Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Miðvikudagur 21. október 1970. I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Verðstöðvun felld í Noregi Umsjón: Haukur Helgason. Norska stórþingiö felldi seint í gærkvöldi með 72 atkvæðum gegn 70 tillögu frá Verkamannaflokknum um tafarlausa verðstöðv- un og endurskoðun á f jár- lagaáætluninni fyrir árið 1971. Borten vill ekki fara að dæmi Palmes og Baungaards. Síðan var samþykkt einróma til- laga frá borgaraflokkunum að skora á ríkisstjórnina að herða eft- irlit með verðlagi og rannsóknir á því.' Atkvæðagreiðsiur þessfar ■--voru í sambandi við umræöur um fjárlaga frumvarpið. Stóöu þær í 21 klukku- stund, og 80 ræðumenn töluðu. Verðstöðvun er sem kunnugt er í gildi í Svíþjóð og Danmörku. Ágreiningur ér sem fyrr innan rík isstjórnar Bortens. I morgun ræðir Dagibladet, sem styður vinstri flokk inn (frjálsiynda), umræður á þingi um hásætisræðuna. Varar blaðið vinstri menn við því, að ganga of langt í hollustu við ríkisstjómina, og segir, að aörir stjórnarflobkar maki krókinn á meðan. Pessi holl- usta borgi sig ekki fyrir flokkinn. „Innri vandamál samsteypustjóm arinnar hafa lengi verið lýðum ljós,“ segir blaðið. „Samstéypu- stjórnir eru alltaf tímabundnar. Formælendur stjórnarinnar hafa leitað eftir nauðsynlegri endurnýj- un í stjórnini. Menn hafa helzt beint spjótum sínum að Borten for- sætisráðherra, en ríkisstjórnin ber í heild ábvrgð á því, hvernig land- inu er stjórnað.“ Það var Helge Seip úr vinstri flokknum, sem bar fram tiMögu stjómarflokkainina um aukið eftirlit með verðlagi í stað verðstöðvunar, sem Verkamannaflokkurinn sagði til. Breytingartiilögur Verkamanna- flokksins við fjárlagafmmvarpiö voru felldar með tveggja og þriggja atkvæða mun. Óttazt að frelsisfylkingin reyndi að myrða Trudeau Ekkert hefur spurzt til brezka diplómatans James Cross frá því um helgi. Lög reglan hefur gert mikla leit að ræningjum hans en ekki fundið felustaðinn. Cross sagði í bréfi eftir morðið á Laporte ráðherra, að „lög- reglan mundi aldrei finna felustaðinn“, og ætti hún að hætta leitinni. Stjórnvö/ld hafa margsinnis gert mannræningjunum tilboð um að <»> þeir láti Cross lausan, og muni þá. séð til þess, að þeir fari frjálsir ferða sinna úr landi. Hins vegar hafa viðræður tegið niðri eftir að lýst var yfir hernaðarástandi og mörg hundmð manna hafa verið handtekin. Mörg hundruð hermenn og lög- reglumenn stóðu vörð á götum Montreal í gærkvöldi, þegar stjórn- máiaieiðtogar í Kanada vom við- staddir útför Pierre Laporte, verka- lýðsmálarác'ierra Quebec-fylkis, sem rænin-'jar myrtu. Lögreglan var #aJlt umhverfis Notre Dame- kirkjuna, og hafa öryggisráðstafan- ir aldrei veriö. meiri í borginni. Óttuðust yfirvöid, að ræningjarn- ir mundu enn einu sinni ieggja til atlögu og jafnvei reyna að myrða Trudeau forsætisráðherra eða aðra leiðtoga, eða þá ræna þeim. Auk ráðherra var fjöldi þingmanna á kanadíska þinginu og allir þing- menn á fylikisþinginu í Quebec við- staddir útförina. Þótt ekkja Laporte ráöherra hafi beðiö um kyrrláta jarðarför, bar út- förin öll merki opinberrar athafnar. Þúsundir manna stóðu handan lög- regluvígja, sem iokuðu götunum til kistunnar. Vopnaðir hermenn vom uppi á þökum opinberra bygginga í ná- grenni kirkjunnar. 50 öryggisveröir í borgaralegum fötum vom við kirkjuna, og lögregluþjóhar á hest- um riðu um götur. H..... <$>Fyrir þetta var Bemadette dæmd. GÓÐ HEGÐUN BERNADETTE í FANGELSI VALKYRJA norður-írskra stjórn- mála, Bemadette Devlin, var látin Iaus úr fangelsi snemma í morgun, eftir að hún hafði afplánað refs- ingu fyrir uppþot í Londonderry í fyrra. I , Bemadette Devlin, 23ja ára, hafði setið 1 fjóra mánuöi 1 Ar- magh-fangelsinu. Dómurinn var sex mánaða fangelsi, en Bemadette hafði áfrýjað dómnum, en áfrýj- un fékkst ekki. Hún var endurkjörin þingmaður á brezka þinginu fyrir kjördæmi sitt í Noröur-írlandi í kosningun- um í vor. Sat hún í fangelsinu, þeg- ar kosið var. Ungfrúin er yngsti þingmaöur á brezka þinginu. Risahveli hvolfdi 200 tonna skipi Lögregla og hermenn hafa verið hvarvetna á götum Montreal undanfarna daga. • Risahveli hvolfdi sænska skipinu „Vesturvindi“ ná- lægt Afríku, og áhöfnin bjargað- ist ekki fyrr en eftir 36 klst. rek um Atlantshaf, þegar sænsk ur togari bjargaöi þeim. Þetta er saga áhafnarinnar á þessu 200 tonna skipi, sem var á leið til Gambíu I Afríku með- al annars með tvær bifreiðir og eina dráttarvél. réttastofnunin UPI skýrði frá þessu I skevti frá Kanaríeyjum f morgun. 1 á'höfninni voru t-veir Norð- menn, nckkrir Svíar og einn Júgós'lavi. „Sem betur fór h&fðum við nægan mat og vatn,“ er haft eft- ir einum Norðmannanna. „Viö vorum samt famir að óttast, að við fyndumst ekki. Við sáum' meira en 20 skip sigla fram hjá okkur, án þess að viö sæjumst. Til al'lrar hamingju var hlýtt í veðri og gott í sjó, svo aö við vomm ekki í faráðri hættu.** Þeir félagar munu fara flug- leiðis til Las Pa'lmas og þaðan heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.