Vísir - 26.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 26.10.1970, Blaðsíða 8
3 VÍSIR . Mánudagur 26. október 1970. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson Ritsttóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóri: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) AsJvri'targjald kr 165.00 S mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintaklfi Prentsmiöia Vfsis — Edda hf. ____________ II I MWiHIII'WI IIIIIMMgSBWMMMWM—■——■——■i— Hagsfæður árangur í inngangserindi sínu á þingi sjálfstæðismanna um helgina ræddi Jóhann Hafstein forsætisráðherra um viðhorfin í efnahagsmálunum og um ýmis atriði þró- unar þeirra mála á áttunda áratugnum. Hann minnti á, hvernig viðreisnarstefnunni, sem hófst fyrir rúmum áratug, hefði tekizt að treysta efnahagslífið og gera það færara um að verjast áföll- um. Þetta tókst svo vel, að árið 1966 voru lífskjör þjóðarinnar allt önnur og betri en þau voru fyrir við- reisn, og jafnframt höfðu gífurleg verðmæti safnazt fyrir í landinu, þar á meðal gildur gjaldeyrisvara- sjóður. Þessi góða staða eftir sex ára viðreisn gerði ís- lendingum kleift að komast ótrúlega vel yfir hina miklu erfiðleika, sem steðjuðu að árin 1967 og 1968. Alkunnugt er, hve miklir þeir voru. Verðmæti út- flutníngsafurða minnkaði um hvorlci meira né minna en helming. Gjaldeyrisvarasjóðurinn var notaður til að fleyta þjóðinni yfir þessi áföll. Ef hann hefði ekki verið til og ef lánstraust íslendinga erlendis hefði ekki verið byggt upp á undanförnum árum, hefðu afleiðingar erfiðleikanna orðið geigvænlegar. í ræðu sinni vék forsætisráðherra einnig að áhrif- um aðgerða ríkisstjórnarinnar á erfiðu árunum. Geng- islækkanirnar hefðu komið fótunum undir efnahags- lífið á nýjan leik, um leið og hin ytri skilyrði bötnuðu. Með þessum aðgerðum batnaði hagur þjóðarinnar ótrúlega ört. Erfiðleikatíminn stóð aðeins í tvö ár og var að mestu brúaður með gjaldeyrisvarasjóðnum og góðu lánstrausti erlendis. Árangurinn lýsti sér í því, að eftir erfiðleikaárin 1967 og 1968 komu einstæð blómaár, 1969 og 1970. Á þessum tveimur síðustu árum hefur unnizf það aftur, sem tapaðist á árunum tveimur þar á undan. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er íiú orðinn meiri en hann varð mestur áður. Allir þættir viðskipta þjóðarinnar við útlönd eru hagstæðir. Og það einstæða hefur gerzt, að skuldir þjóðarinnar við útlönd hafa lækkað, þrátt fyrir gífurlega fjárfestingu og eignaaukningu innanlands. Þannig hefur viðreisnarstefnan sýnt styrk sinn. Hún megnaði ekki aðeins, þegar allt lék í lyndi, að efla þjóðarhag örar en áður hafði þekkzt, heldur megnaði hún einnig að vinna bráðan bug á aðsteðjandi erfið- leikum og snúa vörn í sókn. Það er því bjart yfir efna- hagsmálum íslendinga um þessar mundir. Þar ber ekki annan skugga á en verðbólguna, sem rann af stað eftir kjarasamningana í vor. Jóhann Hafstein skýrði frá því, að þingflokkar stjómarliðsins á Alþingi mundu í þessari viku ræða verðstöðvunaráætlanir ríkisstjórnarinnar. Þær hug- myndir stefna að því að hægja verulega á þeirri verð- bólguskriðu, sem allir hafa orðið varir við, svo að hvort tveggia náist. að raunvemlegt verðgildi launa minnki ekki og að atvinnuvegimir eflist á sama tíma. I i Lífi í úthöfum hefur hnign- að um þriðjung á 20 árum Hírw heimskunni kafari Cousteau sk'irskotar til mannkyiís oð takast á v/ð mengunarvandann (Jmsjön: Haukur Helgason. Kafarinn heimsfrægi Jacques-Yves Cousteau hefur flutt heiminum að vömn vegna vaxandi mengunar. Hann sneri í september heim eftir 155 þúsund mílna sjó- ferð á skipi sínu „Cal- ipso“ og skýrði Evrópu- ráðinu í Strassburg frá þeirri gífurlegu aukn- ingu mengunar í úthöf- um, er hann hefur kynnzt í köfunum víða um höf síðustu tuttugu ár. Hefur hnignað um þriðjung Cousteau segir, aö lífi í úthaf inu hafi hnignað um minnsta kosti þriðjung þessi tuttugu ár. Þetta taki til alis Iffs í sjó, dýra og jurta. Sem dæmi nefnir hann kór- alla, sem séu einkar viðkvæmir fyrir menguniiini og uröu fyrst ir. lífvera til að gjalda afhroó fynr. Kórallarmr deyi unnvörp um í Rauöa nafi O'g vió austur- strönd Afríku yfirleitt, en það svæöi hefur Cousteau sérstak- lega athugað. Norski könnuðurinn Thor Heyerdahl skýrði frá mikilili oliu mengun i sjónum eftir för hans á papírusbáti yfir suöur-Atlants hafið í ár. „Petta staðfestir að- eins frásagnir um miklu meiri mengun,“ segir Courteau. „Hey erdahl var á yfirborði sjávar, svo að hann sá aðeins oliuna. Heföi hann átt þess kost aö kafa undir sjávarflötinn, gæti hann skýrt frá almennri hnign- un ails lífs i úthöfunum". Cousteau skýrir frá því, aö hann og félagar hans hafi gert rannsóknir allt að 600 metra dýpi utan stranda Mexikó. „í þessum afkima utan hins dreif- býla Mexikós fundum við hauga af iðnaðarúrgangi. Ekki aöeins drasl, sem varpað haföi verið úr skipum, sem sigldu yfir, heldur einnig úrgang, sem þang að haföi borizt með straumtum.“ Öll mengun endar í hafinu „Það er villandi hugmynd, aö úthafið sé „endalaust". Vissu- lega þekur það tvo þriðju af yfirborði jaröar, og meðaldýpi er fjórir Mómetrar. Þetta er ekki stórt á mælikvarða al- heimsins. Við höfum náö þvi stigi, aö ekki er lengur unnt að talja hafiö ótæmandi auðlind eða líta á það sem ruslakistu hseimsins til eilífðar." Cousteau segir, aö vatnið sé undirstaða ISfsins. Rangt sé aö skipta menguninni í mengun i lofti, mengun í hafi og megun í ferskvatni. „Það er aðeins ein mengun, af þvi aö öll eiturefni, sem við notum, hafna að lok- um í hafinu,“ segir hann. „Hvert einasta þeirra. Útbiástur bif- reiða og þyrla, skordýraeitrið DDT, sem húsmóðirin drepur floguna með, allt endar þetta að lokum í hafinu . . . Við gilím um við eitt vandamál og aðeins eitt, og það er mengun hafsins. „Vorum hrópendur í eyðimörkinni“ V Árum saman vorum við fá ir satnan hrópendur í eyðimörk inni. Lætin, sem urðu árið 1950, þegar við vöruðum við mengun arhættunni, nálguðust hneyksli. Nú eru menn tilneyddir að við urkenna, að við höfðum á réttu að standa, og við vissum þetta, af því að þá vorum við nær einir manna, sem gátu virt fyr- ir okkur aðstæður neðansjávar.“ Cousteau bendir á orsakir mengunarvandans. Aöalorsök- ina telur hann vera offjölgun fólks. Samkeppnihugsunarhátt- urinn i viðskiptum knýi menn svo til þess að lækka kostnað og verð eins og framast er unnt, en af því leiði virðingar- leysi fyrir afleiðingunum. Það kostar meira að taka tillit til þarfa náttúrunnar en fram- leiða vöru án tililits til náttúru- vemdar. Stöðug ofveiði styðji mengun ina í útrýmingu sjávarlífs. Þyrfti fjórðung af fjár- lögum Bandaríkjanna Cousteau bendir á, að hag- fræðingar víöa um heim hafi áætlaö, að skynsamleg náttúru- vernd mundi kosta 5 til 6% af þjóðarframleiðslu allra iön- væddra ríkja. Þetta mundi til dæmis jafngilda því, að fjórö- ungur fjárveitinga á fjárlögum Bandaríkjanna færi til-náttúru- verndar. Þetta sé óhugsandi. Þvi verði að fara aðrar leiðir en að ætla ríkisstjórnum að vinna bug á vandamálinu. Nefndi hann fimm atriði, sem verði að koma til. í fyrsta lagi verði að stöðva offjölgun fólks. í ööru lagi þurfi að auka stór- lega rannsóknir á mengunar- vandamálinu, svo aö menn skilji hvað er að gerast. „En gætum að,“ segir hann „við verðum að efla rannsóknimar, en við hofum ekki tfma til að bíða eftir niðurstöðunum. Það væri alilt um seinan. Aðgerðir verða að koma jafnóðum og rannsóknir eru auknar“. Þá verði að kenna fólki að takast á við vandamálin. „Það má ekki fara með fólkið eins og böm,“ segir Cousbeau. „Það nægir ekki að kenna þvf, hvað það á að gera, það verður að kenna því, hvers það á að krefj ast, . . . Það verður að kenna húsmæðrunum, hverra vara þær eiga heimtingu á að krefj- ast. Þær verða að læra, að þvottaefni og skordýraeitur eiga að valda sem minnstri mengun og þær verða að læra að kjósa þann stjómmálaifloikk, hver sem hann er, sem hefur á stefnu- skrá öflugar aðgerðir gegn mengun. Það sem máli skiptir er að benna almenningi að vera kröfuharður en ekki undirgef- inn.“' Telja framleiðendum hughvarf „Þá verður að télja um fyrir framleiðandanum. Þetta þýðir að sýna þeim, að vegna breyt- inga á almenningsálitinu sé það hagkvæmt að hækka vömna um þau 5 eða 6 prósent, sem þarf til að hindra, að varan mengi jörðina. Fyrst þarf þvi að breyta almenningsálitinu. Það verður að telja ríkisstjónnum hughvarf, því að þær valda einna mestu af menguninni. Loks verður að setja ströng lög bæði innan ein stakra rfkja og á alþjððaivett- vangi., Ég hef ekki komið hingað sem sérfræðingur um mengun,“ sagði Jacques-Yves Cousteau höfuðsmaður við Evrópuráðs- menn,“ en enginn getur kallazt sérfræðingur um mengun eins og ef. Ég er kominn sem vitni, auðmjúkt vitni, sem hefur virt fyrir sér náttúruna með eigin augum og augum félaga sinna í þrjá áratugi . . . Ég bið ykkur að virða, að ég er fuliviss um sannleiksgildi þess, er ég hefi hér mælt.“ „Vertu kátur, félagi.“ segir einn fiskurinn við annan. „Bráð- um verða mennimir líka að drekka þvottaefnin sín“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.