Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 2
Soph'a I.oren á 3 ára son, Carlo, sem verðixr brátt sannkallaður gulldrengur. Leikkonan hefur beð ið skartgripasmiðinn Luigi Brig- liadori frá DUsseldorf um að gera módel af 'andliti drengsins, — úr sklragulli. Joseph Mobutu er fertugur og er forseti Kongólýðveldisins. Ekki virðist hann heldur vita hvað á að gera við pehingana, því hann var að kaupa sér höli í Belgíu, — verðið: Aðeins 940 millj. ísl. króna. Það verður aðeins öðru hverju, sem forsetinn getur spók að sig í höllinni sinni. Bob Dylan fer i haust til ísra- els með fjölskyldu sína. Hann hefur hugsað sér að taka til hend inni á Kibbúts, einu af samyrkju búunum ísraelsku. Elke Sommer, þýzka stórstjam an í Hollywood ber gott skyn- bragð á verzlun og viðskipti. Hún rekur nuddstofu í Hollywood og flytur út fatnað til heimalands síns írá Bandaríkjunum. Ekki nóg með það: Hún er líka fasteigna- sali í Alicante. Um 500 tonn af pappír hafa farið í prentanir á hinni einstæðu bók Erich Segais, Love Story, en kvikmyndin, sem gerð var eftir bók hans, er einmitt sýnd þessa dagana í Háskólabíói, — og fram- kallar færri tár hérlendis ' en ytra, að sögn. En snúum okkur að þessari merkilegu bók, sem samin var og skrifuð á þrem dög Bókin er þegar seld í 4.5 mill jónum eintaka í Bandaríkjunum einum, en erlendis hefur bókin verið rifin út. Það eru því ekki fá tré, sem fallið hafa í skógum víða um heim, sem farið hafa í pappfr til að prenta „boðskap" Segals á. Eða er þarna um boð- skap að ræða? Sagan um unga fólkið f Ástar- elskuleg, frábrugðin öllu raunsæi síðustu ára, bersöglu iýsingunum. Líklega hefur fólk verið farið að þyrsta eftir „venjulegu fólki“ og venjulegri sögu. Erich Segal lét með þessari bók rætast ósk sína um að verða rík ur Að honum hafa safnazt auð- æfi svo um munar. Litli maraþon- hlauparinn, sem unniö hefur fyrir sér hörðum höndum sem pró- fessor við Yale-háskóla, þarf ekki að kvíöa ellinni. Segal varð sjálfur fyrstur allra við Yaie til að verða ræðumaður bekkjarins og jafnframt bekkjar- skáld. Þetta var þegar hann var nemandi og slíkt hafði ekki gerzt í 300 ár. POP? Fólk, sem telur sig vera gáfað, segir okkur, að það sé pop-list að nota ýmsa hvers dagslega hluti fyrir skraut. Við getum upplýst, að það er alls ekkert pop, heldur ósköp almenn venja í sumum löndum h eims. Hér eru nokkrar myndir af því, sem ýmsar þjóðir í fátækari löndum heims hengja í eyru sín til að líta betur út. Þar á meðal eru svo hversdagslegir pop-hlutir sem tómar ananasdósir, öryggisnælur og filmubox. NEI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.