Vísir - 21.07.1971, Síða 8

Vísir - 21.07.1971, Síða 8
3 VÍSIR Otgefandi: Reytejaprenr nl. Framkvætndastjóri: Svelnn R Eyjólfsson Ritstjórl: Jónas Rrlstjánsson Fréttastjóri: Jón Birglr Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingastjóri: Skóli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja VIsis — Edda hl. Fjórir um bíl I^öngum var litið á það sem munað, að fólk ætti bif- reið, áður fyrr voru þao einungis þeir, sem mest báru úr býtum, sem gátu veitt sér þau þægindi að hafa bif- reið fyrir fjölskyldu sína. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því enn, að á þessu hefur orðið gjörbreyt- ing á undanförnum árum. Ef bifreiðaeign landsmanna er skipt á íbúatöluna, verða fjórir landsmenn um hverja bifreið. Bifreiða- eignin er komin yfir fimmtíu þúsund. Það er til marks um aukna kaupgetu alls þorra þjóðarinnar, að frá síð- ustu áramótum fram til 30. júní hafa verið fluttar inn til landsins meira en fjögur þúsund bifreiðar. Á öllu árinu í fyrra munu hafa verið fluttir inn tæplega fimm þúsund bílar, svo að nú hefur verið flutt inn á hálfu árinu nærri jafnmikið og var allt árið 1970. Raunar er að jafnaði flutt inn mun meira á fyrri hluta árs, Þó orkar ekki tvímælis, að innflutn- ingurinn verður í ár hinn mesti, sem um getur. Velmegun þjóða er oft mæld með því að bera sam- an hve margir íbúar koma á hverja íbúð, bifreið, sjón- varpstæki og þar fram eftir götunum. Bandaríkja- menn hafa jafnan verið langsamlega efstir á blaði um fólksbifreiðaeign. Næst á eftir þeim koma Kanada- menn, Svíar og Frakkar. Samkvæmt síðustu tölum, sem fyrir liggja frá Efna- hags- og framfarastofnuninni OECD, voru íslendingar í ellefta sæti í þessu tilliti meðal tuttugu og tveggja að- ildarríkja stofnunarinnar. Þessar tölur eru fyrir árið 1969, og voru þá 185 fólksbifreiðar á hverja 1000 ís- lendinga, eða rúmlega sjötti hver íbúi að meðaltali átti fólksbfl. Þá voru 410 fólksbílar á hverja 1000 fbúa í Banda- ríkjunum, 298 í Kanada, 253 í Svíþjóð, 240 í Frakk- landi, og svo framvegis. í Belgíu, Bretlandi og Vestur- Þýgkalandi var bifreiðaeign ekki ósvipuð því, sem hér gerðist. Norðmenn, Hollendingar, ítalir og Aust- urríkismenn áttu nokkru færri bifreiðar miðað við fólksfjöldann og sumar þjóðir miklu færri. í þessum tölum er einungis átt við fólksbifreiðar. f óíksbifreiðar hafa verið talsvert yfir 80% af bílaeign íslendinga. Því munu nú orðnir nokkuð yfir 200 fólks- bflar á hverja 1000 íslendinga, eða svipað og var árið 1969 í Danmörku og Sviss, sem þá voru í sjötta og sjöunda sæti af OECD-ríkjunum í þessum efnum. Þegar bifreiðaeignin er orðin slík, að einungis fjór- ir landsmenn að börnum meðtöldum eru um hverja bifreið og aðeins tæpir fimm um hverja fólksbifreið, er varla stætt á því öllu lengur að telja bifreið mun- aðarvöru. 1 þeim efnum hefur þróunin orðið hin sama og áður hafði gerzt með ýmis heimilistæki, svo sem ísskápa og þvottavélar. V f SIR. Miðvikudagur 21. júlí 1971. i Yerður Malasía næsti vettvangur átakanna? —• Ef kommúnistar næðu yfirhöndinni i Indó- Kina mætti búast v/ð aukinni athafnasemi skæruliða i nágrannarikjunum Skæruliðar, sem eru í tengslum við kommún- ista í Indó-Kína, láta nú aftur talsvert að sér kveða á Malakkaskaga. Skæruliðar voru mjög at hafnasamir þar fyrir ein- um tuttugu árum, en rík isstjóm landsins tókst með aðstoð Breta að kveða þá í kútinn í það sinn. Brezku svæðin á skaganum hafa myndað sjálfstætt ríki, Malasíu, og hefur verið fremur friðsamlegt í landinu, þótt einstaka uppþot hafi verið í fréttunum.— Skæruliðar efla nú lið sitt og eru sagðir þokast suður frá norðurhéruðun um, þar sem þeir hafa haft styrk sinn. Skæruliðar milli „ 1000 og 1800 komast undan óskaddaðir. Það var á sömu slóðum, sem þrír Evrópumenn voru myrtir árið 1948, en það hratt af stað borg- arastyrjöld á Malakkaskaga. Mesta tinframleiðslu- hérað heims Borgin Ipoh er miðstöð mesta tinframleiðs'luhéraös heims og jaifnframt mikilvæg stöð fyrir kfnverska kaupmenn. Grunnit hefur verið á því góða milli Malaja og Kfínverja I Malasíu. KSnverjum finnst meirihlutinn skerða rétt þeirra og óánægjan Razak forsætisráðherra reyn- ir að stemrna stigu við sókn skæruliða suður á bóginn. Malasía er nágranni Indó- Kína. Það er eitt þeirra mörgu ríkja á þessu svæði, sem her- stjórnarmenn £ Bandartkjunum hafa talið vera £ hættu, ef kommUnistar næðu ölLum völd- um £ Indó-Kána. Skæru'liðar kommúnista láta annað veifið á sér kræla £ Thailandi og Burma, sem heyra þvi til þessum flokki ríkja ásamt Malasíu þar siern búast má við vaxandi athafna- semj kommúnista, ef þeir hafa betur £ Indó-Kina. Illlllllllli mmm (Jmsjón: Haukur Helgason Skæruliöar mxmu nú hafa milli 1000 og 1800 manna lið i Malastu. Athafnir þeirra beinast nú einkum að auknum áróðri. Þeir eru að lífga við gömul sambönd, sem hafa rofnað síð- ustu árin. Hugsanlega er aúkin athafnasemi þeirra 1 beinu sam- bandi við vaxandi vonir skæru- liða og Norður-Víetnama um sigur i Indó-Kína. hefur verið einna mest í Ipoh og grennd. Malajum er hins vegar £ nöp við Kínverjana, vegna þess að kfnverskir íbúar landsins hafa gegnt forystu- hlutverki á sviði viðskipta og menntunar. 1 stjórnmálunum hafa Malajar tögi og hagldir vegna þess, að þeir eru meiri- Herbúðir skæruliða aðeins níu mflur frá borg Mikla athygli vaktj fyrir skömmu sú frétt, að fundizt hefðu herbúðir skæruliða aðeins nfu mílur frá borginni Ipoh, sem er þriðja stærsta borg lands ins. Þarna höfðu skæruliðar mikið og vel búið lið. Stjóm- völd gerðu meira en ella úr þessu máli til að vekja athygli á aukinni starfsemi skæruliða, en þeir hafa hins vegar viljaö komast hjá að vekja mikla at- hygli aö sinni. 1 þessari herstöð höfðu kommúnistar tuttugu manna flokk en meiri athygli vakti hversu haglega búöir þessar voru gerðar Þegar her- menn stjórnarinnar uppgötvuðu búðir þessar, tókst skæruliðum að fella einn stjórnarliðann og Tunku Abdul Rahman, fyrr- um forsætisráðherra Malasíu, tókst að kveða niður að mestu uppreisn kommúnista. hluti íbúanna. Því hefur skap- azt erfitt ástand. og talið or að ýmsir Kínverjanna fylgi kfn- verskum kommúnistum að mál- tun, og gildir það einnig um ýmsa framámenn í viðiskiptaffi. Malajar em um 45 prósent fbúa landsins, en Kfaverjar eru nærri jafnmargir eða 36 pró- sent. Ættflokkar Saravaka og Sahah eru 11% og Indverjar og Pakistanar um 9%. Rúmur helmfagur fbúanna býr í sveitum. Stórborgfa Singapore til- heyrði samlbandsialdnu Malasíu f byrjun en borgin sleit sig frá rfkinu árið 1965 eftir að miklar deilur höfðu geisað milli Mn- verskra og malajfskra manna. Kínverskir mflljónamær ingar óánægðir með að vera annars flokks borgarar Malajar hafa S ýmsum efnum látið kné fylgja kviði. Sam- kvæmt lögum, sem sett voru f marz er t. d. saknæmt að gagn rýna þá tilhögim stjórnvalda að malajísika skuli vera hið op- inbera tungumál landsins. Kín- verskir milljónamæringar í tto- framleiðslunni eru þvf annars flokks borgarar, þegar þeir sttfga út úr Mercedesfoifreiðum sfaum jafnt sem aðrir ktfnverskir lands- menn. Allir Kfaverjamir una þessu ástandi illa, og hinir ríkn þó verst. UmhverSs borgina Ipoh er fjöldi kfaverskra þorpa, sliðan Bretar réðu landinu og ffattu fólk þangað af efnahagslegum og stjómmálaiegum ástaeðum, Þetta ero grænmetisbændur, harðir í hom að taka og þrjózk- ir við stjómvöld, sem meðal annars banna þeim að rækta land sem ríkið á. Stjómvöld hafa brennt uppskeru þeirra Kfaverja, sem hafa laumazt til að hagnýta hinar stóni rikis- spildur. 1 þessu er líklega fólgin skýringin á því fyrirbæri, að herstöð skæruliða var aðeins 600 metra frá tfanámu og fjóra kílómetra frá lögreglu- stöð og hafði verið þar mán- uðum saman. Fallegar stúlkur og peningar f herstöðinni fundust ekki aðeins vopn heldur etonig brjöstahöld og snyrtivörur ým- iss konar. Stjómin hélt þvi fram, að skæruliðar lokkuðu unga menn £ lið sitt með þvf að hafa falar „stúlkur og peninga". Hins vegar virðast skæruliðar hafa haft stúlkur i búðumun til þess að afla vista, þar sem þær gátu farið með „rútu“ til borg- arinnar og keypt þar hvað sem var. Skæruliöar hafa mjakazt suð- ur á bóginn og jafnan stuðzt við kínversk byggðarlög á vest- urhluta Malakkaskaga. Fréttir um athafnir þeirra sýna, að þeim hefur miðað verulega að undanförnu. Tun Razak forsæt- isráðherra hefur falið héraðs- stjórum að stofnsetja sveitir tii baráttu við kommúnistahætt- una, og megi þeir fara sínu fram án þess að rfkisstjórnin haldi £ hendurnar á þeim. Athyglin beinist að ástandinu í Malasfu þar sem þar kann að verða næsti vettvangur átak- anna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.