Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 8
f M' ' \ - - " ' v " ’ • f M H ? V1SIR . Miðvikudagur 21. október 1970. Útgefandi: Reykjaprent hf. f'ramkvæntdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjaid kr 165.00 ð mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakiC Prentsmiflja Visis — Edda hf. Þarfir sjóðir Stefnt hefur verið að því undánfarin misseri að koma á fót nýjum lífeyrissjóðum og auka starfssvið sumra hinna eldri, svo að allir landsmenn geti verið í slík- um sjóðum. Einn síðasti sjóðurinn af þessu tagi er lífeyrissjóður bænda, sem nú er í uppsiglingu. Þeg- ar hann er tekinn til starfa, verða allar stéttir þjóð- félagsins komnar í eftirlaunasjóði. Þess vegna er ekki langt í land, að lífeyrismálin verði komin í gott horf hér á landi. Eins og er, reynir of mikið á tryggingakerfi hins opinbera. Mikill hluti aldraðs fólks hefur engin eftirlaun og verður að láta sér nægja ellilaunin. En tryggingakerfið er þess enn ekki megnugt að greiða svo há ellilaun, að fólk geti lifað sómasamlega af þeim einum saman. Þetta vandamál verður miklu viðráðanlegra, þegar allir eru komnir í eftirlaunasjóði. Þá getur trygg- ingakerfið einbeitt sér að hinum fáu, sem einhverra hluta vegna lenda utan lífeyrissjóðakerfisins. Og sjóðirnir eru sjálfir byggðir upp á þann veg, að þeir séu vel færir um að greiða félagsmönnum sínum bæri- leg eftirlaun að löknum starfsaldri. Lífeyrissjóðimir ávaxta fé sitt að verulegu leyti með því að lána fé til íbúða félagsmanna sinna. Á þessu sviði fer styrkur sjóðanna ört vaxandi. Áætlun hefur leitt í Ijós, að ráðstöfunarfé þeirra muni marg- faldast ört á næstu ámm. Líklegt má telja, að marg- ir þeirra gætu eftir nokkur ár lánað verulegan hluta af verði íbúða þeirra, sem félagsmennirnir byggja eða kaupa. Mörgum finnst lífeyrissjóður sinn lána of lítið, en það mun vafalaust breytast fljótt. Sjóðirnir geta tek- ið að sér sívaxandi hluta þess fjármagns, sem félags- menn þeirra þurfa að fá lánað til íbúða sinna. Og æskilegt væri, að stefnt yrði að því, að þeir lánuðu 80% af verði fyrstu íbúðar. Margir sjóðir mundu samt verða aflögufærir til annarra þarfa, þótt svo langt yrði gengið. Lífeyrissjóðirnir hafa ásamt húsnæðislánakerfi hins opinbera átt verulegan þátt í þeirri séríslenzku stefnu, að allar fjölskyldur eigi sitt eigið húsnæði. Sumir eru andvígir þeirri stefnu og telja, að menn leggi of hart að sér við að koma þaki yfir höfuðið og fórni til þess beztu árum ævinnar. En í rauninni er ekki hægt að sýna fram á, að húsbyggjendur hafi andlegan eða annan skaða af framtaki sínu. Hitt er líklegra, að þeir læri og þroskist á því og efli með sér athafnavilja. Ekki má svo gleyma því, að þessi sjálfseignarstefna dreifir auði í landinu. Umtalsverður hluti auðs á ís- landi er fólginn í híbýlum manna. Sú staðreynd, að flestar fjölskyldur eiga íbúðir sínar, tryggir jafnari dreifingu auðs en þekkist í nokkru öðru landi. Þær stofnanir í þjóðfélaginu, sem stuðla að þessari stefnu, hafa því mikið lýðræðisgildi. j I \\ Repúblikaninn Lindsay vill verða frambjóðandi demókrata — borgarstjórinn i New York vill glima v/ð Nixon i forsetakosningunum 1972 LINDSAY borgarstjóri í New York stígur nú í vænginn við demókrata- flokkinn. Lindsay er repúblikani og hefur jafnan verið. Hins vegar hefur hann gerzt æ vinstri sinnaðri. í fyrra- dag lýsti hann því yfir, að hann mundi styðja Goldberg frambjóðanda demókrata í kosningu fylkisstjóra í næsta mán uði gegn repúblikanan- um Rockefeller. Var þá endanlega lokið ára- löngu samstarfi repú- blikananna Lindsays og Rockefellers, sem var lengi helzti forvígismað- ur í vinstri armi repú- blikanaflokksins, en hef ur undanfarið færzt nær Nixon í stefnu. Alls ó- víst er nú, að Rockefell- er verði endurkjörinn fylkisstjóri í New York. Demókratar eru höfuðlaus her Margir leiða getarn að þvi, að repúfolikanann Lindsay fýsi að verða í framiboði fyrir demó- krataiflokkinn í forsetakosning- unum 1972. Demókrataflokkur- inn en enn höfuðlaus her. Burtu eru John og Rofoert Kennedy, og fallinn er Johnson. Hubert Humphrey á erfitt uppdráttar eftir ósigur sinn í forsetakosn- ingunum. 1968. Helzti forvígis- maður demókrata er Muskie öld ungadeildarþingmaður, sem var varaforsetaefni þeirra í síðustu forsetakosningum. Muskie er þó ekki skær stjama og varla getur hann gert sér vonir um sigur yfir Nixon, ef Nixon verða ekki á stórar skyssur. Of vinstri sinnaður Það háir Lindsay borgarstjóra einna mest, ef hann hyggur á framboð fyrir demókrata, að hann er talinn oif vinstri sinnað ur. Eins og landið liggur nú er hver frambjóðadi í forsetakosn ingum vonlaus, af hann er ekki „fulltrúi laga og réttar", ef hann sýnir ekki uppreisnarmönnum í tvo heimana. Lindsay er ein dreginn andstæðingur stríðsins í Víetnam. Hann hefur tekið vægt lega á ,byltingarsinnuðum‘ æsku mönnum. Enda fór svo að hinn áður vinsæli borgarstjóri átti mjög örðugt uppdráttar borgar stjórakosningunum í fyrrahaust. Repúblikanar höfnuðu honum þá í prófkjöri. Hægri sinnaðri maður var kjörinn frambjóðandi þeirra Lindsay fór þá ótrauður í framfooð sem utan floklca. — Hann safnaöi um sig frjálslynd um mönnum úr báöum flokkum. Svo vrldi til, að demókratar höfðu einnig kjörið hægfara mann og fremur óþekktan til að vera í framfooði. Gegn þessum tveimur hægfara frambjóðend- um tókst Lindsay að sigra. — Hann fékk þó aðeins 42% at- iBiimmii M) WftMt 8191II9HBHBB Umsjón: Haukur Helgason. Goldberg frambjóðandi demókrata gegn Rockefeller hefur magnazt við stuðning*yfirlýsingu borgarstjórans. Myndin sýnir annan stuðningsmann Goldbergs, Sargent Shriver, sem kvæntur er systur Edwards Kennedys, flytja lofgjörð um Goldberg (til vinstri) á fundi í New York. Lindsay dreymir um Hvíta húsið. kvæða, en náði endurkjöri sem borgarstjóri New York. Til sam anfourðar má geta þess, að demó kratinn Hubeit Humphrey fékk 62% atkvæða í borginni í for- setakosningunum 1968. Aðeins V* af atkvæðum hvítra verkamanna í þessari höfuðborg frjáls- lyndra í Bandaríkjunum fékk því vinsitri sinninn Lindsay inn an við helming atkvæða. Hann fékk ekki helming atkvæða Gyð- inganna í borginni, en þeir höfðu jafhan stutt frjáilslynda. Lindsay fékk aðeins eitt af hverj um fjórum atkvæðum hvítra verkamanna. Þessi frammistaða borgarstjór ans nægir því ekki til þess að hann geti að óbreyttum aðstæð- um gert sér miklar vonir um sigur í Bandarfkjunum öllum, þar sem frjálslyndir eru hlut- fiaUslega miklu færri en gerist í New York. Hins vegar skort- ir demókrata mjög forustumenn. Fáir búast við því að Edward Kennedy hafi „jafnað sig“ eftir tvö ár, en Kennedy er talin hafa möguleika árið 1976. Stuðnings yfirlýsing Lindsay við Goldberg framfojóðanda nú táknar, að borgarstjórinn hafi stigið mik- ilvægt skref í þá átt að koma tii álita í næstu forsetakosninigum. Lindsay brýtur brýmar að baki sér í flofcki repúblikana og ööi ast vini í demókrahaflokiknum. Hefur nauðsynleg tromp Lindsay er þekktur um gjörv- öll Bandaríkin. Hann var eití sinn nefndur hugsanlegur fram bjóðandi repúblikana í fylkis- stjóra- eða öldungadeildarkosn ingum í New York eða jafnvei í forsetakosningum. Ef Lindsay hyggur í alvöru á framboð i demókrataflokknum, gæti hann lagað persónuleika sinn eftir aðstæðum. Hann hefur öll nauð synleg tromp á hendi til að breyta almenningsálitinu sér í hag með því að blanda hina rót grónu vinstri stefnu sína með þeim skammti af hægri stefnu sem þarf til að vinna prófkjör innan forustu'iauss flofcks demó krata. Þessi blanda vrði væmi- anlega vinsæ! hjá demókröt- um. Fáir rnundu lá honum, bótt hann skipti um flokk. Menn segöu að ..maöurinn hefði ei'un- lega alltaf verið demðkrati I hugsun.‘‘ Þess vegna er ekki fráleitt, að Lindsay borgarstjóri muni verða sá, er tekst á við Richard Nix on í forsetakosningum eftir tvö ár. •>* r ;'i r-t?*»•!•/ rr ' tíí'M r'.fi'U'í1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.