Vísir - 04.02.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 04.02.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Fhnmtudagur 4. febrúar 1971, 9 Mætustu synir borgarinnar konrnir oni poll að leika lcappa. JÓN HJARTARSON skrifar janúarannál: Jginatt skal landinn finna ein- hverja leið til að kvelja sjalf an sig og pína. Það mun sannast mála að þjóöin hafi fundið hina mestu fróun í kúgun Dana hall ærum og náttúruhamförum gegn um aldimar, volæði og hor. Nú eru fsilendingar ekki fyrr laus ir undan þessari áþján, en þeir taka sig til og lögskipa harðræði í landinu og upphefja áróður fyrir því að menn svelti sjálfvilj ugir, svo fremi aðrir verði ekki til þess að svelta þá: Á ekki að fara að reka fólk út i haga eins og skepnur til þess aö láta það hlaupa af sér þetta mannsmót, sem á það var komið á stuttri velferð? Er það þjóðarnauðsyn að íbúar landsins hangi sífellt á horriminni? ★ Menn eru ekki fyrr búnir aö leggja líf sitt og heilsu að veði til þess að eiga náðuga daga, en farið er að heimta af þeim aö þeir snúi baki við öllu saman til þess að verða ekki aumingj- ar fyrir aldur fram, eins og sagt er. Hér fyrir stuttu þóttu þeir einir aumingjar, sem ekkj áttu bíl. Nú verða menn aumingjar á að eiga bfl. Að vísu nota aílir betri borgarar bflinn ennþá tii þess að fara á í vinnuna. En þeir aka líka ævinlega einhvem tíma dagsins á afvikinn stað til þess að ganga og hlaupa þar eftir mætti. Helzt á afgirtum svæðum bar sem almenningur er ekki á ferli, svo að einhver fari nú ekki að halda að þeir séu að ganga í eða úr vinnu, eða jafnvel elta 'trætisvagn, eins og þeir væru 'býða. ★ laður þorir ekkj orðið að i lyftu svo fólk sjái til. Sá yrði þá ásakaður fyrir að vera að eyðileggja sjálfan sig. For- fallnir reykingamenn eru teknir upp á þvi að reykja í laumi, enda er litið á þá sem fara kæru leysislega með tóbak eins og hverja aðra dóbista. Nú er það mest dyggð að sulla í vatni hálf an daginn, ýmist heitu eða köldu helzt hálfnakinn, hvemig sem viðrar, hlaupa um móa og veg- leysur, einkum í óveðrum. Einn ig mun það ekkj talið ófínt aö hjóla, svo framarlega sem menn halda hjóireiðunum innan ramma heilsuræktarinnar, en fara ekkj að viðhafa þær hvun- dags. ★ Þeim mun náttúmlausari sem karlpeningurinn verður á þessu trimmi, gengst konan æ meira upp f eggjan með kroppasýning um og tilstandi. Fegurðarsam- keppnj er að verða einhver um- fangsmesti iðnaður þjóðarinnar. Framleiðslan eykst með hverj- um mánuði og hún er sögð mun meiri landkynning en fiskurinn Þó er fiskurinn alltaf að verða vinsælli og vinsælii, dýrari og dýrari. Það hlýtur að verða dýrt í þeim pundi'ð þessum þrumuljóskum, sem við sendvm á heimsmarkaðinn. þegar öl1 kurl eru komin til grafar. -k Svo virðast þeir í útlandinu loks hafa lært fslenzka bænda- menningu foma, úr því lýs og pöddur eru taldar til sjálfsagðra þæginda á lúxushótelum. Hins vegar brá mörgum sönnum ís- lendingi f brún, þegar þær frétt ir bárust um sveitir landsins, að íslenzkar dætur loftsins flug- freyjumar elskulegar vildu ekki þýðast þennan fomvin sinn ar þjóðmenningar. Þær eru raun ar sagðar fátt vilja þýðast þess- ar vaikyrjur. ★ Og nú er mörður fóstri kom- inn á kreik, farinn að slá sér á pútur. Fróðir menn segja að ekki borgi sig lengur að hafa hann innj í búrum. Þetta sáu Norð- menn f tíma og losuðu sig við kvikindið til íslands til skemmt unar skátum og öðrum athafna sömum spaugurum. Nú blasir það raunar við, hvemig bezt er að græða á minknum, þegar skirinin eru verðlaus. Þá er bara að ala upp unga til aö hleypa út í hagana, bíða þeirra þar með byssu og skjóta. Fyrir það fást þó altént 700 kr. pr. skott, og það er meira en fæst fyrir skinn ið. — Nú er sem sagt um aö gera fyrir minkaræktarmenn að fá sér byssu. ★ Silfurhrossið töltj inn til Jó- hannesar úr Kötlum þreytt á úti ganginum. Það hefur ekki kom ið f hús frá því í fyrra. Sá sem þá átti að hýsa það keppist enn við að stugga þvi frá sín- um bæjardyrum og sver af sér öll mörk á því ágæta hrossi. — Annars fláðu íslenzkir rithöf undar ekki feita sauði þetta ár ið. • Langþráð Norðurlandaver* laun gengu þeim úr greipurr sem og annað hnos-s. Aldrei hafa þeir átt jafn bágt. ★ Tímar eru erfiðir Móðan bláa mettar andrúmsloftið, fiskurinn f sjónum ærist af kvikasilfri blómin fölna af flúoreitrun hugarfariö mengast af sora o? klámi, ungæ kyns-lóðin nestar sig hassj og enn verri fíkni-lyfjum á Bfs-flótta sínum. Á þessum tím " um hljóðfráu þotahna leitar f margur sálufélags hjá málleys-. ingjum, einkum hundum. Og láir þeim nokkur? Nú á hins vegar líka að skjóta hundinn , og er þá ekki fokið í flest skjól - hjá mannskepnunni? ★ | Island er víst orðið eina land- ið i heiminum, sem hefur hreint loft ti-1 sölu handa útlendingum og öldungis eina landið í veröld innj sem viðheldur ennþá ætum laxi i ám. Al-lt þetta getum viö selt heimstúrismanum háu v-erði og unnið okkur inn góðan skilding með því að selflytja gróssera milli landshluta, malla oní þá, dæla í þá hreinu lofti og veita þeim annan beina. i ★ Aldrei verður meira um túr i-sta en í sumar og aldrei veröur þeim fagnað betur en í ár. Að- eins eitt hús virðisf vera i bygg inu ef dæma má af skrifum blaðanna, það er hótelkassi við Öskjuhlíö. Slík hús spretta nú upp eins og gorkúlur um allar iarðir. Áður en varir verða al-1 'r íslendingar búnir að fá vinn- á svona hótelum, og við þurfur í sjálfu sér engu að kvíða, þe- ar hugsjónamenn eins og Bin Crosby og Charles See hafa te’ ið ísland upp á sína arma. ★ En meðan við bíðum eftir túr istum er þó smuga í þessum hús um fyrir íslenzkar samkomur Og við spænum þar í okkur há- karl og bringukolla upp úr harð- viðartrogum. — Hafið þér gefið í Ástralíusif nunina? Vigdís Gissurardóttir, starfst. hjá SS: — Nei, því hef ég nú ekki komiö í verk ennþá sökum tímaskorts. Ég er hins vegar reiðubúin að gefa nokkrar krón ur í söfnunina. Sjálf vildi ég ek-ki svelta í útlöndum. — Gæt uð þið ekki bara komið þess um tvö hundruð krónum til skila fyrir mig? .ónas Guðlaugsson, ritstj. Suð- umesjatíðinda: — Nei, en hefði þó ekkert á móti þvf. Þessari fjölskyldu er vorkunn, og mér finnst ekki annað en sjálfsagt, að þeim sé komið heim aftur. Hailfríður Guðmundsdóttir, hús móðir: — Ég hef nú ekki gefið neitt sjálf. Á það kannski eftir, þvi ég hef ekkert við það að athuga að hjálpa þeim sem eiga erfitt. — Það er ekki nema mannlegt. Jón Ingvarsson, verzlunarmaður: — Ekkert hef ég nú gefið enn sem komiö er. Söfnunin finnst mér ótvírætt eiga rétt á sér. Við megum til að kotna þessu fólki heim aftur. Taka með þeim ábyrgð á gerðum þeirra Jón Björnsson, skrifsto-fumaður: — Ég hef ekkert velt bessum málum fyrir mér og þá heldur ekki gefiö neitt i söfnunina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.