Vísir - 31.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 31.10.1970, Blaðsíða 16
ISIR Laugardagur 31. október 1970. Hefur ekki enn fengið minnið PáU Stefánsson, aðstoðarflug maður Fokker Friendship flug- ; i vélar Flugfélagsins, sem fórst í, Færeyjum, hefur ekki enn feng ið minnið, hvað varðar flug- ' ferðina frá Noregi til Færeyja. I Við höggið missti hann úr allt, , sem gerzt hafði frá þvi að hann gerði flugáætlunina í Bergen,1 I þar til flugvélin skall niður. Engar niðurstöður eru enn komnar um hugsanlegar orsakir sfyssins og alveg óvíst, hvort þær verða nokkurn tíma al- veg kunnar. — VJ „Samllf- rænar v'iddir" „Myndverk mitt vil ég nefna samlffrænar viddir. Það er, allt upphaf, blómi, fölvi. Það, sem þénst út og dregst saman, hverf ur inn í skuggann eða tindrar í ljósi. Leit aö viðtækri saman- tekt þess ytri og innri heims, sem ég og leitast að sjálfsögðu við að auðga. Það má Ifka einfaldlega nefna það saxnsteypu, þess sem ég hef séð og lifað. í sérhverjum sta-ffiáianga reyni ég að sækja dýpra inn á svið hugans og um leið að slöngva mér lengra út í heiminn,“ segir Viihjálmur Bergsson, listmálari um sýningu þá sem hann opnar í dag klukk an 16 í Gallerie Súm. Sýning hans stendur til 15. nóvember og verður opin daglega klukkan 16—22. Vilhjálmur hefur sex sinnum áður haft einkasýningar í Rví'k. Tvisvar hefur hann sýnt í Kaup mannahöfn, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og út um lönd. —GG HCRNAÐARÁSTAND Á SmiSFIHDI Varðskip varð að skakka leikinn, jbegar brezkir sjóarar stálu úrum fyrir 150 jbús. 7 vígreifir sjóarar af einnig inn í söluturn og brezka togaranum Ars- enal GY 45 frá Grimsby, sem undanfarna 4 daga hefur legið inni á Seyðis firði í viðgerð, brutust inn í Kaupfélag Héraðs- búa þar á, staðnum og stálu þeir vasaúri^j í stórum stíl. Mun verð- gildi þýfisins nema um 150.000 krónum. Þjóífnaðurinn átti sér stað í fyrrinótt, einhvern tíma á milli klutokan 3 og 6, og uppgötvaðist hann fljótlega. Togarinn var þá strax rekinn frá bryggju. Lög reglan á Seyðisfirði kallaði upp varðskip sem var skammt út af Seyðisfirði og bað um aðstoð þess við að ná í þjófana. Kom varðskipiö svo inn á Seyðisfjörð og fóru nokkrir varðskipsmanna auk lögreglu- manna um borð, vopnaðir kylf um. Skipverjar voru hinir verstu og sýndu varðskipsmönnum mót þróa. Brugöu þá varðskipsmenn á það ráð að handjárna 3 þjóf anna og færa þá í betrunarhús- ið. Þar dúsa þeir núna meöan málið er í rannsókn, en hinir 4 sem ekki voru teknir, eru enn um ’borð í togaranum. Einnig eru um borð 2 lögregluþjónar og einir 4 varðskipsmenn með kyifur slnar. >••••••••••••••••••••••• ■ Þessir voru í þungum þönkum aö velta fýrir sér einni þakgerðinni á ráðstefnu Arkitektafélagsins í gær, er ljósmyndarann bar aö. 80 menn skeggræða um þök 80 byggingamenn, verkfræð- ingar, tæknifræðingar, arki- tektar og iðnaðarmenn sitja nú ráðstefnu í Reykjavík, — sem Arkitektafélag íslands stendur að og heldur í húsa- kynnum sínum að Laugavegi 26 — húsnæði Byggingaþjón ustu Arkitektafélagsins. Þess ir 80 byggingamenn eru þarna samankomnir til þess að skeggræða um og hlusta á erindi sem öll hafa það sameiginlegt að fjalla um þök. „Reynsla mfn af þökum“. „Þök í byggingarlist" „Þök í skipulagi", „Byggingasamþykktir og þök“, „Þakgerðir og upphitun", „Flöt þök“, þetta eru heiti nokkurra er- indanna sem flutt hafa verið á ráö stefnunni, en hún hófst á fimmtu daginn var og lýkur siðdegis í dag. Bárður Daníelsson, arkitekt tjáði Vísi að þetta væri önnur ráðstefn an í röðinni sem Arkitektafélagið gengist fyrir, en hugmyndin væri að gera slíka árlega ráðstefnu að hefð, eða jafnvel að halda þær oftar. Fvrsta ráðstefnan var ha'ld in í fyrra og fjallaði hún um „Nú- tíma byggingarhætti í fslenzkri veðráttu". Sagði Bárður að hugs- anlegt væri að erindi þau sem f'Iutt voru á ráðstefnunni yröu gefin út, eða a.m.k. fjölrituð. Málefni ráðstefnunnar, þökin, voru rædd frá hagnýtum hliðum og fagurfræðilegum, og komnir voru til ráðstefnunnar tveir erlend ir sérfræðingar Richard Gill frá Cape Universal Building Produots Limited og ræddi hann um „Asbest sem þakefni". Hinn er Bent Ras- mundsen, verkfræðingur frá fyrir- tækinu ViUadsen í Danmörku,—GG Nánari tengsl Norðurlanda- ráðs og ríkisstjórnanna Vilhjálmur við eina myndina, „Deildir 1“. Forsætisráðherra, Jóhann Haf-1 stein, heldur utan til Kaupmanna-1 hafnar í dag til aö sitja fund for sætisráöherra Noröurlanda og for- sætisnefndar Norðurlandaráös. — Fundurinn er haldinn til að undir búa þing Norðurlandaráös í Kaup- mannahöfn í febrúar n.k. Að því er forsætisráðherra sagði í viðtaii við Vísi í gær er mikilvæg asta málió á dbgskrá ákvöróun for sætisráðherranna um breytingu á Helsinkisamþykktinni, sem fjailar um starfsreglur ráðsins. Munu ráó- herrarnir taka afstöðu til þeirrar til lögu, að Komið verði upp flasta- nefnd ráðherra, sem fjalla um Norðurlandamálefni. Ef þetta verð ur samþykkt með fyrirvara um samþykki þjóðþinga landann'a mundi það gera rkisstjórnir Norð urlandanna tengdari Norðurlanda- I Norðurlandanna, sagði Jóhann Haf- ráði og þar með styrkja slamvinnu I stein. — VJ •••••••••••• »«••••• >••••••••••••••••• Skipverjar á Arsenal eru hinn versti óeirðaiýður. Sagði skipstjörinn að vont væri að fá sómakæra menn í Englandi á þessa gömlu sáputogara, þvf nýtízku veiðiskipin hirtu alla þá beztu, Benti hann fréttaritara Vísis á eina þrjá af áhöfninni sem hefðu komizt undir manna hendur í Englandi. Ekki er enn vitaö hvað mennirnir hafa gett við þýfið. Hugsanlega er það fal ið einhvers staðar í togaranum, eða þá að þeir hafi einfaldlega fleygt þvi í sjóinn. Mikilil s'láfct- ur hefur verið á Bretum á Seyð- isfirði meðan Arsenal hefur leg ið þar inni, og segjast gamlir menn ekki minnast þess að brezka ljónið hafi áður sýnt Seyðfirðingum slikan dólgsháfct. —GG F riðrik tapaði engri skák Ellefta umferðin og sú siðasta i afmælismóti Taflfélags Reykjavík- ur var tefld gærkvöldi, og vann Friðrik Ólafsson skák sína viö Braga Halldórsson og varð þar með skákmeistari Taflfélags Reykjavikur árið 1970. Friðrik hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum, tapaði engri skák, en gerði tvö jafntefli - annað við Braga Kristjánsson og hitt við Jón as Þorvhldsson. Það verður ekki fyrr en að lok- inni biðskák Stefáns Briems sem hefur 7 vinninga og Braga Kristj- ánssonar, skákmeistara Taflfélags Reykjavikur 1969, sem hefur 6>/2 vinning, — að víst verður, hver hreppir hnnað sætið á mótinu. — Ská'k þeirra fór f bið f gær og virð ist staðan flókin, en Stefán hefur þó mann yfir. Bjöm Sigurjónsson, Guðmundur Ágústsson, Ingi R. Jóhannsson og Bjöm Þorsteinsson hafa allir 7 vinninga, en Ingi náði jöfnu við þá með því aö vinna Guðmund Ágústsson í síöustu umferðinni. í meistaraflokki tefldu 32 og er þettla eitthvert fjölmennasta mót sem teflt hefur verið hér innan- lands sl. 10 ár. — GP : Hjólinu stolið tvö ár i röð \ l — og ónnur stolin hjól skilin eftir I’ annað skipti á tveim árum hefur reiðhjóli verið stolið frá 13 ára dreng vestur á Bárugötu 22. í fyrra var nýju hjóli stolið frá honum, og annað hjól, sem reyndist stolið, var skilið eftir. Nú hefur það sama hent sig, enn var nýju hjóli drengsins stol ið og annaö skilið eftir. I báð- um tilfel'lum þekkti drengurinn stolnu hjólin og kom þeiru til skila, en af hans eigin reiðhjól um hefur ekkert spurzt. þrátt • fvrir eftirgrennslan. Er þetta bagalegt, því dreng- urinn er veikur í fótum og baki og þarf að sækja skóla á hjól- inu og æfingar í sjúkraleikfimi. Hjólið er blátt að lit með hvít um brettum með verksmiðju- númerinu 1135820. Áreiðanlega munu foreldrar þeirra, sem tóku hjólið sjá svo um að eigandan- um verði skilað sinni lögmætu eign. a.m.k. vonar dréngurinn það enda er hann orðinn hvekkt ur að vonum. • JBP Sjöunda kirkjuþingið hefst í dag Kirkjuþing hið sjöunda i röð- inn hefst í dag með guðsþjónustu í HaHgrímskirkju. Það er skipað 15 fulltrúum, sem kjörnir eru í kjör dæmum, en biskup og kirkjumála- ráöherra eru sjálfkjömir. Klrkju- þing er haldið samkvæmt lögum annað hvert ár. Við guðsþjónustuna í dag predik ar séra Gunnar Ámason og þjónar fyrir altari. Þingfundir verða haldn ir í safnaöarheimili Hallgríms- kirkju. — SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.