Vísir - 26.07.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 26.07.1971, Blaðsíða 1
VISIR 61. árg. — Mánudagur 26. Juií 1971. — 166. IWI. Fer vamarliðið til Angmagsalik? Hermálanefnd NATO hugleiðir mótleik við stefnuyfirlýsingu islenzku stjórnarinnar — Danir munu vera samþykkir # Hernaðarmálanefnd Atlantshafsbandalagsins mun hafa setið á rökstól um undanfarnar vikur í Briixelles vegna yfirlýs- inga stjórnarflokkanna um, að varnarliðið verði látið hverfa úr landi á kjörtímabilinu. Rætt hef ur verið um til hvaða ráða verði gripið, ef ríkis stjórnin gerir alvöru úr yfirlýsingu sinni og mun helzta lausnin, sem rætt hefur verið um, að flytja vamarliðið til Ang- magsalik á austurströnd Grænlands. Rússar hafa unniö mjög stfft að því að byggja upp flota sinn, sem hefur bækistöð á Kolaskaga á Murmansk til aðgerða á At- lantshafinu. Þessi floti hefur aö- eins aðgang að Atilantshafinu í gegnum sundin milli Grænlands og íslands og ísl. og Noregs og hefur verið fylgzt meö feröum flotans að undanförnu frá Græn- landi, Islandi, Noregi og Dan- mörku. Með fráhvarfi varnarliðs ins frá íslandi veikist mjög að- staðan ti'l aö fylgjast með fiot- anum og því hefur komið til tals að flytja varnarliðsstöðina til Angmagsalik, sem liggur á- ln'ka vel við og Keflavíkurstöðin, en Angmagsalik liggur á svipuð- um breiddarbaug og Keflavrk. Danir munu i fyrstu hafa verið mótfallnir þessum ráða- gerðum, en nú upp á síðkastið mun fulltrúi Dana hafa verið málinu jákvæður. Dönum mun ekki þykja það verra, að með tilkomu varnarliðsins til Ang- magsalik bætist um 1.5 milljarð ur króna í efnahagslíf GrænTend inga Einnig munu þeir telja sig skuTdbundqa til að gera sitt ti'l að vei’kja ekki vamarmátt Atlantshafsbandalagsins meðan enn er vilji ti'l að halda því samstarfi vestrænna þjóða í vamarmálum áfram. Þessar upplýsingar var ekki unnt að fá staðfestar hjá ísienzk um aðilum f morgun. — VJ Flugvélin ónýt Munaði mjóu oð rtavðlendingin tækist slysalatist Milljón manns í sund Þótt Reykvíkingar séu ekki nema um 80 þúsund, er búizt við því, að ein milljón manns komi í sundstaði borgarinnar á þessu ári. Það samsvarar því, að hver einasti Reykvíkingur fari i tólf og hálft skipti í sund á ári. Undanfarin ár hefur fjöldi sundgesta aukizt jafnt og þétt, og þaö sem af er bessu ári hef ur rösklega hálf milljón manns komið á sundstaðina, og eru þá allir meðtaldir, böm og fullorðn- ir, en við teljum reyndar óh'k- legt, að furðufuglinn hér á mynd inni sé talinn með. Á bls. 9 í dag er að finna grein, þar sem spiallað er um sundstaði borgarinnar. Dóttir Peters Ronsons efnileg sundkona Það var heldur betur meta- regn á sundmeistaramótinu, sem háð var í LaugardalsTauginni um helgina. Alis voru sett fjór- tán met og var Guðmundur Gíslason að venju drýgstur. Þá vakti Lisa litTa Ronson, dóttir hins kunna fþróttamanns Péturs Rögnvaldssonar, sem einnig er þekktur sem kvikmyndaleikar- inn Peter Ronson, athygli og einnig hinir mörgu þýzku kepp- endur. Og þá rann boltinn um helg- ina bæð; í 1. og 2. deild og mörg urðu sums staðar mörkin. Þannig skoruðu Víkingar ellefu — og Keflvíkingar settu mikla spennu i 1. deild með því að sigra Fram 3—0. Vestmannaey- ingum tókst í fyrsta skipti að vinna KR í 1. deild og Akurnes ingar brugðu ekki út af venju og sigruðu á Akureyri. — sjá iþróttir bls. 4, 5 og 6 „Okkur leizt ekki þannig á, aö vélin værj þess virði, að við fær- um að bjarga henni,“ sagði Ámi Þorvaldsson, forstjóri Tryggingar hf. í viðtali við Vísl í morgun, en hann fór ásamt fleiri um helg- ina til að athuga flakið af Airo Commander-vélinni, sem nauölent var við Síðujökul. „Þeir voru í heyskap bændurnir í þurrkinum, svo að það gekk erf- iðlega að fá nokkurn til að fara með okkur,“ sagði Árpi. .„L^ksins fengum við mann frá Kálfafelli, sem fór með okkur á jeppa að flakinu. Vélarbúkurinn sýndist okkur mikið skemmdur að neðan. grindin brotin og ilTa farin. Vængirnir eru heilir en við létum þá samt eiga sig. Við hirtum mótorinn og öll tæki úr vélinni. Bf vélin hefði verið í skárra standi, þannig að hægt hefði verið að gera við hana, hefði það ekki verið erfitt að gera þarna flugbraut til að hún gæti tekið sig á loft, eða öinnur flugvél lent þama. Þarna er harður melur framund- an, og flugmaðurinn hefur að vissu leyitj verið óheppinn um daginn, því að hann hefur rekizt á stórán stein, áður en lendingin var almennilega hafin. Hefði hann sloppið yfir steininn, hugsa ég, að hann hefði lent vélinni mikið til óskemmdri." „Verður fiakið þá látið eiga sig þarna á sfaðnum?" „Já,‘‘ segir Árni. „Annars er það til sölu ef einhver hefur áhuga, og svo auðvitað mótorinn og tækin, sem við hirtum “m helgina. En það er örugglega mikiö verk að gera þessa vél flugfæra aftur — ef það er þá hægt.“ — ÞB Hún eldist ekki Marlene Dietrich er sannar- lega komin af Téttasta skeiði, — það sýnir árafjölditm, sem hún hefur lagt að baki, Engu að siður er La Dietrich alltaf jafnfögur, segir fréttin, og áreiðanlega ber hún titilinn ,,feg ursta amma í heimi“ með mestu sæmd. Sjá bls. 2 Hlustum á rödd hjartans Á tækniöld er svo komið fyr ir manninum að hann er farinn að hugsa of mikið. Það segir a. m. k. frægur sálfræðingur, sem vill að við förum að huga meira að rödd hjartans, nálg- umst að nýju þá hlið mannlegr- ar náttúru, sem skáld og heim- sjjekingar nefndu þessu nafni fyrir 3 öldum. 1 grein i blaöinu í dag er rætt um flóttann frá „of mik'lum raunveruleika" á náðir eiturlyfja. — Mánudags- mynd HáskóTabíós að þessu sinni fjallar um annað stórmál nútfmans, agaleysi ungu kynslóð ariiwiar, og segir frá myndinnj í blaðinu í dag. Sjá bls. 8 og 11 Liffærí I mannsins gefin — konan ekki spurð Kona svertingjans, sem hjartað og lungun voíiu tekin úr, var ekki beðin leyíis. Bún er mjög óánægð og segiet akirei hefðu leyft það. — sjá frétt á bls. 3 30 togarar v/ð akkerí til að mót- mæla EBE Brezkir sjómenn segja, að 100 þúsund yrðu atvinnulausir, ef Bretland gengi í Efnahags- bandalagið. — sjá bls. 3 Liz Taylor orðin amma Elizabeth Taylor varð amma í nótt, 39 ára gömul. Barnið et sonar hennar Michael Wildingf og eiginkonu hans. Það fæddisi fimm vikum fyrir tímann. —HK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.