Alþýðublaðið - 24.01.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1922, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ íraanna. Mikil er heimskan t Morg unblaðiö ætlar sér »ð teija íþrótta mönnum trú uæ, að bezta ráðið til þess, að sjá sínum málum borgið, sé það, að fá mann inn í bæjar- srjórnina úr þeim flokki, sem ætlar sér að draga sem mest úr íþrótt- um með skattaálagningu. Það var MorgunblaðsHðið í bæjarstjórninni, sem lagði skattsinn á fþróttasýn- ingar. — Jatnaðarmenn börðust á móti. íoróttaíéiögin eins og þau eru samsett, geta ekki verið pólitfsk, og ætia sér ekki að verða það, þau vita, að um leið og þau gerðu það, kvæða þau upp sinn eiginn dauðadóm. Greinin er blekkingár, aðstand- eadur Stefnis listans geta ekkert fundið sem meðrrtælí með einum af næstbeztu mönnunum nema það, að hann hefir^eitthvað kákað við leikfimi, og er studdur af þeim flokki, sem ekkert þekkir tiigang iþrotta, en ætlar sér að draga úr þeim sem mest með skattaálögum. í tilefni af kosnmgunum verður almennur kvennafundur haldinn í Barunni, miðvikudaginn 25. þ m, kl. 8V2 n. h. Konurl sýnið þann áhuga ad sækja þennan fund. Kosninganefnd Kvenfélagsins. íþróttamenn vita sjalfir hverjum þeir vilja trúa fyrir simim rnálum og að Mogga ráð eru óheillaráð. íþrbttamaður, DívanaV, — fjaðramadressur, strigamadressuro.fi. Sooíðað nýlt og entíurbætt gamalt á Freyjug. 8. Vinnan vönduð. — Verðið lægst. StÚlka óskast i vist í mán aðsutfma Uppl. á Frakkastíg 6. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. H.f. Vepzlun „Hlff" Hverfisgötu 56 A. Taubláml 15—18 aura. Stivelsi, ágæt tegupd, pk. á 0,6$. Stanga- sápa, óvenju ódýr Sölskinssáp- an alþekta. Sápuuuft, sótthreins- andi, á 0,30 pakninn. Protta- bretti, n>jog sterk. Taublemmur o. m. fl, tit þrifnaðar og þægtada. Muniðl að áltaf er bezt og ódýrast gert við gúmmfstígvél og annan gúmmfskófatnað. einnig fæst ódýrt gúmmiiím a Gúmmí- vinnustofu Rvíkur, Langaveg 76. Edgar Rice Burrougks: Tarzan. endilangur á þilfarið um leið og hann hellir úr fötunni og atast allur í skólpinu úr henni. Þetta var 1 svipinn hlægilegt; en að eins í svipinn. Skipstjórinn stökk á fætur eldrauðúr af reiði og kross- bölvandi, og rak sjómanninum rokkna löðrung, svó hann hné niður. Maðurinn var lítill og aldraður, svo fúlmennskan var því meiri. Hinn sjómaðurinn. var aftur á móti hvorki lítill né gamall — hann var tröll að vexti, með hræði- legt svart yfirskegg, og gildan svíra á breiðum öxlum. Þegar hann sá félaga sinn detta, hölvaði hann, stökk á skipstjórann urrandi og barði hann eitt högg svo hann féll á kné. Skipstjórinn fölnaði, því þetta var upþreist og hann hafði áður mætt upp'reist og bælt hana niður. Án þess að, standa á fætur, þreif hann skammbyssu upp úr vasa sinum, ,og skaut úr henni beint á vöðvaturnin sem stóð upp yfir honum; en þó hann væri snar, var John Clayton það líka, svo kúlan, sem lenda átti í hjarta sjómannsins, hafnaði í fæti hans, því Clayton sió á handlegg skipstjórans, um leið og hann sá vopnið glampa í sólskininu. Þeim Clayton og skipsjóra fóru orð á milli. Hinn fyrnefndi lét það fyllilega í ljósi, að hann hefði and- stygð á þeirri meðferð, sem hásetarnir yrðu fyrir, og að hann vildi ekki sjá slíkt meðan hann og kona hans wæru farþegar á skipi hans. Skipstjórinn var kominn á flugstig með, að svara xeiðulega, en áttaði sig, séri sér við, og skundaði aftur skipið, sótsvartur af bræði. Hann kærði sig ekki um að komast í andstöðu við enskan embættismann, því hinn sterki armur drotning- arinnar hélt á refsingarvendi, sem hann gat virt og sem hann óttaðist — herskip Englands sem voru um ©11 höf. Sjómennirnir bröltú á fætur og hjálpaði sá eldri þeim særða til að standa upp. Tröllið, sem var nefndur Svarti Mikael, meðal félaga sinna, reyndi særða fótinn og er hann fann að hann þoldi að stíga í hann, snéri hann sér að Clayton og þakkaði honum hásum rómi" Þó hljómurinn 1 röddinni væri harður, voru orðin vafalaust vel meind. Hann hafði varla lokið máli sfnu áður en hann snéri sér við, og haltraði til hásetaklefans, svo ekki gæti neitt orðið úr frékari samtali. Þau sáu hann ekki allmarga daga, og skipstórinn virti þau varla þess, að heilsa þeim, nema þegar hann var til neyddur. Þau borðuðu í yfirmannaborðsalnum, eins og þau höfðu gert; áður en áflogin urðu, en skipstjórinn gættí þess vandlega, að skyldur hans gæfu honum ekki frið til að borða á sama tfma. Hinir yfirmennirnir voru ruddamenni, ömentaðir, og lítið betri ,en hásetamir sem þeir drotnuðu yfir, og þeir voru þeirri stundu fegnastir er þeir komust hjá þv/, að hafa samneyti við enska ,lávarðinn og konu hans, svo þau hjónin værn mjög út af fyrir sig. Þau æsktu heldur einskis Iremur, en það útilokaði þau frá lífinu á þessu litla skipi, svo þeim var ekki kunnugt um dagleg atvik, er bráðlega enduðu í blóð- ugum sorgarleik. Það lá eitthvað það i loftinu, á þessu litla skipi, sem sagði fyrir ógæfu. Á yfirborðinu sáu Clayton og kona hans ekki annað, en alt gengi sinn vanagang, en ein- hver fyrirboði sagði þeim, að hætta vofði yfir, þó þau ekki mintust á þáð hvort við annað. Á öðrum degi eftir að Svarti Mikel hafði særst, kom Clayton matulega upp á þiltar, til þess að sjá, að fjórir skíþverjar bæru særðan félaga sinn fram á, en fyrsti stýrimaður stóð með þungan járnflein í hendini og horfði á eftir þungbúnum sjómönnunum. Glayton spurði einskis — hann þtirfti þess ekki — og daginn eftír, þegar hann sá til ferða ensks herskips var hann að hugsa um, að krefjast þess, að verða sett- ur yfif á það, því hann óttaðist stöðugt meira og meira, að þau mundu ekkert nema ilt eitt hljóta af veru sinni á Fuwalda. ¦TJm kvöldið voru þau svo nærri herskipinu, að kalla hefði mátt til þess, en rétt í því, að Clayton ætlaði að fara að biðja skipstjórann, að flytja þau yfir um, varð honum Ijóst, hve slík bón vseri í raun og veru hlægileg. Hvaða ástæða var fyrir því, að hann snéri aftur sömu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.