Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Föstudagur 14. maí 1971, Hér sér niður eftir þröngri götu í „torfunni“ þeirra í Stavangrl. Götuljósin halda sér jafn- vel í sinni upprunalegu mynd, en rafmagnsperur eru þó komnar í staðinn fyrir gasið. „Torfan44 í norska olíu- bænum fékk að standa! STAVANGUR er ein helzta borg Noregs, — borg í brenni- deplinum um þessar mundir, — því í einni svipan varð þessi bær fiskimannanna höfuðborg „olíusjeikanna“ norsku, og þar heyrist um þessar mundir oft- lega ómurinn af texasskotinni amerísku, því um 200 fjölskyld ur frá Texás hafa setzt að í Stavangri vegna olíufundarins við Noregsstrendur. En Stavangursbúar eru ekki allir bjartsýnir á, olían færi þeim nein auðæfi. >eir hugsa um margt annað, og reyndar eru þeirra áhugamál oft ótrú- lega h'k okkar. T.d. er ekki langt síðan rifizt var um hvort rífa ætti gömlu húsin í miðborginni, — „torfuna", sem líkist e.t.v. Bernhöftstorfunni okkar viö Lækjargötu. Eftir að ljóst var oröiö að íbúarnir kusu að gömlu húsin yrðu látin standa áfram, ákvað bæjarstjórnin að gamla hverfið yröi látið standa í fram tíðinni eins og það hefur verii Feröalangar eru margir sumrum í Stavangri, — og á dögunum, þegár Fréffamaðúr vfs is var þar í heimboði ferðamála- nefndar borgarinnar undir leið- sögn Erlings Herstad, sem er yfirmaður nefndarinnar, var vor í lofti í Noregi, og fyrstu ferða mennimir væntanlegir. því mið ur hafa of fáir íslendingar skoð- að Noreg aö gagni, — fæstir séð nema Karl Jóhannsgötu í Osló og næstu þvergötur við hana. — Stavangur og minni bæir við Öslöfjörðinn, t.d. Tönsberg sem heldur hátíðlegt 1100 ára af- mæli sitt I sumar, era einstak- lega „sjarmerandi" bæir og al- gjör nýjung fyrir ferðamanninn. En það er nú svo að verðlagið hjá hinum norrænu bræðrum okkar gerir venjulegum ferða- manni frá Islandi erfitt fyrir, því miður. Norðmenn era annars hressir þessa dagana, — lifa alltaf heilsusamlegu lífi, og láta vel- megunina ekki gleypa sig með húð og hári. Efnahagsmálin eru skiljanlega umræðuefnið víöast hvar, — landið stendur frammi fyrir stórfelldum breytingum efnahagslega séð, og því ekki að furða þótt menn séu með og móti í þeim efnum. — JBP Markaðurinn I Stavangri er nokkuð sem enginn bæjarbúi vill að hverfi, — þrátt fyrir að oUumilljónirnar geri þeim eflaust kleift að reisa nútfmalegar hallir yfir kaupskapinn. Hér prúttar íslenzk- ur fréttamaður um verð á norskum peysum. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO SALA-AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRAlfT6 & Tindurinn dýrari en pólski vodkinn Framreiðslumaöur skrifar: „Þegar boðuð var koma þess nýja íslenzka tindavodka, lýsti forstjóri ÁTVR því yfir, að ís- lenzka vodkað yrði ódýrara en það pólska. Og í útsölustöðum ÁTVR er tindavodkað selit á kr. 575 en það pólska á kr. 600 — hver flaska. Ekki fannst mömnum þessi litli verðmunur geta riöið neinn baggamun. Og í oifanálag var ég hálftortrygginn gagnvart þess um kostakjörum, því að mér sýndist pólska vodkaflaskan ögn stærri en sú íslenzka og jafnvel innihaldsmeiri. Því mældi ég innhald þeirra beggja og re'knaði út, hvað hver sentilftri af hvoru kostaði. Pólska vodkaflaskan mæ'ldist innihalda 75 sentilítra, en sú ís- lenzka aðeins 70 sentih'tra. — Otkoman af mínum útreikning- um varð sú, að hver sentilítri af pólska vodkanu kostar kaup- andann kr. 8.00, en hver senti- lítri af tindavodkanu kostar kr. 8.21. Ó, já. Svona var nú mikið að marka það!“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 SÍTT eða STUTT Látið snyrta hárið reglulega. Meistarafélag hárskera. NÝ BÓK: Ór. viður af vísi Dayblað í sextíu úr Höfundur: Axel Thorsteinson. Þeir settu svip sinn á blaðið — Bjarni frá Vogi. Benedikt Sveinsson. Meöal ritfærustu manna þjóöarinnar, sem tóku órofa tryggð við Vísi þegar á frumbýlingsárum hans, voru þeir Benedikt Sveinsson og Bjarni Jónsson frá Vogi, en samstarfsmenn þeirra viö blöð landvamarmanna nær því frá upphafi aldarinnar voru þeir Einar Gunn- arsson og Guömundur skólaskáld. — Bókin er nýkomin í bókaverzlanir — Verð kr. 450 (án söluskatts) AðaBútselsa: Rékgútphn Rökkur Flókagötu 15, sími 18-7-68 kl. 10—11 og 1—4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.