Vísir


Vísir - 13.02.1971, Qupperneq 9

Vísir - 13.02.1971, Qupperneq 9
rlSIR • Langardagur 13. febrúar 1971. Að flytja út þekkingu — verkfræðifyrirtækið Virftir h.f. var stofnað fyrir 2 árum, siðan hafa þeir krækt sér i verkefni i 3 heimsálfum MEÐ HVASST yddaða blýanta, skyrtuermamar uppbrettar og einbeittan svip á andlitlnu, sitja daglega kringum 40 tæknimenntaðir menn, karlar og konur, verkfræðingar, tæknifræðingar og tækniteiknarar, og eyða sínum starfsdegi að Ármúla 3 f húsakynnum Virkis hf., þar sem Hægrinefndin gamia starfaði áður, og teikna eða gera áætlanir um lagningu raflínu í Alsír, hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, jarðgangagerð í Guatemaia eða virkjun við Sigöldu. Vísir leit inn bjá Virki nýlega og átti spjall við 3 Virkisfröm- uði, þá M»tthias Matthíasson, tæknifræðing, Guðmund Gunn- arsson, verkfræðing og Bene- dikt Gunnarsson, verkfræðing. Virki stofnuðu 23 ráðgefandi verkfræðingar eða tæknifræð- ingar og var tilgangurinn með stofnun blutafélagsins að kom-’ ast yfir stærri verkefni, utan lands sem innan, sem venjuleg- ar verkfræðistofur ráða ekki við. Þótt Virkir komi fram sem heild, eitt fyrirtæki, saman stendur hann eftir sem áður af mörgum imdirfyrirtækjum, sem síðan bindast samtökum í Virki. Mörg þessara undirfyrirtækja, eða litlu verkfræðistofa, hafa húsnæði að Ármúla 3, þar sem Virkir er einnig með sameigin- legt skrifstofuiið og símaþjón- ustu fyrir alla aðilana. Samkeppni um verk kostaði 120.000 „Þessi samvinna kemur mjög vel út, t.d. aðeins fyrir hinar einstöku verkfræðiskrifstofur", sagði Guðmundur Gunnarsson, „ég er hér með mína stofu og mitt starfslið og er kannski í einhverju tiltölulega auðveldu „rútínu“ verki, á sama tíma sem Matthías á í brösum með eitthvert viðfangsefni. Þá get ég lánað mann yfir til Mattbías- ar án nokkurrar fyrirbafnar. Virkir ræður engan mann beint, en undirfyrirtækin eru skuld- bundin Virki með sitt starfslið með stuttum fyrirvara, Virkir er hins vegar á engan hátt Ískuldbundinn þeim“. — Nú sækið bið mjög að komast inn á erlendan markað. P Hvemig standið þið í samkenpn- inni, eru ekki aúar aug1ý«snear eða kynningar á vlckar fyrir- tæki kostnaðarsamar? Guðmundur; Það er óhætt að segja það. Ég get nefnt sem dæmi, að við leituðum eftir verki i E1 Salvador. Fjölmörg fyrirtækj sóttu um, og sam- keppnin var geysilega hörð. Þetta var verk sem fór um hendur Sameinuðu þjóðanna, og féll á endanum í hlut fyrirtæk- is frá Nýja Sjálandi. Við fréttum af því seinna, að á endanum hefði verið valið á milli okkar og Ný-Sjálendinganna. Þessi eftirleitan kostaði Virki 120.- 000,00 kr. — En hvemig litur dæmið út hjá Virki. þegar á heildina er litið? Hafið þið hagnazt eitt- hvað fjárhagslega af þeim verk- um sem þið hafið fengið erlend- is — eitthvað til að vega upp tap sem samkeppnin hefur valdið? Benedikt: Nei. Enn sem kom- ið er hefur Virkir aðeins veriö okkur fjárhagsleg byrði. Og okkur skortir fyrst og fremst meira fjármagn til að komast almennilega inn á erlendan markað. — Hafið þið fengið rikisað- stoð? Guðmundur: Nei. Og við höf- um heldur ekki leitað eftir henni — höfum samt kynnt okkar starfsemi hjá hinu Qpinbera og okkur hefur verið velvild, en fjárstuðning höfut^ við ekki fengið, enda ekki beðiö um. Ég segi nú ekki, að við myndum taka við honum, en bannig stend ur málið núna. Ég veit ekki hvort við förum fram á ríkisaö- stoð, en þess má geta, að Ný Sjálendingarnir sem teknir voru fram yfir okkur í verkið i E1 Salvador eru studdir af þeirra Orkustofnun, og sá styrk- ur er mjög verulegur. í Alsír, Guatemala, Perú... — Um hvað keppið þið við erlend verkfræðifyrirtæki? Matthías: Fýrst og fremst er þetta samkeppni um hæfni og siðan er þetta samkeppni um að halda verði viðkomandi verks niðri, og fjárvana stöndum við svo illa að vfgi, vegna þess að stærri og ríkari fyrirtæki er- lendis þurfa ekki að velta fyrir sér kostnaðarliðum f sambandi við að ná í verk, eins og við þurfum. Við veltum því t.d. fyrir okkur, hvort við eigum að eyða peningum [ slmtal til út- landa, telex-skeyti eöa þá að senda mann á vettvang. Ein ut- anlandsferð í viku kostar okkur ekki undir 40.000,00 kr. Slíka kostnaðarliði hugsa stór fyrir- tæki ekkj um. — Hvaða verkefnj erlendis hefur ykkur tekizt að krækja í? Guðmundur: Viö höfum lokið einum þætti verks, sem miðar að rafvæöingu í Alsír. Við tók- um þar að okkur útreikninga í sambandj við lagningu há- spennulínu. Þetta verk bauð Alsírstjórn út og svissnesk sam- steypa fékk, en réð ekki við allt verkið fyllilega og við fengum þennan hluta af því. Haukur TómassOn, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnuninni fór svo á okkar vegum til Guate- mala að vinna þar að rannsókn- um vegna gerðar jarðganga um virkt jarðhitasvæði, en við íslendingar stöndum einkar vel að vígi í sambandi við virkjun jarðhita. Nú, og Páll Ólafsson verk- fræðingur var viö störf á okk- ar vegum í sambandi við virkj- un þar í Guatemala, en það var þeirra Landsvirkjun, sem bauð verkið út I fyrra, þegar jarð- skjálftamir urðu í Perú, fór Þór Benediktsson verkfræðingur þangað fyrir okkur og á vegum Sameinuðu þjóðanna að gefa þeim ráð í sambandi við endur- byggingu háspennulínu. S. Þ. veitti styrk til að endurbyggja vatnsaflsstöð, og þeir þurftu óháö mat á aðstæðum. — Hvað er á döfinni hjá ykk- ur erlendis? Benedikt: 1 Tyrklandi er ver- ið að ljúka jarðhitaborunum og í Kenya eru þeir að byrja aö bora. Við bíðum eftir að frétta, hvemig málum vindur fram. ef til vill komumst við f að gera áætlun fyrir varmavirkiun í öðm hvom landanna, eða báð- um. Einnig höfum við verið beðnir um að athuga möauleika á að nota sjó sem kælingu í sambandj við gufuaflsstöð, sem reisa á rétt hjá Tripolis I Libyu. Sú gufuaflsstöð verður að sjálfsögðu oliuknúin, og við munum vinna það verk að öllu leyti hér heima. Starfsfólki fjölgað — Hvert er heizta verkefni Virkis hér heima? Guðmundun Það er virkjun- in við Sigöldu. Það verk vinnum við reyndar í sambandi við svissneskt fyrirtæki, Electro Watt Enginering. Við hefðum aldrei fengið að Ieysa það verk- efni einir, vegna reglna Alþjóða- bankans, en þessi samvinna okkar og Electro Watt merkir jú það, að Alþjóðabankinn við- urkennir okkur áður en langt um líður. Matthias: Reynsla og verk- hæfni sker ævinlega úr um, hvort viðkomandi fyrirtæki fá verk. Við teljum okkur hafa safnað hér saman f Virki æði mikilli sérhæfni eða þekkingu á einn stað. Hér vinna verk- fræðingar og tæknifræðingar úr flestum eða öllum sérgreinum sem hægt er að nefna, en reynsl an stendur okkur enn mest fyrir þrifum — fýrir utan fjárhaginn. Sameinuðu þjóðimar, t.d. hafa milligöngu um útboð stórra verka, og á þeirra vegum fær enginn verkefni, nema hann hafi áður leyst eitthvað hlið- stætt af höndum. Þannig kom- um við okkur upp á sama sam- keppnisgrundvelli og stærri að- ilarnjp með tímanum. — Stækkið þið við ykkur í bráft ráðið flejra fólk? Matthfas: Það kemur áreiðan- lega að þvf, að í framtíðinni þurfum við miklu fleira fólk, tæknimenntað, og upp á stðkast ið eru hliðstæð erlend fyrirtæki farin að ráða til sfn jarðfræð- inga og jafnvel hagfræðinga. — Hvemig standa íslenzkir tæknimenn gagnvart erlendum? Guðmundur: Mjög vel. Okkar verkfræðingar og tæknimenn yfirleitt. hafa sótt sina tækni- menntun næstum eingöngu til útlanda, þannig að okkar tækni- menntun er mjög alþjóðleg. Núna þegar Háskólinn stækkar og eflist, þá væri rétt að gæta að því, að nauðsynlegt er að senda menn eftir sem áður út tfl að afla sér nýrrar reynslu og þekkingar. — GG Á teiknistofu Virkis eru menn einbeittir á svip, enda borgar sig að hafa strikin bein, oftast. 9 — Trimmið þér? 1 ; "|á': £ jí-::: Eiríkur Jónsson, Ármúlaskóla: — Nei, ég trimma ekki beinlín- is. Sæki bara íþróttatímana í skólanum, það er að segja sund og leikfimi. Ég veit ekki hvort þaö getur kallazt nægilegt trimm, en ég læt það alla vega nægja. Ólafur Bjömsson: — Hvemig spyrðu maður? Sérðu ekki hvað maður er hress og hraus-tur? Það kemur til af því, að ég lét einu sinni innrita mig í knatt spymufélag. — Nei, ég er löngu hættur í því félagi. Læt mér bara nægja að skokka á milli heimilis míns og vinnustaðar núna. Óðinn Jónsson, trésmiður: — Nei, ég trimma ekki. Það er að segja nema boltaleikur sá, sem ég tek þátt í með vinnufélögum mínum í vinnuhléum geti flokk azt undir trimm. Ef svo væri get ég sjálfsagt kallazt eljusam- ur trimmari. j 1 Anna Stefánsdóttir, söngkenn- a-ranemi, húsm. og skrifstofust.: — Nei, ég hef enn ekki tekið til við að trimma. Gæti hins vegar vel hugsaö mér að fara að leggja stund á einhverja lik amsrækt, þá eins og t. d. að synda reglulega. Guðmundur Gunnarsson, vél- skólanemi: — Nei, ég hef ekkert haft vangaveltur út af trimmi. Hef kannski tekið oftar þátt í' fóboltaleikjum vinnufélae? minna í Héðni siðan trimm-áróð urinn fór af stað, en öðru leyti hreyfi ég mig ekkert meira en áður.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.