Vísir - 26.07.1971, Page 9

Vísir - 26.07.1971, Page 9
¥ 1 S I R . Mánudagur 26. júli 1971, 9 vismsm Stundið þér sund? Milljón manns í sund á þessu ári — Rætt um sundstaöi Reykjavikur Þórir Öm Línbergsson: — Ég syndi svona ööru hvoru, en ég hef hugsaö mér aö fara að stunda sund úr þessu. Signý Gunnarsdóttir, húsmóðir: — Ég er að byrja á því. Annað slagið verður að þvo laugarnar, jafnvel þótt allt sé þar á floti dags daglega. í’Tr því að taliö er æskilegt, aö fólk sæki sundstaöina, og úr þvl aö fólk virðist gjama vilja eyða þar frístundum sín- um er þá ekki skynsamlegt að hefjast þegar handa um að bæta aðstpðuna? — ÞB Helga Jóhannsdóttir, 5 ára: — Ég kann ekki að synda, en ég fer oft hingað í Laugarnar, og mér finnst það voöa gaman. Siguröur Guðmundsson, slökkvi- liðsmaöur: — Ég fer I Laugarn- ar annan hvern dag. Ég hef gert það í mörg ár. Anton Högnason, leigubílstjóri: Ég kem hingað í Laugarnar daglega og er búinn að gera það I nókkur ár. Ég er mikið friskari fyrir bragöið, og heils- an er I bezta lagi. í ár er búizt við, að milljón manns heimsæki sundstaði Reykjavíkur- borgar. Það er vel af sér vikið í áttatíu þúsund manna borg, þar sem ekki er sólskin á hverj- um degi, hvað þá að hitastigið sé alltaf mátu- legt til að striplast um í sundlaugum. Aðsóknin að sundstöðunum ” I Reykjavík fer vaxandi með hverju árinu sem 11ður,“ sagði Stefán Kristjánsson, fþróttafulltrúi í viðtaili við Vísi. „Aukningin tij þessa hefur verið mikil óg jöfn, en núna í ár lítur út fyrir, að við sláum öll met. Það Iftur út fyrir, að í árslok verði fjöldi þeirra sem feomið hafa á sundstaðina orðinn ein milljón.*‘ „Hive margir hafa komið á undanförnum árum?“ „Árið 1965 voru það samtals 553,156 manns, sem komu á sundstaði borgarinnar; árið 1966 komu 607.563; árið 1967 komu 640.292; árið 1968 komu 675.079 en það ár voru sund- laugamar í Laugardal teknar í notkun; árið 1969 komu 717.777 manns; árið 1970 komu 751.378 manns; og það sem af er þessu ári. eða fyrstu sex mánuði voru gestir sundstaðanna samtals um 500 þúsund." „Eru gestirnir yfirleitt fleiri slðari hluta árs en fyrri hluta?" „Já. það er reynsla okkar, að fleiri komi I sund s’íðari sex mánuðj hvers árs en fyrri sex mánuðina." „Þýðir þessi aukning á fjölda viðskiptavina. að bráðum verði tekið upp á því að reka sund- staðina með gróða?“ TVTei, þvert á móti,“ segir W Stefán. „Það er siður en svo stefnt að því að reka sund- staðina með gróða. Ti] dæmis er lægsti aðgangseyrir fyrir börn fjórar krónur. Ég efast um að það nægi fyrir heita vatninu, sem þau nota.“ „Hver varö heildarhallinn á sundstöðunum á siðasta ári?“ „Á siðasta ár; nam heildar- hallinn á sundstöðunum nær þvi sjö milljón krónum. Ég held, að það sé stefna borgarráðs að láta reka sundstaðina á sem skynsamlegastan hátt, án þess að vænta ágóða. Og yfirleitt held ég að reynt sé að haga rekstrinum þannig. að aðgangs- eyrir sá, sem kemur inn, nægi fyrir 60% útgjalda, ,ep borgar- ráð leggur til þau 40%, sem á vantar. Það er stefnt að því að fá sem flesta til að stunda sund- laugamar, og talið vel þess virði, að lagt sé fram fé I því skyni.“ „Hverjir eru helztu kostnaðar- liðir ’i sambandi við rekstur sundstaðanna." TTelztí kostnaðarliðurinn er ?? laun starfsfólks Næst- hæsti kostnaðarliðurinn er heita vatnið, en það kostaði á síðasta Þessir sundgestir hafa líklega komizt inn fyrir 4 krónur. ári eina milljón og tvö hundruð og sextíu þúsund krónur. Raf- magn kostaði um 800 þúsund, svo að sjá má, að það er ekki með öllu útgjaldalaust að reka sundstað." „Hver er lægsti aðgangseyrir að sundstöðum?” „Þegar keypt eru aðgangs- kórt sem gilda í nokkur skiþti, er , aþgajigseyriþnn feírirc.rbthmm þáVsmaaétj kánhSK? drága úr fjörar krónur, en tólf krónur ——1—"----------------- —” 1—* ** er lægsti aðgangseyrir fyrir fullorðna.“ „Þegar sggt er, að hálf milljón manns haf; komið á sundstað- ina fyrstu sex mánuöi þessa árs, bvað er átt við með þeirri tölu?“ „Sú tala felur I sér heildar- fjölda gestanna, en þeim er skipt I flokka: börn, skólasund, sundfélög gufubaðsgestir. og svo venjulegir gestir." Cundstaðirnir eru vinsælir, þótt ekki sé beinlínis hægt að segja, að þar sé mikið við að vera, eins og bent var á í bréfi frá einum lesanda Vísis, sem biif var nýlega. Ef tiil vill væri hægt að gera meira til að laða enn fleiri gesti til að heimsækja sundstaðina, ef jfþeirá vaérí'fýrir þá gert, og í« ma rekstrarhaiianum með því að selja þeim ýmsa þjónustu, sem nú er ekki að fá á sundstöð- unum, þótt gull sé I boði. Veitingasölu hafa menn látið sig dreyma um lengi Einhver stakk einhvern tiimann upp á því að korna upp greiðasöhA eins konar gróðurhúsi inni I Laug- ardal, en það gróðurhús vær; þá hitað með því heita vatni sem rennur frá Laugunum. Eflaust yrði einnig vinsælt, ef komið yrðj upp einhvers konar leik- tækjum á sundstöðunum, eins konar minni háttar „tívolfi**. I samandi við aðra þjónustu mætti fara fram á, að fyrir utan gufubaðstofur og nudd, væri einnig hægt að fá föt hrað- hreinsuð og skó bumtaða, svo að menn gætu komið lúnir og ryk- aðir t.d. eftir ferðalög og geng- ið út eins og nýslegnir túskidd- ingar. Þá er líka kominn tími til þess að fara fyrir alvöru að hugsa um að koma plasthimni yfir einhverja sundláugina, svo að fólk geti skemmt sér við úti- vist á laugarbarminum þótt eitthvað smávegis sé að veðri. Sólbaðsaðstöðuna væri heldui ekki úr .vegi að bæta, með þvi að fá brúklega sólstóla í staðinn fyrir þá plnubekki sem fólkj er nú boðið að híma á. Alla þessa þjónustu má selja á skynsamlegu verði til að vega upp það tap, sem nú er á rekstri sundstaðanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.