Vísir - 13.02.1971, Side 7

Vísir - 13.02.1971, Side 7
V t SIR . Laugardagur 13. febrúar 1971. cTMenningarmál 'I 1 S \ s ) \ s * V í \ !í * tfl hitaWog vatnslagna UN H.F. R.vih Brautarhqttr 4 Gunnar Bjömsson skrífar um tónlist: Á • • nni. undir sólinni Snfóníuhljómsveit ís- lands, 10. tónleikar — 11. febrú- ar 1971. Stjómandi: Bohdan Wodiczko, Einleikari: Halldór Har- aldsson. Efnisskrá: Prokofiev: Klassíska sinfónían, I Bartok: Píanókonsert nr. 3, Albéniz: „Iberia“, hljómsveitarsvíta. ar frá er talinn „Pétur og úlfurinn“ er Klassíska sin- fótrían ef ti! viil þekktasta verk Rússans Serge Prokofievs (1891—1953), sem raunar er einnig fraegur fyrir að vera eina tónskáldið í heiminum, sem samið hefur kvikmyndamúsik, svo að eittlhvert bragð sé að (Alexander Nevsky, 1938). Lítið dálæti Prokofievs á kontra- punkti ásamt með afskiptaleysi hans af hefðbundnum tónteg- undaskiptum fá honum verðug- an sess meðal tónsmfða 20. ald- ar; hinn persónulegi tónn hans er hins vegar fólginn í ósvik- inni kýmnigáfu hans, sem víð- ast glæðir verk hans frumleika og nýjabrumi. Prokofierv var ungum legið á hálsi fyrir tónlistarlegan af- glapahátt (eins og mörgum góð- um mönnum á undan honum), og er Klassíska sinfónían við- leitni ungs höfundar ti! þess að sýna heiminum kunnáttu sína í hefðbundnu formi. Hún er í bezta lagi aðgengilegt verk á að hlýða og fólki, sem telur alla tónlist eftir 1850 óyndislegan aflægishátt, ráðlegg ég ein- dregið að nálgast þetta verk með einum eða öðrum hætti. 1 þvi samb. væri gaman að geta með góðri samvizku mælt með flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á verkinu. En það er ekki svo vel. Lengj hefur okkar ágæta hljómsveit ekki skotið jafn herfilega yfir mark- ið eða öllu heldur fram hjá þvi. Hverju er um að kenna? Fiar- veru konsertmeistarans? Fjar- veru stjórnandans í andanum? Mistækur er Wodiczko. Og samt er hann í rauninni alltáf samur og jafn í kaldrana sínum og fljótaskrift. Annars kunna auð vitað fæstir stjörnendur læknis- ráð við óhreinum hljóðfæraleik, eins og t.d. þeim, sem 1. fiðla viðhafði á vandmeðförnum. ó- nefndum stað í fyrsta þætti sinfóníunnar. Hér er spuming um að líta á röddina sína heima. Það er ennfremur lítil sanngirni að ætla stjórnandanum að blása Mfi í þróttlítið tréverk, eins og það, sem lauk upp rödd sinni í finaie-þættinum. En samt. Þrátt fyrir allt er það nú einmitt það, sem gerist, þegar góður dirigent er í brúnni. llTalIdór Haraldsson bjargaði ' kvöldinu. Ég tel hann tví- mælalaust fremsta konsert- píanista landsins. Tónn Hall- dórs er að vfsu ekki ýkja mik- ill, en hann er fagur og fegri hefði hann eflaust verið, ef hol- ur rómur þessa gjörómögulega píanós hefði ekki alls staðar kæft í fæðingunni sérhverja heiðarlega tilraun til fallegrar tónmyndunar. En þeim mun mejra verður afrek Halldórs, sem sýndi af sér fágun og sam- vizkusemi, ásamt virðingu fyrir viðfangsefninu. Mér verður hann minnisstæðastur í ljóð- rænum korðum hæga þáttar- ins, en með þvi er þó engan veginn sagt. að nokkuð skorti á tækni Halldórs i hinum þátt- unum. Sé óhætt að taka mið af Hall- dóri, þegar augum er rennt um raðir íslenzkra einleikara, þá væri það blindur maður. sem ekki undraðist hið takmarka- ★ ★ ★ (Peppermint Frappé) Stjómandi: Carlos Saura Aðalleikendur: Jose Luis Lopez, Alfredo May og Geraldine Chaplin. Spænsk, danskur texti, Háskólabíó. JJelzta huggun þeirra, sem ánægju hafa af góðum kvik myndum, eru mándagsmynd- irnar í Háskólabíói, en með sýn- ingum þeirra hafa forráðamenn Háskólabíós sannað. svo að ekki er um að villast, að í höfuöborg inni er töluvert stór hópur fólks, sem hefur áhuga á að sjá góðar kvikmyndir. Síöasta mánudag sýndi Há- skólabíó spænsku myndina „Græni drykkurinn“ (Pepper- mint Frappé), en hún verður einnig sýnd á mánudaginn kem- ur. Stjórnandi myndarinnar er Carlos Saura, 38 ára gamall, einn af helztu leikstjörum hinn- ar nýju kvikmyndagerðar á Spáni, en „Græni drýkkurinn" er fjórða mynd hans. Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir- urmn I myndinni segir frá miðaldra lækni, ógiftum, og æskuvini hans, sem nýlega hefur gengið að eiga unga og spræka stúlku. Læknirinn verður í meira lagi hrifinn af hinni ungu eiginkonu vinar sins, en hún gefur honum undir fótinn annað slagið, og þess á milli segir hún honum, að hún vilji ekkert með hann hafa, og ofan í kaupið fræðir hún vin hans á því, sem þeim fer á milli. I örvæntingu sinni forfærir læknirinn aðstoðarstúlku sína, sem er ekki ólfk eiginkonu vin- arins, enda leikin af sömu leik- konu, Og sömuleiðis reynir hann með öllum tiltækum ráð- um að fá aðstoðarstúlkurra til að lí'kjast eiginkonu vinarins, kaupir handa henni snyrtivörur og hárkollu. Þetta einæði Iæknisins hefur skuggalegar afleiðingar. Vinur hans og eiginkona gera gys að honum og smána tilfinningar hans, en hann lætur sem ekkert sé.’þvi að hann á tromp á hendi, sem þau vita ékki um .. . Þessi mynd er ákaflega skemmtileg, hún heldur athygl- inni vakandi. og hún er frábær- lega vel gerð. Leikararnir svna allir frábæran Ieik, en mesta at- hygli manns vekur Geraldine Chaplin, sem leikur tvö hlut- verk, og skilar þeim báðum með miklum ágætum .Peppermint Frappé“ mun vera gerð á árinu 1966. en 1968 var hún sýnd á kvikmyndabátíðinni í Berlín, og þar hlaut .CarJos Saura verðlaun fyrir bezta leik- stjörn, og virðist sannarlega hafa verið vel að þeim kominn. lausa útlendingadekur, sem rikir í vali á einleikurum með Sinfóníuhljómsveit Islands. Á fyrra misseri núliðandi starfs- árs komu fram fjórir erlendir einleikarar í Háskólabíói á móti einum innlendum, (sem lék í Háteigskirkju). íslenzkir söngv- arar fá hagstæðara hlutfall. 1 „stóra“ prógramminu, sem gef- ið var út i upphafi starfsársins, birtust nöfn og myndir 20 ein- leikara og söngvara og skiptist hópurinn svo: 9 erlendir ein- leikarar, 4 íslenzkir einleikarar og 7 íslenzkir söngvarar. Út- lendingamir eru sjálfsagt góðir og gegnir listamenn, en þeir eru dýrt vinnuafl og við vitum, að íslenzkir einleikarar standa þeim flestum lítið að baki. Þeg- ar höfð er í huga frábær frammi staða Halldórs Haraldssonar á fimmtudagskvöldið var, fer varla hjá því að menn spyrji, hvers vegna íslenzkir fái ekki fleiri tækifæri en raun ber vitni. Núverandj skipan mála veldur því, að landar okkar eru í rauninni alltaf að ,,debútera“, þegar þeir koma fram. Bezt aö gleyma ekki að geta þess, að Halldór lék Píanókon- sert nr. 3 eftir Ungverjann Béla Bartok, sem er eitt af helztu tónskáldum þessarar aldar. Austur-evrópsk þjóölög eru oft- ast kveikjan í verkum hans, en . Bartok safnaði og rannsakaði þúsundir þeirra. Að öðru leyti ...fr.^fio i.tnpressionisti undir á- hrifum Stravinskys og Schön- bergs. Þriðji og síðasti píanó- konsert hans er mildara verk og aðgengilegra en hinir tveir; hann er lfkt og meira í ætt við 19. aldar tónsmíðar en ýmis fyrri verk höfundarins. Ciðast á efnisskránni var hljómsveitarsvítan „Iberia", eftir spænska inipressionistann Isaac Albéniz (1860—1909), sem var undrabarn í píanóleik og skrifaði mest fyrir það hljóð- færi. einnig verkið, sem hér var flutt. Siðar umskrifaði hann það fyrir hljómsveit, en þó að eins 5 þætti af 12. Það hefði Halldór Haraldsson hann nú kannskj eins vel látið ógert, því aö verkið er mun skemmtilegra leikið á píanó eitt saman. í hljómsveitarbúningi verður það glaummikil flug- eldamúsík, víðast allt of íburð- armikið. Tvö píanó sýndust mér notuö við flutninginn og gefur það tilefni til að hafa orö á algengum veikleiga meöal pían- ista: að kunna ekki að fara eftir silögum hljómsveitarstjórans, sem er varla heldur von, þvf að fjöldi píanóleikara veit ekki nema eitt á jörðunni og undir sólinni: sjálfan sig og pianöið. Alvörusamleikut verður þessum tónlistarmönnum því aldrei sá veruleiki, sem æskilegt væri. Annars get ég ekkj stillt mig um að geta góðrar frammistöðu flautu og bassa-klarinetts í Abaicin-þættinum. Svona á in- tonation að vera! Mér kæmi ekki á óvart, þótt þeir Jón FI. Sigurbjörnsson og Þórir Þóris- son hefðu hitzt fáein lcvöld í vikunni og stemmt sig saman! Annars heföi ég lagt til, að byrjað -hefði verið á svitu Al- béniz. Hún er upplagt verk fyr- ir hljömsveitina til þess að hita sig upp. Glapræöi er hins veg- ar að byrja á sinfóníu Proko- fievs, svo erfiðu og viðkvæmu verki, sem hún er. Geraldine Chaplin í Græna drykknum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.