Vísir - 29.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 29.10.1970, Blaðsíða 8
8 V1SIR. Fimmtudagur 29. október. 1970. Gtgefandi: Reykjaprenr nt. Framkvæmdasrióri: SveinD R liyjólfssoo Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar; Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sím) 11660 Ritstióra • Laugavegl 178 Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr 165.00 é mánuöi innanlands I lausasölu kr 10.00 eintaldC Prentsmiöja Vlsis — Edda hf. \/erðbólgutryggingin í kjarasamningum hér á landi hefur yfirleitt lítið verið hirt um að hindra, að atvinnuvegirnir velti kostnaðinum við hærri laun út í verðlagið. Það er beinlínis gert ráð fyrir því, að fyrirtækin geri það, og sú skoðun er notuð til að ná fram meiri hækkunum launa í krónutölu en ella hefði orðið. Samningarnir í vor eru dæmi um þetta. Allir aðilar þeirra voru sammála um, að launahækkunin mundi óhjákvæmilega fara að einhverju leyti út í verðlagið. Það kom líka í ljós í verðlagsnefnd, að fulltrúar laun- þega féllust á allar afgreiðslur nefndarinnar á verð- hækkunum í kjölfar samninganna nema eina. Nú væri það mun viturlegra að semja um launa- hækkanir með það í huga, að atvinnuvegirnir velti þeim ekki út í verðlagið. Þá væri á hverju ári hægt að semja um hækkun, sem næmi þeirri aukningu á framleiðni, er orðið hefur á árinu á undan. Það væru vissulega litlar hækkanir í krónutölu, en hins vegar væri verðlag fast, svo að hækkanirnar á launum kæmu að fullu gagni. En forustumenn verkalýðsfélaganna- þykjast ekki menn með mönnum, nema þeir semji um 10—20% launahækkun áhverju ári. Þetta er náttúrlega langt yfir árlegri framleiðniaukningu og kemur fram í verð- hækkunum. Og það er einmitt vegna skilnings á þessu að oddamenn launþega leggja mikla áherzlu á aö setja vísitölutryggingu á laun, svo að verðhækkanir éti ekki upp launahækkanir. Vísitölutryggingin er því miður engin töfralækning. Hún felur alltaf í sér ávísun á verðbólguþróun og að lokum gengislækkun í fyllingu tímans. Þessi þró- un er einmitt í gangi núna. Samningarnir í vor ollu verðhækkunum, sem síðan valda 10% hækkun launa á fáum mánuðum, er síðan veldur nýjum verðhækk- unum og svo framvegis til næstu gengislækkunar. Vísitalan tryggir verðbólguna en ekld það, sem henni er ætlað a<* tr’-'wja, rfm^ildi launa. En það tek- ur menn tíma að átta sig á, að vísitölutryggingin er sjónhverfing, og þess vegna munum við enn um sinn búa við þau vandamál, sem hún færir okkur. Og hvaða ástæða er raunar til að verðtryggja sumt í þjóðfélaginu en ekki annað? Er eldti eðlilegt, að at- vinnuvegirnir krefjist verðtryggingar á tilkostnaöi sínum? Á þá ekki að verðtryggja sparifé og allar fjár- skuldbindingar? Og er þá ekki rökrétt áframhald að fá skipulag á vitleysuna og verðtryggja gengið á krónunni? Þá loks væru allir jafnir fyrir verðbólg- unni. Ríkisstjórnin hyggst nú grípa í taumana og stöðva um sinn hina sjálfvirku verðbólguskrúfu vísitölunnar. Það gerir hún með verðstöðvun, skurðaðgerð á efna- hagslífinu. Sú aðgerð er vandasöm, og má teljast kraftaverk, ef hún tekst. Og skurðaðgerðir af þessu tagi skilja alltaf eftir sig ör. En eins og nú er ástatt, er ekki um annað að ræða. fti-j K1 (( !( 1 •v íi Vaxandi vinsældir (og óvinsældir) Agnews Hinn sérstæði varafor- seti Bandaríkjanna Spiro Agnew fagnar nú vaxandi vinsældum meðal almennings, en hatur manna á Agnew vex að sama skapi. — Agnew er um þessar mundir mest áberandi allra stjónimálamanna í Bandaríkjunum, og um allt landið rífast menn um það hvort hann sé fulltrúi hins „góða og sanna“ ' Bandaríkja- manns eða alger „skepna“. 28 af 100 gefa Agnew hæstu einkunn Vdnsældir Agnews eru svo miMar meöa! íhaldssaimra repú- blifcana, að aðeins sumir for- setar Bandarfkjanna hafa áður notið siMks álits. Frjálslyndir demókratar í Noröurríkjunum hata varaforsetann liins vegar eins ov pestina. Almenningur var nýlega beð- inn í sfcoöanakönnun að gefa varaiforsetanum stig, eftir þvd hversu mifcils hann væri met- inn. 28 af hverjum 100 gáifu hon um hæstu einfcum, kváðust meta hann mikils. Þetta er tvö faldur sá fjöldi, sem gaf Agnew hæstu einkunn. þegar hann var í framboöi sem varaforsetaefni repúbiifcana í kosnin.gunum 1968. — en 15 af 100 telja hann hinn versta En á sama tfma hefur þeim fjölgað úr 5 af hundraði í 15 af hundraði, sem telja Agnew hinn versta mann og gefa honurn verstu einkunn. Meöal demó- krata hefur þetta hlotfall hækk að mest, úr 8% haustið 1968 í 28% n ú. Þannig á varaforsetinn fleiri dygga stuðningsmenn og fleiri harövítuga andstæðinga meðal al mennings en nofekru sinni fyrr. Dyggir stuöningsmenn eru þó enn miklu fleiri en hörðu and- stæðingarnir, 28 af hundraöi á móti 15 af hundraöi. Af þeim, sem telja sig repú- blikana, gefa 48 af hundraði Agnew hæstu einfcunn en 4 af hundraði þá laegstu. Af demó- kröbum gefa 17 af .hundraði hon um beztu einfcunn en 23 af hundraði hina verstu. Af þeim fjölmörgu Bandaríkjamönnum, siem jafnan segjast vera utan flokka, hafa 24 af hundraði mikl ar mætur á varaforsetanum, en 16 af hundraði teija hann hiö versta úrhrak. Vinsæll meðal Suður- ríkjademókrata. - MikiM munur er á afatöðu demókrata etftir því hvar þeir búa í landinu. Þetta endurspegl- ar afstöðu fólks til réttindabar- áttu svertingja, þar sem , demó kratar í Noröurrikjunum eru miklu frjálslyndari en Suður- ríkjademókratar. Agnew fær því hæstu einkunn hjá 23% af demó krötum í Suðurrífcjunum, en að eins hjá 14% þeirra í Norður- ríkjunum. 26 af hundraði demó krata norðurhlutanum gefa hon um verstu einkunn og 13% þeirra í Suöurrikjunum. Þannig er Agnew með vinsæl ustu stjórnmálamönnum í sögu Bandaríkjanna í hópi fhalds- samra repúblikana. en óvinsæl- stur allra stj6rnmálaforingja sög unnar meðal frjáilslyndra demó krata. Þreytast menn á stóru orðunum? Utanflokka menn ráða jafnan úrsiitum í kosningum í Banda- ríkjunum, þar sem sá hópur er tiltöluiega stór. Meðal þessara kjósenda eru fllieiri hlynntir Agnew en andvígir honum, og þetta segir vissuiega sína sögu um áhrifavald hins djarfimæilta varaforseta. Afstaða kjósenda í biníTkosningunum í næstu viku mun fara mjög ePtir skoðun þeirra á Agnew. Hann ýtir við mönnum og skapar í senn mitola samúð eða mikið hatur. Menn iiaiiifiiniB »»»»»» Umsjón: Haukur Helgason. spyrja nú, hivort hið sarna muni koma fyrir Agnew og henti George WaMaoe í forseta- bosningunum 1968, það er „að hann tali sig niður“, menn verði beinlínis leiðir á öllum þessum grófu ræðum varaforsetanis. Þetta er talið hafa gerzt um WaMace. Vinsældir þessa harð- vítuga andstæðings kynþátta- jafnréttis fóru stööugt vaxandi fram f septemtoer 1968, þegar 21% kváðust meta hann mikils. Wallace bauð sig fram utan floikka, þar sem honurn þóttu frambjóðendur flokkanna of ,/rjálslyndir“ í kynþáttamálum, en Nixon var frambjóðandi repútolikana og Hubert Hump- hrey fyrir demókrata, WaMace fór sem eldur um landið þvert og endilangt og mæiti fyrir hinni harðvitugu stefnu sinni gagn- vart svertingjum og „götuilýð“. Raunin var þó sú, að menn urðu þreyttir á stóru orðunum hans WaMaœ. Hann barði sömu bumbumar mánuð eftir mán- uð, og siðustu vifcumar fyrir kosningar missti hann vini sína fliesta. Menn urðu leiðir á George Wallace. Nú er svo komið. tveimur ár um eftir kosningarnar, að WaM aoe hefur aðeins fylgi 12 af hundraði kjósenda í Banda- ríkjunum. Fjöldi þeirra, er gefa honum verstu einfcunn, er kom inn upp í 28%. „Hinn venjulegi borgari", sem varaforsetinn skírskotar mest til og viU í dag ganga með hon um veginn gegn götulýðnum, er í rauninni jafnframt hinn dæmi gerði friðsemdamaður og sein þreyttur til vandræða. Því er alls óvíst hversu lengi stóru orð in finna hlijómgrunn i hjarta „þögla meirihlutans". Þrátt fyrir vaxandi vinsæid ir George Wallace í byrjun, er hann bauð sig fram til for seta, urðu menn að lokum þreyttir áhonum. Sumir spá þvf, að hið sama muni koma fyrir Agnew varaforseta. Baráttuaðferðum Spiro Agnew varaforseta svipar um margt til aðferða George Wailace í síðustu forsetakosningum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.