Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 2
250.000 DOLLARA LAUSNARGJALD Þannig Ieit Angela Davies út, er lögreglan fann hana á mót- eli í New York. Eina konan sem nokkru sinni hefur veriö á lista bandarísku al- ríkislögreglunnar yfir 10 hættu- legustu glæpamenn Bandaríkj- anna, var handtekjn nýlega f New York. Hér er auðvithð um að ræða Angelu Davies, sem er 26 ára að aldri og félagi í Svörtu hlébörðunum. Hún var færð f fangelsi og ákvað dómarinn 250. 000 dollara sem fausnargjald fyr- ir hana. Er Angela var flutt til dómhúss ins, heyrðist kallað á eftir henni: „Þú verður frelsuð, Angela!“ Ónafngreindur maður skýrði svo frá að kastað yrði sprengju !að dómhúsinu. Sú hótun reyndist gabb eitt. Angela Davies hefur veriö eftir lýst frá því þann 18. ágúst, s.l. er FBI fékk sönnunargögn í hend ur um að hún hefði keypt skamm byssu þá, er notuö var til að skjóta með Harold Haley dómarh utan við réttarsal einn i Kali- forníu. Er dómarinn var myrtur, féllu einnig 5 aðrar persónur í valinn. Angel'a Davies var prófessor við Kaliforníuháskóla þar til í fyrra, er henni var sagt upp starfinu vegna gruns um að hún væri félagi í bandaríska kommún ist'aflokknum. Lögreglan fann Angélu á mót- eli í New York, og var hún þar með vini sínum einum, hinum 36 ára gamla David Rudolph Poind- exter jr. Sá var einnig handtek- inn með Angelu, sakaður um að h'afa leynt eftirlýstri persónu. B 82120 ■ rafvélaverkstædi s.melsteds skeifan 5 rökum aö okkun ■ Viðgerðir á rafkerfi dínamóum os störturum. ^ Mótormælingar ■ Mótorstillingar. ■ Rakaþétturo raf- kerfið Varahlutir á staðnum Drakk úr 78 tebollum á 6 klukkutímum Eftir að hafa þambað úr 78 te- bollum á 360 mlnútum, hné hinn nýbakaði heimsmeistari f te- drykkju, frú Marion Tindall, 58 ára húsmóðir frá Barton-On-Sea, Englandi, niður á hnén, gerslam- lega uppgefin. Hún setti heimsmetið þann 19. ágúst s.l. í opinberri tedrykkju- keppni. BBC sjónvarpaði þessu öllu saman, enda um stórviðburð að ræða. Númer tvö í keppninni var einnig húsmóðir. Hún drakk úr 72 bollum. Meðal ástæðna fyrir því hversu lengi Angelu hafði tekizt að vera í felum, var sú, að hún hafði skipt um hárgreiðslu. 1 stað hinn- ar svokölluðu afro-hárgreiðslu, sem hún Var mjög þekkt af, hafði hún fengið sér hárkollu með sléttu hári, greiddu aftur. Hún var óvopnuð er lögreglan kom að henni og sýndi lögreglumönnum engan mótþróa. Angela Davies þann 18. ágúst í sumar. Eftirlýst og sett á Iista yfir 10 mestu glæpamenn USA. wm • • „Tjað má heita sáralítill munur á því, að leika á böllum fyrir austan fjall og f Vestmanna eyjum, þar sem sveitíaballa- stemmningin er í algleymingi. Hins vegar er svo mikill munur á því, að leika í danshúsum höfuð borgarinnar. Þar er fólk ekki nærri eins mikið „til ölsins“, — og á sveitaböllunum og kemur það sjálfsagt til af því, að krWkk- arnir úr Reykjavík fara mun oft- ar á böll. en sveitafölkið og geta því ekki leyft sér að „detta í það“ í hvert skipti. Þá eru gestir skemmtistaðanna í Reykjavik yfir leitt mun rólegri og háttprúðari í framkomu, en sveitafólkið, þeg- ar það bregður sér á leik, sem ekki er nema einu sinni f viku hverri að jafnaði og því þeim mun meira um að vera, þegar það skemmtir sér. Enda flestir þá vel við skál og með „guðaveigar" meðfen3is.“ Þannig fórust Ólafi Bachmann hljóðfæraleikara orð, er hann leit við hjá tíðindamanni pop-punkta hér um daginn, en h'ann var þá að búast til Eyjaferðar, þar sem hans biðu hljóðfæraleikararnir i Logum, hinni vinsælu — og við- urkenndu — hljómsveit Eyja- skeceja. Ólafur hefur nefnilega tekið hð sér, að annast bumbu- sláttinn fyrir Loga. Áður lék Ól- afur með Mánum frá Selfossi, hljómsveitinni sem ræður lögum og lofum í skemmtanalífi austan- fjallsæ.skunnar, enda með afbrigð um góð hljómsveit. Ólafur sagði skilið við Mána í vor og hafði leikið sfffan með Haukum og Helgu [ Sigtúni, þar til honum bauðst bumbuslagarastaðan f Logum. — segir Olafur Bachman „Það var ákaflega lærdómsríkt tímabil, sem ég lék meö Hauk- um,“ sagði Ól'afur. „Einkum má margt læra af Guðmundi Ingólfs orgelleikara hljómsveitarinnar, hann má svo sannarlega heita hljómlistarsnillingur." „Þiað var aö sjálfsögðu mikil stökkbreyting, að fara skyndilega að spila alls konar dansmúsfk fyr ir næstuim alisgáða aðnjótendur, frá því að haPa svo til einungis spilað „bítla-lög“ með „bftla- hljómsveit.“ Við í Mánum höfð- um reyndar alltaf mun fleiri ald- ursflokka á böllunum, þar sem við lékum fyrir austan fjall, held ur en Hhukar hafa í Sigtúni. Á sveitaböllunum er allt frá 16 ára krökkum upp f ráðsettar eldri manneskjur, en Sigtún sækir einkum ungt fólk á aldrinum átján til tuttugu og eins, tveggja ára. Þó er það svo, að húsráð- endur Sigtúns fyrirskipa Hauk- um að spila sem fjölbreyttksta dansmúsík á dansleikjum húss- ins, en Mánar — sem mun frekar höföu ástæðu til þess — halda sig svo til eingöugu við poppið og láta aðra músík svo að segja eiga sig. Þett'a vil ég kalla svo- litið öfugstreymi.1 „Vissulega er gaman, að spila í hljómsveit með allrahandanna prógram, en það er ákaflegh þreytandi og f slíkri hljómsveit er ekki nærri eins miklir mögu- leikar á að þróa sinn persónulega stfl. I Logum vona ég að mér takist að einbeita mér meira að vissu marki. Hvað verður, verö- um við bara aö láta koma á dag- inn ...“ sagði ÓIi að lokum og v*ar svo þotinn burt, áður en við gátum hafið viðtalið að ráW. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.