Vísir - 01.04.1971, Síða 13

Vísir - 01.04.1971, Síða 13
VÍSIR . Fimmtudagur 1. apríl 1971. eru bara föt // Fram til þessa hefur það verið frumskilyrði fyrir frægð og vel- gengni tízkuskapara að þeir hefðu soldið lag á að hanna föt. Föt frá þeim urðu að bera á- kveðið, sérkennilegt snið — að öðrum kosti var ekki eftir þeim tekið. Pierre Gardin, Yves St. Laurent, Mary Quant og ótal fl. urðu fræg af sínum sérkennilegu fötum, sem aðrir síðan stældu. Nú er öldin önnur. Fyrir 2 árum fóru 2 bandarískar stúl'ku- kindur til Parísar og höföu með sér skissur af einhverjum lepp- um. Pær leigðu sér húsnæði, máluðu stöð sína skærum 'litum, purpurarauöa og appelsínurauða og fóru svo að sýna sig á tízku- sýningum. Varla var málningin þomuð á veggjum íbúðar þeirra þegar Burtons-hjónin börðu að dyrum með 50.000 dollara ávís- tm og Liz skrifaði undir sem meðeigandi í fatafyrirtæki. Fyr- irtækið hlaut svo nafnið „Mia- Vicky“ eftir stúlkunum tveimur og heitir svo enn, þótt Vicky reki það ein nú orðið. Mia Fonssagrives fór heim til USA og hleypti af stokkunum svip- uðu fyrirtæki og því í Paris. Frá Afríku. Vicky segist hanna sín föt með það fyrir augum, að þær konur sem þeim klæðist vi'lji njóta athygli, „okkar konur vilja láta fólksmergðina stöðvast og horfa á sig“, segir Vicky, og f þeim tilgangi að fá hug- mjmdir að sérkennilegum klæðn- aði, segist Vicky gjarnan standa í flugstöðvarbyggingum og horfa á útganginn á fólki sem kemur frá Afríku og Austurlöndum, frá Kabul og Ouagadougou, ,,ég gef þvi óvenjuiega auga og gæti vandlega að því að kynþokkinn komi sem bezt fram. Það er það sem skiptir öliu máli. Þið verð- ið nefnilega, konur, að gefa im Tízkualdan nýja. Ung kona strákunum eitthvað svo þeir séu hamingjusamir". Barbara Hulanicki London er samt hin leiðandi borg í tízkumálum. Um tízku- heiminn þar í landi fara nú mikl ir stormar, rétt eins og þegar Mary Quant hristi hraustléga upp í mönnum með pfnu-piisi sínu. Þar er nú fsraelsk kona að skapa nafni sínu fraegð, Bar- bara Hulanicki, 53 ára að aldri, og er hún leiðandi kraftur að baki þess þekkta fyrirtækis „Biba“. „Biba“-fötin hafa náð miklum vinsældum og út- breiðslu vegna þess hversu verði á þeim er haldið niðri, þúsund- um saman eyða brezkar lág- launastúlkur, úr verkamanna- og verzlunarstétt helmingi af viku- kaupi sínu í verzlunum „Biba“, kaupa föt, sessur, fegrunarlyf, lampaskerma og skó, sem ung- frú Hulanicki hefur hannað. í New York er „Biba“ útibú, og tvisvar á dag stiHa tugir kvenna sér í biðröð og bítast hart um að krækja f eitthvað af síðasta skipsfarmi frá „Biba“ í London, en aðallega eru það leðurstígvél, sem renna út eins og heitar lummur. — Meðal kvennanna í biðröðinni gefur eigi sjaldan að líta fræga rókk- söngvara, rfka verzlunarmenn og kvikmyndastjörnur. Betsey Johnson New York tízkuhönnuðir reyna alla tíð að halda f við þá evrópsku og tekst raunar stundum vel. Hæst á þessari pop-öldu sem nú ríður yfir, ber sennilega ungfrú eina sem Bets- ey Johnson heitir. Hún er ekki nema 28 ára, en hefur þegar hreiðrað um sig á háalofti einu yfir Sjöundu breiðgötu f Néw York. Þar sitja við 6 saumakon- ur daginn langan og sauma sem eigi þær Iffið að leysa fyrir verzlanir Betsev, sem selja helzt hippum og ungu fölki sem tolla viM í tízkunni. Þegar kemur upp á háaloft Betsey Johnson stingur óreiðan þar helzt f augu, litklæði háK- saumuð liggja þar í haugum og hér og þar skór f skræpóttum liturn. Oti f homi situr svo Bets- ey sjálf við teikni'borð og bendir umhverfi hennar ekki til að þessi stúika sé sá fatahönnuður f Bandaríkjunum, sem nú er mest tekið eftir. „Betsey Johnson er sú eina sem er raunverulega f snert- ingu við yngri kynslóðina. Það hefur mikið vantað á að fata- hönnuðir hirtu nm það“, skrifaði tízkublaðakona ein í New York eigi alls fyrir íöngu, „og föt hennar em sériega nútímaieg“. Og Betsey sjálf er mjög viss f sinni sök, hvernig föt eigi að vera. Pöt hentvar sameina enda alla þætti tízkunnar, eins og hún er á Vesturlöndum nú: Þau eru persónuleg (með hvers konar skreytingum, myndum) skemmti leg (peysur með teikriingum úr daglega lífinu að frarnan og myndir úr næturWfinu að aft^n) og það sem skiptir iriestu má1i: ódýr. Verð á fotum hennar eru frá 500,00 fsl. krónúfn upp f Vaxtarlagið miðað við „Basic Betsey“ stíl. „Föt eru bara föt“ Betsey Johnson er komin af miðstéttarfólki f Wethersfield, Connecticut. Hún lauk prófi i fögrum listum við Syrakúsu-há- skóla meö láði og kom til New York 1964 sem gestaritstjóri tímaritsins „Mademoiselle". Síð an var hún ráðin hjá Parahern- alia og hjá því fyrirtæki urðu hennar föt þekkt af sínum frjálsa stíl. Þegar leikkonan brezka, Julie Christie, var mynd uð í fötum sem Betsey teiknaöi, urðu’ fiteíséy föt þekkt uridir' nafninu „Julie Christie-föt“ og seldust í tugum þúsunda. Jackie Kennedy fékk sér eitt dúsín af „Christie-fötum" og klæddist þeim er hún var á ferðalagi um Kambódíu 1967 og Birgitte Bardot, Francoise Hardy og Twiggy hafa keypt sams konar föt f tonna tali, sem reyndar kallast nú vera í „Basic-Betsey- stfl". Þrátt fyrrr þessa velgengni tókst Betsey Johnson ekki að slá verulega í gegn meðal ungs fölks fyrr en hún hætti hjá Paraphernalia og réðst til Alley Cat. Hún tók að sér yfirumsjón með aMri hönnun þess fyrirtæk- is og nú er framleitt sem lffið eigi að leysa undir leiðsögn Betsey, sem segir: „föt eru nú loksins orðin aðeins fot. Okkar köllun er að fjöldaframleiða föt sem líta þannig út, að fólki finn- ist að flíkumar séu saumaöar ein og ein í einu. Föt eru bara föt. Og við vonum að hér eftir muni fólk aðeins klæðast því sem það langar til að klæðast — burtu með þessa míni-mídi styrjöld. Hvenær sem ég verð rughið og taugaveikluð yfir því sem ég er að gera, virði ég fyrir mér það sem er að gerast f ver- öldinni. Hvemig getið þið búizt við að fólk hagi sér öðruvísi en sem það sé geðveiikt, þegar ver öldin er geðveik? Menn verða bara að gera það sem andinn betm' f brlðsr.--——'GG Álafoss 75 ára stofnað 1. april 1896 Vegna 75 ára afmælis fyrirtækisins veröur gefinn 10% afsláttur af vörum verzlunarinnar í dag. Notið tækifærið — gerið góð kaup. Álafoss Þingholtsstræti 2 IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 27. marz s.l. greiðir bankinn 7% arð til hluthafa fyrir árið 1970. Arðurinn er greiddur í aðal- bankanum og útibúum hans gegn framvísun arðmiða merktum 1970. Athygli skal vakin á því, að réttur til arðs fellur niður, ef arðs er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. sam- þykkta bankans. Reykjavík, 31. marz 1971. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Rafsuðuvír BRITISH OXYGEN Þ. ÞORGRIMSSON & CO SUÐURLANDSBRAUT 6 SÍMI 38640 MyyWMMMMAAAAAi n pönnunn oc í KöKUFonmio HREinnn elqhús mso

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.