Vísir - 19.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 19.10.1970, Blaðsíða 8
3 VISIR . Mánudagur 19. oRtööer 1970. IUHÍH Otgefandi Reykjaprent hf. Framkvæmdastióri Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson Auglysingar Bröttugötu 3b Símai 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstióri- Laugavegi 178 Sími 11660 f5 línur) Askriftarejald kr 165.00 á mánuði innanlands f lausasöhi kT 10.00 eintakiC Prentsmiðja Vtsis — Edda hf. Morðhyski Kanada hefur verið efst á baugi í heimsfréttunum \ þessa viku. Stórfréttir eru sjaldgæfar frá þessu rót- \ gróna lýðræðisríki. Sumir segja, að engar fréttir séu ( góðar fréttir. Að minnsta kosti mætti það til sanns / vegar færa, að betur væri, að mannrán og morð í / Quebec væru ekki aðalfréttaefni heimsblaða. Lífs- ) kjör í Kanada eru einhver þau beztu í víðri veröld. ) Lýðræði á þar langa og merka sögu. Ýmsir leiðtogar ) Kanada hafa staðið í fararbroddi þjóðanna í baráttu \ p"rir friði og mannréttindum. Má þar nefna Lester ( B. Pearson, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1957. ( Trudeau forsætisráðherra hefur bent á, að fyrir // mannræningjunum vaki það eitt að vekja á sér at- / hygli. Raunar skipti þá minnstu, hvort svokallaðir ) „pólitískir“ fangar verði látnir lausir úr fangelsum \ eða ekki. Fáir munu efa þau ummæli forsætisráðherr- \ ans, að þessir „pólitísku“ fangar séu ekki annað en i ótíndir glæpamenn. Mannræningjarnir telja hins veg- / ar, að betra sé illt umtal en ekkert. Einhverjir fleiri ) öfgamenn muni koma til fylgis við þá fyrir vikið. ) Ræningjarnir eru úr röðum öfgafyllstu aðskilnað- \ arsinnanna í Quebec. Þeir vilja slíta fylkið úr tengsl- \ um við kanadíska ríkið, og ekki nóg með það, heldur (t vilja þeir stofna þar „alþýðulýðveldi" að sovézkri (( fyrirmynd. Kosningar hafa sýnt, að um fimmtungur /{ íbúa í Quebec er hlynntur aðskilnaði. Hins vegar hafa ) kosningar einnig opinberað algert fylgisleysi hug- ) myndarinnar um „alþýðulýðveldið“. Kemur það víst \ fáum á óvart. \ í Kanada er meirihluti fólks af engilsaxnesku bergi / brotinn. Þar er einnig öflugur minnihluti fransk-ætt- / aðra Kanadamanna. Víða um lönd hefur kastazt í ) kekki, af því að minnihlutahópum finnst hagur sinn ) fyrir borð borinn. Er þar skemmst að minnast stríðs- \ ins í Bíafra, ástandsins á Norður-írlandi eða kynþátta- íí málsins í Bandaríkjunum, svo að fá dæmi séu nefnd. Frönskum Kanadamönnum hefur þótt engilsaxnesk menning of fyrirferðarmikil. Hins vegar má ætla að þeir uni betur sínum hag, eftir að einn úr þeirra hópi, Trudeau forsætisráðherra, er orðinn leiðtogi þjóðarinnar. Trudeau hefur einnig skipað menn franskrar ættar í mikilvægar stöður í ríkisstjóm. Auk þess er alrangt að skoða mannránin í Quebec einungis í Ijósi baráttunnar fyrir auknu sjálfsforræði fylkisins. Meginþorri aðskilnaðarsinna á hér engan hlut að máli. Mannræningjarnir túlka aðeins sjónar- ) mið örlítils minnihluta, sem ekkert fylgi hefur fengið ) i kosningum. Því fer víðs fjarri, að þeir mæli fyrir \ munn þess fimmtungs íbúanna, sem hefur stutt að- (( skilnaðarmenn í kosningum. (( Mannræningjarnir í Quebec verðskulda svipaða for- // dæmingu og til dæmis ræningjar ungbarna, sem ) myrða fómardýr sín, fái þeir ekki greitt hátt lausnar- ) gjald. Fordæmendur „alþýðulýðveldisins“ em berir \ sem „morðhyski“ (( □ Bólivíumenn taka þannig til orða: „For- setar vita ekki, hvernig þeir eiga að hætta í tæka tíð. Það verður að skjóta þá niður úr stólnum“. — Þannig hefur það enn Gömlu Mustangvélarnar komu Torrez til valda. „Það verður að skjóta þá niður úr stólnum44 einu sinni gerzt í 145 ára sögu Bólivíu sem sjálf- stæðs ríkis, að forseti hefur orðið að vfkja fyr- ir byssukúlum. Reyndar var sá, er féll nú úr sessi, sjálfur kominn til met- orðanna fyrir tilverknað byssunnar. 10 forsetar myrtir Tiu forsetar Bólivíu hafa ver ið myrtir þessa hállfu aöra öld Margir aðrir frömdu sjálfsmorö í örvæntingu Juan José Torrez sem nú er kominn til þessa embætti, er 186. forseti f sögu rfkisins. Stjóm hans er völt f sessi. Nú um helgina hefur verið mikill kurr meðal vinstri sinnanna, sem komu Torrez til valda. Þeir telja að forsetinn hafi ekki staöið við gefin lof- orð. Margir segja, að Juan Torr- ez sé fremur hentistefnumaður en vinstri sinni. Hægri menn í hemum steyptu Alfredo Ovando Candia forseta úr stó'li fyrir tveimur vikuim, og við völdum tók þrístirni hers höfðingja. Ovando hafði orðið sivaltari f sessi. Hann byrjaði sem „vinstri sinni“, er hann hrifsaði völdin úr höndum hægri manna fyrir rúmu ári. Hann fékk vinstri sinnuðum mennta- mönnum ráðherraembætti. Hann þjóðnýtti eigur bandaríska olíu félagsins Gulf Oil Co. og komm únistar fengu að fara sínu fram í tinnámunum. Svo vatt fram um nokkurra mánaða skeið. Þá sneri Ovando við blaðinu. Hann varð æ vinveittari hægri mönn um í her og viðskiptalífi. Vinstri sinnum var vikið úr nýfengnum ráðherrastöðum. Juan Torrez hershöfðingi missti stöðu slna sem æðsti heitforingi. Enginn vildi Ovando Aðferð Ovandos heppnaðist ekki. Að lokum var hann snauð ur að öllu fylgi. Vinstri sinnar undu ekki við hann lengur og hægrimönnum hafði aldrei geðj azt að manninum. í átökunum síðustu vikur átti Ovando sér fáa formælendur. Hægri sinnar í hernum gripu tækifærið. Einnig þeir höfðu misreiknað sig. Hinn fallni herforingi Juan Torrez naut vinsælda meðal vinstri sinna. Hann hatfði fallið í ónáð með þeim í stjómartið Ovandos. Nú bjuggust 1500 vopaðir bændur til aö þramma Er Torrez vinstri sinni eða hentistefnumaður? Illlllllllll mmim Umsjón: Haukur Helgason. Að loluun var Ovando forseti snauður að fylgi. inn í liöfuðborgina og styðja við bakið á Torrez. Nokkrar her deildir fylgdu Torrez að mál- um. Það reið svo baggamuninn, að flugherinn sneri við blaðinu og sendi Mustang flugvélar sín ar gömlu til árása á forsetahöll ina. Nokkur skot þeirra hittu ekki langt frá markinu. Þá sáu hægri sinnaðir 'herforingjar þann kost vænstan að gefast upp. — Einn herforinginn tók við af öðr- um. Hinn yfirlýsti vinstri maður Juan Torres varð forseti. Stúd- entar og verkamenn fögnuðu. Bandarískar eignir þjóðnýttar Vinstri menn gerðu þær kröf ur til hins nýja forseta að helztu fyrirtæki, er Bandaríkjamenn eiga I Bólivíu skyldu þjóðnýtt. Laun námumanna skyldu hækk ug og skiptingu stórjarða hrað að. Hætt skyldi við skaðabætur til bandaríska oh'ufélagsins Gulf Oil. Hersveitum verkamanna skyldi komið á fót. Torrez gekk fúslega að öllu þessu, þegar hann var á leið sinni til æðstu metorða. Þegar hann var setztur í forsetastólinn, kom hins vegar á hann nokkurt hik. Óánægja, sem birzt hefur í Bólivíu síðustu daga, og náði há marki með hemámi verkamanna á tinnámunum nú fyrir helg- ina gerði vart viö sig, strax og fagnaðarlátunum yfir hinum nýja forseta linnti. Engum get um verður að því leitt, hversu lengi Torrez mun halda velii, en ekkert bendir til þess, að Bólivumenn hafi breytt vana sínum að skipta um forseta að minnsta kosti árlega. Aukin áhrif vinsíri manna Verði Torrez við völd um hríð er aðalspurningin sú, hvort telja beri hann i hópi vinstri sinnaðra valdhafa í Suöur-Amer íku en þeim fer fjölgandi. — Perú lýtur stjórn vinstri sinn- aðra herforingja og marxistinn Allende er líklegastur til að veröa fyrsti marxisti, sem kjör inn hefur verið forseti i frjáls um kosningum í víðri veröld. Væntanlega fer afstaða Juan Torrez mest eftir því, hverjir það verða sem tryggja honum völdin, þegar á reynir. í fljótu bragði virðist hann einna helzt hentistetfitumaður eins og fyrir-r rennari hans Ovando var.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.