Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 21.10.1970, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 21. október 1970. i 9 * 4 9 « « C ð 6 O * 9 m o o o o e 9 o o o o o o o o o o 0 0 9 9 O O o o o o o o o o o o e o o o * o o o o o o o o o í. 0 ss 9 9 o o o o „T fjárlagaræðu 1968 komist ég A svo að orði, að þáverandi erfiðleikaástand væri prófstei-nn á það, hvort langtíma velmegun arhróun hefði dregið úr mann- dómi þjóðarinnar til þess að mæta erfiöleikum sem við íslend ingar al'ltaf vrðum aö búast við öðru hverju, miðað við einhæfa atvinnuvegi okkar. Ég tel nú óhætt að segja, að þjóðin hafi staðizt þessa prófraun, og erf- iðleikarnir hafi verið yfirunn- ir á mun skemmi tíma, bæöi fyrir þá sök, að þjóðin sýndi al- mennt ótrúlega mikinn skiln- ing á nauðsyn kjararým- unar um sinn, og aö grip- ið var til réttra efnahags- aðgeröa til að mæta vandan- um. Nú stöndum við aftur and spænis því að svara þeirri spum ingu, hvort við höfum öll nægi lega sterk bein til að þola góða daga, hvort við höfum dregið nauðsynlega lærdóma af efna- hagserfiðleikum síðustu ára, — þannig aö við kunnum okkur leitt tiil sívaxandi velmegunar og bætrra lífskjara alls almennings. Skelli menn hins vegar skolla- eyrum við staðreyndum og láti 'kosningahita veröa rólegri yfir vegun og ábyrgðartilfinningu yfirsterkari, þá stöndum við andspænis stórfelldum nýjum vanda. Efnahagsmálin almennt munu annars koma til kasta Al- þingis á öðrum vettvangi og ræði ég þau því ekki frekar í sambandi við fjármál ríkisins, en legg aðeins áherzlu á þá stað reynd, aö svo sem réttlætanlegt var á samdráttartímunum að reka ríkissjóð með nokkrum halla þá er það jafnóverjandi miðað við núverandi efnahags- ástand. Það er því ósk mín og von, að þótt kosningar séu á næsta leiti, náist um það sam- staða hér á hinu háa Alþingi að afgreiða fjárlög ársins 1971 með fullkominni ábyrgðartilfinn ingu. þannig að ríkisbúskapur inn geti í reynd orðiö hallalaus á því ári.“ „Þjóðin hefur stað- izt prófraunina“ — Nokkur afriði úr ræðu Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra i gærkvöldi hóf í kröfugerö á batnandi tím um en missum ekki fótfestuna og höldum, að allt sé hægt að fá og allt sé haegt aö gera svo sem óneitanlega átti sér stað í peningaflóöinu frarn til 1967.“ Þetta sagði Miagmás Jónsson fjálmálaráðherra í fjárlagaræðu sinni í gærkvöldi. í lok ræðu sinnar fjallaði hann um erfiö- leika þá, er við blasa, og sagði: „Öll laun í landinu voru stór hækkuð um mitt þetta ár. Eng- inn vafi er á því, að útflutnings atvinnuvegimir hafa bolmagn til þess að taka á sig allverulega kauphækkun en jafnvist er, að með áframhaldandi víxlhækkun um kaupgjalds og verðlags yröi atvinnuöryggi í landinu stefnt i bráða hættu á skömmum tíma. Því miður varð ekki samkomu- lag um að fara þá leiö, sem rík- isstjórnin benti á og hefði getað treyst verulegar kjarabætur án víxlhækkunaráhrifa og nýrrar verðbólguöldu. Þess vegna stöndum við í dag andspænis þeirri köldu staðreynd, að verði ekki skjótlega gripið til nauð- synlegra aðgerða til að koma í veg fyrir aukinn tilkostnað at- vinnuveganna þá muni almenn- ar kauphækkanir verða orðnar að minnsta kosti 30% á næsta vori og mun naumast nokkur halda því fram í alvöru, að at- vinnuvegimir fái risið undir svo stórkestlegri kostnaðaraukningu án einhverrar sérstakrar aöstoö ar. „Láta ekki kosn- ingahita ráða“ Það er hins vegar jafnvist, að með skynsamlegum viðbrögðum nú þá er hægt að tryggja laun- þegum. að þeir geti haldið mjög verulegUm hluta af kauphækk- uninni frá í sumar sem raun- verulegum kjarabótum, sem ekki brexmi upp í nýjum verðbólgu- eldi. Takist nú að fá samkomu lag um nauðsynleg viðbrögð, þá er vissulega engin ástæða til að halda annað en að bjart sé fram undan og sú heilbrigöa efna- hagsþróun, sem nú hefur hafizt að nýju, geti orðið varanleg og Fjárlagatillögur skornar niður um 600 millj. Um fjárlagafrumvarpið fyrir 1971 sagði ráðherra meðal ann- ars: „Heildarútgjöld á rekstrar- reikningi ríkissjóðs eru áætlaðar 10.039.916.000,— kr. en vom 8.187.384.000,— kr. í fjárlögum ársins 1970. Heildarhækkunin nemur því 1.852.532.000,— kr. eða 22,6%, en þar af er hækk- un sérstakra tekjustofna, sem ráðstafað er tiil vissra aðila eða verkefna með sérlögum 244.092, — kr. eða 14,1%. Hækkun eig inlegra rekstrarútgjalda ríkis- sjóðs nemur því krónum 1.608.440.000,— eða 24,9% hækkun frá fjárlögum 1970. Er hér vissulega um mjög stór- fellda hækkun útgjalda aö ræða, en meginhluti hennar stafar af hinum miklu kauphækkunum og þar af leiðandi kostnaðar- aukningu, sem til hefur komið á þessu ári og enn mun fara vaxandi á næsta ári að öllu 6- breyttu. Bkki er gert ráð fyrir neinni nýrri starfsemi á vegum rikisins nema sem beinlinis er fyrir mælt í lögum. Veruleg aukning er að visu á f járveiting- um til verklegra framkvæmda, en Ieitazt hefur verið við á sama hátt og áður að hafa fuMt að- hald varðandi rekstrarfjárveit- ingar til rikisstofnana, og ann- arrar starfsiemi á vegum rikisins. Því er ekki að leyna, að í fjár- lagatillögum stofnana og ein- stakra ráðuneyta varð þess all- viöa vart, að menn teldu líkur til, að fjárráð ríkissjóðs yrðu góð á árinu 1971 og því væri óhætt að vera nokkuð frjáls- legur i fjárbeiðnum, en í með- förum fjármálaráðuneytisins voru fjárlagatillögur stofnana og ráðuneyta skomar niður um nær 600 milljónir kr. Var hér vitaniega um margvísleg nytja mál að ræða, en sem urðu að vfkja fyrir þeirri höfuðnauðsyn, svo sem nú er ástatt, að auðið reynist að afgreiða greiðsluhalia laus fjárlög án þess að til komi nýjar skattaálögur. Þegar reynt er að meta, hvort ríkisútgjöld eða hækkun rfkisútgjalda sé ó- hæfileg eða ekki tjóar að sjálf- sögðu að horfa eingöngu á nið- urstöðutölur fjárlaga, heldur verður að hafa hliösjón af heild artekjum þjóðarbúsins. Hlutdeild ríkisútgjalda hækkar ekki ' í>egar t>orió‘ er sarrian' við 'ðhn- ur lönd, sem veita borgurum sínum sízt betri þjónustu en ís- lenzka ríkið gerir, þá er aug- ljóst, að skattaálögur hér á Iandi eru ekki óhæfilegar. Og þótt rikisútgjöld hækki veru- lega ár frá ári er einnig ljóst, að hlutdeild ríkisútgjalda í þjóö artekjum fer ekki hækkandi. — Árið 1968 nam þjóðarframleiðsl an 27,3 mil'ljörðum og vom ríkis útgjöld þá 22,5% af þjóðarfram leiðslunni. Árið 1969 nam þjóð arframleiðslan 33,7 milljörðum og ríkisútgjöld 20,8% af þjóðar framleiðslu. Ekki er enn hægt að gera sér endanlega grein fyr ir árinu 1970, en gera má þó ráð fyrir, að prósentan af þjóð arframleiðslu verði eitthvað lægri og 1971 gera þjóöhagsáætl anir Efnahagsstofnunarinnar ráð fyrir, að þjóðarframleiðslan muni verða 48,8 milljarðar og verða þá ríkisútgjöldin 20,6% af þjóðarframleiðslunni þrátt fyrir hina miklu hækkun þeirra Menn fari ekki með op- inbert fé af meira gáleysi en eigin fjármuni Ég hef oift áður í fjárlagaræð um vikið að nauðsyn ýtrustu hagsýni í meðferð ríkisfjár jafn hliöa mikilvægi þess að breyta viðhorfi borgaranna til ríkis- sjóðs og ríkisfjármuna yfirleitt. Þótt margt hafi veriö gert til úrbóta i ríkiskerfinu þá er vit- anlega enn margt, sem má betur fara og má aldrei slaka á viö leitni í þá átt. Þvi miður er tor velt aö breyta viðhorfi almenn ings til opinberra fjármuna, þótt vissulega beri að viðurkenna, að þar séu ekki aliir undir sömu sök se’.dir, en fórnarlund gagn varí þjóðfélaginu held ég að sé ákaflega takmörkuð. — Allir þðkkja viöhorfið til skattfram- * tala, þótt verulega hafi á unn- • izt vegna aukins eftirlits. Yfir- • leiitt á öllu að bjarga með fram • lögun; \ír ríkissjóöi, en hver o vill taka afleiðingunum með nýj J um skattálögum? Mikilvæg • hiunnindi eru allt of oft mis- • notuð. Nýjustu dæmi þess eru • atvinnuleysisbætumar. Fötluðu • fólki er veitt aðstoð til að eign J ast bíl vegna vinnu sinnar. — • Hvað er ekki hægt að benda á • mörg dæmi misnotkunar? Enn J er mönnum vafalaust í minni ó- • trúleg misnotkun f sambandi J við niðurgreiðslu á verði neyzlu • fisiks og kartaflna, og þá ekki • sfður smáfisksuppbætumar. All- J ar áttu þessar greiðslur út af • fyrir sig rétt á sér en reyndust J öhæfar vegna grófrar misnotk- • unar. Svona mætti lengi halda • áfram að nefna opinbera fjár- J hagsaðstoð, sem er meira og • minna misnotuð og leiðir þá ti-1 J ranglætis í stað þess réttlætis, • sem aðstoðinni er ætiað að • stuðla að. Viðhorf tii opinbers J fjár verður að minnsta kosti að • vera með þeim hætti, að við J förum ekki með það af meira • gáleysi en eigin fjármuni. J Minni skuldir • við útlönd Síðast varð greiðsluafgangur J hjá ríkissjóði 1966 og þá mjög • verulegur, eða um 450 milljónir J kr., en í stað þess að leggja • þann afgang til hliðar, svo sem • æskilegt hefði verið, var talið J nauðsynlegt að gera aliar tiltæk • ar ráðstafanir til að korna í veg J fyrir almenna kjaraskerðingu í • landinu, sem Uka tókst með • verulegum fjárgreiðslum úr rík- J issjóði alit tiil haustsins 1967, • þrátt fyrir mikið verðfall ís- J lenzkra afurða. J Síðustu þrjú árin hefur verið • érlega nokkur hallarekstur hjá J rilkissjóði, sem leiddi tii skulda • söfnunar hjá Seðlabankanum, er J nam um síðustu áramót um • 630 milij. kr. Þessi hallarekstur « var talinm rétitlætanlegur vegna J hins mikla samdráttar í þjóðfé- • lagsbúskapnum og gerði þessi • sfcuidasöfnun rílkissjóði kleift á • þessum árum að halda uppi 6- • skertri allri þjónustu við þjóð- J fólagsborgarana. • Síðari hluta ársins 1969 og J á yfirstandandi ári tók hins veg • ar mjög að skipast til hins ■ betna í þjóðarbúskapnum. Út- J flutningsatvinnuvegimir bættu • stórlega aðstöðu sína vegna batn s andi verðlags og betri afla- • bragða. Bjartsýni um framtið- • ina för almennt mjög vaxandi J og á mörgum sviðum i atvinnu • lffinu varð vart við nýtt og auk • ið framtak um ýmiss konar nýj- • an atvinnurekstur og eflingu «, annarra atvinnugreina. Hefur á J einu ári raunverulega orðið ger- • bylting í atvinnulffinu tii hins • betra, þar eð nýr verðbólgu- J hugsunarháttur tók sem betur • fer ekki að gera vart við sig J að neimu ráði á þessu tímabili. J Telja má atvinnuieysi úr sög- • unni. Við skiptajöfnuður viö Út J lönd batnaði stórkostiega. • Gjaideyrisvarasjóöurinn óx s um 2 milljarða frá 1. sept. 1969 J til 1. sept 1970 og nam þá tæp- • um 3,3 miiljörðum króna. Inni- J stæður í innlánastofnunum juk- • ust á þessu sama tiönabili um J 3.366 milij. kr., sern er meira J en nokkru sinni áður á einu ári • og skuldir þjóðarinnar við út- J lönd til langs túna lækkuðu á J þessu ári um 800 millj. kr. — • Heildarstaða ríkissjóðs við Seðla J bankann hefur batnað allveru- • lega. 100 millj. verða fyrir ára- J mót greiddar upp í áðumefnda • sfculd við Seðlabankann og i fjár • lagafrumvarpinu er gert ráð fyr J ir 100 millj. kr. i viðbótaraf- • borgun.“ J TÍSBSm: — Eruð þér samþykkur eba andvígur frekari takmörk- unum á útsendingum Keflavíkursjónvarpsins? Sigrún Jónsdóttir framreiðslust.: — Frekari takmörkun er ég and- víg. Ég hef átt þess kost, að fylgjast með dagskrá þess und- anfarið og vii ekki fyrir nokk- urn mun missa það. Erlendur Guðmundsson bifrstj.: — Mér finnst þaö aiveg mega missa sig. Mér fannst dagsrá þess ekki það merkileg, þegar ég sá það um skeið fyrir nokkr- um árum. Ég geri mig bara á- nægðan meö það íslenza. Hreinn Sveinsson stýrimaður: — Því er nú fjandans verr, aö ég næ ekki Keflavik á mitt tæki eins og mig langar mikiö til þess- Það er affls ekki nóg, að hafa það ísienzka á meðan það er svona lólegt. Mér finnst líka að ríkja eigi algert frjálsræði fólks með það að geta skipt á milli stöðva að eigin geðþótta, eins og tíðk- ast erlendis. Svo megið þið ai- veg hafa það eftir mér, að mér finnst að það eigi að gefa fólki kost á að láta skoðun sína i ljós á þessu máli, með því að láta kjörseðil fylgja næsta reikn ingi afnotagjalda. Skarphéðinn Magnússon, starfs maður hjá Heklu: — Ég hef nú ekki séð það að ráöi, en þaö sem ég hef séð finnst mér hafa verið gott. Því er ég andvígur takmörkunum útsendinga þess. Sérstaklega þegar þaö íslenzka er nú svona leiðinlegt. Gylfi Einarsson húsgagnasm.: — Mér finnst bara sjálfsagt aö hver fái að horfa á þaö sem hann viil sjá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.