Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 1
VISIR
6J. árg. — Föstudagur M. maf M71. — 107. tbl.
//
Þurru dagarnir verstir
//
— segja lögreglumenn — mikið oð gera í
„Hótel Hverfissteirii" 'i vert'iðarlokin
önnur vertíð öllu afladrýgri
fylgir i kjölfar vetrarvertíðar-
lokanna —. nefnilega vertíð
fangagæzlumannanna í Hverf
issteininum.
Á 'hverjum morgni undanfarna
daga hefur veriö hleypt út úr fanga
geymslunni á þriðja tug mainna,
sem gist hafa þar á nættirnar —
langflestir vegna ölvunar á aknanna
Gylfi Þ. G'islason
i morgun:
„Því fer fjarrí að
ÍFTA hafi fengið andlát'
'— bjartsýnn eftir Brusselfundinn, segir finnski
verzlunarráaherrann — „EFTA áfram", segir
sænski ráðherrann
Er EFTA dautt? „Þvert
á móti", sagði Gylfi Þ.
Gíslason viðskiptaráð-
herra, þegar blaðamaður
Vísis hitti hann að máli,
rétt áður en ráðherra-
fundurinn hófst í morg-
un. Finnski verzlunar-
ráðh. Mattila tók und-
ir þetta. „Ég er bjart-
sýnn eftir fundinn í
Brussel", sagði hann. -—•
„Efnahagsbandalagið
hefur heitið okkur því,
að engir nýir tollmúrar
verði reistir í Evrópu".
Spurningin utn framtíð EFTA
er efst á baugi, eftir að við blas
ir, að Bretland, helzta ríkið í
EFTA, gangi i Efnahagsbanda-
lag. Evrópu. Mattila ráðherra
sagði, að afstaða Finna hefði í
engu breytzt við þetta. Hann
sagði, að eftir vœri að sjá nán-
ar, hver þróunin yrði, en engin
ástæða væri til svartsýni. Finn-
ar vildú aúka viðskipti sin mik
ið bæði við lönd í Vestur-Evrópu
og Austur-Evrópu. — Aðstaða
Finna er á margan hátt svipuð
aðstöðu Islendinga. — Finmar
munu ekki verða fuMgildir aðii
ar að Efnahagsbandailagi Evr-
ópu, en eins og Islendingar leita
þeir eftir viðskiptasamningi við
„Þaö er ek'ki hægt aö kalla
þetta „útför" EFTA", sagði
sænski ráðherraim Feidt V morg
un. „Jafinvel þótt þrjú rfki
gengjju í Efnabagsbanda'lag Evr-
ópu, mun EFTA stanfa áfram til
að varðveita þann árangur, sem
náðst hefur. Það eru ekki yfir-
skinsorð, þegar ráðherrarnir
sögðu þetta í gær hver á fæt-
ur öðrum. Ekki kemur til greina
aö rofin veröi fríverzjlunantengsl
Norðurlanda".
Pundur ráðherranna hófst í
morgun kloikkan hálf ellefu.
Blaðamenn fá ekki að sitja
inni á fundinum. Skýrsla brezka
markaðsmálaráðherrans Rippons
um viðræöur hans við Efnahags
bandalagið var aðalmál fundar-
ins í gær. Allir lögöu ráðherrarn
ir áherzlu á, að ha'ldið yrði á-
fram fríverzlun milli ríkjanna,
sem eru i EFTA, þótt sum
}>eirra gengju í EBE. Nýir toH-
múrar ættu ekki að rísa. Gylfi
Þ. Gíslaon og aðrir ráöherrar
töldu æskilegast, að eitt herld-
arsamkomulag yröi gert milli
EBE og þeirrá EFTA-rfkja, sem
ekki sækja um M'la aðild
því. Síðan yrði samið um þau
frávik frá siíku grundva'llarsam
komulagi, sem nauðsyn beri til
vegna sérbagsmuna hinna ein-
stöku rfkja.
Brezki ' ráðherrann Rippon
skýrði frá þvf, að vænta mætti
aðildar Breta að EBE 1. janúar
1973.
. Ráðherrarnir lögðu áherzlti á,
aö EFTA beindi starfi sínu aö
því að finna þá beztu lausn,
sem tryggði áframhald fríverzl
unar. " — HH
„Ekki nýir tollmúrar", segir Mattila.
«>-
Settu upp markað
við Bernhöftstorfu
faeri. — Fyrar þær sakir voru 23
memi seístir í fangageymsiiuna aö-
faranótt fimmtudagssns og miðvifcu
dagskvöMið, eftir „þurra daginn".
„Þetta hefar verið segin saga við
flest vertíðarlok, og þð dregið úr
þvi meö seinni árunum, þar sem
verfcíðartokin eru ekkl eins skýrt af-
mörkuð og áður var. — Það eru
efcki nœrxi allir bátar bunk að
taka upp netin ennþá, eftir $m sem
maowr heyrir", segja fangagœzlu-
menn.
Meöaí gesta f Hótel Hwerfissteini
að undanförnu hefur nokKuð boriö
á sjomönnium af eriendum skipum,
sem veriö hafa í höfia faér í Reykja
yflc
,En verst er þetta I RMega á
„þurru döguntim", því að þá hafa
merm ebki í „hnísm" að vemda",
segja lögregtanenn. —GP
Selja Rássiim lakk
fyrir 50 millj* kr.
D Sovézkir virðast sérlega hrifn-
ir af lakki frá Hörpu h.f. í
fyrra keyptu Rússar af Hörou 320
tonn af „Sigfjáa"-]akki og nýlega
hcfur verið undirritaður samningur
um að Harpa sendi sovézkum 1000
ionn af „Sígfjáa". Hljóðar samn-
ingurinn f ár upp á 6000 tunnur
sem kosta ails 50 milljónir króna,
ea Það er sow&zka fyririækið V30
Sojuzcltimexþort í Moskvu sem
itinkaupin gerir.
Vegna þessa samnings við
Hörpu koni hingað til lands fram-
kvæmdastjóri sovézka innftatmngs-
fyrirtækisáns,V.€. Sergéev og tjáði
hann blaðamönmim á fundi, að
vfyrirtæki bans fiytti áriega inn
kringum 100 þúsund tonn af lakki
og ntólningu, en árleg öamieiðsla
á sífkam -siörKm í Sovétríkiunum
væri um 2 miíljónir tonna.
Harpa hefwr átt %S5skipti við
Sojuzdhimexpori si. 20 ár, en
þetta er í 5. skiptið sem Harpa
seter lakk tfl Rússtends. —GG
Fékk ongul
í augað
önguQ kneklist í augnalok tiu
ára gamallar tclpu, sem ásamt öðr-
um biirnum var afi veifta í Sunda-
höfn í gær. Flytja varð telpuna á
siysadeiid Borgarsptalans, þar sem
læknar fnjarlægðu öngulinn og
gerðu afi sárinu.
ÞaS var lan i óláninu, afi öngull-
inn náftí ekki afi skadda augafi i
telpunni, en þafi höfSu menn 6«-
ast, þegar þeir sáu öngulinn krækt-
an fastan í auga telnunnar. — GP
„Það er ægilega gaman á vorin",
segja krakkarnir í Handíða- og
myndlistarskólanum. Þau voru i
morgun í miklum söluhugleiðing-
um niðri í miðbæ Reykjavikur,
nánar tiltekið. við Bernhöftstorf-
una. Þar settu þau upp markað að
erlendri fyrirmynd, selja myndir
sínar, belti og hálsmen og tau-
þrykkskjóla.
Og hvað á að gera við pening-
ana?
,,Jú. við ætlum í pílagn'msferð
til Parísar", var svarið og sú ferð
er mikiö undir þVi komin hvort vel
gengur með Bernhöftsmarkaðinn
eður ei.
Á bls. 6 í blaðinu í dag er fjallað
um aðra „torfu" og annan markað,
— f Stafangri.
Núll-listinn opnar
kosningaskrifstofu
Viö ætlum okkur að reka
kosningaáróður, og reyna þar ó-
kannaðar leiðir, sagðj Sigurður Jó-
hannsson eftir maður á lista Fram-
boðsflokksins, sem nú hefur fengið
bókstafinn O í kosningunum. En að
standendur framboðslistans hafa
farið fram á að bókstafur þeirra
verði kallaöur núll. Sigurður sagði
aö kosningaáróðurinn yrðj ekki
með hefðbundnum hætti, þvert á
móti ætluðu þeir að reyna að losa
um þessar takmarkanir, sem hefð-
irnar setja.
— Við höfum hugsað okkur að
reka kosningaskrifstofu sagði
Siguröur, en ekki er fyllilega á-
kveðið hvar hún veröur, til greina
kemur að hafa hana í Kirkjustræti
10. Einnig er Framboðsflokkurinn
með blaðaútgáfu í deiglunni.
Sigurður kvaðst ekki tilbUinn að
svara því svona að morgni dags í
einni svipan hverju hann hyggst
berjast fyrir, þegar hann er kom-
inn á þing. —JH