Vísir


Vísir - 21.07.1971, Qupperneq 3

Vísir - 21.07.1971, Qupperneq 3
I VlSIR. Miðvikudagur 21. júlí 1971. I IVTORGUN UTLÖNDÉ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND „Óvenju væg tilfelli, ef um kóleru er uð ræðu" — Spánverjar tilkynna alþjóðlegu heilbrigðis- málastofnuninni, að kólera kunni að vera komin upp i Aragonhéraði Heilbrigðisyfirvöld á Spáni hafa tilkynnt alþjóðlegu heilbrigðismálastofnun- inni í Genf, að komið hafi Geimfararnir, sem munu fara með Apollo 15 til tunglsins Irwin, Worden og Scott. Tunglferð á mánudag Apollo 15 á að hefja för sína til tungls á mánudag. Meiri spenna er um feröina en oftast hefur ver ið vegna Ijins sviplega dauða sov- ézku geimfaranna fyrir tæpum má.nuði. Þeir Díivid Scott 39 ára, Alfred Worden 39 ára og James Irwin 41 árs, munu hafa með sér „tunglbfl“ tii að geta athafnaö sig betur. Þeir munu dveljast á tungli lengur en nokkrir fyrirrennarar þeirra og fara úr geimfarinu í þrjár rannsðkna- ferðir, en aðrir hafa aðeins farið tvær. — Litasjðnvarp verður frá „tunglgöngum“ þeirra. Wilson ævareiður — Hótar að koma sjálfur á aga i Verkamanna- flokknum — Sundrung um afstöðuna til EBE - Harold Wilson foringi Verka- mannaflokksins brezka reynir að skapa einingu í flokknum, en flokk urinn er mjög sundurþykkur í af- stöðunni til Efnahagsbandalagsins. Roy Jenkins fyrrum ráðherra Wilsons er honum óþægur Wilson skammaði í gærkvöldi þá forystumenn flokksins, sem hann sagði að hefðu flutt ræöur, sem hefðu verið notaðar gegn flokknum. Wiílson er ekki ánægður með þá skilmála, sem Bretar hafa hlotið hjá EBE. Hins vegar hefur varaformað ur þingflokks Verkamannafiokksins Roy Jenkins sagt, að hann telji skil- málana viðunandi. Wilson kvaðst mundu koma á aga í þingiflokknum, ef aðrir gerðu það ekki. Hann reiddist mjög að blöð skyldu hafa komizt að því, hvaö Jenk- ins fyrrum ráðherra hafði sagt á fundi í þingflokknum daginn áður. Wilson sagði, að þessi ,,leki“ frá leynilegum fundum flokksmanna „væri ekki sá fyrsti“, sem orðið hefði. upp sjö tilfelli af sjúkdómi í Aragonhéraði, sem kunni að vera kólera. Læknum hefur enn ekki tekizt að finna, hversu hættulegur þessi vírus sé, en hann hefur valdið ein- hvers konar kveisu í þorp- inu Epilea. Hjúkrunarlið hefur haldið á bif reiðum til héraðsins, og allt er gert til að koma þangað nægu bóluefni við kóileru. Formælandi heHbrigðismálastofn unarinnar í Genf sagöi í gærkvöldi að þetta væru augsýnilega miklu vægari tilfelli af kóleru en yfirleitt gerðist, ef þama væri á annað borð um kóleru að ræða. Einnig var bent á, að þeir, sem veikir eru, búa f því héraði Spánar þar sem heilbrigðiseftirlit og hrein læti er á lægstu stigi. Veikin viröist ekki hafa breiðzt út frá þessum afskekktu þotpum. Umsjón: Haukur Helgason Sýrlendingar saka Jórdani um / manndráp Sýrlendingar sökuðu Jórdani f gær um að hafa varpað sprengjum á bæinn Deraa og þorp við landa mæri ríkjanna. Segja Sýrlendingar, að þetta hafi gerzt á mánudag, og manntjón hafi oröið. Sýrlendingar hafa kvatt heim®" hernóðarlega sendinefnd, sem var í Jórdaníu I mótmælaskyni við af stöðu stjómvalda f Jórdaníu til skæruliða í landinu. Sýrlenzka nefndin hafði verið í Jórdanfu til að reyna að miðla málum í deilum stjórnvalda og skæruliða Palestinu araba. Dobrynin fékk að heyra um til- gang Kínafararinnar. Rogers segir Dobrynin frá tilgangi Nixons William Rogers utanríkisráðherra Bandarfkjanna ræddi í gærkvöldi við sovézka sendiherrann Anatolij Dobrynin og skýrði honum frá til- gangi Nixons með því að taka heim boði kínverskra kommúnista. Þetta eru fyrstu fundarhöld hátt settra manna ríkjanna, síðan Nix on lýsti yfir þeirri ákvöröun að fara til Kfna. Rogers og Dobrynin ræddust við í 35 mínútur. Áttunda jafnteflið Sovézku stórmeistararnir Tigran Petrosjan og Viktor Kortsnoj sömdu um jafntefli f áttundu skák inni f einvígi sínu. Þar með er stað an enn jöfn, 4 vinningar fyrir hvom. Allar skákir þeirra hafa orðið jafnteffi og báðir eru þeir sagðir hafa teflt mjög varlega. í skák- inni í gær var jafntefli samið eftir aðeins 16 leiki. Ef þeir verða enn jafnir eftir 10 skákir, verða tefldar ailt að sex skákir ttl viðbótar. Sá, sem fyrst vinnur skák verður síðan talinn hafa unnið einvfgið og mætir Bobby Fisoher, segir norska fréttastofan NTB. @ Frú Bandaranaike gerir grein fyrir mr ifalli. 1200 FELLU A CEYLON 1200 biðu bana í bylting artilraun maóista á Ceylon í apríl síðastliðnum, að sögn frú Bandaranaike for sætisráðherra í gær. 14 þúsund maóistar úr svokall- aðri frelsisfylkingu alþýðunnar eru í fangelsum eftir hina misheppnuöu tilraun. Eignatjón, sem varð í átökunum er metið á rúmlega tvo og háifan milljarð fslenzkra króna. Það voru ungmenni úr sveitum maóista sem gerðu uppreisn '-gegn stjórn Ceylons, en rikisstjórnin er vinstrisinnuð. Hin róttæku ung- menni gerðu áhlaup á lögreglu- stöðvar vfðs vegar um landið, en stjórnarliðar náðu fljótt yfirhönd- inni og bældu uppreisnina niður. T

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.