Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 17.10.1970, Blaðsíða 16
. |i|ig Laugardagur 17. október 1970. I DRIPP! ! ! DROPP!! • • • Það er eins gott að eiga góðaj • regnhlíf og vatnsheld stigvél • J þessa votu haustdaga. Ljós- J • myndari Vísis brá sér sem • Jsnöggvast út úr bíl og smellti* Jaf á þessar... Vg, he-m hold-J • votur inn í bílinn aftur, enda a J rigndi nær óslitið allan s. 1.2 • sólarhring. Úrkoma mældist í J • Reykjavík 36 millimetrar — • J mest úrkoma á landinu mældist J • hins vegar heldur meiri, eða 47 ' £ mm, það var á Síðumúla. * • í gær rigndi eldi og brenni-J • steini um allt Suður- og Vestur-« J land allt norður að Húnaflóa, en J • þurrt var hins vegar þar fyrir • " austan, allt til Homafjarðar. * J Hætt er hins vegar við aöj • veðurguðimir væti örlítið í • J þeim sem þurrir voru í gær, eða J • svo segir Jónas Jakobsson áj “ Veðurstofunni, því spáð er að • J regnskýin færi sig heldur aust-J • ar. Hér á SV-landi verða skúr-» • ir og bjartviðri á milli. — GGÍ SKUTTOGARAR VERDA 6 EDA JAFNVEL 5 aðilar virðast ihuga kaup á 7 skuttogurum • Samningar standa nú yfir milli Slippstöðvarinnar á Akur- eyri annars vegar og Útgerðar- félags Akureyrar og Leós Sig- urðssonar útgerðarmanns hins vegar um kaup á tveimur 1000 tonna skuttogurum. — Við höf- um óskað eftir því að Slipp- stöðin smíðaði togarana. Full á- stæða er til að reyna hæfni stöðvarinnar, en einnig verður fróðlegt að bera skuttogara það an saman við innfluttu togar- ana, sagði Gísli Konráðsson, for- stjóri útgerðarfélagsins í gær. Eins og áöur hefur komið fram voru samþykkt lög á síð- asta þingi þess efnis að ríkis- sjóður greiddi fyrir kaupum á 6 stórum nýtízku togurum. — Nú hafa hins vegar 5 *aöilar ósk- aö eftir alls 7 skipum og auk þess hefur eitt skip verið pant- að án þess að þvf hafi veriö ráðstafað. Sjávarútvegsráöherra, Eggert G. Þorsteinsson s'agði í viðtali við Vísi í gær, að það yrði haft opið hivort togaramir yrðu sex eða átta. Ef áhugi yrði fyrir 8 skipum, myndi n'kissjóður greiða fyrir kaupum á þeim. í' Aðilarnir, sem hafa panthð togara eru eftirfarandi: Bæjar- útgerð Reykjavíkur (2 togara frá Spáni), Bæjarútgerð Hafnhr fjarðar (einn togara frá Spáni), Ögurvík hf. (tvo togara frá Pól- landi), Útgerðarfélag Akureyrar og Leó Sigurösson (fyrir Súlur hf.), en einum er óráðstafað. Náist s'amkomulag milli Slipp- stöövarinnar og tveggja síöast- töldu aðilanna verða togaramir því átta sem hver kostar tölu- vert á annaö hundrlað milljónir króna, en 1 heild verður fjárfest ingin eitthvað á annan milljarð króna. — VJ Líflegt í innanlandsflugi — segir Sveirm Sæmundsson — verkfallið i vor setti jbó stórt strik i reikninginn *. m Jú, það er óhætt að segja að það er mun líflegra núna f innan- landsfluginu en nokkru sinni áð- sagöi okkur Sveinn Sæmunds son, blaðafulltrúi Flugfélags ís- Hfí^ftandSífj-,*c' 'mrr^c 7 fReyndar höfum við ekki>náð ailveg upp sama fanþegafjölda yfir alilt árið og var f fyrra á sama tíma, en þar kemur til verkfalilið í vor, sem stóð í 6 vikur, þannig aö ég geri mér góöar vonir um að við jöfnum metin er tíða tek- ur á“. Vetraráætilun F.t. gekik í gildi þann 1. okt. s. 1. og er hún um allt mjög svipuö fyrri vetmráætil- unum. Sagði S-veinn að reyndar væri bráðabirgðaástand í innan- landsfiuginu enn þá vegna flugvél anmissisins, en það sfæði til bóta, því verið væri að aithuga með að iéigja eina Friendship-flugvél. Ekki vissi Sveinn þó hvenær sú vél kæmist í gagnið, en þangað til verða DC-3 og DC-öB vélar F.í. að hlaupa í skarðiö. Nokkhar framkvæmdir eru úti um land við flugstöðvar f því sikyni að bæfa aðstöðu farþega og annarra þeirra sem um flugsitöðvarnar fara. T, d. er nú unnið viö flug- stöðina á Egilssföðum, ísafirði og í bígerð er að gera eittihiyað fyrir fllugstöðina í Vestmannaeyjum, „þar er líka vindasamt og nauð- synlegt fyrir farþega að hafa gott hús að dvelja í meðan þeir þurfa að bíða eftir fíugfari“, sagði Sveinn. Fyrir dyrum stendur að lengja þverbrautina í Eyjum, og batnar þá vænitanlega ástand flugmála Vesitmannaey i n ga — hægt að hafa ferðir regliuilegri. „Tap er a'Wa tíð á innanlands- inu. Utanlandsflugið skilar hagn- aði, og sá hagnaður er notaður til að greiða hallann á innanlandsflug inu.“. —GG Friðrik þokast fram úr Tvísýn og jöfn barátta er nú hatffn um efstu sætin í afmælis- móti Taflfólags Reykjavíkur, en 5 menn eru þar i meistaraflokki aliir jafnir að stigum með 5 V2 vinn- ing hver aö loknum 8 umferðum —meðan Friðrik Ólafisson hefúr tveggja vinninga forskot fram yfir alla aöra, 7V2 vinning af 8 mögu- legum. 1 2. tiil 6. sæti eru Bragi Krisitj ánsson, Magnús Gunnarsson, Guð- mundur Ágústsson, Bjöm Sigur- jónsson og Ingi R. Jóhannsson — ai'lir með 5V2 vinning. Næstir eru Jónas Þorvaldsson og Stefán Briem með 5 vinninga hvor. Staöan í mótinu jafnaðist mjög við úrslit 8. umferðar, sem tefld var á fimmtudagskvöld. Frjðrik Ó1 afsson vann Guðmund Ágústsson, sem var næstur honum að vinning um ásamt Birni Sigurjónssyni fyrir umferðina. Bragi Kristjánisson vann Braga Bjömsson (4V2), sem lokið hafði sikákum við alla sigurstrang- legustu keppinauta sína og var í ööm sæti. Ingi R. Jóhannsson vann Sævar Einarsson, og klifraði um fluginu", sagði Sveinn, „en samt i leið upp í baráttusæti, eftir slælega nýtur félagið engra styrkja frá rfk ‘ byrjun í mótinu. —GP Danir og Norðmenn fá líka Dúfnaveizlu Laxness viðstaddur frumsýningu á verki sinu i Árósum „Nú gerist það“, segja dönsku blöðin, „að einn af mestu rit- höfundum vorra tíma, hinn íslenzki Halldór Laxness, verð- ur viðstaddur frumsýningu á leikriti isínu, Dúfnaveizlunni í Árósum“.. Dúfnaveizlan verður sýnd á næstunni bæði í Danmörku og í Noregi. 1 kvöld verður frum sýning í Björgvin að skáldinu viðstöddu og eftir helgina frum sýna þeir sama leikrit í leik- húsinu í Árósum. Þar leikur pressarann Aksel Erhardtsen og konu hans leikur Clara Östö. Þetta verður í fyrsta sinn sem leikrit eftir Halldór Laxness er sýnt annars staðar en á ís- landi, en hér var Dúfnaveizlan leikin í Iðnó fyrir 2 árum. Asger Bonfils setur leikinn á svið í Árósum. Helgi Jónsson þýddi leikinn. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.