Vísir - 21.07.1971, Page 13

Vísir - 21.07.1971, Page 13
VlSIR. Miðvikudagur 21. júlí 1971. 13 Og sandkaka meS kafíi — Fjölskyldus'iðan kannar kaffi og meðlæti á veitinqasfóðum i nágrenni borgarinnar — Molakaffi frá 20-50 kr. — Kaffi og kökuskammtur frá 80-110 kr. JJvort tieldur það er útlending- ur eða íslendingur, sem ætlar að koma við á veitingastað utan borgarinnar og fá sér kaffi og meðlæti er hann viss um að fá sandköku eða jólaköku með kiaffinu. Þessar kökutegundir virðast vera eftirlætisbakkelsi ís lendinga, ef fara á eftir listan- um um kaffibrauð, sem veitinga húsin utan borgarinnar bjóða upp á. Þessi listi er fábrevttur mjög, auk sandkökunnar og jóla kökunnar er viðast hvar boðið upp á eitthvað af eftirfarandi, brúnköku, kleinur, hvíta tertu (þessa með sultunni á miili) og rjómapönnukökur eru á boö- stólum á flestum stöðum. Á ein staka stað er boðið upp á smá- kökur. Einnig mi fá smurt brauð víðast hvar. Verð er mismun- andi en ekki mikill verðmismun ur nema tiliit sé tekið til stað- hátta og þjónustu. Fjölskyldusíöan hringdi á nokkra veitingastaði í nágrenni borgarinnar og spuröist fyrir um hvað væri á boðstólum af þessu tagi og um verð. í þetta sinn get um við aðeins um verðið á kaffi og meðlæti, það er kaffibrauði. ■Vtið byrjum á Geithálsi, sem ’ er næstur borginni. Þar eirts og Viðast annars staðar hefur aðsókn gesta verið mikil í sumar og hefur góða veðrið haft sitt að segja um það. Þar kotstar molakaf-fið borið fram í könnu eins og alls staðar ann- ars staðar, 20 kr. Þar fæst smurt brauð og svo samlokur á 30—35 kr. stk. Kökumar kosta 15 kr. stykkið og eru þrjár tegundir af þeim jólakaka, brún kaka og hvít terta auk sand- kökunnar. Næsti staður er Skíðaskál- inn í Hveradöilum. Þar kostar molakaffið 35 kr., en kaffi með bak'kelsi 85 kr., stundum eru til pönnukökur með rjóma en ann ars venjulegt meðlæti, a'Wt heima bakað. Næst snúum við okkur að veit ingastofunni í Krýsuvík, sem er núna starfrækt þriðja sumarið í röð. Þar kostar molakaffið 30 kr., en kaffi, sandkaka, jóla- kaka og kleinur 80 krónur. Kaffi með rjómapönnuköku og hinum kökutegundunum, sem framreitt er fyrir útlending- ana, sem koma þar í hópum þrisvar í viku kostar 100 kr. Snittubrauð er hægt að fá þar, ef það er pantað fyrirfram. Tjá erum við komin til Þing- valla. Á Hótél Valhöll kost ar molakaffið 50 kr. Kaffi með kökum 110 kr. Kökurnar eru rjómapönnukökur, jólakaka og smákökur. í Hveragerði eru þrír veit- ingastaðir að velja á milli, ef maður ætlar að fá sér hressingu, kaffi, te og kökur. Molakaffið kostar 30 kr. í Hótel Hveragerði. Kökuskammturinn kostar 70 kr. og kostar kaffi og kökur sam- taJs 90 kr. Þar er bakkelsið rjómapönnukaka, kleinur, jóla- kaka, smákilkúr og hvít terta. 1 Bláskógum 2 rekur Hallfríð ur Pálsdóttir litla kaffistofu í óvenjulegu umhverfi. Hún hellir upp á könnuna sjá'lf og kostar molakaffið 35 kr. Kaffi með kaffi brauði, rjómapöinnuköku og „tveim stykkjum af því, sem ég á til“ kostar 90 kr. Með- lætið eru kleinur, sandkaka, terta m. a. Heilsuhæli NLFÍ býöur ekki upp á kaffi, en þar er hægt að fá te og bakkelsi al'lt úr heil- hveiti-hvítt hveiti er ekki notað á þeim stað. Te og heilhveiti- bollur og heilhveitikex kostar 30 kr. á virkum dögum en á sunnudögum er haft meira við og boðiö upp á heilhveititertu og kostar te og meðlæti þá 50 kr. Gelfoss er næsti áfangastaður. Molakaffið kostar 35 kr. í Tryggvaskála og kaffi með kök- um 90 kr., meðlætið er form- kökur og smákökur. Á Hótel Selfoss, hinum meg in við götuna, kostar molakaff- ið það sama 35 kr., en kaffi og kökur 100 kr. Meðlætið er rjóma pönnukaka, kleinur eöa lagkaka og formkaka í Þrastalundi endum við ferð ina, södd á kaffi og formkök- um — en þar fæst þó ótakmark að molakaffi fyrir 30 kr. Kaffi með kökum, kostar hins vegar 110 kr. og eru kökutegundimar mismunandi að sögn. Og þar eins og á þeim stað, sem við byrjuðum á hefur verið mikiH straumur ferðafólks — og það gerir veðrið. — SB Unglingarnir kjósa frernur „pulsu meö öllu“ en kaffi og kökur vtsm i í VII KUI LOKIN HAh IDBÚK i mmmmm11 HÚSh lÆD mmmm RANNA VISIR I VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN > er orðin 360 sfðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)'

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.