Vísir - 30.10.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 30.10.1970, Blaðsíða 7
VISÍR . Föstudagur 3©. október 1970. cTVlenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Svart og hvítt beikfeteg Resíi^avikar. Hitabylgia eftw- Ted Wiliis Ljei'kmynd Jón Þórisson Þýðandi: Stefán Ðaldursson Leikstjóri: Steinidór Hjör- teðGssni J^eöuiráwi gerist meöal aiþýðu- í Bretlandi, segir frá fopusfcumanm í verkalýðsfélagi, frjálslyndum, regluföstum, dug- amdi manni. Hann tekur það ó- stinnt upp þegar félagsmenn hans í verksmiðju einni fara að mögla og muldra út af því að gera eigi þeidökkan verkamann, frá Vestur-Indíum, að verkstjóra yfir þeim. „Einn fyrir a'lla, aiiir fyrir einn“ er orðtak verkalýðs- félagsins og Jacko Paimer finnst að jafnréttiskrafan hijóti að giida fyrir alla félagsmenn- jafnt, hvert sem er þjóðemi þeirra, hörundslitur eða trúarbrögð. Fyrir þeirri skoðun er hann til- búinn að berjast. JJvernig fer svoV Þetta er lei-k- rit um kynþáttamálin. Og því fer auðvitað svo að dóttir Paimers kemur heim nýtrúlof- ■ð negra, frá Vestur-Indíum: þá fynst reynir tiii hlítar á frjáls- lyndið og reglufestuna þegar vandamálin koma upp á heima- vígstöðvum. En þar sem þetta er leikrit um kynþáttamálin eru þasu Kathie og Sonny framúr- ste*andi viðfelldin ungmenni, göfuglynd, siðprúð og göð. Og BaSmer er reyndar til með að láta slag standa þegar hann hef- u<r 'ieitt þeim fyrir sjónir ailila þá örðugleika sem biði þeirra í hjónabandi, gengið úr skugga um að stúlkan e'Iskar piltinn í raun og sannleika, pilturinn stúlkuna. Kannski vill hann bara kaupa sér frið, kannski er hann í raun og veru tilbúinn að styðja þau af öMu aíli gegn fordómum samfélagsins... En það er frú Palmer, hin undir- gefna, hógværa og hljóða eigin- kona baráttumannsins og félags- frömuðarins, sem rís upp gegn honum og elskendunum ungu. Henni er ekki einasta ofurefli að sjá af dóttur sinni, hugsa sér fþau kjör sem hún muni eiga við að búa í ,,svörtu“ hjóna- bandi. Hún virðist haldin bein- línis líkamlegri óbeit á svertingj um ti'lhugsunin ein um mök þeirra Sonnys og Kathiear kem- ur henni til að missa með öllu stjórn á sér. Hjá henni brjótast kynþátitafordómar út í ljósum loga. Þetta mætti samt einnig orða á annan veg: að hjúskap- armál dóttur hennar verði til að veita útrás dulbúinni, inni- byrgðri sefasýki konunnar. Þá verða fordómarnir fremur sjúk- dómsauðkenni en sjúkdómurinn sjálfur. En milli hennar og þeirrra stendur baráttan i leikn- um. Hvemig fer? Þegar leiknum lýkur er í rauninni ekki lokið nema fyrstu lotu þeirrar bar- áttu. Úrslit hennar getur hver og einn leikhúsgestur lagt út eftir skilningi sínum á málsat- vikum, viðfangsefninu sjálfu og samhengi leiksins. |7ins og í þennan pott er búiö verður frú Paimer sýnu eft- irtektarverðast hlutverk í ieikn- um. Og hið ánægju'legasta af mörgum ánægjuefnum í sýningu Leikfélags Reykjavíkur er að sjá Sigriði Hagalín í hlutverkmu. Sigríður kemur raunverulega ný fyrir sjónir, sýnir andlegt og líkamlegt vald á leik sem henni hefur ekki auðnazt fyrr, mér vitanlega: aðdáanleg er lýsing hennar á innibyrgðri taugaveikl- un, óhamingju þessarar konu eins og hún birtist í hversdags- lífi og háttum. Þeirrar lýsing- ar vegna verða ofsaköst, móður- sýki hennar trúleg og skiljan- leg, átakanleg í samhengi leiks- ins. Annað mál er það hvort sú rækt sem höfundúr ótvírætt leggur við Nell Palrner verður ekki til að auðveida honum um of meðferð og umræðu kyn- þáttavandamálsins, sem leggur til efnisupþistöðu leiksins með því einfaldlega að gera hana of einkalega. Það er ósköp billegt að skýra fordómana sem sjúk- dómsauðkenni, leggja til þaö læknisráð að „vera góðir“ hver við annan, en sú úrlausn felst aö minnsta kosti öðrum þræði í efnismeðferð leiksins. í raun- inni er fitjaö upp ,á miklu slungnari gagnrýni í lýsingu Palmers sjálfs. Jacko Pálmér er einlægur maður, góöur drengur, barnslegur öðrum þræði með öllum dugnaðinum og kappinu, og fjarska háður eiginkonu sinni. Hún er sá bak- hjarl sem hann byggir á líf sitt. En honum er líka fuilkomin al- Mislitir elskendur: Þorsteinn Gunnarsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. \Serkaiýðsfrömuðurinn og kona hans: Sigríður Hagalín og Jón Sigurbjörnsson. vara meö lífsreglum sínum og hann er tiibúinn að leggja margt f sölurnar þeirra vegna. Ekki gott að segja hvernig færi ef hann yrði afdráttariaust að velja miffli eiginkonu sinnar og ham- ingju dótturinnar. Samt segir Sonny aö hann og hans nótar séu verstir, þeir sem ævinlega berjast fyrir réttum mál'stað út á við, þar sem til þeirra sést, en bregöast augliti til auglitis við hinn mannlega vanda. Rök og skynsemi eru ófuilnægjandi án liðsinnis tiifinninganna. Þið brosið við okkur með vörunum en aldrei með augunum, segir Sonny. Jón Sigurbjörnsson lýsir Jacko Palmer meö miklum myndugleika, asa og umsvifum, öl'lum ys og þys hans, hinum mikla drengsiega þokka sem hann býöur af sér: Jón Ieikur nú hvert hlutverk öðru betur. Samt er spursmál hvort hin fínni biæbrigði Mutverksins, sem þaö gefur minnsta kosti til- efni til og mundu sýna og sanna þessa gagnrýni manngerð- ar Palmers, koma nógsamlega fram í meðförunum. ^litamál kann það raunar að þykja hversu alvariega eigi eða megi taka þessum lerk. Hitabylgja er satt að segja fjarskalega óskáidlegt verk, lág- kúran sjáif. Það er rétt bjá höfundi að það sé síður en svo markvert inniegg í baráttu gegn kynþáttamisrétti. En ieiknum tekst það sem til er stofnað: aö reisa mjög leikhæfa, ailt að þvi spennandi atburðarás á grund- velli aiþekkts og viðkvæms vandamáls sem einnwtt er fjarska líklegt til að vekja at- hygli á leiknum sinna vegna. Manniýsingar leiksins, að Pálm erhjónunum að nokkru leyti undanskiidum, gamia góða afa, hinna indæiu mislitu elskenda, ógæfusömu hvítu negrakonunn- ar, eru eins einfaidar og verða má, tilsniönir manngervingar til að „tjá“ vandamálið, og efni hans er væmt eins og framast er unnt innan nokkumveginn raunsæislegra takmarka. Hita- bylgja er fagmannlega unniö af- þreyingarverk — ekki frumlegt skáidverk. En það er gert meö leikni og kunnáttu dugandi handverksmanns, og kunnáttu- samlega og fagmanniega farið með það á sviðinu í Iðnó undir stjóm Steindórs Hjörfeifssonar. Jón Aðils á léttan leik í Mut- verki afa, Anna Kristín Am- grímsdóttir og Þorsteinn Gurni- arsson koma bæöi anzi manns- lega fyrir í hlutverkum elsk- endanna, fcekst að nýta til hins ýtrasta þokfea þeirm, Margrét Magnúsdóttir og Jón Hjartarson standa að minnsta kosti fuMvel fyrir sínum Mut í hinum rrnnni hlutverkum. Sýning Hitabylgju hefur á sér raunveruieg atvinnu- snið sem sjaldséð em á feiksýn- ingum hér, nema þá í Iðnó, eitt þeirra viðfangsefna sem Leikfé- iag Reýkjavttlkur hefúr v.aid á fcii hlítar. Efnisins vegna og með- feröar þess á sviðinu er þaö lífelegt til að laða að sér áhorf- endur, verða þeim umtalsverð kvöldstund í feifehúsimx: fátt er iíkiegra en hér sé kominn gönguleikur til vetrarins i Iðnó og annars staðar sem fyrirhugað er að sýna feikinn í vetur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.