Vísir - 22.06.1971, Síða 4

Vísir - 22.06.1971, Síða 4
Laugardalsvöllurinn mjög að að leika á vellinum. Hann sagöi: — Laugardalsvöllurinn er mjög góður — miklu betrj en undanfarin sumur — en hins vegar var hann illa sleginn að þessu sinni og af þeirri ástæðu var erfitt að rekja knöttinn. Þetta átti einkum viö þá kafla á vellinum, sem ekki voru neitt lagfærðir Þar var of mikið gras — en þegar völlurinn hefur ver- iö sleginn vel verður áreiðan- lega mjög gaman aö leika á honum. Hann er miklu betri en áður — betri en nokkru sinni fyrr miðað við þann tíma, sem ég hef leikið á honum. — Ertu ánægður með leikinn? — Já, ég er vissulega ánægð- ur með Framliðið. Þetta var víst 20 leikurinn, sem við höfum leik ið nú í röð í keppni án taps og aðeins gert þrjú jafntefli. Það er auðvitað ánægjulegt, að íeika með liði, sem gengur svo vel. Og annað. Margir voru búnir aö afskrifa okkur, þegar við kæmum á grasvellina — en ég held að þessi leikur við Vest- mannaeyinga hafi sannað, að Framliðið er jafnvel enn sterk- ara á grasvelli, en mölinni. — Og leikur liösins? — Hann er miklu árangurs- ríkari en áður. Það má kannski segja, aö Fram hafi leikið skemmtilegri knattspyrnu, þeg- 38r þeir Elm^r Geirsson og Einar Árnason léku meö liðinu, skemmtilégri fyrir augu áhorf- enda, en það náðist ekki ár- angur þá éíns og nú. Og það er árangurinn, sem gildir í knattspyrnu sem öðru. — hsím. Laugardalsvöllurinn er mjög góður — en alltof loðinn eins og sjá má ef myndin prentast vel. — Þarna skallar Sigurbergur — einn bezti maður Fram — knöttinn. — sagbi Erlendur Magnússon, Fram, eftir leikinn i gærkvöldi fram á veflinum áður — og menn voru því spenntir að sjá hvernig völlurinn reyndist eftir hinar gagngerðu lagfæringar, sem gerðar voru á honum. Og hann komst vel frá þeirri próf- raun. Við spurðum einn lands- liðsmann Fram, Erlend Magn- ússon, hveriiig honum hefði Mk- Leikurinn á Laugardalsvell- inum 1 gærkvöldi er hinn fyrsti þar f sumar milli lslenzkra liða — aðeins landsleikurinn við Frakkland 10. maí hafði farið Trevino meistari Það var Lee Trevino, sem sigraði á Opna bandaríska meistaramðt- inu í golfi, sem lauk í gær í Penn- sylvaníu — en tii þess að hijóta þann sigur varð hann að leika 18 aukaholur við kempuna fra&gu, Jack Nicklaus. Lee fðr þær á 68 höggum, en Jack 71. Eftir hinar 72 holur 1 aðalkeppn- inni voru þeir jafnir meö 280 högg. Keppni milli þeirra var mjög jöfn — en Nicklaus þurfti að fara slð- ustu holu á þremur höggum til að jafna. Hann hafði haft forustu lengi vel slðasta daginn. Og fyrsta högg hans var stórkostlegt — lenti 12 metrum frá holunni. Síðan pútt- aði hann, áhorfendur héldu niðri í sér andanum — en það tókst ekki — kúlan fór framhjá hol- unni, þó ekki langt. Aftur pútt og kúian fór i holuna og kempurnar voru með sama höggafjölda 280. Trevino hafði lokið keppninni nokkru á undan á 69 höggum, en Nicklaus fór á 71. Þegar síðasta umferðin hófst — 18 holur — á sunnudag var mikil spenna meöal áhorfenda. 21 árs áhugagolfleikari, George Simons, haifði þá tveggja högga forustu — hafði leikið umferðina á undan á 65 höggum — og það hefði orðið ein mesta „sensasion" í bandarísku golfi, ef honum hefðj tekizt að halda því forskoti Hann lék vel lokaumferðina, en ekki nógu vel og hafnaði I fjórða sæti ásamt nokkrum öörum — þó langt á und- an bezta keppandanum utan Bandarlkjanna á mótinu. — hslm. Yilborg hnekkti Isl.meti Hrafn- hildar í 200 m Vilborg Júlíusdóttir hnekkti á- gætu meti Hrafnhildar Guðmunds- dóttur x 200 m. skriðsundi kvenna á sundmóti Ármanns, sem háð var í Laugardalslauginni í gærkvöldi. Vilboi-g synti vegalenglina á 2:25.3 mín. og bætti met Hrafn- hildar um þrjá tíundu úr sekúndu á vegalengdinni. Vilborg synti ágætlega og naut góðrar aðstoðar Guðmundu Guð- mundsdóttur frá Selfossi til að Staðan í 1. deild Staðan í 1. deild eftir leik Fram og ÍBV í gærkvöldi, er nú þannig: Fram 4 3 1 0 9—4 7 Keflavík 4 3 0 1 11-4 6 Valur 4 2 11 6—4 5 l.B.V. 4 112 7—9 3 Akureyri 4 112 5—9 3 K.R. ' 3 1 0 2 3—5 2 Breiðablik 3 1 0 2 3-5 2 Akranes 4 1 0 3 6—9 2 hnekkja metinu Keppni þeirra var mikil ailan tímann, en á lokasprett- inum reyndist Vilborg sterkari og sigraði. Guðmunda synti á 2:27.0 mín. Guðmundur Gíslason, Á vann bezta afrek mótsins í 200 m. fjór- sundi og hlaut fyrir það afreksbik- ar Sundsambands Islands. Hann synti vegalengdina á 2:25.1 mi'n. — eða var nokkuð frá sínu bezta ' þar. Annars var he'.dur fátt um fina drætti á þessu sundmótj — enda heldur kalt og hvasst í veðri. Leiknir Jónsson sigraði í 200 m. ; bringusundi á 2:43.3 mín., en ann- I ar varð Guðjón Guðmundsson frá Akranesi ,á 2:45:0 mín. í 200 m. fjórsundi kvenna sigraði Vilborg á 2:53.6 mín og var nokkuð á undan Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem syntj á 2:58.3 mín. Finnur Garðarsson var ekki í j essinu sínu 1 100 m. skriðsundinu, | synti á 58.7 sek. og hafði þó nokkra yfirburði yfir Guðmund Gíslason, sem synti á 59.8 sek. ! 200 m. bringusundi sigraði Helga Gunn- arsdóttir á 3:00.3 mín. og Guð- mundur Gíslason sigrað: í 100 m. flugsundi kar'a á 1:04.1 min. Fimleikastúlkur til Svíþjóðar Nú í lok mánaðarins held- ur til Svíþjóðar fimleika- flokkur, stúlknafflokkur, á vegum Fimleikasambands ísiands. í Svíþjóð mun hópurinn taka þátt i nor- rænu fimíeikamóti, sem háð verður í Bönneby, dag ana 3. til 9. júlí. Þátttakendur I förinni eru tólf stúlkur, sem æft hafa undanfarnar vikur, undir stjórn Hafdísar Árna- dóttur, leikfimikennara, en hún mun stjórna flokknum við sýningar ytra, en þar munu einnig sýna sams konar flokkar frá hinum Norðurlöndunum. För þessi er farin í boði Fim- leikasambands Svíþjóðar, sem greiðir kostnað við dvölina ytra, en ferðakostnað veröa stúlkurnar að greiða sjálfar. í kvöld efnir Fimleikasambandið til skemmtikvölds í Súlnasal Hótel Sögu, í fjáröflunarskyni fyrir utan- farana. Kemur þar fram sýningar- flokkurinn, en auk þess munu stúlkur og piltar úr Ármanni sýna, auk hóps frá Þjóðdansafélaginu. Af öðrum skemmtikröftum má nefna Ómar Ragnarsson. Hefst skemmtikvöldið kl. 20.36, en að loknum skemmti- og sýning- aratriðum leikur hljómsveit hússins fyrir dansi tij kl. 1 um nóttina.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.