Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 8
8, VISIR. Laugardagur 17. oktðber 1970. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjOlfsson Ritstjóri: Jónas KristjánssoD Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rit8tjómarfulltrúi • Valdimai H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178 Simi 11660 f5 tínur) Askriftargjald ki 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vfsis — Edda hf ~.■ II—..........Ill^^ll^ll.— Óbreytt hugarfar f>jóðviljaklíkan er enn söm við sig. Hugarfar henn- ar er óbreytt frá Stalinstímanum. Hún er nú eins og þá full aðdáunar á hinu kommúníska einræði, skoðana- kúgun og mannúðarleysi valdhafanna í Austurvegi. Klíkunni er hins vegar nú orðið Ijóst, að hún verður að dulbúa áróður sinn fyrir öllum þorra lesenda blaðsins. Ritstjórarnir vita að það er mjög fámenn- ur hópur, sem mundi gleypa við fæðunni eins og þeir kysu helst að framreiða hana. Þannig var t.d. þegar Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Þá þorði Þjóðvilj- inn ekki annað en að látast vera andvígur þeim að- gerðum. Eigi að síður mátti lesa á milli línanna í öll- um skrifum blaðsins um það mál, að þar var löngun til að réttlæta innrásina, og það var m.a. gert með því að úthúða Bandaríkjamönnum fyrir afskipti þeirra af málum í Víetnam og gera með öllu móti sem mest úr ágöllum stjórnarfarsins í lýðræðisríkjunum. Nú þykist Austri hafa mikið dálæti á Alexander Solsénitsín, sem nýlega hlaut Nóbelsverðlaunin. En til þess að bera blak af sovézka rithöfundasamband- inu og hugsanlegum viðbrögðum stjórnvaldanna, fer Magnús Kjartansson að rifja upp skoðanamun og gömul skrif um verk Halldórs Laxness. Hér er þó harla ólíku saman að jafna. Skoðanir voru og eru enn skiptar um sum verk Halldórs Laxness t.d. Atóm- stöðina, sem Austri nefnir sérstaklega. Kommúnist- ar lofsungu þá bók mikið, öðrum fannst minna til um hana. En engum íslendingi og því síður íslenzkum stjómvöldum hefði nokkm sinni dottið í hug að reyna að koma í veg fyrir að hann fengi Nóbelsverðlaunin eða gera hann útlægan úr föðurlandi sínu, ef hann læki við þeim, eins og ráðamenn í Kreml hótuðu Past- emak. Öll íslenzka þjóðin gladdist af heilum hug yfir þeim heiðri og viðurkenningu, sem Halldóri Lax- ness hlotnaðist með verðlaunaveitingunni. Hér þurftu engir rithöfundar að mótmæla til þess að þókn- ast stjórnvöldunum og af ótta við að verða að öðrum kosti settir í þrælabúðir eða geðveikrahæli. Það kemur brátt í ljós hvort Solsénitsín verður leyft að fata til Stokhólms og taka við verðlaun- unum og hvort honum verða þá gerðir sömu kostir og Pasternak. En Magnús Kjartansson mun þá vafa- laust verða fljótur að skrifa varnarpistil fyrir vald- nafana I Kreml í svipuðum anda og þann, sem hann birti í Þjóðviljanum í fyrradag. Samanburður hans á þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á sumum verk- um Halldórs Laxness og meðferðinni á sovézkum rit- höfundum, sem eru valdstjórninni þar í landi óþókn- anlegir, er þvílík fásinna, að hún verður ekki skýrð með öðru en því, að maðurinn láti löngun sína til að finna sovézku harðstjórninni málsbætur leiða sig út í rökfræðilegar ógöngur. Honum væri nær að íhuga og reyna að skýra hvemig á því stendur, að svona hlutir skuli gerast hjá þjóð, sem hann og skoðana- bræður hans telja að búi við fuilkomnasta og réttlát- asta þjóðskipulag í veröldinni. U « ' i w >> \\ n Leiðtogar Vestur-Þjóðverja leggja áherzlu á, að lausn fáist á Berlinarmálinu, eigi þingið í Bonn nokkru sinni að staðfesta samning Brandts við Rússa. — Myndin sýnir Brandt kansl ara og Kiesinger Ieiðtoga kristilegra demókrata stinga saman nefjum. Kiesinger hefur gagn rýnt Brandt fyrir undanslátt I samningsgerðin ni við Rússa. ORRUSTAN UM BERLÍN STENDUR ENN Eftir sjö mánaða vanga- veltur hafa fjórveldin; sem „ábyrgð bera“ á Berlín, að nýju byrjað viðræður um, hvað unnt sé að gera til að leysa hið illyrmislega Berlínar vandamál. „Hlákunnar“ í Þýzkalandsmálum gæt ir einnig í þessum efn- um. Sá sögulegi atburð- ur gerðist í sumar, að Sovétmenn og Vestur- Þjóðverjar undirrituðu samning um friðsam- lega sambúð. Ríkis- stjórn Willy Brandts kveðst þó ekki munu fulígilda samninginn, fyrr en Berlínarhnútur- inn hafi verið leystur. Rússar viðráðanlegri vegna efnahags- vandræða Vesturveldm eru ekki viss, hvað Sovétníkin eru í rauninni að f!ara og fréttir frá Moskvu rekast 'hver á annars hom. Fllestir telja þó, að vegna efna hagsrvandræða sinna muni Rúss ar nú fúsir til að draga úr spennunni í Berliín. Það hefur hins vegar veriö haft eftir Yuri Zhukov sovét- foringja, að „hann telji ekki, aö Berlínaimálið skipti meginmáli“. Dró þessi yfirlýsing nokkuð kjark úr Brandt og hans mönn- um, sem einmitt leggja áherzlu á hið gagnstæða. Hvað sem öðru líður, þá bendir ekkert sér stakt til þess, að Berlínarmálið 'Sé 'að 'ieyisaSt, Jafnveil fyrir viku reyndu Rússar enn einu sinni að lofea flugleiðunum til Berlín ar frá Hamborg og Hannover og létu þá fyrst undan síga, þegar bandarískar og brezkar orrustuflugvélar komu á vett- vang. Einnig töfðu Rússar og Austur-Þjóðverjar samgöngur á 'landi til Vestur-BerMnar. Berlínarbúar vilja náin tengsl við Bonn Fjórveldin fengu í stríðslok yfirráð Berlínarborgar. Síöan iiiiiinmB IM) MFM Umsjón: Haukur Helgason. var sovézfea hemámssvæðið, Austur-Berljin með um þriðjung íbúanna, aðsfeilið frá öðrum hlut um Beriínar. Hernámssvæöi Bandarífejam., Breta og Frakka, það er að segja Vectur-Berlín, hefur a'ldrei oröið hluti af Vest- ur-Þýzkalandi, og veröur að fara yfir hluta Austu r-Þýzkala nds til að komast til borgarinnar. Beriín sendir enn aðeins áheymarfuil- trúa til þingsins í Bonn. Borgarar Vestur-Berlínar hafa margsiinnis sýnt í kosningum, að þeir vilja hafa sem nánust tengsl við Vesbur-Þýzkaland. Um það efast enginn. Vesturveldin og stjórnin í Bonn vilja fá Rússa til að viðurkenna frjáls- ar samgöngur til borgarinnar. Þá er nú reynt að „brjóta múr- inn“. Síðan Berlínarmúrinn al- ræmdi reis, hafa borgarar í vesturhlutanum ekki getaö far- iö frjállisir ferSa sinna til aust urhlutans, og borgarar austur- hlutans ekfei til V-Beriínar. Alfeunna er, fiváOiika armæðu þetta ástand hefúr skapaö borg- urunum. Þama voru ástvinir og fjölskyldur slitin í sundur á einum degi, er múrinn mikili reis. Rússar vilja „borgríki" Nú telja margir tímabært að bæta sambúö Vestur-Berlínar og kommúnistastjómarinnar 1 Aust ur-Berl'ín. Menn telja meiri von ir en áður að bæita megi síma- og póstsamband og aufea verzl- un milili hlutanna. Stjómin í Austur-Þýzkalandi hefur háð ,taugastríð‘ gegn Vest ur-Berlín um langan aidur. Ul- briciht leiðto'gi auistur-þýzkra kommúnista stendur fastur fyr- ir og 'leggur að Rússum að láta ekki undan í neinu. Rússnesfea afstaðan er, að Vestur-Beriín sé „rífei innan ríkis“ eins og til dæmis páfagaröur er á Ítalíu. Rússar segja, að Vestur-Beriín gæti til dæmis fengið aðiild að Sameinuðu þjóðunum, eins og hin tvö þýzku rikin, Austur- og Vestur-Þýzkaland, eins og þeir segja. Rússar fallast ekfei á, að neitt „Beriínarvandamál“ sé tiill, aöeins ,, V estur-B eriínarvanda- máil“. Hagfevæmasta lausnin sé, að Vestur-Berlín verði borgríki. Þessi afstaða Rússa er þð efeki í samræmi við samninga, sem þeir hafa sjálfir undirritað um réttarstöðu Beriínar. 1 reynd not færa Rússar sér Berliínarvanda- málið til að aufea hróður Aust- ur-Þýzkalands. Þeir æskja þess, aö Austur-Þýzkal'and verði við- urkennt sem siálfstætt og full- valda ríki, og Austur-Þýzkaland hefur nú sótt um aðild að Sam- einuðu þjöðunum. Hins vegar er talið víst, aö þingið í Bonn muni aldrei stað festa samning stjórnar Vestur- Þýzkalands við Sovétstjórnina, ef Rússar hvika efeki að marki frá stefnu sinni í Berlinarmál- inu. — Orrustan um Berlín stendur enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.