Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1971, Blaðsíða 8
V í S I R . Föstudagur 14. maí 197L VISIR CftgefancB: Reyisjaprent ar. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjðri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: BröttugOtu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjðrs: Laugavegi 178 Simi 11660 í5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiflja Vlsis — Edd» ht Horft til Reykjavíkur Víða um heim horfa menn nú til Reykjavíkur, þar sem nú stendur ráðherrafundur fríverzlunarbanda- lagsins EFTA. Fundurinn er því athyglisverðari, að mikil tíðindi hafa orðið í viðræðum Breta við hið stærra markaðsbandalag í Evrópu, Efnahagsbanda- lagið. Flest bendir nú til þess, aö Bretland verði inn- an skamms aðili að Efnahagsbandalaginu, og þá ef til vill einnig nokkur önnur EFTA-ríki, svo sem Danmörk og Noregur. EFTA var stofnað í maí 1960. Það var fyrsta frí- verzlunarbandalagið, sem iðnþróuð ríki höfðu stofn- að. Með EFTA sameinuðust um 100 milljónir manna um einn markað. í EFTA eru nú átta ríki, auk Finn- lands, sem hefur aukaaðild. Frá upphafi stefndu EFTA-ríkin að því, að öll Vest- ur-Evrópa yrði einn markaður. Þetta hefur ekki reynzt unnt. Sex Vestur-Evrópuríki stofnuðu hins vegar ann- að bandalag, Efnahagsbandalagið. Nú horfir þannig, að Efnahagsbandalagið muni stækka. Hvað verður þá um EFTA? Forystumenn EFTA hafa lýst því yfir, að þau fríverzlunartengsl, sem skapazt hafa milli að- ildarríkjanna, megi ekki slitna, þó að einhver ríkjanna gangi í annað bandalag. Tilgangur fríverzlunarbandalagsins er að efla efna- hagslegan vöxt í aðildarríkjunum, bæta lífskjörin og auka atvinnu, með því að afnema tollmúrana, sem áður voru í viðskiptum milli ríkjanna. Þetta hefur tekizt. Nú fara iðnaðarvörur tollfrjálst milli þeirra. Forystumenn eru á einu máli um hagkvæmni þess. Þegar fyrst var rætt um aðild íslands að fríverzlun- arbandalaginu, vorú margir því andvígir. Á því hefur orðið mikil breyting, síðan ísland gekk í bandalagið. Óhætt er að fullyrða, að allur þorri íslendinga hefur skilið þá miklu kosti, sem það hefur, að 100 milljóna markaður stendur okkur opinn. Aðildin að EFTA er í nánum tengslum við þá stefnu, að gera atvinnulíf landsmanna og einkum útflutnings- framleiðsluna fjölbreyttari. Hinn tollfrjálsi iðnaðar- markaður er íslenzkum framleiðendum mikil hvatn- ing, eins og fréttir undanfama mánuði hafa borið glöggt vitni um. Á síðasta ári tókst að auka vemlega litflutning á iðnaðarvörum. Vafalaust munu áhrifin koma æ skýrar í ljós í iðnaðarframleiðslu og atvinnu- lífi þjóðarinnar. Væntanleg stækkun Efnahagsbandalags Evrópu leiðir einnig til þess, að ísland verður að leita tengsla við Þ**- Forystumenn okkar hafa margsinnis lýst því yfir á.6 full aðild að því bandalagi komi ekki til greina. Hins vegar er að því unnið að stækka þann frjálsa markað, sem ísland hefur aðgang að með sérstökum samningum við Efnahagsbandalagið. SÖCULÍ6 Jþaö virðist nú, þegar þetta er skrifað, vera orðið augljóst mál, að samningar muni takast um inngöngu Bretlands f Efna- hagsbandalag Evrópu. Nætur- langir fundir hins brezka ráð- herra Geoffrey Rippwns með franska ráðherranum Maurice Schumann hafa leitt til sam- komulags um nær öll erfiðustu viöfangsefnin. Þó nokkuð líði enn þar til lokasamningar verða gerðir, sýnist stefnan mörkuð. Nú verður ekki lengur skellt neinum hurðum. Þessi tíðindi gætu jafnvel gefið manni tilefni til að setja sig í stellingar og hátíðaskap, því ef þetta verður allt klappað og klárt, þá er lítill vafi á því, að hér er að gerast heimssögu- legur viðburður. Gamla norð- læga álfan, Evröpa er samein- uð. Hún hefur að vísu enn mörg sín gömlu landamæri og auðvitað verður gamla Bretland ekki togað af neinum dráttar- bátum suður um Ermarsund og gert landfast við Normandi. — En það mun ekki líða á löngu úr þessu þangað til jarðgöng eða brú verða gerð um sundiö. Og hvað sem öllum landamær- um og sundum líður, þá mun Evrópa um ókomna framt’ið standa á sviði heimsmálanna sem sameinað og sterkt forustu- afl. Viö eygjum ekki einu sinni út yfir, hvaða þýðingu sú stað- reynd kemur til með að hafa fyrir komandi kynslóðir. /Ásjálfrátt lætur maður hug- ann reika um liðnar aldir, yfir sögu og ðrlög- þjóðanna. Maður .tninnist þess.þvernig.bin, • ólíkustu öfl hafa togazt á i Evrópu, álfunni sem hefur veriö vagga núverandi heimsmenn- ingar, gróðurreitur nútímans með menntun sinni, dugnaði og frumkvæði íbúanna. Á aðeins nokkrum hundruðum ára, sem er stuttur tími á móti þúsunda ára upphafssögu mannkynsins, hefur verið sífelld önn að róta og reisa i gömlu álfunni Það hefur aldrei verið nein kyrr- staða, allt á fleygiferð. Mann- lVfið hefur verið þrungið bar- áttu og samkeppni. Það hefur oft verið miskunnarlaust. Þegar harðir hagsmunir rákust á, kunnu menn ekki önnur ráö i hroka og frekju en að láta vopn- in skera úr. Styrjaldirnar með sínu niðurrifi, blóðfórnum og þjáningum hafa verið þættir í þessum margslungna vef en á milli hafa komið veisældartíma- bil friðar og uppbyggingar. Við sem erum eftirkomendur allra þessara atburða, finnum þá I ljósi sögunnar, og nú þegar við gerum okkur vonir um að gamla álfan sé að sameinast í einn styrkan heimskraft, sem fer með friði og uppbyggingu. þá finnum við í einnj sjónhend- ingu, að þrátt fyrir allt og allt, þá upplifum við í sögu Evrópu stórbrotna og dásamlega tVma. Það sem nú er að gerast minnir einna helzt á fyrstu friðsamlegu uppbyggingu í norðurhluta álfunnar. Samein- ing Evrópu nú í Efnahagsbanda- laginu er eins konar endurtekn- ing gamla Hansasambandsins. Hún byggist fyrst og fremst á Nú var ekki skellt hurðum f Briissel á Rippon fulltrúa Breta heldur fundin Iausn á vandamálum. verzlun og viðskiptum Efna- hagsbandalagið er enn fyrst og fremst efnahagslegt hagsældar- bandalag. Og alveg eins nú og fyrir 700 árum, þá er miðja afl- tauganna hinn frjósam; Rínar- dalur, auðlegð, forusta og snilli þessara slungnu þýzku kaup- sýslumanna og þýzku þjóðar, sem í rauninni hefur svo öldum skiptir verið kraftalind evr- ópskrar menningar.. Margir eiga aö vísu erfitt með að við- urkenna það; eftir styrjaldir, öfgastefnur, ofbeldi og fanga- búðir var orðið „Þjóðverji" orðið hatáð meðal annarra þjóða álfppppr. Ég veit ekki 'hvað^,:átti aö gera í síðustu stríðslpk við Þjóðverja, svelta þá, kúga þá, halda þeim niðri, láta land þeirra helzt liggja V rústum í nokkra áratugj með Þjóðverja-helvítin eins og rottur eða nagdýr niðri í rústunum. Cem betur fer hafa nágranna- ^ þjóðirnar aftur verið fljótar að yfirvinna þetta fávfslega Þjóöverjahatur. Hina þýzku ofbeldisstefnu sem náði yfir- höndinni á fyrrj hluta aldarinn- ar verður að skoöa út frá sam- eiginlegu sjónarhorni álfunnar. Hún var afleiðing krafta sem fyrirfinnast með ö’.Ium þjóðum. hún var gömul vofa einræðis og hroka sem hefur fyrirfund- izt á liðnum öldum með næst- um hverr; evrópskri þjóð. Slík ofbeldisöfl hafa jafnan verið þáttur í sögu mannkynsins og mikils um vert að yfirvinna slíkar sálrænar truflanir. Nú eru tímarnir allt aðrir og nú- t’iminn er strax farinn að líta á það sem fjarstæðu, að gömlu fjahdmennimir, Þjóðverjar o.e Frakkar get; nokkru sinni farið að berjast sín á milli. Og ey- þjóðin Bretar, sem jafnan hef- ur fylgt þeirri stefnu á liðnum öldum að reyna að spilla á mi’li meginlandsþióðanna og fá þær til að berast á banaspjótum. hefur nú af lagt slíkar hugmynd- ir og vill gerast raunverulp" Evrópuþjóð eins og það er kallað. 'P’f samkomulag og sameinina næst að þessu .sinni, má búast við, að fleiri stórtíðindi fylgi á eftir. Pyrst og fremst er þeirra að vænta í viðhorfunum gagnvart Aus tur-Evrópuþj óðun - um. Samningar Vestur-Þjóö- verja við Pólverja sýna e.t.v. þaö sem koma skal. Það er talað um kommúnistaríkin f Austur- Evrópu, en hér koma stjóm- mál og kommúnism; varla mál- inu við. Fyrir Austur-Evrópu- rfkin er óumdeilanleg nauðsyn, hvaö sem kommúnismanum við kemur að fá lfka sVna hlutdeild í þeirri nýju öld, sem nú er að hefjast í Vestur-Evrópu. Að vísu er hætta á afbrýðisemi og tortryggni í Rússlandi, sem þyk ist nú líka vera stórveldi á heimsmælikvarða. Þar vofa eins og oft áður yfir hættur á hroka og ofbeldi. Það er hættu- legur leikur, þegar valdamenn hafa í greip sinn; ótrúlegt eyð- ingaimagn kjarnorkuvopna. En sjálfir hafa Rússar líka þörf fyrir þátttökuna 'i nýjum tíma og löngun til að eignast aöild aö framfarasókninni. Og ætli sú þörf verði ekki yfirsterkari þegar þeir líta á eigin þjóðar- hagsmuni. Kannski rætist þá spá gamla de Gaulles, sem hon- um var svo einkar kærkomin um nýja Evrópu „frá Úralfjöll- um til Atlantshafs". ‘C’n samkomulagið í Briissel kemur lika til með að hafa áhrif norður á bóginn og snerta okkar eigin þjóð. Það blasir nú við aö lönd eins og Danmörk og Noregur gangi líka í Efna- haasbanda'asið Slíkt kemur til með að skana okkur ný vanda- mál og erfiðleika. Það mætti segja að við höfum veðjáð á vit- lausan hest. Rétt þegar við er- um ný'ega gengnir í Fríverzl- unarsvæðið, þá er allt útlit fyr- ir. að bað levsist\upp og við óttumst að verða skildir eftir utangarös. Og sama er að seaia um Norðurlanda-samstarfið. sem við höfum gert okkur svo miklar vonir um. Hvað verður nú eftir af því, ef a.m.k. tvö Norðurlandaríkjanna ganga svo að spgja úr norrænu efnahags- samstarf; oa flokkast heim í rétt hjá Efnahagsbandalaginu? Verður Norðurlandasamstarfið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.