Vísir - 29.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 29.10.1970, Blaðsíða 16
Bfösa ISIR „Yeiðist strax og lægir“ ségja s'ildarsérfræðingar Sfldin fer að veiðast strax og veður lægir eitthvað á miðunum — sjórinn er síldarlegur, segja þeir er Vísir hafði tal af í morgun, en bættu svo við, að þannig væri það aliltaf á þessum árstíma. 1 gær var góður veiðidagur, en með kvöldinu fór strax að hvessa, og í morgun voru kornin 9 vind- stig í Vestmannaeyjum. Brælir því h'ressiléga á síldarmiðum, og flest- ir bátar á leið eða komnir til hafn ar. Márgir eru með einbverja silatta . af síld, og mun sumt af því vera gamalt. Huginn 2. kom með 15—18 lestir í morgun, Reykjaborgin 30 lestir, Guillberg 40—50 lestir. —GG var neina aðvörun a Neytendasamtökin gera athugun á sólu sjó- veikitaflna i 7 lyfjabúðum i Reykjavik f|) Enga sérstaka að- vörun ér að finna á umbúðum utan um sjó- veikitöflur, segir í fréttatilkynningu Neyt- endasamtakanna um könnun samtakanna á þessum málum í 7 lyfja- búðum í Reykjavík. — Hvergi var að finna að- vörun til ökumanna um að neyta ekki taflnanna, né fyrir barnshafandi konur eða smábörn. Ýmsar tegundir fundust af sjóveikitöiflum í lyfjabúðunum. Almennt voru þessi fyrirmæli gefin á umbúðum taflnanna: 1 tafla klukkustund áður en ferð er hafin, mest 2 töflur á sólar- hring handa fullorðnum“. Neytendasamtökin telja þó að fuiil ástæða sé til að brýna ýmis atriði fyrir fóliki í sanibandi við töflur þessar. Segir svo í frétta- til'kynningu samtakanna, sem barst í morgun: „Ástæða fyrir sjóveiki, flug- veiki og bílveiki er erting líf- færa ja'fnvægisskynjunar, sem orsakast af samfeHdri hrevfingu sem er einstaklingnum óvenju- leg. Sjóveikitö'flur draga úr þess ari ertingu. Eftirfarandi ber að hafa í huga í sambandi við þær: Allar sjóveikitöflur eru að ein- hverju leyti taugaróandi og geta valdið sljóleika. Ökumenn ættu þess vegna alls ekki að neyta þeirra. Sjóveikitöflur verður að meöhöndla varlega þegar böm eiga hlut aö máli, — og alls ekki geifa börnum, sem eru yngri en þriggja ára slíkar töfl- ur. Flestar eru þær og óheppi- legar fyrir barnshafandi konur og er þeim bent á að ráðgast sérstaldega við lækni, ef þær vilja fá lyf við sjóveiki. Áfengi og sjóveikitöflur fara ekki saman — Mtið magn áfeng- i's getur verið varasamt ef þess er neytt ásamt töflunum“. - JBP Þessi lyf er hægt að fá án lyfseðils, — af þeim getur stafað hætta, en engar aðvaranir að finna á giösunum eða pökkunum. J Á kápu ævintýrabókarinnar er íslandi isbjarna og fimbulkulda lýst. Syðri ak- braut Miklubraut- ar opnuð Hardy-bræðurnir á íslandi — spennandi bandarisk drengjabók fjallar um ævintýralandið Island HARDY-bræðurnir eru fræg- ar persónur í Bandaríkjun- um. Þessir Hardy-strákar eru reyndar aðeins persónur í víðlesnum drengjabókum og lenda oftlega í hinum furðu- legustu ævintýrum. Höfundur bókanna um Hardy- bræðurna heitir Franklin W. Dixon. efur hann gegnum árin skriifað á 5. tug bóka um þá stórmerku táninga, Frank og Joe ardy, og leitt þá víöa um veröld í æivntýralei't. Nýjasta bókin um þá bræður er nú komin út og heitir „The Arctic Patrol Mystery". Segir þar frá því er þeir bræður fara til ís- lands að leita að sjómanni, sem trygigingafé'lag eitt vil'l endilega hafa uppi á. Faöir drengjanna er einkaleynilögreglumaður á vegum þess félags, og veita drengimir honum aðstoð sína. Joe og Frank fljú'ga með Loft leiðum til Reykjavikur og frá því þeir eru lentir þar, taka dularfullir atburðir að gerast. Dularfullur ís'lendingur, hár og ljóshærður. eltir þá hvert fót- mál, þeir hrapa niður í leigðri flugvél á Vatnajökul, en þegar bókin er á enda komin, hafa þeir hugprúðu bræður komið upp njósnasamsæri sem rr.iðaði að því að eyðileggja tunglferða- áætlun NASA og stefndi í hættu H'fi bandarísks geimfara. Greinilega hefur höfundur bókarinnar eitthvað kynnt sér staðhætti hér á íslandi. Hann lætur varðskipið „Thor‘‘ mjög koma við sögu, drengimir fara tiil Keflavíkur, Akureyrar og miklu víðar. Þeir eignast félaga sem heita íslenzkum nöfnum, si'gla á varðs'kipinu „AIbert“ og hi'tta s'kipstjórann Magnusson. Kort af ÍS'landi og helztu stöð- um fylgir bókinni. —GG I dag -r.agabrevling vegna samninganna Frestur framlengdur i samningum við opinbera starfsmenn — Brúin yfir Elliðaár i næstu viku Þá er loksins komið að því að hægt er að aka á 60 km hraða eftir Miklubrautinni allt frá Kringlu mýrarbraut upp að Elliðaárbrúm. Kemur þessi hækkun hámarkshrað- ans til framkvæmda í dag, er syðri akbraut Miklubrautar verður opn- uð frá mótum Grensásvegar. Er þá ekki langt í land með það, að hægt verði að aka viðstöðulítið i neðan úr miðbæ og út á land, því I El'liðaárbrýrnar verða opnaðar í | næstu viku og þá um leið Vestur- landsvegurinn frá Ártúnsbrekk- unni. Öllum merkingum er lokið þar upp frá og það eina, sem enn er ólokið, er uppsetning örvggis- grinda meðfram brautinni. — ÞJM Ljóst er nú orðið, að tími vinnst ekki til að ljúka samningum við opinbera starfsmenn fyrir 1. nóvem ber, þgar samningar eiga að ganga til Kjaradóms samkvæmt Iögum. Eins og Vísir skýrði frá í gær er eftir nokkurra vikna vinna í að raða starfsheitum inn á launaflokk ana eftir starfsmati, en samkomu- lag hefur þegar orðið um nokkur höfuðatriði f væntanlegum kjara- samningum. Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp á alþingi um breytingu á núgildandi lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Er í frumvarpinu lagt til að samningar gangi ek'ki til Kjaradóms fyrr en 1. janúar, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tima og að Kjara- dómur kveði ..upp úrs'kurð sinn fyr- ‘ir 1. febrúar. í athugasemdum við frumvarpið segir, að vonir standi ti'l að samningar geti tekizt miMi samningsaðila með þessum fresti og að samningsaðilar séu sammálaum, l að frestunin sé æskileg. —VJ Frumvarp um ný íræðslulög Sinfáníután- leikar i kvöld Það er í kvö'ld, sern sinfóníutón- leikarnir í Háskólablói fara fram. \ Á tónleikunum í kvökl stjórnar Sjostakovitsj hinn yngri, en ung! stúll'ka, landi hans, Karine Georgy- an, sel’Ióleikari, mun leika Rokoko tilbrigðiii eftir Tsjaikovsky. Rfkisstjórnin áformar að leggja fram frumvarp um ný fræðslulög fyrir jól. Skýrði menntamálaráð- herra frá þessu á Alþingi í gær. Nefnd var skipuð til að vinna að endurskoðun fræðslulaganna í júl’í 1969, og hefur hún nú samið tiHögur' Álit nefndarinnar er sett i handriti. Næst verða þessi drög að fræðslu lögum send ýmsum aðilum, sem hlut eiga að máli, og samtímis verða þau send öllum þingfitofckun- um. Voru þingmenn ánægðir með þá nýbreytni, að þingflokkar skyldu : fá að fjalla um málið, áður en rik- isstjórnin leggur fram frumvarp I sitt. Ráðherra sagði, að þessi meðferð tæki nokkurn tíma, en áformað I væri að leggja frumvarpið fyrir Alþingi í síðasta lagi s'kömmu fyr- ir jólaleyfi þingmanna. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.