Vísir - 30.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 30.10.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 30. október 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND NIXON í lífshættu eftir kosningafund — múgur manns veittist crð honum i gærkvöldi og kastaði grjóti og rusli — tilræðismennirnir i Chicagó voru ófundnir i morgun □ Mörg hundruð æpandi manna reyndu að stöðva bifreið Nixons Bandaríkja- forseta í gærkvöldi, eftir að forsetinn hafði talað á kosningafundi í San Jose í Kaliforníu. Umsjón: Haukur Helgason. Samvinna stórvelda um geim- vísindi Bandaríkin og Sovétríkin hafa gert samkomulag um að vinna saman að full- komnun tækni við teng- ingu geimfara. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skýrði frá þessu í gær. Var samkomulagið undirritað í Moskvu á miðvikudag, en geimvís- indamenn landanna höfðu haldið þar tveggja daga fund um þessa tækni. NASA segir, að stofnsettar verði hrjár nefndir með fulltrúum beggja. Fyrsti fundur nefndanna verður í marz eða apríl. Lögregluþjónar óku á vélhjölum á undan bifreiðinni til þess að ryðja henni braut gegnum mannfjöldann. Mótmælahópurinn kastaöi grjóti og rusli f bflinn, en Nixon sakaði ekki. Sögðu fréttamenn, að forsetinn hefði verið í ta'lsverðri hættu, og hefði hann ekki komizt í hann krappari síðan hann tók við emb- ætti í janúar í fyrra. Leyniþjónustumenn töldu, að þama hefði verið um að ræða um 900 manns, en sumir sögöu, að miklu fleiri hefðu tekið þátt I þessu áhlaupi á forsetann. Stóðu menn fyrir bílnum og hrópuðu slagorð gegn styrjöldinni 1 Indó-Kína. Þetta gerðist, áður en sólarhring- ur var liðinn, frá því að lögreglan í Arlington Heights í Minoisfylki tiikynnti, að hún leitaði tveggja manna í sambandi við fyrirhugaða morðtilraun á Nixon. Ekki hefur veriö nánar greint frá atvikum, nema hvaö sagt var, að „þessir menn hefðu sézt nálægt hóteli er Nixon dvaldist í Chicago“. Sáust þeir síðast í útborg Chicago. Ekki hefur frétzt, hvemig þeir hugðust myröa forsetann. Eldflaugum skotið á ísraeí 9 Eldflaugum var skotið á nýbýla- svæði í ísrael við landamæri Jórdaníu í gær. Þetta var í fyrsta sinn, siðan vopnahlé var gert. 7. ágúst, aö ísraelsmenn urðu fyrir eldflaugaárás. • Árásin var gerð seint f gær- kvöldi, og er talið víst, að þama hafi arabískir skæruliðar veriö að verki. 9 Féllu sprengjur víða á þessu svæði, en ísraelsmenn töldu tjón lítiö. Nixon Bandaríkjaforseti hefur aldrei komizt í hann krappari en þessa dagana, þegar hann ferðast um landið þvert og endi- langt til að vinna að kosningu stuðningsmanna sinna til þings og fýlklsstjörri. Forsetinn á þó ýmsar ánægjustundir, og hér sést hann gleðjast með gestum sínum frá Rúmenfu, Nikolae Ceausescu forseta og konu hans, sem hingað komu. Lengst til hægri er Pat Nixon. S-AFRÍKUSTJÓRN TAPAR FYLGI 9 Stjómarandstaðan í Suöur-Af- ríku, Sameinaði flokkurinn, vann sex nýja þingmenn í kosn- ingu fylkisstjóma í fyrradag. Þjóð- arflokkurinn, sem fer með lands- stjómina, hélt þó meirihluta í þrem ur af fjórum fylkjum landsins. Það er Þjóðarflokkurinn, sem er helzti máisvari aðskilnaðarstefnunn ar í kynþáttamálum. Aðeins hvítir menn máttu greiða atkvæði 1 þess- um kosningum, en mikill meirihluti íbúa Suður-Afríku er svertingjar. Sameinaði fllokkurinn jók mjög fylgi sitt um allt landið. Hinn vinstri sinnaði Framfaraflokkur og smáflokkur yzt til hægri fengu eng- an fuMtrúa kjörinn í stjómir fylkja. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu, að tap Þjóðarflokksins sýndi að ríkisstjóm Suður-Afríku hefði misst tengslin við fólkið i landinu. John Vorster forsætisráðherra sagði hins vegar, að úrslitin breyttu engu. Ne Win fær hjartaáfall - BYLTING BOÐUÐ / BURMA Ne Win hershöfðingi, sem haft hefur einræðisvald í Burma, fékk í gær hjartaáfall, og er hann þungt haldinn. Brezkt blað f Thailandi skýrði frá þessu f morgun. Blaöiö vitnar í heimildir í Ran- goon höfuðborg Burma og segir, að hermenn séu við öllu búnir í Ne Win einvaídur í átta ár. borginni. Fyrrverandi forsætisráð herra landsins U Nu hefur boðað byltingu og stofnað „sameinaða þjóðfrelsisfylkingu". Er búizt við, að hann láti til skarar skríða ef' ið heilsuveiM um árabil. og fvrir | VELJUM ÍSLENZKTQ20fSLENZKAN IÐNAÐ § ÞAKRENNUR nær ekki bata Ne Win skamms. Ne Win pr 59 ára og hefur ver innan nokkrum mánuðum fékk hann I hjartaáfall í fyrsta einn eftir opin bera heimsókn til Indiands. . B. PÉIURSSON SF. /EG5SGÖTU 4 - 7 13125,13126

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.