Vísir - 31.10.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 31.10.1970, Blaðsíða 1
VISIR 60. ág. — Laugardagur 31. október 1970. — 249. tbl. Fara aðeins eftir reglugerð „VIÐ förutn í einu og öllu eftir reglugerð", segja lyfsalar um athugun Neytendasamt»kanna á sjwelKltörlum þeim, sem seld- ar eru í lyfjabúðum í Reykjavík. Er áletrunin hjá öllum hin sama skv. reglugerðinni. Ivar Daníelsson lyfsali í Borg arapóteki sagöi blaðinu í gær að áletrun þessi væri á öllum um- búðum-utan um sjóveikitöflur, und antekningarl'aust. Samkv. reglu- gerð stendur á glösunum: Sjóveiki- töflur. Ein tafla áður en ferð er hafin, mest 2 töflur á sólarhring handa fullorðnum. Á myndinni sem birtist f blaðinu í gær var þessi varúðaráletrun á öllum umbúðunum, eins o^ reglui Litlum dreng bjargaa frá drukknun: „Ég hef aldrei lært þessa aðferð, aðeins séð hana" — sagdi Else Mie Sigurðsson, bókavör&ur Norræna hússins, sem brá skjótt v/ð, pegar slys varð í tjörninni v/ð húsið TVÖ lítil börn voru hætt honum, en ísinn brast komin í gærmorgun, er ís brast undan þeim á tjörninni við Norræna húsið. ísinn á tjörninni er mjög ótraustur, ekki sízt vegna þess að heitt afrennsli er í tjörnina og myndaðist þar því 6- traustur og svikull ís.— Litli drengurinn, 3 ára gamall, féll fyrst í tjörn ina, og reyndi þá 6 ára systir hans að bjarga einnig undan henni. Frá gluggum Norræna húss- ins sést ekki niður að tjörninni, vegna þess að grasbarð skygg ir á þann enda tjarnarinnar, sem nær er húsinu. Telpan litla hróp aði hástöfum á hjálp. Heyrðu skólapiltar í kaffistofu hússins hrópin og þutu á vettvang. Var það mesta mildi að hrópin skyldu berast þessa löragu leið, sem mest er að þaikka þeirri kyrrð sem þarna er svo og þvú að í kaffistofunni er útvarp ekki-haft f gangi. Bókavörður hússins, frú Blse Mie Sigufðsson kom á vettvang þegar piltarnir höfðu náð börn- unum á þurrt, en telpan hafði staðið í vatninu upp í háls, en drengurinn farið á kaf og sopiö mikið. Frú Blse sagði í gær aö hún hefði lítið eða ekkert Mf fundið hjá barninu, sem var farið að blána. Notaði hún blástursað- ferðina. „Ég hef aldrei lært þessa aðferð, en hef séð hana sýnda," sagði hún. Var það mál þeirra, sem blaðið talaði við í gær að nún hefði með þessu bjargað lífi litla drengs- ins, því talsvert vatn gekk upp úr honum við blásturinn. Telpunni varð lftið meint af volkinu. Eiginkona Ivars Eske land flufcti hana heim til sín, en börnin eiga heima þarna í nágrenninu. Líf drengBins hétok á bláþræði fyrst í stað, en þeg- ar leið á daginn var séð að lÆfi hans var borgiö. „Börnin sækja ákaflega mikið hingað í mýrina og tjjörnina, svo við höfum varia við að bægja þeim frá," sagði starfsfólikið í Norræna húsinu í gær. Tjörn- in er ekki afgirt, — en strax upp úr hádeginu í gær var verið að flytja tim'bur að húsinu til að girða tjörnina. Mun einhrver ágreiningur hafa veriö um það hverjum bæri að girða, en eftir slysið í geermorgun varð loks af framkvæmdum, hver svo sem á heiðurinn af þeim. —JBP Engin ástæða að skerða verðlagsbætur — segir B'förn Jónsson varaformaður ASI —.. ASI sl'itur verðbólguviðræðunum Á GRUNDVELLI þeirra upplýs- inga, sem komið hafa fram í viðræöunum um ráðstafanir gegn verðbólgu, getum við ekki séð að neitt gefi tilefni til þess að álíta, að ekki megi ráða við vandann án þess að skerða kjarasamningana frá í sumar, sagði Björn Jónsson, varafor- maður Alþýðusambands íslands í viðtali við Vísi í gær. Við hófum hins vegar enga vissu um, hvernig efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar verði háttaö og ríkisstjórnin hefur ekki verið fáan leg til að lýsa þvf yfir, að kjaite- samningarnir verði ekki skertir í þeim aðgerðum. Vegna þessa og einnig þar sem gagnasöfnun er lok iö lítur miðstjórn ASl svo á, að viðræðunum milli Alþýðusambbnds ins og rfkisstjórnarinnar sé lokið sagði Björn. — Á grundvelli gagn-! anna sem lögð hafa verið fram í viðræöunum, verður ekki séð, að nein ástæða sé til að skerða greiðsl ur verðfagsbóta á laun né önnur atriði kjarasamninganna, en mið- stjórn ASl hefur bent á aðrar leiðir. —VJ Ég er ekki nein hetja dagsins, sagði Else Mie Sigurðsson, norskur bókavörður við Norræna húsið, ég gerði bara það sem ég gat. Hér bendir Else blaðamanni á staðinn í tjörninni, þar sem börnin duttu út L Kaupgjald verkamanna 37% hærra en í fyrra — lausn vandans nú er að snúa dýrt'ibar- hjólinu til baka oð /. ágúst KAUPGJALD ófaglærðra verka manna er f dag talið 36,1% hærra en það var að meðaltali ( fyrra, kaupgjald faglærðra vfir«amanna um það bil 40% hærra en það var í fyrra, sem svarar til þess, að meðalkaup þessara stétta sé nú 37% hærra að meðaltali en í fyrra. Þetta kom fram í ræðu viðskipta málaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gísla sonar, á aðalfundi Verzlunarráðs Islands í gær. — Ræða ráðherr- ans einkenndist öM af tölum um hina mjög svo hagstæðu efnahags þróun á þessu ári, en um leið viðvörunum að verðlagshækkanir, sem nú eiga sér stað muni geta gert mjög erfitt fyrir, nema gripið sé til sérstakra ráðstafana, — ráð- stafana, sem ailir þjóöfélagshóoar hagnist á þegar öil kuri eru koniin til grafar. Ráðherra lýsti því yfir að vand inn væri nú fólginn í því aö snúa dýrtíðarhjólinu til baka, sem því nemur, er þaö hefur snúizt áfram síðan 1. ágúst, eöá um 6%, sem verðlag mut\di hækkla í nóvember ef ekki verður gripið til ráðstafana Það kostar auðvitað þjóðarheildina eitthvað að lækka verðlasið aftur, en það mundi kcsta hana enn meira að láta verðlagið og kaup- gjaldið halda áfram að elta hvort annað. —VJ gera ráð fyrir. Hins vegar er þaö ekki þessi varíið, sem Néytenda- samtökin eru að tala um, beldm* nánari leiðbeiningar um hvernig meöhöndla ber þessi lyf, ems og fram kom í fréttinoi. Virðist þaö hlutverk ráðuneytis aö rannsaka hvort ástæða sé til áð slíkt verði gert, en að sögn lyÉsala f gær, er það ekki gert í ná- grannalöndum okkar, að því er ívar Daníelsson tjáði bllaðinu. Þetta vill hó" skólorektor sja Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart, hvað það er af efni sjónvarpsins, sem er í mestum nictum hjá Magnúsi Má Lár- ussyni háskólarektor. Kem- ur það t.d. fram f stutru spjalli við hann um sjónvarps dagskrá næstu viku, að hann saknar þeirra Fred Flintston- es og Barneys alveg gífurlcga, en þætti um menningarmál og annað slíkt segist hann láta lönd og leið. Viðtalið er að fínna á bls. 4 í blaðinu í dag. Atvinnuleysis- tryggingasjóður á óskalista Alþýðubankans — segir Hermann Guð- mundsson, formabur SparisjóÖs alþýbu ÞAÐ hefur alltaf verið skoð- un mín, að Atvinnuleysis- tryggingasjóður sé eign verkalýðsfélaganna, þar sem verkalýðsfélögin afsöluðu sér hluta af kauphækkun í samningunum 1955 f því skyni að sjóðurinn yrði stofn aður. Það værí því eðlilegt að hluti sjóðsins a.m.k. yrði á- vaxtaður hjá Alþýðubankan- um, þegar hann verður stofn aður, sagði Hermann Guð- mundsson, stjórnarformaður Sparisjóðs alþýðu í viðtali viö Vísi í gær. Hermann sagði, að nú væri unniö að því, að nýstofnaðir líf- eyrissjóðir verkalýðsfélaganna yrðu varðveittir hjá Alþýðubank anum. Þá væri eölilegt, að aðrir sjóðir, sem verkalýðsfélögin koma nálægt verði geymdir í bankanum, svo sem verkfalls- sjóðir, sjúkrasjóöir og orlofssjóð ir. Reglugerð 'b«M!k«ns hefur ekki enn veriö samin, enda hefur bankinn enn ekki verið form- ' lega stofnaður, en h*utafjársflfn un er að ljúka. Hermann taldi þó eðlilegt, að bankinn l«itað- ist fyrst og fremst við a9 lið- sinna þeim, sem eiga bankann, þ.e. félögiunum innan Ailþýðu- s%mbands Islands. —-VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.