Beverly Hills en Burt- on maður henn'ar var þá í Mexíkó að viima við kvikmynd. Ef allír bílar væru gerðir með það eitt fyrir augum að vera farartæki, þá væru þeir að útliti til líkastir jeppum og væru sam eign allra. En nú eru bílar ekki framleiddir með það fyrir augwn að vera samgöngutæki, það er auðvelt að sanna: Athugun sem gerð hefur verið Lon- don, þá eyðir hver fjölskyldu- eða einkabíll minna en 2% af ferli sínum í akstri. Bílar eru nefnilega vörumerki eigandans. Það er kannski ágætt út af fyrir sig, en þó ótækt. íbúar stórborga Vesturlanda eru að drukkna í bíl- um. Bílar eru vel á veg komnir með að útrýma okkur. Þeir heyja harðvítugt stríð gegn okkur og drepa okkur eins og hermenn i stríði. Þeir eru að eyðileggja and rúmsloft okkar og vinna skemmd ir á jarðvegi svcitanna. Eftir 100 ár Eftir 100 ár tntrn bamaböm- um okkar eflaust finn'ast forvitni legt að lesa um eða leiða hugann að þeirri dauðakvísl sem streym ir fram hjá húsum okkar núna. Og þettb framtíðarfólk mun eflaust undrast hvemig við fórum að því að þola þetta allt saman að- eins vegna þess, að við erum orð in srvo vön bílum, að við tökum ekki eftir því gífurlega tjóni sem þéir vinnia okkur. En hugsum okk ur að í stað steyptrar, rennisléttr ar akbrautar framan við hús okk ar, hefðum við strengdan há- spennuvír, óeinangraðhn og myndi hver sá sem vírinn snerti deyja af minnstu snertingu við virinn. Myndum við leyfa börn um okkar að skokka fyrir okkur út í búðina handan vírsins aö kaupa sígarettur? Segja aðeins: „Gættu þín á vírnum, góði.“ Eftir 100 ár mun þessi ótamda ófreskja sem stendur utan við húsdyr okkar og við köllum bíl, verða viðlfka hræðileg í augum þess tíma barna og uppskurðir 18. ald'arinnar eru í okkar aug- um. Dr. Mackay, sem vinnur fyrir háskólann í Birmingham, Eng- landi að rannsóknum á umferðar- slysum, hefur skýrt frá að ár- lega verði 1.700.000 alv'arleg um ferðarslys í Vestur-Evrópu og USA. Þessar tölur, segir hann „eru sambærilegar við það að miðlungshart stríð væri háð á þessu svæði, stööugt”. 1 Bretlandi drepa bíl'ar fjórum sinnum fleira fólk en Luftwaffe, þýzki flug- herinn, gerði öll stríösárin. Hver sem er fær ökuleyfi Bíllinn er hætitulegur vegna þess, að hann er bæði vanhugsaður í allri gerð sinni og þar að auki lélega útfærður •— Wannaður. Mannsheilinn ræður naumast við það verkefni, að stjórna þíl. Þaö er miklum mun erfiöara fyrir manninn að stjórna bfl heldur en flugvél, samt sem áður er sér hverjum þeim sem getur lesið bílnúmer í 50 m fjarlægð og ek- ið hægt kringum hús leyft að stjórna nokkrum tugum hestafla úti á umferðargötu. Fáránlegt, a.m.k. ef bera á samhn við þau skilyrði sem sett eru stjórnend um járnbrauta og flugvéla um hæfni og árvekni um ásigkomu- lag vélarinnar sem þeim er trúaö fyrir. Og jafnvel þó maður sé æ’fður bílstjóri og reyndur, þá er ekkert 'auðveldara en gera einhver þau smávægilegu mistök sem á auga bragði verða að þeim alvarleg- ustu sem henda mann á lífsleið inni. .. að falla niður af 12. hæð“ Bílar eru þannig útbúnir, að verði ökumanni á hin minnsta skyssa í akstrinum, þá ?ér útbún aður bílsins til þess, að þeim mis tökum gleymir viökomandi aldrei. Næsit þegar þér setjizt inn í bíl, athugið þá hvað það er sem er fyrir framan yður. Takið eftir stýrisstönginni. Henn er beint að hjlarta yðar eins og lensu. Takið eftir hvernig armar stýrishjóls- ins eru eins og til þess gerðir að stingast inn á milli rifja yðar. Athugiö hvort ekki sé líklegt að baksýnisspegillinn stingist inn í hægra auga yðar. Og framrúðan: Hún fellur eins og prestakragi um háls yðar eftir að hafa gert yður óþekkjanlegan í framan. Og gætið að þvi, að með því að aka meö 90 km hraðb beint á anrian bfl, ljósastaur eða vegg, þá er það sambærilegt við að falla niður úr 120 feta hæð og lendri á andlitinu. Næst þegar þér hlaupið út i búö, veltið þá um- ferðarhættunni þannig fyrir yður: Vilduð þér í stað þess að fara yf- ir fjölfarna umferðargötu, reyna að halda jafnvægi á þakbrún 12 hæða húss? Vera við því búinn að renna til og detta, eða fá snögga vindihviöu í bakið? Mynd uð þér gera slíka æfingu tvisvar á d'ag? Mynduð þér veröa svo vanur þvílíkri afstöðu, að þér gæt uð staöið á þakbrúninni í myrkri og rigningu með börn yðar við hönd? Þetta er ekki aðeins ógnvekj- andi, heldur fáránlegt. Ef maður einu sinni byrjar að horfa á bíl- inn g'agnrýnum augum, þá verður hann hlægilegur. Léleg tölva stæði sig betur Þó bíll ,geri það mögulegt að komast hvert á land sem maður vill á ódýran hátt og hraðan, þá er sá áreynslu- og kostnaðar- sparnaður mest megnis ímyndun. Vissulegá losnar maður við að ganga eða ríða sömu vegalengd, en í staðinn kemur öll sú andlega áreynsla sem leggja þarf af mörk um til að halda lífi og limum.— Hugsið yður hve mikið af orku mannsinn bijlinn tekur meðan á ferð stendur — og útilokar allar hugsanir hans meðan hann verð ur að einbeita sér rið akstrinum. Sjáið bílaraðirnar sem mjakast út úr miðborgum og atvinnuhverf um siðdegis og um helgar. Sér hver bíll hefur sína eigin öflugu vél, sem samanstendur af þús- undum hlutá. Væri ekki meira vit í aö láta allt þetta fólk sem fer þannig með orku sína, tíma og fé, fara heim úr vinnunni í strætisvagni eða lest? Það er undarlegt til þess að hugsia, að öll sú áreynsla sem mannsheilinn leggur á sig við að stjóma einum bíl, væri bama- leikur fyrir 8. flokks tölvu. Og því fárárnlegra er þetta, að hver einasti þeirra þúsunda, milljóna mannsheilri sem setjast á bak við bílstýri daglega eru að vinna ná kvæmlega sama verkið. Jafnvel þótt bíllinn flytji mann milli staða, og geri á meöan ekki neitt illt, þá er hrinn svo sem ekki að gera manni neitt gott heldur. Fólk sem situr í bílum missir af nauðsynlegri hreyfingu. Það situr skakkt að meira eða minna leyti. Hver fær ekki bakverk eftir að h'afa setið klukkustund í bil? Og þessar götur sem bíllinn flyt ur mann um eru nú ekki svo erf iðar yfirferöar, að ekki sé hægt aö komast þær gangandi. Þannig missa bílnotendur líkamsæfingu, þá einu sem borg'arbúar geta veitt sér. Hversu marga km skyldi fólk annars aka algjörlega að þarflausu? Það ekur einfald legla vegna þess að það stendur bifreið tilbúin er það kemur út á götu — i stað þess að ganga og lengja með þvi lífið örlítið, Að lifa af bílinn Hvað er þá hægt að gera til að mannkynið fái lifað af bílinn? Farartæki eru jú nauðsynleg. Ef miða á við, að einkaifairar- tækjafjöldi verði áfram að vera sá sami og algengt er nú í Vest ur-Evrópu, virðist eina ráðið að skylda verksmiðjur til að fram- leiða einvöröungu bíla með gúmí púðum utan á sér, og með dún- púöum eða dýnum að innan .— Menn verða sennilega aö fara að t'aka því sem sjálfsögðum hlut, að bílar rekist hver á annan og þá er að verjast þeirri tilhneigingu ófreskjunnar! Og einnig er það al gjör lágmarkskrafa almennings til framleiðend'a, aö bílar verði knúnir einhverju öðru eldsneyti, sem ekki spillir öllu andrúms- lofti. Skyldi einhver núlifandi lifa slíkar breytingar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.