Vísir - 14.11.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 14.11.1970, Blaðsíða 13
\ ! ' f,\, \ ('WilY :Tí V H 'f T 'Í.WN 'S \ \ \ \ V \ > 1 • 1 ‘I \ !- •' '.' • \'i \ ' \ t » \ ' n Biíreiðaeigendur Opnum i dag við Hraunbæ í Árbæjarhverfi nýja afgreibslu- stöð fyrir SHELL vörur. Samtímis bæftir öll afgreiðsla frá verzluninni Ásbúð — Gjörið svo vel og reynið stórbætta bjónustu i OLÍUFÉLAGIÐ SKEUUNGUR h/f V í SIR . Laugardagur 14. nóvember 1970. — nýja kennslutæknin miðar að jbví að broska barnið — talað við Guðmund Magnússon um myndlistakennslu i skólum ~pMnn þeirra manna, sem sóttu ráðstefnu um stöðu sjón- menntar á íslandi, sem skýrt var frá á síðunni í gær, var Guðmundur Magnússon fbrmað ur Fólags íslenzkra myndllista- kennara, en Guðmundur er m.a. myndlistakennari við Haga- skóía. Blaðið sneri sér til hans og spurði fyrst: Hver er nauð- syn myndíðakennslu I skólum? „1 fyrsta lagi sú að teikning ■ þroskar ýmislegt hjá barninu, t.d. sjálfstæði. Einnig athyglis- gáfu, barnið skynjar umhverfi sitt betur, sem eykur námshæfi leika þess. Við kennarar erum t.d. ó- ánægðir yfir því, að myndlista- kennsla hefst ekki fyrr en um 10 ára aldur, því að á 6—7 ára stigi er mibil þörf hjé baminu að tjá sig i myndum. Við teikni kennarar fáum ekki börnin til umsjónar til að þroska þennan hæfileika hjá þeim fyrr en þá. Þetta er álíka og bamið fengi ekki að byrja að læra að lesa fyrr en tíu ára gamalt. Inn í myndilstakennsluna fellur einn- ig fagurfræði og myndfræðsla. Kennarinn verður að þroska til finninguna fyrir fagurfræði hjá bömum, það sem við köllutn í daglegu máli smekk bamsins á umhverfi sínu.“ — Ég hef heyrt, aö teikni- kennsla bama hafi jafnvel farið þannig fram, að þeim hafi verið (afhent vinnubókarblöð með teikningum, sem þau áttu síðan að lita með ákveðnum litum — fer slík kennsla enn fram „Tá, til mjög skamms tíma hef " ur hún gert það, en sem betur fer er þetta að breytast. Það var litið á teikningu sem einhvers konar leikskóla Bamið færi f teikningu til að slappa af frá erfiðari námsgreinum. En allt f einu uppgötvaðist það, að hún var glfma, og að hún hiálp aðj baminu að taka upp sjálf- stæðara mtat á hlutunum. Nýja kennslutæknin miðar að því að þroska barnið og nú er mynd- listarkennslan meira en teikn- ing, nú er farið að kenna grafík, leirmótun, málun og myndlist kynnt. Það er ekki lengur unnið eingöngu með blýantinn og sem betur fer er þessi eftiröp- un verkefna að hverfa, ef hún er ekki horfin. Það má einnig geta þess, að þeir kennarar, sem nú eru að útskrifast úr Myndlista- og handíðaskólanum eru mjög færir, en þar stunda þeir geysi- lega strangt nám. Nemendur eru alhliða myndlistíafólk, þegar þeir koma úr þessu námi. Það verður enginn teiknikennari fyrr en hann er búinn að ganga í gegnum öll stigin. Þetta er því að breytast, en ennþá er hægt að finna fyrir krakka f gagn- fræðaskólum, sem enn eru á mjög lágu stigi f teikningu, en eins og ég hef sagt er þetta að batna.“ — Þá er það spurningin um endurhæfingu kennara. „Jú, endurhæfing kennara er að byrja héma. Kennarar hafa verið á námskeiðum að læra grafík og leirmótun og núna síð ustu árin hafa borizt hingað ýmsar góðar kennslubækur um þetta fag. En ég harma það, að það er engin reglulega góð kennslubók f teikningu til á ís- lenzku. Þaö vantar yfirleitt kennslubækur um teikningu og listir á fslenzku, þær em varla til, og varla hægt að segja að það sé hægt að vísa nemendum á skólabókasafnið, þó þeir finni þar bækur á öðmm málum. — Þarna getur einnig sjónvarpið komið að liði. Ég sakna þátta eins og t. d. þeirra, sem Björn Th. Bjömssón og Hörður Ágústs son vom með. Ég varð þess var hér í skólanum, að krakkarnir komu til mín og vildu fá að vita svolítið meira. Tjað er margt, sem kemur í hug ann, þegar rætt er um þessi má'I t.d. það, að margir skólar hafa ekki neina stofu fyrir teikni kennslu. Ég tel alveg vonlaust að hafa ekki slíka kennslustofu. Það tekur of mikinn tíma kenn arans aö hreinsa til eftir kennsl una og getur orðið til þess t.d. að kennarinn fái ekki taekifæri til að nota lfm og fleira. Þama er erfiður þáttur í starfi teikni-, kennarans. Honum er ekki sköp , uð sú aðstaða, sem hann þarfn- ast.“ \ ) — Getur þú skýrt þá fordóma i sem maður verður jafnvel var / við hjá 9 ára börnum í sam- \ bandi við myndlist? 1 „Bömin em komin upp f tíu l ára bekki, þegar teiknikennar- / amir taka við þeim. Þar ti'l þá 1 hafa þau verið hjá mishæfum 1 mönnum. Áhrifin koma einnig l frá umhverfinu. Það kemur oft / fram, að uppalendur bókstaf- I lega eyðileggja myndgetu. barn- L anna vegna þess, að þeir gagn- í rýna það, sem böm gera, hlæja / að þvi. Það þyrftj að hefja mynd 1 ... með skilningi skólastjóra kenni ég hér í allsnægtum... Guðmundur Magnússon myndlistakennari er ánægður með kennsluaðstöðu, sem er betri en í mörgum öðrum skólum. listakennsluna, þegar börnin eru sex ára, með sérmenntuðum kennurum, og myndlistin er auð. vitað kjamafag og eins mikil nauðsyn og íslenzka. Börn þarfn ast þess að öðlast myndvit — nákvæmlega eins mikið og orð vit. Það er einnig von mín, að skrifuð verði bók á íslenzku um bamalist og listfræðslu. Jþað þarf einnig að koma kennslunni inn á öðrum stöðum. Það er forkastanlegt að teiknikennslu er Haett við 14 ára aldur og ekki kennd í 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla, einmitt þegiar á að byrja myndlista- kennslu og myndlistasögu. — Einnnig að það skuli ekki vera teiknikennsla f landsprófi. í þessum bekkjum og einnig í menntaskólunum hefur sáralítið verið minnzt á formfræði og á litafræði. í þeirri litlu lista- sögu, sem kennd er — er gert mikið úr því t.d. að Van Gogh hafi skorið af sér eyrað í brjál- semi, en ekki hvað, list hans er stórfengleg. Þetta viðhorf kemur reyndar fram í öðrum kennslu-- • greinum." -*• ----- •»•*•* . — Hver er hlutur safnanna í listfræðslu í skólum? „Það er aðeins einu sinni farið með bömin, þegar þau eru f 2. bekk, í Þjóðminjasafnið. Lista- safnið er sáralítið sýnt en þar er eitt kennslutækið, sem vantar alveg. Þennan þátt ætti að efia mjög mikið. Ég fer oft út með börnin t\ d. f Þjóðminjasafnið, -þau kynaá séf safnið, teikna upp hluti og þegar þau eru búin aö eignast einn hlut á þennan hátt vilja þau vita meira. Ferðum á söfnin ætti að skipta milli fs- lenzku, sögu og teikningar.“ 1 lokin segir Guðmundur: „Svo er það frumkrafa okkar kennaranna, að bekkjunum sé s'kipt og að í hverjum myndlista tfma séu ekki nema 16 nemend ur. Eins og ástandið er núna er-, um við með 30 nemendur í bekk sem þýðir það, að við höfum 1—2 mínútur fyrir hvem nem anda. Færri nemendur hafa auð- vitað í för með sér betri kennslu og um leið meiri árangur." —SB ------------------1----------- Bjariii Betiediktsson ÞÆTTIR IJR FJÖRUTÍU ÁRA STJÓRNMÁLASÖGU BÓKIN FÆST í: BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLÖNDAl SKÓLAVORÐUSTÍG 2 OG AÐALSTRÆTl 6, BÓKAVERZLUN. SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR AUSTURSTRÆTI 8 VALHDLL V/SUÐURGDTU 39 OG GALTAFELLI, LAUFÁSVEGI 46 SAMBAND U N G R A S J A LF.S T Æ Ð I S M A N N A

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.